Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 39 I MINNINGAR i i i i i 4 legri byggð. Ég fagna því að hafa kynnst Jóhanni á Sauðárkróki árið 1979 og átt saman góða rabbfundi um landsins gagn og nauðsynjar og fengið að hlýða á frásagnir hans úr Flatey. Móðurafi minn, Sigurður Hólmsteinn Jónsson, var Flateying- ur og þekktust fjölskyldur afa og Jóhanns vel og eins og gengur var mikill samgangur í litlu samfélagi. Breiðfirðingar sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni hafa verið dugnaðar- fólk og alltaf brugðið fyrir kímni og örlítilli stríðni í fari þeirra. Alltaf þegar fundum okkar Jóhanns bar saman var slegið á létta strengi og gert góðlátlegt grín að mannlífinu. Nokkrum sinnum áttum við saman spjall á þýzku svona til þess að liðka tungumálakunnáttuna og var Jó- hann vel mælandi á þeirri tungu og hafði mikið dálæti á dugnaði og eljusemi Þjóðverja. Það er auðvitað þannig að þeir sem sjálfir eru dug- andi og eljusamir dá oft þá eigin- leika hjá öðrum. Með þessum orðum kveð ég Jó- hann Salberg með söknuði og votta öllum aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Þegar Jóhann Salberg er allur, get ég ekki látið hjá líða að minnast hans með nokkrum orðum. Við vor- um kunningjar í nokkur ár, eða síð- an hann fluttist, ásamt konu sinni, í nágrenni við mig í höfuðstað íands- ins. Jóhanns Salbergs heyrði ég fyrst getið er ráðið var að hann tæki við sýslumannsembætti í Skagafjarðar- sýslu haustið 1957. Þá var ég í burt- búningi úr Fljótum eftir þriggja ára dvöl þar sem skólastjóri. Það mun hafa verið Hermann Jónsson, hreppstjóri á Ysta-Mói, sem tjáði mér þetta og lýsti hann ánægju sinni með þessa ráðstöfun. Þeir voru nefnilega kunnugir frá fyrri tíð, báðir úr Barðastrandarsýslu, Hermann frá Bíldudal en Jóhann Salberg úr Flatey á Breiðafirði. Þá var Sigurður Sigurðsson frá Vigur að ljúka ferli sínum sem yfirvald Skagfirðinga, eftir aldarþriðjungs sýsluvöld. Jóhann Salberg sat óvenju lengi sem sýslumaður, eða í samtals 44 ár. Nýutskrifuðum lög- fræðingi var honum veitt Stranda- sýsla, og sat á Hólmavík í 19 ár. Þetta var alþjóð kunnugt. Hann gegndi einnig margvíslegum og mikilverðum trúnaðarstörfum á heimaslóðum. Gaman var að blanda geði við Jó- hann Salberg á heimili hans. Marga stundina sátum við og röbbuðum saman, um leið og við dreyptum á ginger ale eða engiferöli. Það er góður drykkur. Meira var þó vert um létt rabb húsbóndans, sem kunni frá mörgu að segja. Vel kunni hann að meta vel gerðar vísur og skrýtlur úr hinu daglega lífi. Við fætur okkar á gólfi var útbreitt skinn af sebradýri. Þau hjón voru víðreist, og áttu ýmsa hluti úr ferð- um sínum. Að lokum vil ég þakka fyrir ágæt og ógleymanleg kynni, og votta að- standendum Jóhanns Salbergs sam- úð við burtför hans af þessum heimi. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrum skólastjóri. Formáh minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÚNAR H. GUÐBJÖRNSDÓTTUR f rá Arney, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Björg ívarsdóttir Helga fvarsdóttir, Örlygur fvarsson, Bryndís Þorvaldsdóttir, Brynjar G. fvarsson, Halldóra G. Karvelsdóttir, Leifur fvarsson, Jónfna S. Þorgeirsdóttir, Svala fvarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og bamabarnabarnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, sonur, fóstursonur og bróðir, KJARTAN BALDURSSON, Skógarási 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 30. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð hjúkrunarþjón- ustu Karitas. Ásdís Emilía Björgvinsdóttir, Snorri Örn Kristinsson, Guðrún Rósa Sigurðardóttir, Hjörtur Magnús Guðmundsson og systkini. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HILDIGUNNAR ENGILBERTSDÓTTUR, Brekkubraut 23, Akranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og öðru starfsfólki á deild B-6 Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir frábæra umönnun og hlýlegt viðmót. Ásgeir Samúelsson, Þórunn Ásgeirsdóttir, Gunnar L. Stefánsson, Einar Ásgeirsson, Helga Jónsdóttir, Hrönn Ásgeirsdóttir, Svavar S. Guðmundsson, Svandís Ásgeirsdóttir, Sigurbjörn Guðmundsson og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, EINARS LONG BERGSVEINSSONAR Hjallalundi 3c, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á FSA sem önnuðust hann. Anna Guðbjörg Sigfúsdóttir, Guðbjðrg Guðmundsdóttir, Sigurður K. Einarsson, Þorgerður Einarsdóttir, Valdís Vera Einarsdóttir, Óskar Long Einarsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS JÓNSSONAR fyrrverandi forstjóra, Þiljuvöllum 30, Neskaupstað. Sigríður Vigfúsdóttir, Guðný Óskarsdóttir, Einar Jóhannsson, Örn Óskarsson, Ólöf Þórarinsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Guðmundur Guðbjartsson, Svanhildur Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnaböm. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför FRIÐRIKS VILHJÁLMSSONAR netagerðarmeistara, Klapparstíg 1, Reykjavík. Starfsfólki á deild G-2, Hrafnistu, Reykjavík, eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og elskulegheit. Þóranna Stefánsdóttir. + Þókkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útfór GARÐARS STEFÁNSSONAR, Ægisbraut 11, Blönduósi. Guðlaug Sigurðardóttir, Æsgerður Garðarsdóttir, Júlíus Arnórsson, Ingibjörg Garðarsdóttir, Bjarni Björnsson, Þorbjörg Garðarsdóttir, Gísli Þétursson, Stefanfa Garðarsdóttir, Þormar Kristjánsson, bamabörn og bamabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og þlóma- sendingar við andlát og útfór elskulegrar eig- inkonu minnar og dóttur okkar, HULDU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hátúni 12, Reykjavik. Heiðar Þórðarson, Sigfríð Valdimarsdóttir, Guðmundur Einarsson. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELSU H0JGAARD EINARSDÓTTUR, Hamrahlfð 32, Vopnafirði. Páll Jónsson, Einar Ólafur Einarsson, Heimir Kristinsson, Einar Ólafur Sigurjónsson, Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, Kristinn Jón Einarsson, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Viðar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrír samúð, hlýhug, vináttu og blómasendingar við andlát og útför eigin- manns míns, GUNNARS SIGMARS SIGURJÓNSSONAR, frá Skefilsstöðum á Skaga, Vfðilundi 24, Akureyri. Guð þlessi ykkur öll. Kristrún Anna Finnsdóttir. + Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ÖNNU L. RIST. Lena Margret Rist og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.