Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Björgvin hefur bætt sig í báðum greinum ÍSLENSKA skíðalandsliðið í alpagreinum hefur æft er- lendis í vetur og ef árangur- inn vetrarins er skoðaður kemur í ljós að Björgvin Björgvinsson frá Dalvík er eini Iandsliðsmaðurinn sem hefur bætt sig bæði í svigi Og stórsvigi. Krislimi Björnsson hóf keppnistíma- bilið í 16. sæti á heimslistan- um í svigi en er nú kominn niður í 51. sætí. Hann hefur hins vegar bætt sig aðeins í stórsviginu, farið úr 281. sæti í 272. sætíð. Björgvin er bestur ís- lensku skíðamannanna í stórsvigi samkvæmt heims- listanum, er með 29,51 stíg og er í 230. sætí og hefur bætt sig um níu sæti frá því á listanum í nóvember. í sviginu var hann í 653. sæti fyrir túnabilið en er nú kominn upp í 384. sætí. Arnór Gunnarsson frá ísiifirði er á svipuðu róli í sviginu og stórsviginu núna og fyrir túnabilið, hefur reyndar bætt sig hvað punkta varðar en er aftar á heimslistanum. Jóhann Haukur Hafstein úr Ár- manni hefur bætt sig í svig- inu en dalað í stórsviginu. Sveinn Brynjólfsson, Dal- vík, hefur sigið neðar á list- a n u m í svigi en bætt sig töluvert í stórsviginu. Jó- hann Friðrik Haraldsson, KR, er á svipuðum stað i sviginu nú og í nóvember, en hefur bætt sig í stórsvigi. Sigríður Þorláksdóttir frá Isafirði, sem sleit kross- bönd í hné fyrir skömmu, er fremst íslensku kvenn- anna í svigi. Hún er nú í 192. sæti en var númer 203 á nóvemberlistanum. Hinar stúlkurnar hafa allar fallið neðar á listann frá því sem þær voru fyrir áramót bæði í svigi og stórsvigi. Morgunblaðið/Halkiór Sveinbjörnsson SKÍÐAFÆRIÐ á skíðasvæði ísfirðinga í Tungudal er eins og best verður á kosið þessa dagana. Gunnar Þórðarson, formaður Skíðafélags ísafjarðar, Gylfi Guðmundsson, mótstjóri landsmótsins, Ellert B. Schram, formaður íþrótta- og ólympíusambandsins, og Egill Jóhanns- son, formaður Skíðasambands íslands, prófuðu brekkurnar í síðustu viku og þótti mikið til koma. 20 eriendir keppendur á Skíðamóti íslands SKÍOAMÓT íslands fer fram á skíðasvæði ísfirðinga í Tungudal í næstu viku. Mótið stendur yfir frá mánudegi til fimmtudags. 120 keppendur eru skráðir til leiks og þar af allt besta skíðafólk landsins og auk þess 20 erlendir þátttakendur í alpagreinum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, mun setja mótið á Silf- urtorgi á mánudagskvöld. Búist er við spennandi keppni enda hafa margir skíðamenn dvalið erlendis við æfingar og eru að keppa við þá sem hafa æft hér heima í fyrsta sinn í vetur. Undirbúningur mótsins hefur staðið yfir^ í nokkra mánuði enda leggja ísfirðingar mikinn metnað í að gera mótið sem glæsi- legast. Opnuð hefur verið vefsíða með dagskrá mótsins og hinnar ár- Árangur íslenska landsliðsins í alpagreinum í vetur, mældur í FiS-stigum og stöðu á heimslista Smanburður ástöðu þeirra ínóvember 1998 og ímars 1999 Krístinn Björnsson Arnór Gunnarsson Björgvin Björgvinsson Jóhann H. Hafstein Sveinn Brynjólfsson Jóhann F. Haraldsson Sigríður Þoriáksdóttir Brynja Þorsteinsdóttir Theodora Mathiesen Dagný L. Kristjánsdó. ST0RSVIG Nóv. 1998 FIS- Sæti stig álista 7,79 31,84 61,91 56,75 54,08 60,12 16. 176. 653. 598. 506. 621. 43,12 203. 41,69 193. 48,18 256. 137,42 1452. Mars 1999 FIS- Sæti stig álista 13,85 51. 31,44 186. 45,93 384. 53,37 531. 53,51 536. 57,66 629. 39,11 19Z 40,69 219. 46,91 276. 140,05 1686. NÓV. 1998 FIS- Sæti stig álista 33,9 281. 54,79 711. 31,20 239. 37,75 364. 47,01 539. 73,19 1245. 46,72 313. 47,41 326. 38,95 227. 51,36 376. Mars 1999 FIS- Sæti stig álista 32,21 272. 53,1 731. 29,51 230. 38,01 393. 40,65 444. 67,84 1177. 50,84 375. 48,09 335. 53,56 419. 57,07 496. legu Skíðaviku sem hefst formlega á skírdag. Á heimasíðunni verður hægt að fletta upp öllum úrslitum mótsins um leið og þau verða til- kynnt af dómurum. Netfang heimasíðunnar er: www.snerpa .is/sfi. 60 ár eru liðin síðan fyrsta Skíðamót íslands var haldið á ísa- firði, en þetta er í 61. sinn sem landsmótið er haldið, en fyrst fór það fram á Siglufirði árið 1937. fs- firðingar státa af flestum fslands- meistaratitlum í sögu landsmót- anna. Þeir hafa 93 sinnum fagnað fslandsmeistaratitli í alpagreinum og 56 sinnum í norrænum greinum. Akureyringar eiga 87 fslands- meistara í alpagreinum og 21 í nor- rænum greinum. Kristinn Björnsson frá Olafsfirði verður að teljast líklegur til afreka í alpagreinum. Hann varð íslands- meistari í svigi á Akureyri í fyrra, en ætlar sér líklega stærri hluti núna. Hann fær eflaust harða keppni frá Dalvíkingnum unga, Björgvini Björgvinssyni, sem varð íslandsmeistari í risasvigi í fyrra og Hauki Arnórsson úr Armanni, fslandsmeistara í stórsvigi, sem hefur aðeins æft hér á landi í vetur. Síðan má ekki gleyma Jóhanni Hauki Hafstein, Jóhanni Friðriki Haraldssyni og Sveini Brynjólfs- syni, sem allir hafa æft í Lil- lehammer í vetur. Brynja Þorsteinsdóttir og Theo- dóra Mathiesen verða að teljast líklegastar til afreka í alpagreinum kvenna, sérstaklega vegna þess að ísfirðingurinn Sigríður Þorláks- dóttir, sem var þrefaldur meistari í fyrra, verður ekki með vegna meiðsla. Þá verður fróðlegt að sjá yngri stúlkurnar sem hafa verið að gera það gott hér heima í vetur. Kynslóðaskipti eru í sldðagöng- unni hér á landi og því er erfitt að spá um úrslit þar. Haukur Eiríks- son frá Akureyri hefur verið sterkastur í karlaflqkki í vetur, en hann varð fyrst íslandsmeistari fyrir tíu árum. Þá hafa ísfirsku göngukonurnar, Stella Hjaltadóttir og Auður Yngvadóttir, hafið keppni að nýju og verður forvitni- legt að fylgjast með þeim á mótinu. Landsmótið hefst á mánudag með keppni í 30 km skíðagöngu karla, 10 km göngu kvenna og 15 km göngu pilta 17-19 ára. Þá verð- ur keppt í eldri flokkum, 35 ára og eldri. A þriðjudag verður keppt í stórsvigi karla og kvenna. Á mið- vikudag verður svigi karla og kvenna og ganga í öllum flokkum 17 ára og eldri. Þá verður keppni á snjóbettum og er það kynningar- grein á landsmótinu. Landsmótinu lýkur á skírdag með keppni í boð- göngu karla og kvenna. Þá verður einnig keppt í stórsvigi karla og kvenna og eru það jafnframt al- þjóðleg stigamót. Af erlendu keppendunum er Norðmaðurinn Aane Saeter með bestu punktastöðuna samkvæmt heimslistanum. Hann er með 13,59 FlS-stig í svigi sem er aðeins betra en Kristinn Björnsson hefur, en hann er með 13,85 FlS-stig. Finnska stúlkan Caroline Pellat er með bestu punktastöðu kvenna, 36,14 FlS-stig í svigi og 25,35 FIS- stig í stórsvigi. Frakkinn Francois Simon ætlaði að mæta á Skíðamót íslands, en hann handleggsbrotnaði á franska meistaramótinu um síðustu helgi og varð því að hætta við þátttöku. Simon hefur verið í fyrsta ráshópi í svigi heimsbikarsins í vetur. Leó þjálfar kvenna- lið Skagamanna LEÓ Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍA í knattspyrnu. Samiungur Leds gildir til næsta hausts, en stefnt er að því að ráða þjálfara að þeim (íma liðnum til lengri tíma. Led lék áður með liði Skagamanna. Laufey Sigurðarddttir, sem þjálfaði kvenualið Skagamanna síð- astliðið snma r, mun aðstoða liðið áfram. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahdpi liðsins, nokkrir eldri Ieikmenn hafa hætt og verður Iiðið að mestu leyti byggt í kringum leikmenn í yngri kantinum. Anelka áfram hjá Arsenal FRA.NSKI landsliðsmiðherjinn hjá Englands- og bikarmeistur- um Arsenal, Nicolas Anelka, kveðst ekki á förum frá félag- inu i náinni framtíð. Yfirlýsing' Anelka kemur í Itjöif'ar frétta um að ítalska stórliðið Juvent- us hyggist bjóða fulgur fjár fyrir kappann. Juventus er talið tilbúið að greiða um 20 milljómr punda fyrir Anelka, en það samsvarar ríflega tveimur niilljiirðuin ís- lenskra króna. Fyrir hjá ítalska liðinu eru þrír franskir landsliðsmenn, þeir Zinedine Zidane, Thierry Henry og Di- dier Deschamps, og þeir hafa lagt hart að kappanum að IlyIj- ast til ítalíu. Anelka hefur hins vegar nú tekið af ó'H tvúnæli - framtíðin liggi á Highbury í Norður-Lundúnum. „Þessa stundina er enginn vafi í iiiíiiuni huga að ég muni leika áfram í Englandi á næstu leiktíð og í treyju Arsenal," sagði Anelka. „Thierry hefur sagt mér frá lífiiui á ítalíu og hversu vel hafi gengið að aðlagast leik Ju- ventus. Við höfum hins vegar ekki rætt komu mína þangað. Það getur vel verið að ég verði einn dag leikmaður Juve, kannski eftir þrjú eða tíu ár. En það verður ekki á næstu leiktíð," sagði Anelka enn- fremur. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.