Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 ¦it- MORGUNBLAÐIÐ I I 10-20% barna á aldrinum 0-18 ára eiga við geðræn vandamál að stríða. Vandi geðsjúkra IDRÓGUM að langtímaá- ætlun í heilbrigðisþjónustu sem kynnt voru á heil- brigðisþingi í vikunni, kem- ur meðal annars fram að stefnt er að því að geðheil- brigðisþjónusta nái árlega til 2% barna á aldrinum 0-18 ára. Þessi þjónusta náði einungis til 0,4-0,5% af hópnum árið 1997. Innan geðheil- brigðisþjónustunnar fagna menn þessari ákvörðun, því almennt er viðurkennt, að 2% barna verði að hafa aðgang að sérhæfðri geð- læknaþjónustu eins og þeirri sem veitt er hjá barna- og unglingageð- deild Landspítalans (BUGL). Ólafur 0. Guðmundssson, yfir- læknir BUGL, segir að taka þurfi tillit til að börn og unglingar séu hlutfallslega fleiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum eða þriðj- ungur á móti fimmtungi þar. „Þörf- in fyrir þjónustuna hlýtur því að endurspeglast í hversu ung íslenska þjóðin er," segir hann. Meðferðin sjálf getur verið kostn- aðarsöm vegna þess fjölda fag- manna sem þurfa að koma að mál- um og oft þarf meðferðin að standa yfir í langan tíma. Þetta geta verið úrræði eins og einstaklingsmeðferð, röð viðtala, leikmeðferð fyrir yngstu börnin, iðjuþjálfun, hópmeðferð, fé- lagshæfniþjálfun í hópi eða fjöl- skyldumeðferð. „Þarna vantar klárlega úrræði. Margir hafa einnig bent á að gera þurfi klínískum sálfræðingum kleift að komast inn í niðurgreiðslukerfi Tryggingastofnunar, sem mun vera til skoðunar og myndi létta á. Við höfum fjölmörg dæmi um að efnalít- ið fólk hefur ekki fjármagn til að leita sér þessarar aðstoðar, þar sem þarf að greiða fyrir hana að fullu. Varðandi innlögn skortir fyrst og fremst möguleika til bráðainnlagna unglinga í bráðum geðrænum vanda og hins vegar langtímameðferð ung- h'nga." Heilsugæslan góður kostur Þegar geðheilsuvandi kemur upp hjá barni er fyrsta spurningin sem vaknar hjá fólki hvert eigi að leita. Rannsóknir sýna að 10-20% barna á aldrin- um 0-18 ára eiga við geðræn vandamál að stríða og 5-10% þurfa aðstoð árlega. Margra mánaða bið getur verið eftir grein- ingu og á meðan hlaða vandamálin utan á sig. Olafur O. Guðmundsson yfírlæknir sagði Hildi Friðríksdóttur að hann teldi rétt að efla starfsemi heilsugæslunnar; mynda þar öflugt teymi, þar sem barnageð- læknar og aðrir sérfræðingar í geðsjúkdóm- um gætu verið ráðgefandi. Hánn varpaði einnig fram spurningunni, hvort skólasál- fræðingar ættu ekki fremur að tilheyra skólaheilsugæslunni en fræðsluyfírvöldum. ( :»• *,— -- - - y J^ 1# ijúl?** t Ólafur segir að beinast liggi við að leita til þeirra sem næstir eru eins og heilsugæslunnar eða sérfræði- þjónustu í tengslum við leikskóla eða skóla. „Heilsugæslan er hins vegar ekM veí í stakk búin til að taka á þessum vanda. Stöðvarnar eru oft undir- mannaðar, heilsugæslulæknar hafa ekki nægilegan tíma og þar vinna yf- irleitt ekki sálfræðingar né félags- ráðgjafar. Tilhneigingin er því að vísa vandanum snemma frá sér til sérfræðinga á stofum eins og barna- lækna, sérfræðinga í þroskafrávik- um og einstaka barnageðlækna. Framboð á þessari þjónustu er mjög takmarkað og þeir sem sinna þessu eru annaðhvort hættir að taka við málum eða þeir krefjast ítarlegri til- vísana. Þarna má segja að fyrsti hlekkurinn í keðjunni sé slitinn. Með grunnskólalögum frá 1995 og reglugerð um sérfræðiþjónustu frá 1996 er kveðið á um, að hlutverk sérfræðiþjónustu skóla sé að greina og veita ráðgjöf í tengslum við greiningu. Hins vegar hafa yfir- menn fræðsluyfirvalda sagt að skóli sé kennslustofnun en ekki meðferð- arstofnun. Þeir eru þar með að ýta þessum vanda svolítið frá sér. Mitt svar við því er einfaldlega, að tengja þurfi þessa þjónustu heilsugæslunni, sem er þá meðferð- arþjónusta. Það má alveg velta því fyrir sér hvort skólasálfræðingar ættu ekki frekar að tilheyra skóla- heilsugæslu en fræðsluyfirvöldum. Þannig gætu þeir myndað öflugt teymi á heilsugæslunni þar sem barnageðlæknar og aðrir sérfræð- ingar í geðsjúkdómum barna gætu verið ráðgefandi og komið inn í þá vinnu," segir Olafur. 476 ný tilvik f fyrra Að sögn Ólafs er þyngstu málun- um eðlilega vísað til barna- og ung- lingageðdeildar. Hann tekur fram, að þeim tilvísunum hafi sífellt fjölg- að á síðustu árum og einna mest í Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÓLAFUR Ó. Guðmundsson, yf- irlæknir barna- og unglingageð- deildar Landspítala, segir að tengja þurfi starfsemi deildar- innar beint við spítalaþjónustu. fyrra, þar sem 36% fjölgun varð á nýjum málum eða 476 nýjar tilvís- anir. „Þá ber að hafa í huga að við erum með fjölmörg þung mál fyrir, sem fylgja þarf eftir árum saman." Bið eftir innlögn eða greiningu fer eftir eðli málsins. Ef um alvar- leg sturlunareinkenni eða sjálfs- vígshættu er að ræða er strax brugðist við, en stór hluti þeirra, sem vísað er til BUGL, er börn í miklum hegðunarvanda sem aðrir sérfræðingar hafa sinnt og þeirra úrræði hafa ekki dugað til. „Þessi börn eru í mjög mörgum tilvikum ofvirk og með ýmsar aðrar fylgiraskanir, þannig að þau eru jafnvel komin í mikla mótstöðu, sýna andfélagslega hegðun, eru með sértæk þroskafrávik, með námserfiðleika, eru þunglynd, döp- ur og kvíðin. Við erum með nokkuð vel skipulagða þjónustu við þennan hóp, en þrátt fyrir að hafa spennt bogann til hins ýtrasta er meira en hálfs árs bið núna." Ólafur segir það miður, að biðtími sé svo langur, því sú meðferð sem beitt er hafi í flestum tilfellum skil- að góðum árangri. „Við höfum feng- ið góð viðbrögð frá foreldrum og skólum þar sem í flestum tilvikum er hægt að snúa þróuninni til betri vegar. Við höfum hins vegar átt í erfiðleikum með að fylgja þessum málum nógu vel eftir. í sumum til- vikum myndum við vilja að aðrir tækju það að sér eins og heilsugæsl- an, skólasálfræðingar eða sérfræð- ingar á stofum." Hann segir að oft séu mörkin á milli úrræða og greiningar ekki al- veg skýr. Greining geti í sjálfu sér verið hluti af meðferð. „Það að greina vandann og upplýsa foreldra um hvernig hann liggur, hvað þeir geta gert barninu til stuðnings eins og að breyta aðstæðum barnsins hefur oft mikið lækningagildi. Þetta nægir sumum. Vandamálið er að biðin er löng, hvort sem verið er að tala um hjá skólasálfræðingum eða hér á BUGL til dæmis." Afköstin hafa aukist Hann segir að þrátt fyrir að bið- tíminn hafi lengst hafi afköstin aukist og þá aðallega með breyttu vinnulagi. Það sýni sig í auknum fjölda sjúklinga á göngudeild, fleiri innlögnum og styttri legutíma. „Við erum með þrjár legudeildir; íegudeild barna með fimm pláss- um, framhaldsdeild á Kleifarvegi þar sem eru sex pláss og unglinga- geðdeild hér þar sem eru sjö pláss." Ólafur tekur fram að vegna þess að BUGL sé ekki í beinum tengsl- um við annan sjúkrahússrekstur sé mjög erfitt að taka bráðainnlagnir utan skrifstofutíma. „Deildin hér er lítil og blönduð og alla stoðþjónustu vantar. Hér eru að öllu jöfnu ekki hjúkrunarfræðingar á nóttunni og læknar eru aðeins á bakvakt. Það að taka inn ungling sem er mjög veik- ur, hugsanlega í sjálfsvígshættu eða búinn að taka inn einhver vímuefni, þýðir að það þarf að vaka mjög vel yfir honum fyrst eftir innlögn. Það væri auðveldara um vik, ef við vær- 1P « I I •¥
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.