Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Menntun í sjávarútveg’i og alþjóðavæðing Sjávarútvegur er at- vinnugrein sem býr við þá takmörkun að auð- lindir hafsins eru af skornum skammti og reyna verður eftir fremsta megni að tak- marka veiðar við það sem hagkvæmast er. 0^ Islensk sjávarútvegs- fyrirtæki hafa staðið sig einkar vel í að bregðast við takmörk- un veiða. Þau hafa m.a. aukið verðmæti út- fluttra sjávarafurða með aukinni framleiðni og taka virkan þátt i samkeppni á alþjóða- vísu með því að fjárfesta í erlend- um sjávarútvegsfyrirtaekjum og afla sér fískveiðiheimilda á fjarlæg- um miðum. Mikilsverður þáttur í alþjóðavæð- ingu sjávarútvegsfyrirtækja er menntun stjómenda og annarra starfsmanna. Augljóst er að mennt- — un í faginu eykur forskot fyrirtækja í alþjóðlegri sam- keppni. Hæfnin til að gera betur kemur með aukinni þekkingu. Hér á landi er menntunar- stig innan sjávarút- vegsfyrirtækja sífellt að aukast. Það var mik- ill ávinningur fyrir greinina þegar sjávar- útvegsdeiid Háskólans á Akureyri var stoöiuð og þegar boðið var upp á meistaranám í sjávar- útvegsfræðum við Há- skóla Islands árið 1995. Helsta áhyggjuefnið nú er skortur á iðnmennt- un í greininni. Segja má að útflutningur á þekk- ingu sé liður í alþjóðavæðingu ís- lensks sjávarútvegs. Sá útflutning- ur birtist m.a. í starfí Sjávarút- vegsskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur hér á landi. Nú hafa fyrstu nemendur skólans út- skrifast. Þeir nýta þá þekkingu sem þeir hafa öðlast hér á landi í Sjávarútvegsfræði Meistaranám í sjávar- útvegsfræðum við Há- skóla Islands, segir Dagmar Sigurðardótt- ir, er mjög fjölbreytt og hagnýtt nám sem án efa á eftir að nýtast ís- lenskum sjávarútvegi. þágu sjávarútvegs sinna landa og verða án efa mikilvægur tengiliður við Island í framtíðinni þegar þörf verður á ráðgjöf eða tæknibúnaði. Nemar í meistaranámi í sjávar- útvegsfræðum við Háskóla Islands eru nú orðnir tólf talsins og greini- legt er að áhugi á þessum valkosti fer vaxandi. Meistaranám í sjávar- útvegsfræðum er ólíkt meistara- námi í hverri deild fyrir sig að því Dagmar Sigurðardóttir Hugsað blákalt ELLERT B. Schram skrifaði hér í Morgun- blaðið fyrir allnokkni grein, sem hann kallaði „hugsað upphátt" og j fjallaði meðal annars um þrælsótta. Eg vil byrja á því að þakka Ellerti sérstaklega fyr- ir þessa góðu grein og því til viðbótar vildi ég koma eftirfarandi á framfæri. Það mun aldrei um mig spyijast, að ég sé haldinn einhvers konar þrælsótta, eða að ég sé hræddur við að styggja valdhafa. Ég þori yfir- leitt að tjá skoðanir mínar. Þrælsótti samræmist því ekki lífsviðhorfi mínu frekar en hins fíjálsa manns - yfirleitt. En ekki meira um það. Nú - '• eru kosningar framundan og ef allt fer á versta veg og sama stjórnar- mynstur heldur áfí-am eftir þær vil ég hafa hreinan skjöld gagnvart eijg- in samvisku og réttlætiskennd. Eg vil geta sagt stoltur við sjálfan mig og aðra: „Ég lagði mitt lóð á vogar- skálamar til að vinna að lagfæring- um á því ranglæti og óréttlæti, sem viðgengst í íslensku þjóðfélagi." En ég vil hins vegar viðhafa hógværð og nægjusemi, ef hlutimir færa á besta veg með því að Fijálslyndi flokkur- inn fengi gott brautargengi. Ég vona sannarlega að hugsanir Ellerts B. Schram stappi nú stálinu í sem flesta kjósendur svo þeir sýni dug og þor til að afneita þeim starf- andi stjómmálamönnum - hvort sem þeir era í stjóm eða stjómar- andstöðu - sem ekki finna hjá sér löngun og/eða skyldu til að vinna gegn óréttlæti hins íslenska þjóðfé- lags. Við í Frjálslynda flokknum boðum breytingar og viljum sjá þær fyrst og fremst koma fram í fjóram höfuðmálum og þau era sjávarútvegs-, samfélags-, landbúnað- ar- og umhverfismál. AUt tal um veiði- leyfagjald í sjávarút- vegi ber að varast, því það er blekkingin ein. Veiðileyfagjald gerir það eitt að festa núver- andi gjafakvótaeign í Björgvin Egill sessi og það vita þeir Arngrímsson sem halda því á lofti. Því ég er viss um, að ef veiðileyfagjald verður sett á, þá mun það verða frádráttarbært til skatts og þjóðin mun að lokum fá Fiskveiðistjórnun Ég vil viðhafa hógværð og nægjusemi, segir Björgvin Egill Arn- grímsson, ef hlutirnir færu á besta veg með því að Frjálslyndi flokkurinn fengi gott brautargengi. minni tekjur í ríkiskassann. Strax eftir kosningar vill Fjálslyndi flokk- urinn skapa öruggan grandvöll fyr- ir krókabátaútgerð í öllum sjávar- byggðum landsins, fengi flokkurinn á annað borð til þess pólitískan styrk. Þetta kemur skýrt fram í sjávarútvegskaflanum „Höíúðgallar og lausnir". Flokkurinn vill fá besta hráefnið á land fyrir fiskvinnsluna, þannig að hjól atvinnulífsins fari af stað - eða snúist hraðar. Að loknum kosningum rennur upp sá tími, að skólafólk fer í atvinnuleit. Horfum- ar era hvorki bjartar á landsbyggð- inni né í þéttbýli. Þess vegna, meðal annars, er lífsnauðsynlegt fyiTr sjávarbyggðimar, að krókabátarnir fái að róa án mikilla takmarkana yf- ir sumartímann, því fiskvinnslunni í landi þarí' að tryggja nægilegt hrá- efni svo hún geti bætt við sig starfs- fólki. Það að skólafólk fái vinnu yfir sumarið getur skipt sköpum fjár- hagslega fyrir margar fjölskyldur. Þetta þekki ég af eigin raun. Það er grátlegt að verða vitni að þeim misskilningi hjá mörgum, að uppspretta peninga sé í bönkum, fjárfestingarfélögum og afþreying- argeiranum, en ekki hjá sjómönn- um, fiskiðnaði, ferðaþjónustu og t.d. í hugbúnaðargerð. Hvað hefur eiginlega skapað þessa skynvillu hjá fólki? Er það lífsgæðakapp- hlaupið eða andúð á störfum verka- fólksins eða er það einfaldlega þekkingarieysi. Er menning okkar á villigötum? Sá spyr sem ekki veit. Það er í sjálfu sér umhugsunar- vert, að öll störf verkafólks era í reynd gjaldeyrisskapandi eða spar- andi. En svona hugarvilla getur or- sakað blindu fyrir öllu því ranglæti sem öryrkjar, sjúkir og aldraðir era beittir með ömuriegu lífsviðurværi. En hvað er þá til ráða? Að breyta hugarfari fólks tekur allt of langan tíma. Að breyta fiskveiðistjómun- inni er augljóslega fljótvirkari leið. Það ætti að stoppa strax allt brott- kast og braskið ætti að vera á burt sem allra fyrst. Slíkt mundi auka tekjur þjóðarinnar og flýta fyrir bættum kjöram þeirra sem era verst settir í íslensku þjóðfélagi. Með þeim hætti ætti einnig að vera hægt að vinna gegn þrælsóttanum, sem Ellert B. Schram skrifaði svo réttilega um hér í Morgunb'aðinu. Slíkt fellur afar vel að stefnu Frjálslynda flokksins, því hann boðar breytingar. Höfundur er í miðstjórn Ftjálslynda flokksins. ^oðek/iBrúðhjón Allur borðbiínaður - Glæsileg gjafavara Brúðhjðnalistar I Listhúsínu í Laugardal ItnaJatalal 17-18 « gíml/Fax: 553 2886 VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. leyti að það er þverfaglegt. í því felst, að nemendur taka kjarnafög sem snerta sjávarátveg í mismun- andi deildum Háskólans. Meistaranámið tekur tvo vetur og skiptist þannig að einn vetur sækja nemendur tíma í mismun- andi deildum Háskólans og taka þannig þrjátíu einingar, tuttugu í kjarnafögum og tíu í valgreinum. Sem dæmi um kjamagreinar má nefna fiskihagfræði, rekstur sjáva- útvegsfyrirtækja og útflutning og markaðssetningu sjávarafurða í viðskipta- og hagfræðideild, fisk- iðnaðartækni og gæðastjórnun í verkfræðideild, fiskifræði í raun- vísindadeild, félagsfræði sjávarát- vegs í félagsvísindadeild og hafrétt í lagadeild. Að loknum fyrsta vetri vinnur hver nemandi að sínu rannsóknar- verkefni, ýmist í samvinnu við fyr- irtæki, stofnanir eða á eigin for- sendum undir handleiðslu leið- beinanda. Aherslur nemenda eru mismunandi eftir því hvaða há- skólagráðu þeir hafa að baki og birtist það oft í vali þeirra á rit- gerðarefni og valfögum. Samvinna við fyrirtæki og stofnanir er mik- ilsverð og er beggja hagur. Því eru fyrirtæki hvött til þess að hafa samband yið Sjávarútvegsstofnun Háskóla Islands og koma á fram- færi þörfum sínum fyrir rann- sóknir og tillögum um rannsókn- arverkefni sem þau eru reiðubúin að taka þátt í. Hér á landi er til staðar gífurleg þekking á málefnum sjávarátvegs og þrátt fyrir að nám erlendis geti veitt nýja sýn er óhætt að fullyrða að fræðimenn okkar á þessu sviði era á heimsmælikvarða. Ekki eiga allir þess kost að sækja framhalds- nám erlendis og óvíst er að þar sé boðið upp á eitthvað betra en hér á þessu sviði. Víða um heim er litið til Islands sem fyrirmyndar í sjávar- útvegsmálum og fræðimenn héðan era fengnir til að aðstoða við upp- byggingu sjávarátvegs erlendis. Sem dæmi má nefna að dr. Ragnar Arnason, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild HI, er nú á fóram til Argentínu í þeim tilgangi að að- stoða við uppbyggingu fiskveiði- stjómunarkerfis þar í landi. Meistaranám í sjávarátvegsfí-æð- um við Háskóla íslands er mjög fjöl- breytt og hagnýtt nám sem án efa á eftir að nýtast íslenskum sjávarát- vegi. I þeiiTÍ alþjóðlegu samkeppni sem nú dynur yfii- er þörf fyrir fólk með framhaldsháskólamenntun á þessu sviði. Sá fjölbreytti hópur sem nú stundar meistai-anám í sjávarút- vegsfræðum sér fram á að fá marg- vísleg tækifæri til að spreyta sig. Höfundur er lögfræðingur og formaður Njarðar, félags meistara- nema ísjávarútvegsfræðum. Ar aldraðra í bæ barna og bldma ÞAÐ ER sólríkur en kaldur mai'sdagur í Kópavogi, sannkallað „gluggaveður". Ég hef nýlokið við að lesa grein sem heitir „Frumbyggjar í Kópa- vogi“. I greininni er lýst fádæma dugnaði þess fólks sem byggði þennan bæ. - Bæ sem við, íbúamir, elskum öll og höfum fylgst með vaxa af ótrúlegum hraða. I þessu sama blaði er sagt frá fram- kvæmdum í bænum. Verið er að ljúka við skipulagningu á íbúð- arhverfum og „slegist um hverja lóð“. Þá er verið að byggja skóla og leikskóla. Margt fleira er á döfinni og þess er getið sérstaklega að Oldrunarmál / Eg hef stundum hugs- að til kerlingarinnar hans Davíðs Stefáns- sonar í Gullna hliðinu, segir Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, það er varla erfiðara að komast inn í Himnaríki en fyrir aldraða í Kópa- vogi að komast á hjúkr- unarheimili. „fjárhagsstaða bæjarins sé mjög góð“ enda hagnist Kópavogur á mikilli fjölgun íbúa. En það er svo með „gluggaveðr- ið“ að þótt það sé fallegt þá er það oft mjög kalt. Og þó að flestum íbú- um Kópavogs flnnist gott að búa hér og félagsmál aldraðra séu til fyrirmyndar þá syi-tir að þegar þeir dagar koma að fólk þarf á hjúkran eða vistun á sjúkradeild að halda. Þorsteinn Valdimarsson skáld nefndi Kópavog „Bæ bama og blóma“. Ef til vill er það einmitt það sem bæjaryfii-völd hafa í huga, því einhverra hluta vegna virðist mér sem ekki sé gert ráð fyrir því að Kópa- vogsbúar verði gamlir. Hvergi er að finna hjúkrunarheimili fyrir sjúka aldraða í Kópa- vogi, nema Sunnuhlíð sem er sjálfseignar- stofnun og getur ekki tekið við öllum sjúkum öldruðum í Kópavogi bæði vegna plássleysis og fjármagnsskorts. Það er sorglegt til þess að vita að fram- byggjar Kópavogs eigi ekki kost á því að dvelja á hjúkrunar- heimili í sinni heima- byggð þegar þeir þurfa á hvfld að halda eftir langan starfsdag við uppbyggingu bæjarins. Einn ellilífeyrisþegi í Kópavogi sagði við mig að „eins gott væri fyrir bæjaryfirvöld í Kópavogi að selja skotleyfi á sjúka aldraða fyrst hvergi væri gert ráð fyrir þeim lif- andi í bænum“. Þetta era hörð orð og mikill áfellisdómur enda sögð eftir langa og stranga baráttu við heilbrigðiskerfi bæjarins. Ég hef stundum hugsað til kerl- ingarinnar hans Davíðs Stefánsson- ar í Gullna hliðinu, það er varla erf- iðara að komast inn í Himnaríki heldur en fyrir aldraða í Kópavogi að komast á hjúkrunarheimili. Það hvarflai’ að mér hvort undirstöður heilbrigðiskerfisins hjá okkur séu orðnar álíka morknar og húsið sem veggjatítlurnar átu í sundur. Við verðum að taka höndum saman og vinna bót á þessu ástandi í bænum. - Gleymum því ekki að við verðum líka gömul. Lítil reisn er yfir því, fyrir bæ af þeirri stærð sem Kópa- vogur er, að þurfa að ganga með betlistaf í önnur bæjarfélög eftir vistun á sjúkradeildum fyrir aldr- aða Kópavogsbúa þar sem vitað er að langir biðlistar eru þar fyrir eftir vistunarplássi fyrir sjúka aldraða. Endurskoða verður áætlanir um uppbyggingu Kópavogs og gera stórátak í heilbrigðismálum bæjar- ins. Gera verður þær kröfur að aldraðir sjúkir fái viðunandi hjúkr- un og eigi vísan samastað á sjúkra- deildum í Kópavogi að loknum starfsdegi. Höfundur er hókbindtiri. Kristjana Emilía Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.