Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ TILBUINN AÐ TAKAST Á VIÐ FRAMTÍÐINA eftir Sigrúnu Davíðsdótlur FJÓRTÁN ára gutti kom hann til Danmerkur til að fara á heimavistarskóla í eitt ár, því hann þótti að eigin sögn nokkuð frakkur heima á Akureyri. Síðan eru liðin nítján ár. Það olli Hermanni Haraldssyni nokkrum áhyggjum í fyrstu að verða forstjóri The Media Partnership, TMP, stærsta auglýs- ingabirtingarfyrirtækis Norður- landa, en áhyggjurnar hafa vikið, enda gengur rekstur fyrirtækisins með afbrigðum vel og ekki að sjá að þessi ungi forstjóri sé hlaðinn áhyggjum, þar sem hann mætir til spjalls í sólríkum vistarverum ört vaxandi fyrirtækis. Auglýsingabirting er hraðvax- andi geiri um allan heim. Viðgang- ur TMP sést best á að það var stofnað 1992 með fimm starfsmenn í samstarfi átta stórra auglýsinga- stofa, en nú vinnur þar 91 maður í stórum húsakynnum í norð-vestur- hluta Kaupmannahafnar, þar sem æ fleiri fyrirtæki í auglýsingageir- anum eru að hreiðra um sig. Fyrir- tækið sér um allt í sambandi við auglýsingar nema sjálfa auglýs- ingagerðina. I krafti öflugrar rannsóknardeildar og alþjóða- deildar er fyrirtækið vel í stakk búið til að veita ráðgjöf um allt er lýtur að auglýsingum og það er í samstarfi við fyrirtæki í tólf lönd- um. Viðskiptavinir TMP eru stór- fyrirtæki eins og SAS, Carlsberg, McDonald's, Compaq og Volks- wagen, svo nokkur þau þekktustu séu nefnd. Og nýlega var TMP val- ið besta danska auglýsingabirting- arfyrirtækið af B0rsen, fimmta ár- ið í röð. í alþjóðlegu samhengi er danski auglýsingamarkaðurinn ekki stór, en styrkur Dana er mikil kunnátta í markaðsfærslu. „Það er tekið mark á Dönum á þessu sviði," segir Hermann. I TMP starfar stærsta alþjóðlega deildin á Norðurlöndum á sviði auglýsinga og markaðs- færslu. Þótt TMP hafí verið að færa út kvíarnar á Norðurlöndun- um á Hermann ekki von á að fyrir- tækið hefji starfsemi á f slandi. „Ég hef ekki áhuga á að koma til ís- lands sem danskur sérfræðingur," segir hann ákveðinn. „Á íslandi er fyrir hendi mikil þekking og kunn- átta í auglýsingageiranum." Um framtíðina þýðir að mati Her- manns lítið að spá, heldur gildir vera viðbúinn því sem gerist. TI/ArVINNULÍF Á SUNNUDEGI ?Hermann Haraldsson forstjóri The Media Partnership, TMP, er fæddur 9. janúar 1966, sonur Elsu Hermannsdóttur kennara og Haralds V. Haraldssonar arkitekts. Hann varð stúdent frá Herlufsholm Kostskole 1985 og lauk cand.merc.-námi frá Handelshojskolen í Kaupmannahöfn 1990. Við þetta bætti hann síðar „executive education" á INSEAD í Frakklandi og IMD í Sviss og svo IAA (International Advertising Association) prófi frá danska auglýsingaskólanum, DRB-skólanum 1994. 1991- 1992 vann hann við sölumennsku hjá Attract Media & Market- ing, 1992-1993 var hann hjá auglýsingabirtingafyrirtækinu Carat Danmark, en réðst þá til TMP. Árið eftir varð hann deildarstjóri þar, framkvæmdastjóri 1996, en árið eftir varð hann forstjóri TMP. Haraldur er kvæntur Birgitte Haraldsson, sem starfar hjá lyfjafyrirtæki. Þau eiga Magnus fimm ára og Malene á öðru ári. Sem gamall knattspyrnuleikari hefur Har- aldur enn augun á boltanum, spilar í liði ráðsettra hjá Vedbæk- fótboltafélaginu á Norður-Sjálandi, en þar býr Haraldur og er auk þess mikill aðdáandi Brondby-liðsins danska. Haraldur er áhugamaður um fjallgöngur, en þar sem ekki eru aðstæður til þess í Danmörku stundar hann þær á Islandi, þar sem hann er félagi í og ritari GOS, Göngu- og skemmtimannafélagsins. Lærdómsrík dvöl á dönskum heimavistarskóla „Ég var dálítið frakkur sem strákur og frænka mín, sem var gift skólastjóranum á Herlufsholm, benti foreldrum mínum á að eitt ár á skólanum myndi vafalaust breyta því," segir Hermann með bros á vör, þegar talinu víkur að því af hverju íslenskur unglingur fari á danskan heimavistarskóla. Amma Hermanns var dönsk og tengslin þangað því fyrir hendi. Hann kunni þó enga dönsku, en var fljótur að ná tökum á henni. „Svo var ég spurður í maí hvort égvildi ekki koma heim, en þeir sem hafa verið í Danmörku í maí vita að þá langar mann ekki að fara þaðan," hljóðar skýring Her- manns á að það teygðist úr dvölinni. Nafnið Herlufsholm hefur sér- stakan hljóm í eyrum Dana. Skól- inn er mótaður að breskri fyrir- mynd og áherslan liggur á aga og samviskusemi, enda dregur Her- mann enga fjöður yfir að umskiptin frá venjulegum íslenskum skóla og fjölskyldulífi hafi verið mikil. Þarna hét hann allt í einu Haralds- son og kennarnir voru að sjálf- sögðu þéraðir. Það þýddi ekki að vatna músum í augsýn skólafélag- anna, því þá gufaði virðingin upp og eins gott að halda heim. „Umhverfið var hart," segir Hermann. „Það er erfitt að segja til um hver áhrif skólavistarinnar séu, en ég pæli oft í því hvað orðið hefði, ef ég hefði ekki farið á skól- ann." Skólavistin var einnig góð kennsla í að umgangast annað fólk, því mikil áhersla er lögð á að eldri nemendur taki ábyrgð á þeim yngri. Það var Hermann látinn gera ári yngri en venja er. Fótbolt- inn átti þegar á þessum árum hug hans allan og til að fá að æfa með liðinu í nágrannabænum Næstved varð Hermann að leggja sig allan fram við námið, svo hann fengi að sleppa við heimavinnutímann á kvöldin og fara á æfingu. Hann varð stúdent frá máladeild í Herlufsholm, meðal annars með próf í latínu, sem er sjaldséð kunn- átta í auglýsingageiranum. ,Á Herlufsholm eignaðist ég vini, sem ég á eftir að eiga það sem eftir er," segir Hermann meðal annars um afrakstur skólavistar- innar. Samheldni gamalla nemenda þaðan er einnig annáluð og undir það tekur Hermann. Samböndin liggja um allan heim, því nemendur eru oft börn Dana er búa erlendis. Erfitt að koma íslendingum og Dönum saman Eftir stúdentsprófið 1985 lá leið- in beint á Handelshojskolen í Kaupmannahöfn, en fótboltanum sleppti hann þó ekki, heldur var í hálf-atvinnumennsku, spilaði fyrir Næstved og síðan fyrir KB, sem nú heitir FC K^benhavn, auk þess sem hann spilaði nokkra landsleiki með íslenska landsliðinu 21 árs og yngri. „Það var fínt að geta fjár- magnað námið með fótboltanum, en þrátt fyrir áhugann stefndi ég aldrei á fulla atvinnumennsku. Kröfurnar þar eru of miklar til að hægt sé að vera í henni með námi. Þar gildir annaðhvort eða," segir Hermann, „og menntunin var aðal- atriðið." Eftir komuna til Kaupmanna- hafnar fýsti Hermann að ná sam- bandi við íslendinga, svo hann gekk í fslendingafélagið og um- gekkst íslenska stúdenta. „En þarna gilti líka annaðhvort eða," segir hann. „Eg komst fljótt að því að ég gat ekki bæði umgengist danska vini og kynnst íslending- um, því íslendingarnir, sem ég hitti, höfðu engan áhuga á að um- gangast Dani. Ég fékk það á til- finninguna að íslendingar kæmu aðeins hingað til að fara í nám, ekki til að kynnast Dönum. Þeir töluðu aðeins dönsku af brýnustu nauð- syn, en annars bara íslensku, og ég held að margir þeirra fari heim eft- ir nokkurra ára dvöl hér án þess að kunna almennilega dönsku. En kannski var ég bara eitthvað óheppinn í þessari tilraun minni til að umgangast íslendinga." Sambandið við ísland er því mest við fjölskylduna og nokkra vini. í fyrra fór hann á Pollamótið á Akureyri til að hitta gamla félaga og spila fótbolta og stefnir á að gera það sama í ár. Úr alþjóðaskipaviðskiptum í auglýsingar Þrátt fyrir gott gengi í auglýs- ingageiranum nú var það þó fyrir tilviljun að Hermann lenti þar. Eft- ir cand.merc.-próf frá Verslunar- háskólanum 1990 lá leiðin til London. Þar rak faðir eins skóla- bróður hans á Herlufsholm skipa- viðskipti og hjá honum hafði Her- mann fengið vinnu, því áhuginn beindist að alþjóðaviðskiptum eins og skipaviðskipti eru. „En þetta var fyrir daga EES-samningsins," segir Hermann, „og eftir þrjá mán- uði kom í ljós að ég fékk ekki at- vinnuleyfi, því samkvæmt breskum lögum mátti aðeins ráða útlend- inga, ef hægt var að sýna fram á að ekki fengist maður með sömu menntun og þekkingu í Bretlandi. Það var erfitt, þegar í hlut átti ný- græðingur eins og ég." Hermann fór því aftur til Dan- merkur, sótti um danskan ríkis- borgararétt og svipaðist um eftir vinnu, meðan hann biði í ár eftir ríkisborgararétti. Eftir bráða- birgðavinnu fékk hann starf hjá Carat, stóru auglýsingabirtingar- fyrirtæki. „Fyrirtækið gerði allt nema sjálfar auglýsingarnar, sá um undirbúning, rekstur og mat auglýsíngaherferða, ráðlagði hvar og hversu mikið ætti að auglýsa. Á fslandi gera auglýsingastofurnar þetta sjálfar og þannig var það hér áður fyrr. En 1992 var farið að mæla áhorf í sjónvarpi og um leið var allt í einu hægt að mæla áhrif auglýsinga á allt annan hátt en áð- ur. Eg lenti í byrjun þessarar þró- unar og ákvað að halda áfram," segir Hermann, sem um leið sleppti vinnunni í London. „Það var kannski eins gott, því fyrirtæk- inu þar gekk ekkert of vel." 31 árs forstjóri í hraðvaxandi fyrirtæki Eftir VA ár hjá Carat bauðst Hermanni vinna hjá TMP, sem þá var nýtekið til starfa. „Éjg kom hingað á réttum tíma. Eg var starfsmaður númer fimmtán," rifj- ar Hermann upp, „en nú vinnur hér 91 maður." Starfið fólst í að skipuleggja og veita ráðgjöf. Eftir árið var hann orðinn deildarstjóri, í ársbyrjun 1996 varð hann fram- kvæmdastjóri og fékk að vita að hann væri númer tvö í fyrirtækinu. Það bjóst hann við að verða áfram, en í október 1997 varð hann for- stjóri, þegar forveri hans hætti öll- um á óvart og stofnaði eigið fyrir- tæki. „Ég var 31 árs og rak allt í einu 70 manna fyrirtæki, sem mér fannst mikil ábyrgð, svo ég var í áfalli fyrstu vikuna. En það voru óþarfa áhyggjur, því hér er gott fólk," segir Hermann. „Ég er líka heppinn því fyrirtækið hefur haldið áfram að vaxa og við fengið nýja viðskiptavini. Það er auðveldara að vera í fyrirtæki sem gengur vel en fyrirtæki sem gengur illa." Aðgreining markaðsfærslu og skapandi vinnu „Starfið við auglýsingabirtingu snýst um markaðssetningu og hafi maður áhuga á henni er þetta draumastarf," segir Hermann, þegar talið berst að því í hverju starfið felist. Þróunina í átt að því að aðgreina auglýsingagerð og auglýsingabirtingu sér Hermann sem aðgreiningu markaðsfærslu og þeirrar skapandi vinnu sem felst í sjálfri auglýsingagerðinni, þótt samvinnan þarna á milli sé náin. Hermann tekur undir að auglýs- ingabirtingarfyrirtæki sé milliliður milli fyrirtækja, sem auglýsa, og fjölmiðla, sem birta auglýsingar. „En við erum milliliður sem skapar verðmæti," áréttar hann. „Það er dýrt að auglýsa, svo það fara miklir peningar til spillis ef auglýsingar skila ekki árangri. Því er eðlilegt að leita eftir sérfræðiaðstoð. Við spörum því viðskiptavinum okkar ómæld útgjöld. Við erum góðir ráð- gjafar því við höfum þekkingu á öllu auglýsingamynstrinu og erum ráðgefandi um allt er snertir mark- aðsfærslu." Sem dæmi um þá þjónustu sem viðskiptavinir TPM leita eftir er til dæmis þegar fyrirtæki þarf að ákveða hvort það ætli að auglýsa vörumerkið eða einstakar afurðir. „Það liggur fyrir mikið af rann- sóknum á hvernig auglýsingar verka á fólk. Hjá okkur starfar tíu manna deild á þessu sviði, svo við höfum því mikla þekkingu á þessu sviði." Eiga neytendur sér undankomu auðið? Með alla þessa þekkingu á at- ferli og innkaupahegðun almenn- ings vaknar sú spurning hvort neytendur eigi sér undankomu auðið frá því að ganga í net aug- lýsenda og kaupa vörur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.