Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ORN Arnar hjartaskurðlækn- ir og Margrét Kristjánsdóttir á heimiii sínu í Minneapolis. RNARHOLL stendur á skilti yfir dyrunurn á fal- legu einbýlishúsi hjónanna rnar Arnar og Margrét- ar Kristjánsdóttur og er sá Arnar- hóll á Nordic Circle, úthverfi vestur úr Minneapolis. íslenska skjaldar- merkið með landvættunum vakir líka við innganginn. Húsið höfðu þau teiknað sjálf með íverueldhúsi og opnu í stofur og garð fyrir stóra fjölskyldu að vera saman, enda komu þau um 1972 aftur út eftir tveggja ára dvöl á íslandi með fjög- ur börn og tíu íslensk málverk, auk tveggja eftir elstu börnin, en ekk- ert annað. íslensku myndirnar prýða alla veggi en börnin eru flog- in úr hreiðrinu. Þó eru þau sýnilega ekki fjarri, því fyrir dyrum stóð skírn yngsta barnabarnsins, Eriks Kristjáns, sem þau voru að undir- búa. M.a. átti að syngja 0 Jesú bróðir besti, en höfundur sálmsins er sr. Páll Jónsson í Viðvík, forfaðir drengsins í sjöunda lið. Margrét, eða Maddý eins og hún er oftast kölluð, ætlaði að spila undir og hafði látið prenta textann, svo gest- irnir gætu tekið undir, og fylgdi lausleg þýðing á ensku, svo allir mættu skilja. Islenskt yfirbragð er semsagt enn sterkt á heimilinu þótt fjörutíu ár séu síðan þau komu fyrst til Minneapolis. „Ég kom hingað sumarið 1959 beint frá kandídatsprófinu í læknis- fræði og ætlaði aðeins að vera eitt ár á Northwestern-sjúkrahúsinu, en ákvað þá að verða skurðlæknir og ílentist í ellefu ár," segir Örn. Hann varð svo í framhaldi af því hjartaskurðlæknir á Háskóla- sjúkrahúsinu. I ágúst 1960 skrapp Örn heim og gat talið Margréti á að koma með sér vestur. Þau voru skólasystkin úr Verslunarskólanum. Margrét er frá ísafirði, dóttir Kristjáns Hann- esar Jónssonar, forstjóra og hafn- sögumanns, og Katrínar Önnu Sig- fúsdóttur, en Örn Reykvíkingur, sonur Bernharðs Arnar kaupmanns og Rannveigar Þórarinsdóttur. Það var ekki sjálfgefið að Margrét fylgdi honum vestur um haf. Hún hafði farið til Danmerkur, sérhæft sig í gluggaútstillingum og komin í góða vinnu í Reykjavík, en engar horfur á að hún gæti fengið vinnu við það í Ameríku. Úr því rættist þó, því Valdimar Björnsson var í lungna- flutningum I Minneapolis hafa í áratugi búið og starf- að dr. Örn Arnar hjarta-skurðlæknir og Margrét Kristjánsdóttir, kona hans. Nafn Arnar er þekkt, því hann og félagar hans urðu á sínum tíma fyrstir til að gera bæði hjarta- og lungnaflutning mögulegan. Hann er nú ræðismaður Islendinga í Minn- eapolis með aðsetur á heimili þeirra hjóna, þar sem Elín Pálmadóttir sótti þau heim. ARNARHOLL stendur yfir dyrunum við Nordic Circle í Minneapolis og þar vaka landvættir við dyr, enda heimili ræðismannsins Arnar Arnar og Margrétar konu hans. fjármálaráðherra í Minnesota og áhrifamaður og kona hans, Guðrún, frá ísafirði. Hann kom Margréti, eins og svo mörgum öðrum íslend- ingum, til aðstoðar og gat með áhrifum sínum komið því svo fyrir að hún yrði fulltrúi í sinni grein fyr- ir Skandinavíu í fullu starfi hjá hinu stóra verslunarhúsi Dayton's. Græddu í fyrstu lungun „Þetta reyndist mjög spenn- andi," segir Orn, „því ég var á þeim tíma sem svo mikið fé var veitt til rannsóknastarfsemi. Við fengum alla þá peninga sem við þurftum. Eg var mest í að gera undirstöðu- rannsóknir til að flytja lungu, sem var alveg á byrjunarstigi. Við gerð- um tilraunirnar á öpum, bavíön- um." Þetta endaði með því að þetta teymi varð meðal þeirra fyrstu til að græða í ný lungu, sem vakti mikla athygli. Loks þróaðist þetta sem þeir voru að gera upp í að hægt reyndist að framkvæma bæði hjarta- og lungnaflutninga samtím- is. Það hafði verið í algerri stöðnun fyrir þessar tilraunir þeirra á öpun- um. A hundum reyndist þetta ekki mögulegt, en þarna tókst það á öp- unum og verkaði þá líka hjá mann- fólkinu. Nú yfir tuttugu árum síðar er þetta auðvitað orðið algengt. Til- raunaárin 1961-67 voru því óskap- lega spennandi tími." Arangurinn vakti mikla athygli. Örn var eini fyrirlesarinn um lungnaflutninga á einni fyrstu ráð- stefnunni um líffæraflutninga í Santa Barbara í Kaliforníu 1967, sem þótti afrek af svo ungum manni. Hann var þá ekki nema 34 Ljósm. Elín Pálmadóttir. ára. Maddý fór með honum og segir að þetta hafi verið mikið ævintýri. I hverjum mánuði voru þeir líka með fyrirlestra einhvers staðar út um heim um þetta efni. í handbókum um lungnaflutninga og kennslubók um skurðlækningar er Arnar getið sem eins af frumkvöðlunum við lungnatilflutning. Þótt þessi tilraunaár væru spennandi og nú dásamlegt að sjá að þetta heldur áfram, aðrir taka við og stöðugar framfarir verða sem betur fer, eins og Örn orðar það, var það gífurleg vinna á sínum tíma. Margrét segir að Örn hafi varla sést heima hjá sér öll þessi ár. Þeir hafi næstum búið á spítalan- um. Þau voru þá komin með þrjú börn og seinast fjögur og hún hafði meira en næg verkefni við heimilis- reksturinn. Eins og kafarar í skurðstofu Á árunum 1964 og 1965 var Örn líka í tvö ár með í tilraunum með háþrýstilækningar, sem byggjast á því að undir háþrýstingi megi auka súrefnismagnið og lækna ýmislegt sem ekki væri hægt að öðrum kosti. „Við fórum inn í klefa, þrýstingur- inn var aukinn, og við unnum eins og kafarar. Ég fékk meira að segja kafaraveiki tvisvar eða þrisvar. Þetta hækkaði súrefnismagnið og reyndist til dæmis sérstaklega gott í sambandi við sár sem hafði komið eitrun í. Með þetta gerðum við fjöl- breyttar tilraunir, enda hafði Borg- arspítalinn fengið mikla peninga til þessarar tilraunastarfsemi okkar," segir hann. Eftir þetta mikla álag við til- raunastörfin ákvað Örn að snúa sér að hjartaskurðlækningum, sem hann lærði við Háskólasjúkrahúsið í Minnesota. Hann hefur síðan verið í hjarta- skurðlækningum á MPLS Heart Institute í mörg ár. Telur að hann hafi gert um 2.500 hjartaaðgerðir. Nú gerir hann nær eingöngu hálsæðaaðgerðir til að hindra slag. Hann er hættur að ganga vaktir, heldur sumum dögum lausum, en safnar oft saman nokkrum upp- skurðum aðra daga. Þau hjónin segja að þetta sé mjög gott eftir alla þessa gríðarmiklu vinnu. Nú, 27 árum eftir að hann var í þessari rannsóknavinnu við hjarta- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.