Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 37 LISTIR SÖNGVARAR og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit æskunnar í Köln. Listin að taka til MYIVPLIST Fjarðarási 26, Arbæ GJÖIMVIIVGUR BIRGIR ÖRIV TIIOROBIISEIV - BIBBI Til 27. mars. Opið virka daga frá kl. 13-16. Um helgar frá kl. 12-18. Að- gangur ókeypis. BIRGIR Örn Thoroddsen - Bibbi Curver - er búinn að koma röð og reglu á vinnustofu sína, Fjarðarási 26 í Arbæjarhverfi. Gjörningurinn hófst sjötta þessa mánaðar, og lýkur nú, laugardag- inn 27. mars. Af listamanninum að dæma var tiltektin forsenda gjörningsins og öfugt. Hefði Birgi Erni ekki hugkvæmst að opinbera húsverkin eru áhöld um hvort hann hefði nokkurn tímann hafið tiltektina. Lesendum Morgun- blaðsins hefur gefist kostur á að fylgjast með þróun þessa sér- stæða listaverks allt frá upphafi, en helstu aðnjótendur gjörnings- ins hafa verið hinir himinlifandi foreldrar listamannsins, sem voru fyrir löngu búnir að missa alla von um að úr vinnustofunni rættist. A undanförnum árum hefur vestræn list verið að þróast óð- fluga frá rómantískum rótum sín- um í átt til andstæðu sinnar; hins fullkomna hversdagsleika. Þór- oddur Bjarnason, hefur í þeim efnum farið á undan öðrum ís- lenskum listamönnum með góðu fordæmi og eftirtektarverðum niðurstöðum. Nú notfærir Birgir Örn sér einhverja leiðinlegustu, hversdagslegustu og innilegustu athöfn sem hugsast getur til að byggja á sýningu sem öllum er frjálst að fylgjast með. Hvað skyldi vera á seyði? Listin er ávallt sjálfri sér sam- kvæm í endalausu andófi sínu gegn viðjum vanans. Eftir því sem hversdagslegt líf okkar verður stöðugt óhversdagslegra sökum sískimandi sviðsljóss fjölmiðlanna sem engu eirir, snýr listin sér æ meir í átt til hins almenna, þess af- kima tilveru okkar sem vekur ekki áhuga blaðamennskunnar. Þegar svo verður komið að blöðin eru orðin troðfull af fréttum um alla þá sem eru að gera garðinn frægan þarf listin ekki lengur að halla sér að hinu sérstæða. Hún getur tekið til við að kanna hinn almenna heim; lífið eins og það er fjarri linsunni og stríðsfyrirsagnaletrinu, því þá verður það einmitt það sem vekur mestan áhuga lesenda. Slík blaðamennska gæti hljóm- að svona: „Hefurðu séð Michael Jackson dansa?“ Svarið mundi þá vera á þessa leið: „Já, oft og mörgum sinnum, og nú vil ég sjá hvernig hann býr um rúmið sitt.“ Listinni er ekki fisjað saman. Hún er alltaf annars staðar en þar sem menn leita hennar. Halldór Björn Runólfsson 200 þýskir tón- listarmenn í Langholts- kirkju 200 TÓNLISTARMENN, kór- söngvarar, atvinnusöngvarar og hljóðfæraleikarar úr sinfóníu- hljómsveit æskumiar í Köln, „Die Junge Symphony Köln“ og Rínar- söngsveitin, halda tónleika í Lang- holtskirkju á morgun, pálmasunnu- dag, kl. 20.30. A efnisskránni verða klassísk kór- og söngverk, s.s. „Hallelúja- kórinn" úr Messíasi. Verk eftir Jo- hannes Brahms, Wolfgang Ama- deus Mozart, Ludwig van Beet- hoven og Johann Sebastian Bach. Stjórnandi er Andreas Wiedemann. Tónleikar í Iðnó Einnig munu félagar úr hópnum lialda tónleika í Iðnó á þriðjudaginn kl. 17. A tónleikunum verða flutt mið-evrópskar tónperl- ur eftir eftir Robert Schumann, Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Schubert, Roger Quilter, Franz Liszt, Felix Mendelssohn og Bart- holdy. Flyljendur eru Anna Caro- lyn Schliiter, messósópransöng- kona og Friedhelm Petrovitsc ten- órsöngvari úr Kölnaróperunni, Mai-tin Riimmer, klarínettuleikari og Michael Juttendonk, píanóleik- ari. Á tónleikunum verða flutt mið-evr- ópskar tónperlur. Tónlistarfólkið kemur úr þrem- ur kórum í nágremú Kölnar og hefur tónleikaför sína hér á landi, en héðan er förinni heitið til Bandaríkjanna. Lj ósmy ndasýning nemenda í MHI NEMAR á fyrsta ári í Fjöltækni- deild MHI opna sýningu á ljós- myndaverkum á morgun, sunnu- dag, kl. 16, í gamla hraðfrystihús- inu, Grandagarði 8. Sýndar verða Ijósmyndir, skyggnimyndir, innsetningar og „tableau vivant", en verkin eru öll unnin á síðastliðnum vikum. Höf- undar verkanna eru þau Arnfinn- ur Ragnarsson, Egill Harðarson, Egill Kalevi Karlsson, Elín Hel- ena Evertsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Gunnhildur Una Jónsdóttir, Jóhannes Hinriksson, Lilja Gunnarsdóttir, Sophie Jahn, Sophie Mandon og Stine Gons- holt. Sýningin verður opin dag- lega kl. 14-18 til föstudagsins langa. Kaffileikhúsið Tónlist Francis Poulenc í leik- húsformi í TILEFNI aldarafmælis franska tónskáldsins Francis Poulenc verð- ur frumflutt tónlistardagskrá í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 20. Meira er gert úr textum ljóðanna en á venjulegum tónleikum og verður dagskráin í leikhúsformi í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar. Flutt verða fimm verka Poulenc sem samin eru á árunum 1919-1940. Fyrst flytur Sævar Sigurgeirsson leikari ljóðin, en síðan tekur Þórunn Guðmundsdóttir söngkona við og flytur þau ásamt hljóðfæraleikur- um. Hljóðfæraleikarar sem fram koma eru Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari; Eydís Franzdóttir óbóleikari, Armann Helgason klar- inettleikari, Kristín Mjöll Jakobs- dóttir fagottleikari, Einar St. Jóns- son sem leikur bæði á trompet og konett, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Greta Guðnadóttir fiðluleikari, Herdís Jónsdóttir víólu- leikari, Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari, Hávarður Tryggvason sem leikur á kontrabassa, Steef van Oosterhout á slagverk og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Þórunn Jónsdóttir sér um bún- ingahönnun og er allt útlit sýning- arinnar í anda Moulin Rouge, Rauðu myllunnar. Þórunn Guð- mundsdóttir þýðir texta ljóðanna á íslensku. Morgunblaðið/Þorkell SÆVAR Sigurgeirsson leikari og Þórunn Guðmundsdóttir söngkona æfa Poulenc-dagskrá í Kaffileikhúsinu. Hippaópera Mannssonarins TÓNLIST Laugardalshö11 SÖNGLEIKSTÓNLEIKAR JESUS Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber. Texti: Tim Rice. Einsöngvarar frá West End International Ltd.: David Shannon (Kristur), Simon Bowman (Júdas), Jacqui Scott (María Magdalena), James Graeme (Pflatus), Junix Inocian (Heródes), Magnus Rongcdal (Símon Pétur), Stephen Garner (Kaifas), Philip Griffiths (Annas), Gavin Carr / William Allen- by / John Hancorn (prestar), Femi Ta- ylor / Louise Marshall / Hazel Fernandes (,,souI-stúlkur“), Matthew Little / Andrew Newey / Adam Le Clair (postular). Kórinn „Jónsbörn" (kórstj. Jón Kristinn Cortes), hryn- sveit (Friðrik Karlsson / Guðmundur Péturs- son (gítarar), Eyþór Gunnarsson / Kjartan Valdimarsson (hljómborð), Gunnlaugur Briem (trommur), Richard Korn (rafbassi) og Sinfóníu- hljómsveit Islands u. slj. Martins Yates. Hljóð- stjórn: Andy Collins. Hljóð: EXTON-RÚV, Gunnar Smári Helgason, Ole Öder, Bjarni Rún- ar Bjarnason. Sviðsstjórn: Tracy Mutch. Föstu- daginn 26. marz kl. 20. HIPPATÍMINN, vinstrisveiflan og „æsku- uppreisnin" á árunum kringum 1967-73, vefengdi flest sem eldri kynslóðum var heil- agt. Fyrsti rokksöngleikurinn sem sló í gegn á Broadway í stórum stíl, „Hair“ (1968), setti spurningarmerki við máttarstólpa, þjóðrembu og stríð, og brezka söngvateymið Webber & Rice, er áður höfðu skotið upp rokkleik- sprufublöðru með biblíuefni, þ.e. um Jósep og bræður hans í Egyptalandi, hafa vafalítið haft pata af „ættflokka-ástarsöngleik" Ragnis og McDermots, þegar þeir réðust til atlögu við „mestu sögu sem sögð hefur verið“, eins og kölluð er vestan hafs. Sögu sem óneitanlega býður upp á flest það sem gott drama þarf að hafa, sérstaklega ef menn hika ekki við að manngera Mannssoninn. Útlegging þeirra á síðustu dögum Krists var í anda æskuupp- reisnar, og þó að stykkið slægi öll aðsóknar- met (3.358 sýningar á fyrstu átta árum eftir frumsýninguna í London 1971) hlaut það jafn- framt að valda deilum og mótmælum, sem virðast enn vera til staðar í dag, ef marka má viðvaranir trúfélaga við verkinu á Netinu. Engu að síður hefur stykkið haldið vinsældum ótrúlega vel, þótt sprottið sé af liðnum tíðar- anda, ekki sízt þökk sé fjölda grípandi laga Webbers við smellna söngtexta Tims Rice, er halda sér - eins og lögmál fjöldavinsælda seg- ir til um - iðulega rétt innan marka hins væmna og banala. Þrátt fyrir það er samt undir niðri eitthvað eftir frá hjartanu, sem heldur upphaflegri tilhöfðun á okkar rótlausu tímum, eins og sást bezt af troðfullri Laugar- dalshöllinni. Hugmyndaauðgi Webbers, er gerðist öllu sparneytnari á smellina í seinni söngleikjum sínum, er reyndar slík í JCS, að fyrstu við- brögð klassíkunnenda hljóta að vera undrun og ergilsi yfir hvað hann missir mörg gullin tækifæri til sinfónískrar útfærslu á gólfið. Efnisúrvinnslan er strjál og stundum tilvilj- unarkennd, kórinn er furðu sparlega notaður, svo og sinfóníuhljómsveitin, og á mörgum stöðum, þegar maður gæti sem bezt átt von á hljómsveitargegnfærslu, tekur hrynsveitin völdin og fer að hjakka í einu og sama farinu. En þess vegna kvað greinin kölluð „rokk- ópera" og þýðir víst lítið um að fást. Engu að síður heyrist manni að dyttað hafi verið tölu- vert að orkestruninni frá því sem var á LP- útgáfunni gömlu, þótt ekki sé sú tiltæk undir- rituðum á skrifandi stund, og því heldur neyð- arlegt, að „skuggaútsetjari" Webbers, sem manni skilst hafa verið að verki, skuli hvergi nafngreindur. Unnin voru nokkur afrek á tónleikaupp- færslunni í gærkvöld. Að brezku einsöngvur- unum ólöstuðum, er voru fagmenn fram i fing- urgóma, var leikur Sinfóníuhljómsveitarinnar kannski einna eftirtektarverðastur, þá sjaldan sem hann fékk að láta ljós sitt skína af hinni annars vel skipuðu og vel spilandi hrynsveit. Hrifning hins dugmikla hljómsveitarstjóra Martin Yates, sem hingað kom fyrir ári með annan West End-söngvarahóp (aðeins James Graeme gekk hér aftur, nú í hlutverki Pontíus- ar Pílatusar) í Mbl. í gær á þessu „bezt varð- veitta leyndarmáli Islands“ kom greinilega ekki til af engu. Það var heldur ekki lítið afrek hvað hljóðstjómendum tókst að laða fram trú- verðugan og vel balanseraðan samhljóm úr á annað hundrað hljóðnemum. „Ad hoc“-kórinn íslenzki stóð sig þokkalega, en hefði mátt vera með fleiri karlaraddir. Meðal einsöngvara stóðu upp úr fyrrtalinn Graeme, er lagði mikla dýpt í túlkun Pílatusar og skilaði skýrasta textaframburði kvöldsins, Jaqui Scott sem María Magdalena, er var merkilega óháð frumsköpun Yvonne Elliman, Simon Bowman sem Júdas, er axlaði sjónarhól verksins (þrátt fyrir ofurlítið ýktan leikaraskap), og Junix Inocian í litlu en kostulegu hlutverki Heródes- ar, sem Webber setur fram í gamaldags Music Hall-stíl, hinn drungalegi Kaífas æðstiprestur, sunginn af nýgræðingnum Stephen Garner, að ógleymdum „soul-systrunum“ Femi Taylor, Louise Marshall og Hazel Fernandes, enda verkið að miklum hluta undir sterkum áhrifum frá soul-tónlist Detroit-borgar, er reið húsum í lok 7. áratugar. Það var gaman að endurupplifa þessa gömlu en síungu hippaóperu, sem heldur enn fullum ferskleika eftir bráðum 30 ára hlé, og er ekki að efa, að aldnir skallahippar jafnt sem ungir söguleysingjar rappaldar muni flykkjast að seinni uppfærslunni í kvöld. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.