Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters BRESK Harrier-þota á herflugvelli á ítalíu. Flugraennirnir óttast mest skammdrægar flaugar, sem einstakir hermenn geta skotið, verði ráðist gegn herliði á jörðu niðri, einkum í Kosovo. Litlar varnir Serba vekja mikla furðu London. The Daily Telegraph. VAKIÐ hefur athygli hvað herþotur NATO-ríkjanna hafa mætt lítilli mótstöðu af hálfu serbneska hers- ins. Þeir hafa beitt loftvarnabyssum og sent á loft MiG-flugvélar en á þriðja degi loftárásanna höfðu þeir enn ekki beitt loftvarnaflaugum. Vestrænir hernaðarsérfræðingar búast þó við, að það verði gert og spá því, að hernaðurinn muni af þeim sökum dragast á langinn. Því hafði verið spáð, að Serbar myndu snúast til varnar með loft- varnaflaugum sínum nú um helgina og meðal annars vegna veðurútlits- ins. Spáð var þungbúnu veðri og við þær aðstæður verða NATO-þoturn- ar að fljúga lægra en ella. Um leið verða þær auðveldari skotmörk fyr- ir loftvarnirnar. Ottast mest skammdrægu flaugarnar Talið er, að Milosevic reiði sig á, að það takist að skjóta niður nokkr- Ráða yfír færan- legum skotpöllum og talið að þeir séu að bíða eftir hentugu tækifæri ar NATO-flugvélar. Það muni verða til að styrkja þær raddir innan NATO, sem vilji hætta árásunum. Sumir vestrænir sérfræðingar benda hins vegar á, að Milosevic skjátlist í þessu. Áður fyrr voru flugmenn þjálfaðir í að koma inn hratt og lágt en nú séu baráttuað- ferðirnar allt aðrar. Með nýjum vopnum og nýrri tækni sé unnt að hæfa skotmörkin úr 12.000 feta hæð eða meira. Astæða er þó til að óttast loft- varnir Serba. Flugmennirnir segj- ast þó ekki óttast mest hinar eigin- legu loftvarnaflaugar, heldur smærri og skammdrægari flaugar, sem einn einstakur hermaður getur skotið. Hættan á að verða fyrir slíkri flaug eykst um leið og farið verður að ráðast gegn serbneska herliðinu á jörðu niðri, einkum í Kosovo. Þá verða flugmennirnir að koma inn og fljúga í allt að hálfa mínútu að skotmarkinu. SA-flaugar í felum Lofthernaðarsérfræðingurinn Andrew Brooks telur, að Milosevic hyggist bíða með að svara loftárás- unum þar til hentugt tækifæri gefst og vitað er, að serbneski herinn er búinn færanlegum loftvarnaskot- pöllum, einkum SA-6. Þær hafa hins vegar ekki sést hingað til og eru þess vegna einhvers staðar í felum. „Hann hefur ákveðið, að best sé að kveikja ekki á ratsjánum fyrr en á síðustu stundu." Serbar herða útrýmingarherferðina 1 Kosovo Konum og börnum hald- ið í vopnaverksmiðju VAXANDI óöld er í Kosovo og fréttir eru um mikil morðverk Serba. Þá er sagt, að þeir hafi smal- að saman konum og börnum á staði, sem líklegir eru til að verða fyrir árásum NATO-herþotnanna. Fréttir eru um, að vopnaðar sveitir Serba hafi framið fjöldamorð á Kosovo-Albönum. Fari þær um ruplandi og rænandi, kveiki í húsum og skjóti fólk. Þá er haft eftir frétta- mönnum, Kosovo-Albönum, sem eru flúnir en hafa enn samband við sitt fólk, að serbneskir hermenn hafi smalað saman konum og börn- um og rekið inn í vopnaverksmiðju og málmvinnslu, sem notuð er sem bækistöð fyrir brynvarða herbfla. Hafa fréttir um þetta vakið óhug og bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í gær, að þeir, sem gerðust sekir um stríðsglæpi, yrðu lánir svara til saka fyrir stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. Drepa meðan tími gefst til Háttsettur foringi í UCK, Frels- isher Kosovo, sagði í viðtali við The Daily Telegraph, að um 20.000 flóttamenn frá Drenica-héraði hefðu verið neyddir til að koma sér fyrir í vopnaverksmiðju í Srbica og Reuters KONUR í Pristina ganga fram hjá verslunarmiðstöð, sem brann til grunna í árásum NATO-þotnanna. aðrir segja, að konum og börnum sé haldið í verksmiðju í Glogovac. Um allt héraðið standa þorp og bæir í ljósum logum. Wesley Clark, yfirmaður NATO, sagði í fyrradag, að vitað væri, að Serbar beittu fyrir sig flokkum harðsnúinna glæpamanna og létu þá sjá um útrýmingarherferðina gegn Kosovo-Albönum. Benti flest til, að liðsmenn Milosevics hygðust láta hendur standa fram úr ermum við manndrápin meðan þeir hefðu enn tíma til. Skiptar skoðanir á loftárásunum London. Reuters. SKIPTAR skoðanir eru á því hvert framhaldið muni verða á stríðinu í Júgóslavíu. Henry Kissinger, fyrr- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, lét til dæmis svo um mælt í gær, að hann hefði ekki fyrr haft meiri áhyggjur af banda- rískum hernaðarafskiptum. Kissinger segist óttast, að stríð- ið geti dregist á langinn og haft í för með sér mannfail í NATO-lið- inu. Það muni aftur verða til að valda sundrungu í bandalaginu. Segir hann, að þetta sé mjög flókið stríð og eigi eftir að verða enn flóknara. Sir Michael Rose hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður gæslu- liðs SÞ í Bosníu segir hins vegar í grein í breska dagblaðinu Mirror, að nú sé kominn tími til að senda landher til Kosovo, jafnvel þótt það þurfi að senda 100.000 manna lið eins og sumir telja. „Því lengur sem loftárásirnar standa án þess, að NATO nái markmiði sínu, þeim mun minni verður trúverðugleiki þess," segir hann í greininni. Ljóst er, að meðal almennings eru skoðanir á loftárásunum mjög skiptar, ólíkt því, sem var í Persaflóastríðinu. Reuters KEVORKIAN yfirgefur réttarsalinn eftir að hann var fundinn sekur um annarrar gráðu morð. Með honum er systir hans, Flora. Kevorkian dæmd- ur fyrir morð Segist hafa hjálp- að 130 dauðvona sjúklingum að binda enda á líf sitt Pontiac. Reuters. BANDARISKI læknirinn Jack Kevorkian, sem hefur hjálpað mörgu dauðvona fólki að segja skil- ið við lífið, var fundinn sekur í fyrradag fyrir annarrar gráðu morð. Var hann dæmdur fyrir að hafa gefið manni banvæna sprautu en dauði hans var sýndur í sjón- varpi. Kevorkian hélt því fram, að hann hefði ekki myrt Thomas Youk, 52 ára gamlan mann, sem var dauð- vona og þjáðist af svokölluðum Lou Gehrig-sjúkdómi. Kviðdómurinn, sem skipaður var sjö konum og fimm karlmönnum, hafnaði þeirri fullyrðingu hans eftir tveggja daga vangaveltur. Tekið upp á myndband Kevorkian lét taka dauða Youks upp á myndband til að ögra yfir- völdum og neyða þau til að fá úr þessum málum skorið fyrir dómi. Segist hann aðeins hafa hjálpað Youk við að losna undan óbærilegri þjáningu en hann var í hjólastól og átti erfitt með að nærast og anda. Kevorkian, sem meinafræðingur að mennt, sjötugur að aldri, varði mál sitt sjálfur og sýndi engin svip- brigði þegar dómurinn var kveðinn upp. Segja saksóknarar, að hann eigi 10-25 ára fangelsi í vændum og hugsanlega ævilangt. Var hann einnig dæmdur fyrir að hafa afhent efnin, sem ollu dauða Youks, en það varðar sjö ára fangelsi. Kevorkian var látinn laus gegn tryggingu, tæplega 52 milljónum ísl. kr., en refsingin verður ákveðin 14. aprfl nk. Kevorkian eða „Doktor Dauði" eins og hann hefur verið kallaður sagði í nóvember sl., að yrði hann dæmdur í fangelsi, myndi hann svelta sig til bana. I nýlegu viðtali kom þó fram, að honum hefði snúist hugur hvað það varðar og hyggst hann áfrýja dómnum. Mála- ferlin gegn honum geta því enn tek- ið nokkur ár. „Verða að ákæra mig" Kevorkian, sem segist hafa að- stoðað 130 manns við að binda enda á líf sitt frá 1990, lét taka mynd af því er hann gaf Youk þrjár banvæn- ar sprautur og kom upptökunni síð- an til sjónvarpsþáttarins „60 mín- útna". Var hún sýnd að hluta í nóv- ember sl. „Ég verð að neyða þá til að hafast eitthvað að," sagði hann í viðtali við „60 mínútur". „Þeir verða að ákæra mig." Yfirvöldin hafa lengi verið á hött- unum eftir Kevorkian en kviðdómur hefur sýknað hann þrisvar sinnum og fjórða málið ónýttist. Segist hann alltaf hafa látið sjúklingana sjálfa taka lokaskrefið eða þar til sprautaði Youk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.