Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 IflKU m Hið mikilfenglega ártal 2000 er nú í næstum því óbærilegri nálægð. Heimsbyggðin sveiflast milli tilhlökkunar og tortryggni og virðist ýmist vilja fagna á toppi veraldarinnar eða flýja af vettvangi. Þegar Sigurbjörg Þrastardóttir festi kaup á litlum leiðarvísi um árið 2000 grunaði hana ekki hvílíkan fjársjóð hún hafði fangað. Árþúsu komdu fagnándi! „VERÖLDIN er um það bil að upplifa mestu hátíðarhöld í sögu mannkyns. Gleymum því að árþús- undið hefst ekki í raun fyrr en 2001 - stóra, kringluleita talan 2000 hefur náð þéttingsfostu taki á ímyndunarafli alls heimsins. Veislur eru ráðgerðar í þús- undavís í Evrópu, Astralíu, Asíu og Kyn-ahafinu. Minnismerki um árþúsundið - pýramídar, hvelfing- ar, spíralar, tumar og bogar - spretta upp hér og hvar í heimin- um og flugeldar, bálkestir, ley- sigeislar og ljósasýningar munu lýsa upp himininn er miðnætti brestur á í sérhverju af 24 tíma- beltum plánetunnar." A þessari lýsingu hefst líflegur leiðarvísir, The Millennium - A Rough Guide to the Year 2000, sem breska útgáfufyrirtækið Rough Guides hefur gefið út. I leiðarvísinum eru teknir saman helstu viðburðir árþúsundaskipt- anna um veröld víða, auk svara við algengum spurningum um heimsendaspár, tölvuvandann árið 2000 og fleira sem tímamótunum tengist. Dansað á daglinunni Ein snúnasta spurningin varð- andi árþúsundaskiptin er hvar sól- in muni rísa fyrst í veröldinni 1. janúar árið 2000. Við spumingunni eru nokkur svör og hafa fylgjend- ur hvers þeirra nokkuð til síns máls. í rökræðunum skiptir öllu hin svonefnda daglína sem dregin var á landakort á Alþjóðlegu lengdar- baugaráðstefnunni í Washington DC árið 1884 um leið og tímabeltin 24 voru búin til. Daglínan fylgir að mestu 180. lengdarbaug en tekur sveigju fram hjá byggðum svæð- um - að öðmm kosti myndu íbúar tvískiptra byggðarlaga fylgja sitt hvomm vikudeginum sem án efa ruglaði fólk í ríminu. Yfirvöld á Kiribati, eyjaklasa í Reuters Morgu’ inWaði5/Asdfe SÓLARUPPRÁS á Pitt-eyju við Nýja Sjáland 1. janúar nk. verður að sögn innfæddra fyrsta dag- skíma árþúsundsins í veröld víðri, en um það eru þó deildar meiningar. Kyrrahafi sem daglínan sneiðir hjá, tóku sig hins vegar til fyrir fá- einum ámm og færðu daglínuna! Með því fluttust nokkrar eyjar í klasanum vestur fyrir daglínu, þar á meðal Karólínueyja sem í kjöl- farið var nefnd Arþúsundaeyja. A grundvelli flutningsins gera Kiri- bati-búar tilkall til fyrstu dögunar árþúsundsins og hafa þegar hafið undirbúning þar að lútandi. Barist um útsend- ingarrétt Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort taka beri tilfærsluna gilda. íbúar Chatham-eyjanna, sem staðsettar em 250 km vestur af daglínu, hunsa breytinguna og fullyrða að hvergi á byggðu bóli risi sólin fyrr en einmitt þar. Sam- kvæmt útreikningum heimamanna munu geislar sólarinnar gægjast upp fyrir Hapeka-fjall á Pitt-eyju klukkan 3:59 að staðartíma 1. jan- úar árið 2000 og nú þegar eiga sjónvarpsstöðvar frá Astralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum í harðri samkeppni um útsendingarrétt frá hinni sögu- legu sólampprás. Svo eru þeir sem halda því fram að nýr dagur hefjist ekki fyrr eftir miðnætti í Gömlu konunglegu rannsóknarmiðstöðinni í Green- wich á Englandi, en Greenwich er viðmiðunarpunktur í alþjóðlegu tímatali sem virt er víða um lönd. Spumingin snýst þá um hvar fyrst birtir af degi eftir að klukkan hef- ur slegið tólf á miðnætti í Green- wich á gamlárskvöld 1999. Svarið er: á Nicobar-eyjum í Indlands- hafi. Þangað er hins vegar afar erfitt að komast og munu þvi ein- ungis skjaldbökur og krókódílar verða vitni að fyrstu dögun 21. ald- arinnar... góða er varpað fram hugmynd um áramót f heitum hver undir berum himni á íslandi. Myndin er tekin í Landmanna- laugum. Fagnaðarlæti á gamlárskvöld eru árviss viðburð- ur á Times Square í New York. Reuters Reuters BRETAR vinna nú að því að fúllgera Ár- þúsundahvelfinguna (Millennium Dome) sem hér sést á tölvumynd, og er að sögn hönnuða „ævintýraferð inn í framtíðina". Sönnunargögn um samtímann BRETAR bíða með opinn faðminn eftir nýja árþúsundinu og standa einna fremstir í bið- röðinni. Óteljandi verkefni eru í undirbúningi vegna komandi aldamóta og ber þar hæst Ár- þúsundahvelfmguna, Árþúsundabrúna, Ár- þúsundaþorp og fleiri risamannvirki. Hvelfingin mikla (Millennium Dome) er í Greenwich, heimalandi tímans, og mun verða opnuð að viðstaddri drottningunni, forsætis- ráðherra og öðrum fyrirmennum á gamlárs- dag. Allt að 200 þúsund Lundúnabúum verður hins vegar boðið á nokkurs konar lokaæfingu, hálfum mánuði fyrir opnunarkvöldið, þar sem helstu tækniatriði verða prufukeyrð. Gengið á vatninu Sir Cliff Richard og fleiri stjörnur munu koma fram í ríkisguðsþjónustu 2. janúar nk. í St. Paul’s Cathedral og breska kirkjan íhugar að dreifa kertum til allra heimila í landinu fyr- ir áramótin. Samkvæmt frétt The Observer eru og uppi hugmyndir um að halda ísmarkað á Thames- á, þrátt fyrir andmæli sjófarenda. Áin verður fryst með hjálp etýlenglýkóls á 500 metra löngum kafla og íshellan fest milli Charing Cross og South Bank. Arkitektinn Don Gray vill að fólk minnist ársins 2000 fyrst og fremst sem „ársins sem það gat gengið yfir Thames". Skilaboð til framtíðarinnar Nýsjálendingar hyggjast einnig reisa um- fangsmikla árþúsundahvelfingu, en í öðrum tilgangi en Bretar. Hvelfingin verður grafhýsi þar sem fyrir verður komið sönnunargögnum um samtímann. Bronssleginn pýramídi mun tróna yfir neðanjarðarhvelfingunni, en hún verður tryggilega innsigluð í lok ársins 2000 með þeim skilaboðum að alls ekki megi rjúfa innsiglið fyrr en árið 3000. í grafhvelfingunni verður komið fyrir bréf- um, ljósmyndum, myndböndum, tölvum, list- munum og öðrum sýnishornum menningar og daglegs lífs undir lok 20. aldarinnar, en grip- irnir munu fyrst flakka um Nýja-Sjáland á farandsýningu. Ef komandi kynslóðir stand- ast ekki fyrirmælin á steyptu innsiglinu geta þær opnað sérstök hliðarherbergi í hvelfing- unni sem aðeins verða innsigluð til 50-100 ára. Teikningu af hvelfingunni má skoða á heima- síðu verkefnisins: http://www.timevault- 2000.co.nz/ Aldamótakirkja í Róm Páfagarður minnist tvöþúsund ára kristin- dóms og boðar pílagríma frá öllum heims- hornum til samfagnaðar. Talsmenn Vatíkans- ins eiga von á að 10-15 milljónir gesta leggi leið sína til Rómar á næsta ári en borgaryfír- völd segja að ekki sé ofætlað að búast við 40- 60 milljónum ferðamanna til borgarinnar. Ráðgert hafði verið að reisa 50 kirkjur í tilefni afmælishátíðarinnar en þær verða að líkind- um ekki nema 25. Þeirra á meðal er Kirkja ársins 2000 sem hinn virti bandaríski arkitekt Richard Meier hefur hannað, en líkan af kirkjunni þykir minna um margt á Óperuhús- ið í Sydney. Stjórnlaus pýramídi Gjömingahópurinn K2 Plant Hire sem leiddur er af bresku stjórnleysingjunum Jimmy Cauty og Bill Drummond skipuleggur nú byggingu risapýramída, „The Great Northern Pyramid of the People“, sem hlaða á úr um 87.250.000 múrsteinum, eða einum múrsteini fyrir hvern einstakling sem fæðst hefur í Bretlandi á 20. öldinni. „Pýramídinn mun lifa eins lengi og eitthvað er eftir af hon- um. Hann mun ekki standa fyrir neitt, enginn mun kosta hann og enginn eiga hann,“ segja stjómleysingjamir, en pýramídinn er álitinn skemmtilega anarkísk skopstæling af Árþús- undahvelfingunni (Millennium Dome) sem nú rís í Londori. Aðlaðandi áramót á Islandi í ÖRKAFLA um ísland í leiðarvísinum The Millennium er m.a. greint frá því að Þjóðleik- húsið, Ríkisútvarpið og Þjóðminjasafnið eigi stórafmæli á aldamótaárinu. Ferðamenn eru hvattir til þess að bóka snemma flugsæti til Is- lands, sér í lagi í sumarferðir, enda sé Reykja- vík ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 og standi mikið til af því tilefni. „Þar sem aðeins fjögurra eða fimm klukku- stunda dagsljóss nýtur við yfir vetrartímann á Islandi er landið kannski ekki augljósasti stað- urinn til þess að fagna nýárinu. En ímyndaðu þér vellystingar í sjóðandi útihver undir tærum vetrarstjömum, drykk í annarri hendi og möguleika á dægurlangri hríð og skyndilega verður þetta allt mjög aðlaðandi,“ segir í leiðar- vísinum. Times Square á miðnætti Torgið Times Square í New York er samheiti áramótahátíðarhalda í hugum margra. Um komandi aldamót verður fagnað sem aldrei fyrr og verður bein útsending frá fjörinu á Netinu, auk þess sem risaskjáir á torginu sjálfu munu sýna myndir frá hátíðarhöldum annars staðar í veröldinni. Risavaxin upplýst áramótablaðra verður látin síga á flaggstöng samtímis því sem torgklukkurnar telja niður til miðnættis og á slaginu dreifist sælgæti í tonnavís af húsþökum yfir torggesti. Fyrir þá sem ekki treysta sér í mannþröngina er slóð útsendingarinnar http://www.times-square.org/ Eiffelturninn verpir eggi Frakkar hafa viðrað fjölbreyttar hugmyndir um hvernig taka skuli á móti 21. öldinni. Ein gengur út á að láta upplýst risaegg síga niður úr Eiffelturninum miðjum undir trumbuslætti á gamlárskvöld. Á miðnætti brestur skurnin og koma þá í ljós hundruð sjónvarpsskerma sem sýna áramótafógnuði í ýmsum löndum. Áhöld eru um ágæti hugmyndarinnar og líst mörgum betur á að breyta hringbrautinni í kringum París í tónleikasvæði á gamlárskvöld þar sem allar tegundir tónlistar fái sérstakt svið. Einnig er í ráði að setja ilmefni í Signu og skreyta vatnsborð hennar með litríkum plastfiskum og koma upp risavaxinni rafbók við Hotel de Ville með köflum úr frönskum bókmenntum. í fótspor vitringanna Milljónir manna hyggjast leggja leið sína til Landsins helga þegar 2000 ár verða liðin frá fæðingu Jesú Krísts. Fyrirhugað er að nýta nýjustu tölvutækni til þess að setja á svið úr- slitaorrustu góðs og ills úr Opinberunarbókinni innan um fornminjar á Megido-fjalli. Ferðalag vitringanna þriggja verður einnig sett á svið og verða þar á ferð hjónin Robin og Nancy Wainright frá Kaliforníu. Þau hyggjast feta í fótspor vitringanna á kameldýrum alla leið frá Ur í írak til Betlehem og vonast til þess að þúsundir manna sláist í fórina. Til- gangurinn er að boða frið og hlýhug en ætlun- in er öðrum þræði að safna fé til heilbrigðis- þjónustu og vatnsdreifingar fyrir fátæk þorp á svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.