Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 41
4 ¦! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 41 MINNINGAR i i -i I i i i + fellsbænum og innsýn í annað sam- félag. Þar gat ég veitt niðri á höfn, sprangað um í skrúðgarðinum (horft á sætar stelpur), spilað fótbolta með Skallagrími og á kvöldin: besta kvöldkaffi sem ég hef fengið, fyrr og síðar. Því Gerða var alveg frábær heim að sækja. Pað mátti aldrei vanta neitt, það var séð fyrir öllu og maður hreinlega lifði eins og prins. Þegar ég hugsa aftur, þá finn ég fyrir afskaplega mikilli hlýju og björtu ljósi. Þannig var Gerða, og þó að maður hafi í lokin fjarlægst og farið út í heim þá var Gerða alltaf í sambandi. Afmæliskort og jólakort á hverju ári. Alltaf áhugi á því sem maður var að gera. Og núna síðustu jól og áramót, þá var Gerða orðin tæknivædd og hafði sent mér raf- magnspóst, tvisvar, en síðasta bréf- inu hafði ég ekki svarað. Því svara ég núna. Elsku Gerða mín. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og öllum sem kynntust þér, þú barst ljós í þennan heim og þú ferð sem ljós. Guð blessi Guðmund, Geir, Unnar og Sigga og styrki þá í þeirri sorg sem við þurfum öll að horfast í augu við. Standið sterkir. Elsku Gerða, María biður að heilsa. Góða ferð. Marteinn. Það er hnípinn vinahópur sem kveður hana Gerðu í dag, hana sem setti sinn sterka svip á allar okkar samverustundir með hlýju og húmor sem var einhvern veginn engum öðrum líkur.í þessum vinahópi voru sjö skólabræður og eiginkonur þeirra. Reyndar er þetta í annað sinn sem höggvið er skarð í þennan hóp því fyrir nokkrum árum lést einn skólabróðir okkar einnig af slysförum. Þessi litli hópur hefur hist reglu- lega í 30 ár, nú síðast í Reykjavík í janúar. Þar eyddum við saman ein- um degi og létu þau hjón Gerða og Guðmundur ekki sitt eftir liggja í því að gera daginn sem ánægjuleg- astan. Við hlökkum ævinlega mikið til þessara samfunda þar sem fölskvalaus gleði og ánægja yfir því að vera saman ræður ríkjum. En nú er skarð fyrir skildi, engin Gerða til þess að strá um sig gullkornum og gæta hans Guðmundar síns. Hennar verður sárt saknað. Gerða var ákaflega athugul og vakandi fyrir umhverfi sínu. Hún var hlýleg og glaðleg í framkomu en þó jafnframt fóst fyrir ef því var að skipta. Þessir eiginleikar hafa áreið- anlega nýst henni vel í starfi sem ljósmóður og við ungbarnaeftirlit. Mestan áhuga hafði Gerða þó á fjölskyldunni, Guðmundi sínum sem hún bar mikla umhyggju fyrir og sonunum þremur sem hún var ákaf- lega stolt af. Það mátti glögglega finna að það voru þeir sem skipuðu stærstan sess í lífi hennar. Við vitum að Gerða trúði á að líf væri að loknu þessu og ef það er rétt þá er víst að vel hefur verið tekið á móti henni þar sem hún er nú. Við sem eftir lifum eigum fallegar og ánægjulegar minningar um góða vin- konu sem veitti birtu inn í líf okkar. Við sendum Guðmundi vini okkar, sonunum þremur og allri fjölskyldu þeirra hjóna innilegar samúðar- kveðjur og vonum að Guð leggi þeim líkn með þraut á erfiðum tímum. Guð blessi minningu mætrar konu. Sigmundur og Minnie, \ Sigurður Rúnar og Edda, Guðinundur Helgi og Sigríður, Guðmundur B. og Atli. Baráttukonan, húmoristinn og mín elskulega vinkona lést af slys- förum við vinnu sína 18. mars síðast- liðinn. Ljósmóðir, ég held að ekki sé til fallegra starfsheiti og oft erfitt að standa undir því, en þú gerðir það svo sannarlega. Vegna búsetu fékkstu ekki notið allra hæfileika þinna, en naust trausts og vináttu lækna og samstarfsfólks. Þó þú vær- ir hæg og létir lítið fara fyrir þér varstu föst fyrir og ákveðin þegar þér þótti svo við horfa. Þú hikaðir ekki við að fara með þín mál í ráðu- neytið, ef þér þótti á þig hallað í launamálum. Þær ljósmæður sem þekktu þig öfunduðu þig og dáðu. Þú varst hetjan í okkar augum eins og ég sagði þér svo oft. Þú varst minn sálusorgari í starfi. Þá kom fram hversu sterk og hreinskilin þú varst, þess vegna var svo gott að tala við þig. Þú hjálpaðir mér í gegn- um margra ára einelti sem ég varð að þola í starfi af kollegum okkar og ég man hve vel þú skynjaðir hvernig mér leið á nýjum vinnustað. Eins og ég væri komin hálfa leið til himna- ríkis. Þú fórst að hlæja og sagðir: „Ég kem bráðum, þegar Unnar fer í skóla á höfuðborgarsvæðið." Því miður kemur þú ekki hingað, en fórst alla leið til himnaríkis. Eg bara spyr: Hvert á ég að hringja, á hvaða línu á ég að gráta núna, hlæja og ekki síst fá næringu beint í æð frá svo hreinskilinni og góðri mann- eskju? Kímnigáfa þín var einstök og veitti mér margar ánægjustundir, sem munu glóa í minningunni. Ég hringdi í þig, daginn áður en þú fórst í þessa örlagaríku hinstu för til að þakka þér fyrir bréf sem ég fékk deginum á undan og um leið að fræða þig um fyrirlestur sem ég var á og ég ætlaði að senda þér ljósrit af. Svona skiptumst við á upplýsing- um um fagið qg hvaðeina sem okkur bjó í brjósti. Eg syrgi góða konu og góða vinkonu. Ég votta Guðmundi, Geira, Sigga og Unnari mína dýpstu samúð í missi þeirra. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðm.) Hanna Jónsdóttir. Grannkona mín góð, Gerða Arn- leif Sigursteinsdóttir, er látin, svip- lega og langt um aldur fram. Betri og reglusamari nágranna er vart hægt að hugsa sér en þau hjón Gerðu og Guðmund. Heilsugæsla er heillandi starfs- vettvangur. Á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi áttum við einnig samleið í tólf ár, hún ljósmóðir, ég hjúkrun- arfræðingur. Frá Borgarnesi er sinnt flestum þáttum heilbrigðisþjónustu í hérað- inu og reynir oft á þrek einstakra starfsmanna í dagsins önn og allan sólarhringinn, ef svo ber undir. Gerða gekk heil að hverju verki, nákvæmni og skipulag var henni eðlislægt. Fumlaus var hún og vönd að virðingu sinni. Samstarf okkar tveggja var, eðli- lega, oft mjög náið. Stundum nálg- uðumst við sameiginleg viðfangsefni með ólíkum hætti og reyndum stöku sinnum á þolrifin hvor í annarri, en í sameiningu tókst okkur að ná settu marki. Anægju- og gleðistundir átt- um við óteljandi í leik og starfi. Oneitanlega hefur áferð ljósmóð- urstarfs í landinu tekið breytingum frá því er Gerða lauk námi. Af dugn- aði tókst hún á við og tileinkaði sér með prýði nýjungar í heilsugæslu á tímum umbrota og framfara. Hún Gerða hlúði vel að öllu sem henni var falið, hvort heldur var gróðurinn í garðinum hennar, vel- ferð verðandi foreldra og korna- barna eða fjölskyldan hennar. Öllu er afmörkuð stund. Lífið og dauðinn haldast í hendur, náttúran hefur sinn gang og hann er stundum torskilinn og sár. Gerða átti sterka trú, hún var fyr- irhyggjusöm og staðföst. Það var eins og hún væri ávallt reiðubúin að taka því sem að höndum bar. Hún valdi sér eitt fegursta starfs- heiti sem til er, ljósmóðir. Metnað- arfull, farsæl og glöð hélt hún því á loft til æviloka. Skjólstæðingar hennar eru orðnir margir og víða verður hennar sakn- að. Sárastur er þó söknuður fjöl- skyldu hennar. Guðmundi og drengjunum þeirra, Geir, Sigurði Erni og Unnari, biðj- um við blessunar. Guðrún Broddadóttir og fjölskylda. GVÐMUNDUR ÞORSTEINSSON + Guðmundur Þorsteinsson var fæddur f Langholti í Flóa, hinn 25. júní 1904. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 20. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Einarsdóttir, f. 6. okt. 1873, d. í nóv 1918 (í spönsku- veikinni) og Þor- steinn Sigurðsson, f. 25. aprfl 1869, d. 1. des. 1935. Guð- mundur var eitt af tólf börnum þeirra hjóna er á legg komust. Þau eru í aldursröð: Margrét (látin), Ingólfur (látinn), Sigurð- ur (látinn), Hermann (iátinn), Guðmundur (látinn), Einar (lát- inn), Ingibjörg, Jóna, Rós, Olöf Helga (látin) og Ólafur. Hinn 4. júní 1938 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu • Fleirí minningargreinar um Gerði Arnleifí Sigursteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Á morgun er komið að því sem ég var búinn að kvíða fyrir alllengi, en er samt óumflýjanlegt, en það er að kveðja hann föður minn hinsta sinni. Einhvern veginn fannst mér hann alltaf eiga að vera til, þrátt fyrir hans háa aldur. Auðvitað er þetta eigingirni og ekkert annað, því hvíldin er þeim góð sem göngulúnir eru eftir langa vegferð. Og nú þegar ég sit hér og festi þessar línur á blað, koma minning- arnar upp í hugann. Mínar fyrstu minningar um föður minn tengjast bílum, enda var hann bifvélavirki að mennt og vann við bílaréttingar alla tíð síðan hann lauk sveinsprófi í bif- vélavirkjun 1936. Hann mun líklega hafa verið einn sá fyrsti ef ekki sá fyrsti sem gerði réttingar að aðal- starfi við bíla og vann hann við þær alla tíð uns hann lét af störfum um eða yfir sjötugt, eftir að hafa slasast á öxl er varð til þess að hægri hönd- in varð honum erfið til vinnu og því sjáhhætt, enda árin orðin mörg. Ég minnist þess einnig er ég var lítill drengur og hann kom heim í hádeginu í mat eins og þá tíðkaðist að þegar hann svo lagði sig aðeins eftir matinn skreið ég upp á legu- bekkinn til hans og kúrði mig niður við hlið hans. Þá var stórri og sterklegri hendi strokið yfir lítinn koll. Faðir minn var á yngri árum rammur að afli, enda hafði hann stundað kappróðra á árum áður og unnið til verðlauna í þeirri grein. Nú mun slík íþrótt ekki stunduð. og ég minnist þess líka hve mikill listasmiður hann var á bæði járn og tré. Ég man vel litla fallega bát- inn sem hann tálgaði handa mér og alla fuglana sem hann dundaði sér við að tálga úr ýsubeini eftir kvöld- mat þegar hann var að hlusta á fréttirnar. Faðir minn var það sem kallað var „gamaldags" í orðsins bestu merkingu þó. Hann vann fyrir sínu og tók engin lán. Honum var ekkert rétt upp í hendurnar. Borgaði allt með peningum. Ávísanahefti eign- aðist hann aldrei. Að taka lán fyrir því sem hann kallaði „óþurftir" var ekki til hjá honum. Ekki miklaðist hann af sjálfum sér og hafði lítið álit á þeim sem það gera. Ef maður bar undir hann einhverja sögu sem maður hafði heyrt af kröftum hans, og var sönn, eyddi hann því tali. Vildi ekkert um slíkt tala. Tilfinn- ingum sínum flíkaði hann ekki, en stundum gat honum sárnað ef hlut- irnir gengu ekki eins og hann hefði viljað. Og oft er ég hræddur um að þar hafi ég átt einhvern hlut að máli er ég í ungæðishætti unglingsár- anna gerði eitthvað sem honum mis- líkaði, því að hann var snyrtimenni og vildi hafa sitt vinnuumhverfi hreint og alla hluti á sínum stað. Oft urðu árekstrar er ég í „flumbru- gangi" svo ég noti hans eigið orð, gekk ekki um verkstæðið hans heima á Laugateigi 9 eins og honum líkaði eftir að ég hafði verið að rísla mér eitthvað þar. Oft litu vinir og sinni, Þórdísi Guð- mundsdóttur, f. 1. janúar 1913. Þeim varð eigi barna auðið en tóku kjörson, Guð- mund Þóri, f. 27. júlí 1944. Kona hans er Sigríður Agústsdótt- ir. Þeirra börn eru: Agúst Már, f. 26. des. 1970, og Þórdís, f. 23. ágúst 1972. Áður átti Guðmundur Þórir Einar Sveinbjörn, f. 20. febrúar 1964. Guðmundur vann á búi foreldra sinna, uns hann fór til Kanada árið 1928. Þar var hann til sjós með bróður sínum Sigurði, en hann hafði farið þangað á undan honum. Sigurður varð seinna togaraskipstjóri í Grimsby á Englandi og bjó þar til æviloka. Guðmundur vann einnig við landbúnaðarstörf þar vestra, en alkominn heim kom hann árið kunningjar hans inn á verkstæðið til hans, en ekki þó til þess að trufla hann við vinnu sína. Honum var ekkert um það gefið ef bíleigendur sem hann var að vinna fyrir, komu og trufluðu hann við vinnu sína. Vildi reyndar helst ekki eins og hann orðaði það „hafa þá hangandi yfir sér". Þeir þurftu ekki að óttast að verkið væri illa unnið, svo vand- virkur sem hann faðir minn var. Oft undraðist ég hvernig hann gat lagfært illa farna bíla í svona litlu plássi, án allra þeirra tækja sem nú þykja sjálfsögð við slíka vinnu. En með handverkfærum sín- um og logsuðutækjunum sem hann var snillingur í að nota tókst þetta með hugviti, útsjónarsemi og þolin- mæði, og út fóru bílarnir sem nýir. Réttingatjakk eignaðist hann svo seinna, lítinn og þægilegan. Barnabörnunum sínum var hann góður afi og oft hér á árum áður er þau voru lítil voru þau á vappi í kringum hann þar sem hann var við vinnu sína og oft var peningi laumað í lítinn lófa og ekki ætlast til þakk- lætis fyrir. Og gott var að leita til afa með bilað hjól eða leikfang. Faðir minn hafði lítið álit á þeim mönnum sem í krafti auðs og valda telja sig yfir aðra hafna. Hann hafði einnig sterka réttlætiskennd og stóð því með þeim er minna mega sín í þjóðfélaginu. Þegar svo elli kerling fór að sækja að þeim foreldrum mínum, varð ekki hjá því komist að skipta um íbúð og komast í aðra minni. Þau voru svo heppin að komast inn á Dalbraut 21 í litla þjónustuíbúð þar sem þeim leið vel. En ég fann þó að ein- hver strengur slitnaði innra með föður mínum er hann varð að yfir- gefa það heimili sem hann byggði og hafi átt frá árinu 1948 er við fluttum á Laugateig 9. Þar sem skammtímaminninu fór að hraka hjá honum, enda orðinn háaldraður, var hann aldrei viss hvar hann átti heima eftir flutning- inn. Og enn herti ellin tökin og fór svo að hann varð að fara þangað sem hann gat fengið sólarhringsum- önnun sem ekki var í valdi móður minnar að veita honum, enda orðin all öldruð líka. Því var það svo, eftir að hafa verið um hríð á sjúkrahúsi að hann fékk inni á sjúkradeild Hrafnistu í Laugarási þar sem hann andaðist svo, eftir að hafa veikst illa af flensu, að kveldi hins 20. mars. Og nú þar sem ég sit og festi þetta á blað er sem ég heyri hann segja við mig, eins og svo oft áður er honum ekki líkuðu hlutirnir: „Svona, hættu nú þessari bölvuðu vitleysu, drengur." Ég kveð nú fóður minn elskulegan og þakka honum allt sem hann var mér. Guð geymi þig. Guðmundur Þórír. Nú ertu farinn frá okkur, elsku afi. Við munum sakna þín og geyma þær dýrmætu minningar sem við eigum um þig. Þú vildir aldrei neitt 1930. Fljótlega eftir heimkom- una hóf hann nám í bifvélavirkj- un hjá Agli Vilhjálmssyni og var Guðmundur í hópi þeirra fyrstu sem luku sveinsprófi í þessari grein árið 1936. Guð- mundur var einn sá fyrsti sem hóf að rétta bifreiðir hér á landi, skemmdar eftir óhöpp. Hann vann svo alla tíð við bif- reiðaréttingar uns hann varð að Iáta af störfum eftir sjötugt. Guðmundur vann á hinum ýmsu bifreiðaverkstæðum gegnum árin, meðal annars hjá Sam- bandinu við Hringbraut, en á réttingaverkstæði þess var Guðmundur verksrjóri. Síðan vann hann nokkur ár hjá Bfla- smiðjunni við Laugaveg, og svo seinustu árin var hann með eig- ið verkstæði í bflskúr sínum á Laugateigi 9. Guðmundur var einn af stofnfélögum Félags bif- vélavirkja og í srjórn þess, fyrst 1937-1940, 1945-1954 og svo 1957-1959, lengst af sem gjald- keri. Útför Guðmundar fer fram frá Laugarneskirkju á morgun, mánudag 29. mars, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. umstang í kringum þig og vildir helst láta lítið fyrir þér fara. Þú hafðir nú samt lúmskt gaman af því er við komum til þín. Það má sko með sanni segja að þér hafi fundist sælla að gefa en þiggja. Áttir til a* lauma að okkur smá glaðningi en hörfa næstum á burt áður en við náðum að segja takk. Okkur fannst svo gaman að kíkja inn í skúr til þín þegar þú varst að vinna eða bara þegar þú sast og varst að hlusta á útvarpið. Okkur fannst skúrinn þinn eins og ævin- týraheimur, fullur af undrahlutum. Þú áttir oft eitthvað í pokahorninu handa okkur. Við vorum kannski ekki alltaf þæg og góð en þú varst samt alltafi,- rólegur en ákveðinn ef eitthvað bjátaði á. Þú kenndir okkur mikið um landafræði enda hafðir þú svo gaman af að ferðast og varst mjög fróður um ókunn lönd. Og allar bækurnar þínar; þú áttir svo mikið af skemmtilegum bókum. Við munum aldrei gleyma þér né þeim stundum sem við áttum með þér. Þegar við hugsum núna til baka, þá er svo margt sem rifjast upp en við viljum frekar kveðja þig með fáum orðum og þökk í hjarta fyrir okkar kynni. Okkur er huggun í þeirri vissu að nú líður þér vel. En gegnum þrungin tregatár sá trúargeisli skín: „Að allt sé gott, sem guð minn vill" V - það græðir sárin mín; því ég það veit, í sælu sal þín sál er drottni hjá og þessi trú og traust - það skal mértárinþerraafbrá. (Hannes S. Blöndal) Þórdís og Ágúst Már. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir ¦ að skilafrestur er útrunninn* eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. *• ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.