Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 37
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 37 1 MINNINGAR HELGIG. INGÓLFSSON + Helgi Guðmund- ur Ingólfsson var fæddur í Gr- indavík 22. septem- ber 1935. Hann lést á heimili sínu í Reykjavflt 18. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingólfur Sigurðs- son, f. 23.5. 1913, d. 28.9. 1979, vélstjóri og síðar bifreiða- stjóri á Akranesi, og kona hans, Soff- ía Jónfríður Guð- mundsdóttir, f. 23.6. 1916, nú vistmaður á sjúkrahúsi Akraness. Systkini Helga eru Magnús Davíð, f. 11.1. 1937, matsveinn, Erla Svanhildur, f. 4.4. 1938, matráðskona, Krist- ján Árni, f. 12.12. 1941, bifvéla- virkjameistari, Steinunn Sigríð- ur, f. 29.12. 1944, bókasafns- fræðingur, Sigurður Björn, f. 8.2. 1950, verkamaður, og Guð- björt Guðjóna, f. 13.8. 1953, húsmóðir. Hinn 9. október 1964 kvæntist Helgi Jónúiu Þóru Helgadóttur, f. 16.7. 1946, d. 15.9. 1992, hús- móður. Hún var dóttir Helga Gestssonar, trésmiðs fráKoIls- vík, og konu hans, Sigríðar Ing- veldar Brynjólfsdóttur frá Þingeyri. Helgi og Jónína slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur Helgi, f 17.7. 1964, mat- reiðslumeistari á Akureyri, kvæntur Vordísi Baldurs- dóttur og eru börn þeirra Jónína Sæ- unn, f. 23.5. 1990, og Baldur Már, f. 11.8. 1991. 2) Sig- urður Helgi, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 27.6. 1966, kvæntur Ra- kel Haraldsdóttur. Þeirra börn eru Nína Rún, f. 8.12. 1995, og Jafet Þór, f. 28.3. 1998. Sonur Sigurðar af fyrra sambandi er Kristófer Dan, f. 31.3. 1988. 3) Harpa, f. 17.6. 1970, lyfjatæknir í Danmörku, sambýiismaður Bogi Kristins- son, sonur þeirra er Kristinn Helgi, f. 18.5. 1995. Helgi fór 13 ára til sjós, fyrst sem háseti og vélstjóri, en síð- ustu þrjátíu árin sem mat- sveinn, nú síðast á frystitogar- anum Vigra. Heigi hætti sjó- mennsku fyrir rúmu ári vegna yeikinda sinna. Útför Helga fer fram frá Há- teigskirkju á morgun, mánu- daginn 29. mars, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Vinur minn, Helgi Ingólfsson, er fallmn í valinn í sinni síðustu orrustu. Áður hafði hann marga hildi háð og jafnan gengið af velli sem sigur- vegari, en í þetta sinn var glíman bæði snörp og ójöfn. Vinátta okkar Helga spannaði næstum hálfa öld er ég óharðnaður unglingur fluttíst á Akranes frá Akureyri árið 1953. Fjölskylda Helga var ein sú fyrsta sem ég kynntist og var mér tekið opnum örmum frá fyrstu tíð. Margt var brallað á þessum fyrstu árum á Skaga, en fljótlega tók alvar- an við. Helgi fór ungur á sjóinn en ég vann í landi svo oft var vík milli vina en jafnan urðu fagnaðarfundir er við hittumst. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að Helgi verði þeim minnis- stæður er honum kynntust, svo lit- ríkur persónuleiki sem hann var. Honum var nánast ekkert óviðkom- andi. Hann hafði skoðun á öllu, hvort sem það var pólitík (en þar var hann ævinlega í essinu sínu) eða ein lítil saga úr hversdagslífinu. Helgi var víðlesinn og tók jafnan með sér bókastafla á sjóinn. Voru það bæði fagurbókmenntir og ævi- sögur og allt þar á milli. Ég kveð Helga vin minn og sakna vinar í stað. Um leið og ég þakka honum samfylgdina sendi ég börnum hans, aldraðri móður og systkinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Siguróli Jóhannsson. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur en við munum varðveita allar góðu minningarnar um þær góðu stundir sem við áttum saman. Við munum alltaf muna jólin sem þú varst hjá okkur á Akureyri og þegar þú keyrð- ir norður til að vera hjá okkur á af- mælunum okkar, hvað það var gam- an. Einnig munum við ætíð minnst allra stundanna sem við áttum sam- an í sumarbústaðnum við Vestur- hópsvatn. Sérstaklega er okkur ofar- lega í huga ferðin í haust þegar við vorum saman pabbi, Siggi, Krissi og við þrjú, hvað það var gaman. Elsku afi, þú sem varst alltaf svo góður við okkur, varst alltaf að gefa okkur eitthvað fallegt, nú ertu far- inn, horfinn okkur að eilífu en við munum ætíð minnast þín. Þó að kali heitur hver, hyljidalijökullber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Jónína og Baldur. Afi, mér þótti þú svo góður og skemmtilegur og fannst alltaf gaman að vera með þér. Mér þykir mjög vænt um þig. Guð blessi þig. Þótt líkami falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar guðs miskunnarkraftur af moldu að vekja hann aftur. (Stef.Thor.) Kristófer Dan Sigurðsson. Elsku afi, þú varst alltaf svo góður við okkur. Þú gafst okkur svo oft ís þegar við komum til þín í heimsókn. Nú ert þú ekki lengur lasinn. Guð og englarnir passa þig núna. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka látta mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét) Kristinn Helgi, Nína Rún og Jafet Þór. GUÐRUN HJARTARDÓTTIR + Guðrún Hjart- ardóttir var fædd á Litla Fjalli í Borgarhreppi 6. janúar 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hjörtur Þorvarðar- son bóndi, f. 22.11. 1876, d. 4.6. 1937, og kona hans Pálm- ína Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 26.3. 1890, d. 6.5. 1976. Guðrún var fimmta í röð- inni af sjö systkinum, en tvö þeirra létust á fyrsta aldursári. Eftirlifandi systkini Guðrúnar eru Anna Pálmey, Þuríður Hugborg, Guð- mundur Tómas og Emil. Guðrún eignaðist eina dóttur, Fjólu Guðrúnu Friðriks- dóttur, og er eigin- maður hennar Har- aldur Jóhannsson. Þau eiga tvö börn, Guðrúnu Eddu og Jóhann Friðrik. Útför Guðrúnar fer fram frá Selljarnarneskirkju á morgun mánudaginn 29. mars og hefst athöfnin klukkan 15. 4 Elsku amma mín, nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Það var erfitt að fá þau skilaboð að þú værir farin frá okkur. Það er svo skrítið að það er sama hversu mikið kveðjustundin er undirbúin maður samt aldrei til- búinn. Það er allt svo tómt, en við reynum að hugga okkur við það að núna líður þér betur og þér verður vel tekið af gömlum vinum. Við munum ávallt bera í hjarta okkar minningarnar um allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Þær voru ófáar, það var alltaf jafn gott og gaman að koma í heimsókn til þín. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín mikið og við viljum kveðja þig með sálmunum sem þú kenndir okkur og við fórum alltaf með saman þegar við sváfum hjá þér. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái' að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (P. Jónsson) Guðrún Edda og Jóhann Friðrik. Það er komið að leiðarlokum, hún Guðrún Hjartardóttir var ekki bara ömmusystir mín, heldur var hún alltaf hún Gunna frænka, stór hlutí af minningum æskuáranna. Hún var alla tíð glæsileg kona. Fágun, virðuleiki, tryggð og festa voru ein- kenni hennar, hún var samkvæm sjálfri sér í öllu. Ekki er hægt að hugsa um Gunnu frænku eina, í huganum voru þær alltaf tvær, hún og Fjóla, einkadóttir og lífsgeislinn hennar. Hún var alltaf heimsótt á barna- heimilið í Rauðhólum 17. júní, þar sem hún var forstöðukona í mörg sumur, en á vetrum prjónaði hún lopapeysur og sinnti uppeldi dóttur sinnar. Síðar vorum við mamma vanar að koma við í Skaftahlíðinni eða í Grænmetinu og fá kaffi, en þar vann hún sem matráðskona til margra ára. Minningin er skýr um sunnudag- ana eftir að hún tók bílpróf og keypti sér bfl. Þær mæðgur komu akandi heim í Akrakot, hún með prjónana og Fjóla með dúkkurnar. Gunna frænka var á undan sinni samtíð, sjálfstæð, pólitísk og mikil jafnréttiskona, sem var ekki al- gengt að konur af hennar kynslóð væru. En hún var alltaf í nútíman- um og að tala við Gunnu frænku var ekki að tala við konu sem var eldri en ég, heldur við konu með mikla lífsþekkingu, þar sem hógværð og æðruleysi voru leiðandi í ráðum hennar. Upp í hugann, sem leitar aftur í tímann, koma eingöngu fram bjart- ar og fallegar minningar um þig, kæra frænka. Þitt líf var fallegt. Þú varst umvafin ást dóttur þinnar, hennar Fjólu, og síðar Halla tengdasonar þíns og elsku barna þeirra, Guðrúnar Eddu og Jóhanns Friðriks, sem ég og fjölskylda mín vottum samúð okkar. Þú varst til- búin að verða sótt, eins og þú sagð- ir. Blessuð sé minning þín. Júlíana (lIlhi) frænka. ¦*. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SIGURJÓNSSON frá Stórólfshvoli, Gljúfraseli 11, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 26. mars. Kristín Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og fóst- urfaðir, JÓHANN G. ÞORVALDSSON, Seljabraut 40, Reykjavík, er andaðist á Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 23. mars, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 29. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Samtök lungnasjúklinga. Lovísa Guðmundsdóttir, Jóhanna Helga Jóhannsdóttir, Elín María Jóhannsdóttir, Arna Björg Jóhannsdóttir, Guðmundur Þór Ámundason. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRfÐUR KJARTANSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 18. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Jónatan Kristleifsson. + wBmjím, ¦¦¦¦¦¦ H^:i 1 Bróðir okkar, ERLENDUR ÓSKAR GUÐLAUGSSON, -i* Frakkastíg 26, _ verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðju-daginn 30. mars kl. 10.30. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Elín Guðlaugsdóttir Han Guðrún Guðlaugsdóttir. íam, t Elsku móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HJARTARDOTTIR, Skaftahlíð 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju á morgun, mánudaginn 29. mars, kl. 15.00. Fjóla Guðrún Fríðriksdóttir, Haraldur Jóhannsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Haraldsson. t Ástkær móðir okkar, GUÐLAUG SÆMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Kársnesbraut 127, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu- daginn 29. mars kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja, Oddný Erla Sadowinski, Rut Ollý Sigurbjörnsdóttir. ¥
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.