Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 40
ViKU . K MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 íslenskar háfj speglaðar í si I vikunni sýndi Guðbjörg Kr. Ingvars- dóttir gullsmiður skartgripi á dönsku tískuvikunni. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við hana á verkstæði hennar á Austurbrú í Kaupmannahöfn. „HUGMYNDIRNAR eru sóttar í ís- lenskar háfjallajurtir og kraftinn í ís- lenskri náttúru," segir Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir gullsmiður. Og mikið rétt. Fíngerð silfurblóm á silfur- stönglum og blaðform leiða vissulega hugann að íslenskum jurtum. Þessi silfurútgáfa þeirra verður til á verk- stæðinu á Austurbrú í Kaupmanna- höfn, þar sem Guðbjörg hefur haft vinnuaðstöðu ásamt fimm dönskum starfsfélögum undanfarin þrjú ár. Hún hefur einkum áhuga á listsmíði, skartgripum sem fremur eru list- munir en hvunndagshlutir, þó hún smíði einnig skartgripi til daglegra nota. Hún starfar einnig með hópi sex gullsmiða, G7, allt skólafélagar, sem sýna reglulega saman. I vikunni tók Guðbjörg þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Skartgripir eftir hana voru sýndir á tískusýningu í samvinnu við danskan hönnuð, auk þess sem munum hennar var stillt út í Magasin. Og reyndar spreytti hún sig sjálf sem fyrirsæta í vikunni. Sýningar og samstarf við tískuhönnuð „Það er synd að krakkar heima skuli ekki vera duglegri að fara út í nám. Það mætti vera meira um að gullsmiðir færu út til að fá aukna fjölbreytni í greinina,“ segir hún þeg- ar talinu víkur að gildi þess að gull- smiðir fari út í heim og sjái fleira fyr- ir sér en túnfótinn heima. „Það er reyndar skrýtið, því það fara svo margir út í hönnunamám af öllu tagi, en gullsmíði er reyndar lítil grein.“ Sjálf lærði Guðbjörg heima á ís- landi, var í læri hjá Dýrfmnu Torfa- dóttur og Onnu Maríu Sveinbjörns- dóttur og lauk meistaraprófí í gull- smíði frá Iðnskólanum 1994. Þá fór hún til Kaupmannahafnar, fór í framhaldsnám á „Institut for Ædel- metal“ og lauk prófi þaðan 1996. Það ár tók hún þátt í að stofna verkstæð- ið Au-ART á Austurbrú ásamt nokkrum félögum úr skólanum og þar hefur hún unnið síðan. Guðbjörg hefur verið ötull þátttakandi í sýn- ingum og munh' hennar verið sýndir víða í Danmörku, á íslandi, í Finn- landi, Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Sambandið við fyrrverandi sam- nemendur á „Institut for Ædel- metal“ er í fóstum skorðum, því þau eru sjö þaðan, sem sýna saman einu sinni á ári. „Við tökum þá fyrir ákveðið efni og vinnum út frá því,“ segir Guðbjörg. Næsta verkefni er þegar í augsýn. I lok maí fer hópur- inn í viku til Mallorca til að vinna á verkstæði hjá þekktum þýskum skartgripahönnuði, Wilhelm Mattar, sem gerir skartgripi úr beini. Hug- myndin er að vinna með honum á verkstæði hans í viku og halda svo áfram vinnunni heima fyrh'. Afrakst- ur þessarar vinnu sýnir hópurinn svo fyrrihluta ársins 2000. „Söfn og gallerí skipuleggja sýningarhald með löngum fyrirvara, svo sýningar verður að undirbúa með löngum fyr- ii-vara,“ segir Guðbjörg. Á tískuvikunni eru þau fjögur af verkstæðinu, sem hafa unnið með Her að ofan er í Guðbjörg Kr. Ingv- arsdóttir með háls- men sem hún hanuaði. A myndmni til vmstri er Katrine frá Elite með hálsmen frá Guðbjörgu. Myndm til hægn er fra tískusýningu í Kaup- mannahöfn þar sem skartgripir Guðbjargar voru sýndir við föt danska tískuhönnuðar- ins Antonie. Morgunblaðið/Katnn Elvarsdottir Dönsk fjölbreytm dönskum tískuhönnuði, Antonie, smíða skartgripi við föt hennar. Samstai-fið kom þannig til að þau sýndu henni hluti sína og var þá boð- ið að hafa skartgripi til sölu í búð- inni. „Það varð svo úr að hún fór að nota skartgripi okkar við fót sín og tískusýningin nú er þriðja tískusýn- ingin sem við vinnum saman,“ segir Guðbjörg. Efni tískusýningarinnar vai' „friður“ og sýningin tileinkuð Dönsku flóttamannahjálpinni, svo Guðbjörg segist að hluta hafa sótt hugmynd í þá átt, auk íslensku nátt- úrunnar. „Það er gott að vinna hér að list- rænum skartgripum,“ segir Guð- björg, „því hér eru pðlilega fleiri, sem fást við slíkt en á Islandi. Hér er starfandi öflugt félag listiðnaðar- fólks, sem bæði veitir tækifæri til sýninga og er líka skemmtilegur fé- lagsskapur. Danir eru lika mjög móttækilegir fyrir hlutum af þessu tagi. Það eru því allt aðrar aðstæður hér en heima.“ Samstai'fíð á verkstæðinu er líka mjög eflandi. „Við erum saman í því að skapa sambönd og það kemur mjög vel út. Svo er Kaupmannahöfn vel staðsett, því það er hægt að keyra héðan út um alla Evrópu,“ segh' Guðbjörg. Hvort hún býr áfram í Kaupmannahöfn eða fer til Islands er enn í lausu lofti. Þar tog- ast á góðar aðstæður ytra og heim- kynnin heima. Raunverulegur draumur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Hvað er raunveruleiki og hvað er tilbúningur? Er hugmynd raun- veruleg eða er raunveruleikinn hugmynd, eitthvað sem við skynj- um sem ákveðið efni en getum þó ekki tekið á því og skilgreint það? Draumurinn leitast við að skil- greina myndir hugans sem raun- verulegar svo hugmyndir okkar nái fótfestu og margfaldar hliðar þeirra skýrist sem raunverulegar upplifanir. Austurríski sálkönnuð- urinn Carl Gustav Jung opnaði mönnum leið til skilnings á sálar- og geðsjúkdómum þegar honum vitraðist sú staðreynd í greiningu á geðsjúkdómi stúlku nokkurrar að hinn ímyndaði heimur hennar og draumar væru eins raunverulegir og hans, séð með hennar augum. Það væri upplifunin sem gerði út- slagið um gildi raunveruleikans og ef hann gæti upplifað hennar skynjun á raunveruleikanum þá gæti hann leitt hana af slóð veik- innar á heilbrigða braut. Jung seg- ir svo frá (endursögn mín): „Stúlkan sem var 18 ára þegar hún kom til mín sagðist búa á tunglinu. Þegar hún var 15 ára hafði bróðir hennar neytt hana til samræðis við sig og vinur hans reynt að nauðga henni. Við þetta áfall og þá skömm sem fylgdi missti hún smátt og smátt allt raunveruleikaskyn og hvaif á vit ævintýra þar sem hún lifði í heimi fantasíu sem drottning á tunglinu og þjónar hennar voru dýflar. Draumarnir urðu hennar raun- veruleiki en um- heimurinn hvarf. I samtölum við hana laust þeirri staðreynd niður hjá mér að þessi ímyndaði heimur hennar væri jafn raunverulegur og minn raunveru- leiki, það væri upplifunin sem skipti sköpum. Og leið mín til að skilja hann væri að feta hennar leið, sem ég og gerði. Þannig náði ég jarðsambandi við hana og gat hjálpað henni að flytja af tunglinu til jarðar á ný, frá geðveiku ástandi til heilbrigðs hug- ar. Hún gifti sig svo síðar og eign- aðist börn og buru.“ Aðferðh' Jungs og áhugi hans á draumum skópu nýjan skilning manna á heimsmynd þess sem á við andlega vanheilsu að stríða og draumurinn varð honum vopn í baráttunni við ímyndaða ára, samt raunverulega. Táknmyndir draumsins færa manni sannleikann um raunveruleikaheim þess sem dreymir eða ímyndar sér tilveruna og nái maður að komast fyrir tákn- ið og skilja ímyndina er maður kominn á stig skilgreinandans og hjálparhella þeim er losna ekki úr draumum sínum. Draumur frá „Engli“ Mig dreymir á hverri nóttu og vakna yfírleitt þreytt á morgn- ana. Draumarnir hafa mikil áhrif á mig í raunveru- leikanum og því vil ég endilega fá al- mennilega túlkun á þeim. En ég ætla ekki að segja þér frá öllum sem angra mig því að það tæki heila öld! I hverjum draumi er barn, lítil stelpa, sem er aldrei eldri en þriggja ára. Það skiptir engu um hvað draumurinn er, hún er alltaf með. Oftast er hún dóttir mín eða tengd mér að öðru leyti, samt er ég aldrei viss. Hún segir yfírleitt ekki neitt, venjulega heyrist ekkert í henni. Fyrir nokkru dreymdi mig að ég var að flýja eitthvað/einhvern inni í skógi - alvöru skógi, greini- lega ekki á íslandi! Ég faldi mig „undir“ skóginum, eiginlega undir rofabarði ... Og þá sé ég allt frá öðru sjónarhorni ..., ég sé mig reyna að fela mig og þá sé ég (áhorfandinn) risastóran skógar- björn hlaupa í „árásai'ham“ ofan á rofabarðinu. Ég sem er undir rofa- barðinu anda ekki af hræðslu. Þeg- ai' björninn er úr augsýn fer ég upp á risastóran stein. Þar sit ég örugg en skíthrædd. Skyndilega er lítill úlfm', hvolpur, fyrir neðan mig að ýlfra og stökkva o.s.frv. Ég tek andköf af hræðslu, tek upp grjót og hendi í hausinn á litla (sak- lausa?) úlfinum. Skyndilega fínn ég að það situr einhver við hliðina á mér, ég lít til hliðar og sé að þetta er „mamma“ úlfsins og hún talar mannamál! Hún segir: „Við lofuð- um hvor annarri að drepa ekki börn hvor annarrar!" eða eitthvað svoleiðis. Og ég fæ svo mikið sam- viskubit en hún er ekki reið. Við heyrum í birninum í skóginum. Svo vakna ég. Einu sinni dreymdi mig að ég synti út úr líkamanum og út um gluggann í herberginu mínu út á næstu götu en svo komst ég ekki lengra ... Ein kona sagði mér að ég hefði farið á sálarflakk, hvað held- ur þú? Ráðning Tilvísanir drauma á fyrirbæri í raunveruleikanum geta verið mis- vísandi líkt og tákn hans um hið óræða. Að vakna þreyttur nótt eft- ir nótt frá draumförum getur vísað á sálfai-ir en jafnframt ei-fíðleika sálarinnar að ná áttum vegna ein- hverra aðstæðna sem sperra hana af. Draumur þinn bendir til þessa tveggja þátta samtímis og tákn hans árétta sálfarir. Táknin eru: Litla stúlkan - þú, skógurinn - innri heimur þinn, skógarbjörninn - vald, úlfamamman og hvolpurinn - þjónar valdsins. Draumurinn fer með þig aftur og aftur til æskuára, til þess tíma er sálin hefur mátt þola verulegt áfall af einhverjum völdum. Draumurinn fer með þig aftur og aftur að þessu ákveðna atviki til að sýna þér leið til skilnings á atvik- inu svo þú getir skilgi'eint það, unnið bug á erfiðleikunum og kom- ist út úr draumnum. Skógurinn er þarna sem athvarf þitt en einnig mynd af sálinni og rofabarðið gefur í skyn sár. Skógarbjörninn vh'ðist þarna gerandinn, sá sem olli sárinu og úlfamamman aðili sem heldur hlífískildi yfíi' skógai'birninum með því að læða inn hjá þér samvisku- biti. Það að þér fannst skógurinn ekki á íslandi bendir til að efni draumsins sé þér fjai'lægt röklega séð en nálægt tilfínningalega, jafn- framt er ekki skýrt hvort atvikið tengist æsku þinni nú eða í fyrra lífi. •Peir lesendur sem vi(/a fá drnumn siiia birta og ra'ðna sendi þá með fullu nnfni, fæðingnrdegi og nri ásnmt hcim- ilisfnngi og dulnefni til birtingnr til: Drnumstnfir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 K eykjnvík Einnig getn lesendur sent draumn sína með tölvupósti á netfang Kristjnns Frímanns: k rifri(fix n et. is Mynd/Kristján Kristjánsson DRAUMEN GILL þekking- ar og duldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.