Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Prodi: Stefna til að fylgja eða mál til að leysa? Kröfurnar til hins verðandi formanns framkvæmdanefndar ESB eru ofur- mannlegar. En spurning er ekki aðeins hvort Romano Prodi sé ofurmenni, heldur hvort ESB fínni stefnumið, segir ________Sigrún Davíðsdóttir.________ „UTNEFNING.Prodis hreif eng- an, en það var heldur enginn sér- lega ergilegur yfir henni," skrifaði ítalska blaðið II manifesto, meðan La Repubblica var heldur há- stemmdara og skrifaði: „Evrópa hyllir Prodi." „Þetta er sögulegt tækifæri, sem ekki má glatast," sagði Massimo D'Alema, forsætis- ráðherra ítala, sem í október var fyrstur til að stinga upp á Romano Prodi sem formanni framkvæmda- stjórnar ESB. Alvaran að baki til- nefningu D'Alema er umdeild og heima fyrir er álitið að D'Alema hafi verið að koma - hættulegum andstæðingi frá. En ítölum finnst líka tími til kominn að þeirra mað- ur setjist í stólinn, þar sem enginn ftali hefur setið síðan Franco Maria Malfatti sat 1970-72, á þeim árum þegar fæstir vissu af emb- ættinu. „Ofurmenni og dýrðlingur" voru eiginleikarnir, sem þegar í vetur var sagt að næsti formaður fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins þyrfti að hafa til að bera. Eftir afsögn framkvæmdastjórnarinnar nýlega vegna spillingarmála eru kröfurnar til Prodi enn meiri. Jafn- framt voru kröfur á hendur forsæt- isráðherra ESB-landanna um að vera snöggir að tilnefha nýjan for- mann og það tók þá aðeins tæpa klukkustund á koma sér saman um Prodi, sem auk mannkosta var á lausu. En ný framkvæmdastjórn verður varla tilbúin fyrr en í júlí, þó mörgum þyki óbærilegt að á meðan sitji lömuð framkvæmdastjórn, sem ekki geti sinnt stórmálum eins og hörðum viðskiptadeilum við Banda- ríkin. Iðulega er nefnt að Prodi hafi tekist það kraftaverk að koma ítöl- um í Efnahags- og myntsamband Evrópu, EMU. Þó má einnig efast um dugnað Prodis, en vandi hans verður líka að stefna ESB er óklár í ýmsum meginmálum. Prodi verður sextugur í sumar, er hagfræðiprófessor í Bologna, fædd- ur á Norður-ítalíu, yngstur níu systkina. Hann lærði í Mílanó og í London School of Economics og tal- ar því góða ensku, sem er sjaldgæft meðal ítala af eldri kynslóðinni. Hann er kaþólskur miðjumaður og þó hann hafi komið inn í ítölsk stjórnmál eins og afl utan frá gamla kerfínu er það þó ekki alveg rétt. Hann var iðnaðarráðherra í fimm mánuði 1978-79 í stjórn Giulio Andreottis og framkvæmdastjóri Iri 1982-89 og aftur 1993, eignar- haldsfélags ríkisins á ýmsum ríkis- fyrirtækjum, sem með einkavæð- ingu undanfarin ár er verið að reyna að leysa upp. Hann býr í Bologna ásamt Flaviu konu sinni, þau eiga tvö uppkomin börn. I Bologna hjólar fólk og þá einnig Prodi. Þegar vinstrivængurinn ítalski fór að freista endurskipulagningar eftir evrópsk og ítölsk umbrot upp úr 1990 var Prodi fenginn til að vera í forystu fyrir Ólífuhreyfingunni, samstarfi mið- og vinstriflokka, og varð forsætisráðherra eftir kosn- ingar vorið 1996. En Massimo D'Alema, formaður stærsta vinstri- flokksins, sem stefnir á að verða breiður vinstri- og miðflokkur í lík- ingu við breska Verkamannaflokk- inn, náði völdum í haust eftir stjórn- arkreppu. Prodi áleit að stefndi í kosningar er Ólífuhreyfingin ætti góða möguleika á að vinna og leyndi ekki biturð sinni yfir bragði D'Alema. Kraftaverkamaður eða hagræðingarmaður? Prodi kom ítölum í EMU. En sagan af stjórnartíma Prodis er ekki eingöngu saga sigra. ítölum var í mun að verða viðurkenndir sem kjarnaþjóð í Evrópu og komast að í EMU. Viljinn var óbilandi, en leiðin óljós. Eftir að hafa fyrst reynt Reuters PRODI ræðir við blaðamenn. Honum á vinstri hönd er kona hans, Flavia. árangurslaust að fá Spánverja í lið með sér til að slaka á aðildarkröf- um, varð hann að snúast á hæl og fylgja kröfunum. Aðildinni náði hann ekki með uppskurði á ríkisfjármálunum, frek- ar en aðrar þjóðir, heldur seldi rík- iseignir og skattaði sig í EMU- markið. Eftir lágu óleyst mál eins og uppskurður á eftirlaunakerfinu, vanþróun Suður-ftalíu og stjórnar- skrárbreytingar til að rífa upp kjöl- festu gamla flokkakerfisins. ítalir geta efast um að Prodi sé kraftaverkamaður, en honum tókst að hagræða ýmsu og hann þykir lip- ur samningamaður, sem vísast er ómissandi kostur í formannsstóln- um nú. Yfirbragð hans er ekki yfir- bragð hins sleipa og þaulvana stjórnmálamanns. Hann er mjúkur og manneskjulegur, talar ekki í slagorðum, heldur í útskýrandi orð- um háskólamannsins, sem ekki passa inn í stutt fréttaskot. Hann virðist hugsa um leið og hann talar. Yfirbragð hans er ögn klaufalegt, sem ítalskir skopteiknarar nýta sér til hins ýtrasta. Hann brosir og hlær, en getur líka reiðst, er vina- legur og alþýðlegur. ESB: Seglum hagað eftir vindi þjóðríkjanna Fyrir ítali var EMU-takmarkið skýrt. Hvert Prodi á að koma ESB er öllu óljósara, því þar eru fimmtán óskir í hverju máli og hagsmunir fimmtán landa, en dýpra á heildar- hagsmunum Evrópu. Kjarninn í átökunum um fram- kvæmdanefndina nú og um öll önn- ur skipulagsmál er áratuga innri valdatogstreita í ESB milli þriggja aðila. Ráðherraráðið, skipað ráð- herrum landanna fimmtán, hefur lagasetningarvald er það deilir með þinginu og framkvæmdavald er það deilir með framkvæmdanefndinni. Þingið hefur flókið lagasetningar- og umsagnarhlutverk er styrkist með Amsterdam-sáttmálanum sem gengur í gildi á árinu. Fram- kvæmdanefndin hefur tillögurétt, er í mörgum tilvikum framkvæmdaað- ili og stýrir embættismannakerfinu. Atburðirnir undanfarið og Am- sterdam-sáttmálinn hafa styrkt þingið, en kraftur nefndarinnar hef- ur aldrei verið sá sami eftir að Jacques Santer tók við af nafna sín- um Delors. En það er einföldun að álíta að þetta ráðist af einstakling- um. í þjóðríkjunum vex mörgum í augum valdastreymið til Brussel og þá einkum til framkvæmdanefndar- innar. Farvegur valds þjóðrfkjanna annars vegar og yfirþjóðlegs valds ESB á eftir að verða ásteytingar- steinn um mörg ókomin ár. Samfléttaður þessu er lýðræðis- hallinn í ESB. Þó einkum norrænir stjórnmálamenn kvarti undan hon- um er hann engin tilviljun. Meðan þeir vilja ekki evrópskt sambands- ríki með kosinni stjórn og kosnu þingi með hliðstæðum skyldum og þjóðþing er erfitt að feta einstigið milli lýðræðislegra kjörinna for- svara og útnefndra. Það er einfalt að tala um „Evrópu þjóðanna" og „Evrópu svæðanna", en erfiðara að framkvæma slíka hugarsmíð á lýð- ræðislegan hátt. Væntanleg útnefning nýrrar framkvæmdastjórnar mun enn á ný leiða í ljós togstreitu þjóðarhags- muna og Evrópuhagsmuna. Þjóð- irnar tilnefna ekki endilega þá sem þeir álíta besta í þágu evrópskra hagsmuna, heldur þá, sem mega missa sín í heimastjórnmálunum. Þetta loðir einnig við Prodi. Með stækkun ESB mun tog- streita ríkrar og fátækrar Evrópu bætast við. Þjóðartekjur á mann í umsóknarlöndunum eru vel innan við helmingur þeirra evrópsku og skýrir af hverju stækkunaráhugi landanna fimmtán er ljóslega meiri í orði en á borði. Þýska stjórnin, sem talar fjálglega um stækkun hefur sett evrópskt varnarbandalag á oddinn, nú þegar EMU sé komið í gegn. „Hvern á ég að hringja í ef mig vantar að tala við Evrópu?" spurði Henry Kissinger, fyrrver- andi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, eitt sinn. Nú stendur til að til- nefna mann til að taka símann, en hvaða myndugleik hann fær er enn óljóst og eins hver hann verður. Þó ESB og Bandaríkin eigi sam- eiginlegra hagsmuna að gæta ber meira á deiluefnunum þessa mánuð- ina. Bananakvótar ESB og reglur um flugvélabúnað, hormónakjöt og genabreytt matvæli eru í banda- rískum augum verslunartálmanir í andstöðu við reglur Alþjóða versl- unarsamtakanna, WTO. Því varar Sir Leon Brittan, sem farið hefur með þessi mál í framkvæmdastjórn- inni, við,tómarúminu í kjölfar falls framkvæmdastjórnarinnar. Vestan- hafs verður Brittan saknað, því sög- ur herma að það eina sem gerði Clinton Bandaríkjaforseta bærilegt að hlusta á rök ESB var breskur hástéttarframburður Brittans á orðinu „bananar". ESB-sinnar benda á að með EMU hafi ESB sýnt sig megnugt að taka viðamiklar ákvarðanir. Gagnrýnendurnir benda á að EMU sé aðeins nauðsynleg viðbrögð við alþjóðavæðingu. ESB eigi enn eftir að sýna stefnumótun á eigin for- sendum. Og undir hinu pólitíska kerfi ólgar spurningin um nauðsyn Evrópusamrunans. Almenningur í Evrópu hefur undanfarin ár mátt þola niðurskurð í heilögu nafni sam- runans, meðan Bandaríkjamenn eru komnir á níunda hagvaxtar- og vel- megunarárið í röð, sem er met. Þegar Prodi vék úr forsætisráð- herrastól í haust skrifaði franska blaðið Le Monde: „Prodi gerði ftala trúverðuga á nýjan leik og færði landinu alþjóðlegan ljóma." Ef Prodi gæti nú gert hið sama fyrir ESB sannaði hann sig sem krafta- verkamaður. En með fimmtán þjóð- arleiðtoga, sem haga seglum eftir vindi þjóðríkjanna en stýra ekki eft- ir evrópskum áttavita, gæti reynst erfitt að hitta á kraftaverkin. Endurskoðun fjármála ESB á leiðtogafundinum í Berlín Sparnaðurinn of lítill LEIÐTOGAR Evrópusambands- ríkjanna fimmtán eru fegnir að hafa loks náð einhverju samkomu- lagi um hina svokölluðu „Dagskrá 2000", það er endurskoðaðan fjár- hagsramma sambandsins fyrir næstu sjö árin. Með þeim endurbót- um sem ákveðnar voru á landbún- aðarkerfinu var ætlunin að búa í haginn fyrir inngöngu nýrra aðild- arríkja í Mið- og Austur-Evrópu, sem öll eru mun fátækari en þau fimmtán sem fyrir eru. En nú þegar eru komnar upp efa- semdir um að nóg sé að gert til að þetta sé mögulegt. Lækkunin sem ákveðin var á viðmiðunarverði land- búnaðarafurða var of lítil og kerf- isumbæturnar í heild of „útvatnað- ar" til að gera landbúnaðarsjóða- kerfið fært um að taka herskara fá- tækra austur-evrópskra bænda upp á sína arma. Þýzka dagblaðið Die Welt hefur eftir samningamönnum Þjóðverja, sem fara með formennsku í ráð- herraráði ESB þetta misserið og stýrðu því viðræðum á leiðtogafund- inum, að „fyrir stækkunina til aust- urs verði að stokka landbúnaðar- kerfið aftur upp". Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, lauk að vísu lofs- orði á þá niðurstöðu sem náðist eftir langar og strangar samningavið- ræður sem lauk ekki fyrr en undir morgun. Hún sé „mjög góður grunnur" að byggja á. En þrátt fyr- ir það, bendir Die Welt á, segir Fischer frekari umbætur nauðsyn- legar. Það sé verkefni næsta for- mennskuríkis. Finnar taka við for- mennskunni um mitt þetta ár. Ka- levi Hemila, landbúnaðarráðherra Finnlands, lét reyndar strax á föstudag svo ummælt, að breyting- arnar gengju of skammt til að þær dygðu til að gera ESB kleift að hleypa Austur-Evrópuríkjunum inn í sambandið. í lokaályktun Berlínarfundarins var kveðið á um, að framkvæmda- stjórn ESB skyldi þegar árið 2002 leggja fram nýjar tillögur um frek- ari sparnað í kerfinu. Þetta er ótví- rætt merki um að leiðtogarnir gerðu sér grein fyrir að of skammt væri gengið að þessu sinni. „Útvötnuð" málamiðlun Þessa „útvötnuðu" málamiðlunar- niðurstöðu má rekja til þess hve miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi fyrir aðildarríkin hvert fyrir sig. Spánverjar til dæmis, sem ásamt Portúgölum, Grikkjum, Suð- ur-ítölum og frum hafa vanizt því að fá háar upphæðir í styrki úr sam- eiginlegum sjóðum sambandsins, beittu þeirri aðferð að segja alltaf „nei" þar til við lá að samningavið- ræðurnar færu út um þúfur. „Eg sagði 'nei' um miðnætti, ég sagði 'nei' kl. tvö e.m. Loks sagði ég 'já' kl. 5:30," sagði José Maria Azn- ar, forsætisráðherra Spánar, að viðræðunum loknum, sáttur við sinn hlut, enda tókst honum að tryggja Spáni áframhaldandi væna styrki, m.a. til uppbyggingar sam- gangna. HELSTU ATRiÐÍ BERLINARSAMKOMULAGSINS Leiðtogar ESB komust undir dögun á föstudag að málamiðlunarsamkomulagi um róttæka uppstokkun fjármála ESB, sem kölluð hefur veríð Dagskrá 2000 ' Eigin tekjur ESB verða áfram að hámarki 1,27% af VLF aðildarlandanna ' Hámarkshlutfall innheimts virðis- aukaskatts, sem rennur til ESB, lækkar í 0,75% árið 2002 og í 0,50% 2004 Korn (200012O02) > 15% lækkun viðmiðunarverðs ' Ræktunarstyrkir hækkaðir um 9 evrur á tonn Nautakjöt og mjólk • 20% lækkun kjötverðs ¦ 15% hækkun mjólkurframleiðslu kvóta fyrir öll aðildarríki (2005 - 2006) Rétturtilviðbótar- mjólkurkvóta (frá2000) Norður-lrland Irland ítalía Spánn Grikkland • Endurgreiðslur Breta haldast óbreyttar, en hagnaður þeirra af lækkun virðis- aukaskattsgreiðslna jafnast út Hlutur Austurrikis, Þýskalands, Hollands og Svíþjóðar í endurgreiðslunum til Breta minnkaðar niður í 25% af fullum hluta Byggðastyrkjakerfið (hlutfall (%) - 2000-2003) Svæði með lágar meðaltekjur á íbúa 69,7% Svæði sem eiga við skipu- lags-og uppbyggingar- vanda að striða 11,5% Atvinnuleysi, starfsþjátfun o.s.frv. 12,3% Sérstakir byggða- styrkir (2000-2003) Skosku hálöndin og eyjamar € 300m Norður-lrtand írland Holland Lissabon Vlðbótarstyrkir (2000-2003) Portúgal Grikkland Iriand Spánn •feSOOni eioom G500m €500m €450m €450m G40m €200m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.