Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 28. MAEZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Liðin eru 90 ár frá því að Safnahúsið gamla við Hverfísgötu var opnað almenningi ÚR lestrarsal Safnahússins 1908. Myndin er tekin áður en salurinn var búinn húsgögnum og bókum komið fyrir. Verið er að setja innri gluggafög á sinn stað. Ekki er vitað hver Ijósmyndarinn var og ekki hafa verið borin kennsl á verkafólkið á myndinni. Hún kom í leitirnar í Danmörku fyrir nokkrum vikum. AMORGUN, mánudag 29. mars, opnar Davíð Odds- son forsætisráðherra vef- síður á netinu þar sem unnt verður að fræðast um fyrir- hugaða starfsemi í Þjóðmenning- arhúsinu svonefnda, Safnahúsinu gamla við Hverfisgötu. Jafnframt kemur út kynningarbæklingur um húsið. Þennan dag eru nákvæm- lega 90 ár liðin frá því að starfsemi hófst í húsinu með því að Lands- bókasafnið, Forngripasafhið og Náttúrugripasafnið voru opnuð al- menningi. Tveimur dögum síðar, 1. apríl 1909, var Landsskjalasafnið opnað. ÖU eru söfnin nú fiutt úr húsinu. Hinn 20. apríl á næsta ári, árið 2000, verður það opnað að nýju sem sýningar- og fundarhús, vettvangur ýmiss konar funda, op- inberra athafna og listviðburða en einkum þó kynningar á íslenskri sögu og menningararfi. Byggt fyrír tvö söfn Safnahúsið var byggt fyrir Landsbókasafn íslands og Lands- skjalasafnið (Þjóðskjalasafn ís- lands) á árunum 1906 til 1908. Sök- um húsnæðisvandræða var tveim- ur öðrum söfnum, Forngripasafn- inu (Þjóðminjasafni íslands) og Náttúrugripasafninu, einnig feng- inn staður í húsinu en það átti að vera tímabundið. I húsinu voru því um árabil undir einu þaki allir helstu dýrgripir íslensku þjóðar- innar; þar voru prentuð rit frá upphafi prentlistar á íslandi, skinnhandrit frá miðöldum, opin- ber skjöl sem varðveist höfðu inn- anlands, forngripir og fágætir náttúrugripir. Vegna starfseminnar fékk húsið fijótlega nafnið Safnahúsið, þótt það héti það aldrei formlega. Fyrr á árum gekk það líka undir nöfn- um eins og Menntabúrið, Þjóð- menntahúsið og Bókhlaðan og oft hefur það verið nefnt Landsbóka- safnshúsið. Frumkvæði Hannesar Hafstein Helsti frumkvöðull að bygg- ingu hússins var Hannes Hafstein ráðherra íslands. Fyrir forgöngu hans samþykkti Alþingi 1905 að stofna opinberan byggingarsjóð í því skyni aðallega að byggja yfir söfn landsins. Var fjár aflað með sölu verðmætrar ríkisjarðar, Arnarhóls í Reykjavík. I bygg- ingarnefnd sem Alþingi kaus sátu Jón Jacobson landsbókavörður, Guðmundur Björnsson landlækn- ir og Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri. Hannes Hafstein valdi danskan arkitekt, Johannes Magdahl Niel- sen, til að teikna húsið. Magdahl Allir dýrgripir þjóðarinnar voru undir einu þaki Á morgun eru 90 ár liðin frá sagnfræðingur, sem er for- því að Safnahúsið gamla við stöðumaður hússins, stuttlega Hverfísgötu var opnað almenn- frá sögu hússins og birtir ingi. I tilefni af því segir tvær ljósmyndir Guðmundur Magnússon sem ekki hafa sést áður. SAFNAHÚSIÐ við Hverfisgötu 1908 eða 1909. Myndina tók Magnús Ólafsson rétt eftir að smíði húss- ins lauk en áður en það var málað. Myndin hefur ekki varðveist í Ijósmyndasafni Magnúsar hér á landi, en kom í leitirnar í Danmörku fyrir nokkrum vikum. Nielsen hafði getið sér gott orð í Danmörku og m.a. stjórnað ný- byggingu Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Hann leysti verkið af mikilli kostgæfni eins og Safnahúsið ber vott um. Sjálfur kom hann aldrei til íslands en um- sjónarmaður byggingarinnar fyrir hans hönd var starfsbróðir hans Frederick Kiörboe sem hér dvaldi í þrjú ár. Teiknaði hann húsgögnin sem enn eru í Safnahúsinu. Enn- fremur teiknaði Kiörboe meðan hann dvaldi hér Kringluna svo- nefndu, viðbygginguna við Alþing- ishúsið. Landsbókasafnið og Þjóðskjala- safnið fengu upphaflega um það bil þriðjung hússins hvort-til afnota. Að auki fékk Landsbókasafnið lestrarsalinn í miðrými hússins. Þjóðminjasafnið fékk rishæðina og var þar fram til ársloka 1950 er flutt var í núverandi hús við Suður- götu. Var bókum og skjölum þá komið fyrir á hæðinni. Náttúru- gripasafnið var á 1. hæð hússins. Þegar safhið flutti út haustið 1960 var húsnæðið fengið handritadeild Landsbókasafns og Handritastofn- un íslands (fyrirrennara Stofnunar Arna Magnússonar) til notkunar. Landsbókasafnið flutti í Þjóðar- bókhlöðuna í árslok 1994 en geymdi bækur á Hverfisgötunni fram til ársloka 1998. Um sama leyti flutti Þjóðskjalasafnið endan- lega í framtíðarhúsnæði sitt að Laugavegi 162. íslensk smíði Safnahúsið hefur löngum verið talið eitt af fegurstu húsum á ís- landi. Fer ekki milli mála að mikil alúð hefur verið lögð í hönnun þess, innan dyra sem utan. Hið sama má segja um smíði hússins. Verkið önnuðust íslenskir iðnaðar- menn að mestu og ber það þeim lofsverðan vitnisburð. Húsið reisti Trésmíðafélagið Völundur undir forystu Guðmundar Jakobssonar. Fyrir steinsmíðinni stóð Guðjón Gamalíelsson, fyrir trésmíðinni Helgi Tordersen og járnsmíðinni Páll Magnússon. Innanstokksmuni flesta smíðaði Jón Halldórsson, en tréskurð annaðist Stefán Eiríks- son. Teikningar Magdahls Nielsens voru tilbúnar sumarið 1906. Horn- steinn hússins var lagður 23. sept- ember sama ár, á ártíðardegi Snorra Sturlusonar. Á hann er letrað „Mennt er máttur". Smíði hússins gekk hratt og vel fyrir sig. Haustið 1907 var húsið orðið fokhelt og ári síðar fluttu söfnin inn. Veturinn 1908 til 1909 var bókum, skjölum, forngripum og náttúrugripum komið fyrir í geymslum og sýningarsölum og húsið, sem fyrr segir, opnað í lok mars 1909. Utan á gafla og hliðar hússins eru letruð nöfn átta íslenskra bók- menntaskörunga, ásamt fæðingar- og dánarárum þeirra, þeir eru: Ari Þorgilsson, Snorri Sturluson, Guð- brandur Þorláksson, Hallgrímur Pétursson, Jón Halldórsson, Egg- ert Olafsson, Jón Espólín og Sveinbjörn Egilsson. Það var byggingarnefnd hússins sem valdi nöfnin í samráði við Hannes Haf- stein. Hann hafði frá upphafi séð fyrir sér að helstu stórmenna ís- lenskrar menningarsögu yrði með einhverjum hætti minnst í húsinu. Dyraumgjörð Safnahússins er úr graníti og yfir dyrunum er höggv- inn fálkaskjöldur með kórónu, sem á byggingartíma hússins og fram til 1918 var ríkismerki ís- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.