Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 11 Áhrif virkjana og stíflugarða VERNDABSJOÐUR vflltra laxast ofaa hefiir tekið saman eförfarandi lista yfir þau vandamál sem stíflugarðar valda í ám: Þeir eru hindrun í vegi göngufiska, bæði á leið upp árnar og í niðurgöngu. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif. Þeir breyta vatnsrennsli, bæði ©fan og neðan þeirra. Þeir breyta hitastigi vatns- ins. Þeir breyta magni uppleysts súrefhis í vatninu. Þeir breyta dreifhxgu botn- falls um árfarvegiiiii. Rennslisbreytingar breyta farveginum. straumar við ósana eru hraðir og sjór endurnýjast því þar mjög hratt. NASF segir að telja megi fullvíst að Elliðaárvirkjun eins og hún sé í dag stæðist ekki þær umhverfís- kröfur sem nú séu gerðar. Reglu- gerðir verða sífellt strangari og við bætast kostnaðarsamir eftirlits- þættir. „Umhverfísmælingar sem nú fara fram á áhrifum virkjana víðs vegar í heiminum eru mun víðtæk- ari en þær sem farið hafa fram við Elliðaárnar á undanförnum árum." NASF telur ímynd ánna standa lélega og hún sé óheppileg fyrir stefnumótun Reykjavíkurborgar í menningar- og ferðamál- um. „Hrein og tær á með heilbrigðum laxastofni er mikilvægur þáttur í hugum borgarbúa og ferðamanna sem koma til dvalar í Reykjavík. ís- land er forystuland í villtra laxastofna." Flestir sérfræðingar sem NASF leitaði til bentu á alvariega áhættu- þætti og telur NASF mikilvægt að endurskoða stefnumótun varðandi árnar með tilliti til farsællar lausn- ar til langs tíma litið. „Stilla þarf nýtingaráformum í hóf og efla reglulegar rannsóknir, ekki síst hagnýtar rannsóknir sem þurfa að taka mið af endurreisn og upp- byggingu náttúrulega laxastofnsins í ánum." Varðandi virkjunina segir NASF efnahagsleg rök hníga að því að raf- orkuframleiðslunni verði hætt. „Kostnaður við rannsóknir, eftirlit og varnarbaráttu er þegar umtals- verður og mun á allra næstu árum verða langtum hærri en hugsanleg aukaútgjöld við orkukaup annars staðar frá." I þessari samantekt NASF kemur fram, að ekki muni kosta Reykjavíkurborg nema 18-20 milljónir á ári að kaupa þá orku annars staðar frá sem rafstöðin við Elliðaár framleiði. Þá segir að lög, reglugerðir og aðhald almennings geri sífellt meiri kröfur til varúðarráðstafana og til þess að vel sé staðið að verki. „NASF hefur ekki, þrátt fyrir mikla eftirgrennslan, tekist að finna sérstakar heimildir eða laga- leyfi til rekstrarins eins og vatna- lögin frá 1923 kveða á um, né fyrir þeim framkvæmdum eða breyting- um sem gerðar voru á virkjuninni eftir setningu vatnalaganna. Óvissa um stöðu virkjunarinnar mun aukast á næstu misserum." „Innstreymi af haffbeitarfiski og kvíafiski er hættulegt" verndun „Hrein og tær á með heil- brigðum laxastofni" Merkilegt að ástandið skuli ekki vera verra Orri Vigfússon segir, að bara við það eitt að hætt yrði að framleiða raforku í Elliðaánum fengju þær að renna í eðlilegum farvegi sínum. Það væri nóg til að byrja með. „Raunar er merkilegt að ástandið í Elliðaánum skuli ekki vera enn verra eftir sjö áratuga raforku- framleiðslu," segir hann. „Forráða- menn Rafmagnsveitu Reykjavíkur hafa borið gæfu til að fara þarna Fldra vatnaskordýra og ann- arra hryggleysingja breytíst. Afstaða rándýra til bráða tekur breytingum. Dreifíng næringarefna í vatninu raskast. Búsvæði breytast, einkum þau sem eru nauðsynleg göngufiskum. Breyting á búsvæðum eru staðbundnum tegundum frekar i hag en göngufiskum. ,. Stíflugarðar auka líkur á að mengunarefni silji eftir í vatnakerfínu. Stíflur hvetja til aukinnar notkunar klak- og eldisstððva „til lausnar" vandamálum sem stíflugarðarnir vaida. með ýtrustu varkárni og það gefur okkur færi á að endurreisa villta laxastofninn í ánni á næstu 10-20 árum. Hins vegar ætti að taka stjórnskipulag Elliðaánna til end- urskoðunar hið fyrsta. Innan Raf- magnsveitunnar, og nú Orkuveitu Reykjavíkur, takast á tvenn sjónar- mið, sjónarmið virkjunarinnar og sjónarmið verndunar. Hættan á hagsmunaárekstrum er of mikil og því ættu borgaryfirvöld að fela sjálfseignarstofnun, sjóði, rekstrar- félagi eða álíka aðila yfirumsjón með umhverfísvernd ánna." Orri segir að virkjun ánna 1921, Elliða- og Árbæjarstíflur, lokun bú- svæða og vatnstaka úr Gvendarbrunnum hafi gert að engu möguleika laxastofnsins til sjálf- bærni. Knud Ziemsen borgarstjóri hafi séð hvert stefndi og keypt í nokkur ár kviðpokaseiði til slepp- ingar í árnar. Það hafi hins vegar dugað skammt og því hafi verið reist klakhús við árnar í byrjun fjórða áratugarins. „Á þessum tíma þekktu menn ekki til neikvæðra áhrifa erfðablöndunar og þessar að- gerðir voru því allar af góðum hug. Menn þykjast vita að nú sé tiltölu- lega lítill hluti hrygningarstofnsins náttúrulegur, en bestu skil úr sjó koma frá laxi þar sem báðir for- eldrar eru upprunalegir eða nátt- úrulegir," segir Orri. Hann vísar í þessu sambandi til erlendra rannsókna. I erindi á ráðstefnu Alþjóða hafrannsóknar- stofnunarinnar og Nasco í apríl 1997 flutti norski prófessorinn Br- or Jonsson erindi um athuganir á víxlverkandi samskiptum villtra laxa við eldislaxa í norskum ám sem, eins og í ám við Fundy-flóa í Kanada, hafa orðið til fyrir blönd- un af völdum slysa eða tilviljana. „Rannsóknir hans staðfesta að laxar af eldisuppruna eru síður hæfir til að lifa af í náttúrunni. Þá geta stór sumaralin seiði einnig ----------- verið varasöm. Þau hafa sums staðar mælst taka frá búsvæði og fæðu villtra seiða, sem oft geta sýnst veikburða en skila sér margfalt betur ^^^^~ úr hafi. Prófessorinn sagði ekki ólíklegt að þetta geti leitt til mun verra ástands fiski- stofna." Orri Vigfússon vísar einnig til skýrslu Veiðimálastofnunar frá síð- asta ári, þar sem fram hafi komið að aðeins 57% vatnakerfis ánna sé óskert. Virkjunin hafi raskað vatna- kerfinu mest og auk slíkra beinna áhrifa sé bent á áhrif vegna hraðra rennslisbreytinga, bæði neðst í án- um og á kaflanum frá Elliðavatni niður í Arbæjarlón. „I skýrslunni er borgaryfirvöldum bent á að skoða aðra orkuöflunarkosti og meta alvarlega fýsileik þess að hætta raforkuvinnslu í elliðaánum og rífa þar með Arbæjarstíflu," segir Orri. „Niðurstaðan er sú, að endurheimt og viðhald búsvæða líf- vera ánna hljóti að vera forgangs- verkefni." Barist fyrir verndun búsvæða víða um heim Orri Vigfússon segir að áhersla NASF á endurheimt Elliðaánna sé ekki einsdæmi í heiminum. Hann vísar máli sínu til stuðnings í bar- áttu samtaka í Englandi, Wales og írlandi fyrir verndun búsvæða í laxám og tilraunir þarlendra til að koma í veg fyrir að villtir laxastofn- ar erfðamengist. I umsögn Nátt- úruverndarstofnunar BandaríkJT anna, National Fish and Wildlife Foundation, til NASF í janúar sl. segir m.a. frá niðurrifi stíflugarða og endurreisn laxáa. I umsögninni kemur fram, að á síðustu tveimur árum hefur Náttúruverndarstofn- unin beitt sé fyrir samstarfsáætlun verndarsamtaka, fyrirtækja, um- sjónaraðila og eigenda stífla til þess að leita uppi tækifæri til endur- reisnar og umbóta og hrinda þeim í framkvæmd. Niðurrif stíflna hafi í for með sér að fjölbreytni vistkerf- isins aukist, fiskistofnar stækki og öðrum vatnalífverum fjölgi, vatns- gæði aukist, vistkerfi og búsvæði batni, efnahagsáhrifin séu jákvæð, m.a. vegna þess að stangaveiði verði arðsamari og viðhaldskostn- aður á stíflum falli niður um leið og þörf fyrir fiskirækt minnki. Vandinn fer vaxandi Orri Vigfússon segir líklegt að vandamál Elliðaánna muni fara hraðvaxandi á næstu árum. „Hlið- stæð vandamál eru þekkt þar sem byggð er við laxár. Þær eru við- kvæmar og bíða mikið tjón sé ekki gripið til nauðsynlegra varúðarráð- stafana í tíma. I stefnumótun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyr- ir að Reykjavíkurborg verði árið 2002 þekkt fyrir hreinleika, stór- brotna náttúru og sem áhugaverð- ur áfangastaður við dyr óspilltrar náttúru. Elliðaárnar verða ekki hluti af þessum veruleika nema tek- ið verði í taumana strax." Ef þér leiðist farðu þá þangað sem veðrið hentar fötunum Elkhorn stuttbuxur Léttar stuttbuxur úr 100% bómull með stórum vösum sem hægt er að geyma mikið í. Kr. 3.990.- 3ia Sportswear Company* Skeifunni 19 - S. S68 1717 mbl.is ÞAR SEM ÞÚ SKIPTIR MÁLI Eróbikk, Spinning, Yciga, Kickboxing, Body Pump, kvennaleikfimi, karlalEikflmi, glæsilegur HammEr Strsngth tækjasalur, aðgangur að sundlaug Garðabæjar. Einnig býður BBtrunarhúsiö ötubrBnnslunámskEib, Jiu Jitsu námskBið, Einkaþjálíun, ljósastofu og bamagæslu. LEibbBinBndur ávallt til staðar og sjúkraþjálfari 4 sinnum í viku. BEtrunarhúsiö er í glæsilegu 1.QD0 fm. húsnæði og alltaf næg bílastæði. Allar nánari upplýsingar í sima: 565 8898 og 565 8872 eða á staðnum: Garðatorgi 1, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.