Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 31 „Það er ekki hægt að selja lélegar vörur með auglýsingum. Menn geta látið auglýsingar leiða sig til að kaupa lélega vöru einu sinni, en ekki aftur." „Nei, eiginlega ekki. Pað getur jafnvel auðveldlega komið fagfólki á óvart hve auglýsingar hafa mikil áhrif," segir Hermann með stráks- legt bros á vör. „Auglýsingaherferðir eru skipu- lagðar með það í huga að eftir her- ferðina eigi fólk að hugsa og kaupa inn á ákveðinn hátt. Þegar virkni herferðarinnar er athuguð kemur oft á óvart hve hún liggur nærri upphaflegu áætluninni. En þá verður líka auglýsingin og birting- in að takast vel." Hermann tekur sem dæmi að danska Lottóið, einn viðskiptavina TMP, sjái að með því að auka auglýsingar sínar um ákveðna upphæð skili sú upphæð sér svo og svo margfalt í aukinni sölu þá vikuna. Hið siðræna sjónarmið auglýs- inga er víða til umræðu og um leið reglur fyrir auglýsingamarkaðinn. „Allt sem við gerum er löglegt og við auglýsum aðeins leyfilegar vör- ur," bendir Hermann á. „Við sköp- um frjálsa samkeppni, því neytend- ur velja vörurnar. Danskir neyt- endur geta auk þess snúið sér til neytendaumboðsmanns, ef þeir álíta sig hlunnfarna." En þegar auglýsingum er vísindalega stjórn- að má spyrja hvert val neytenda sé. „Það er ekki hægt að selja lé- legar vörur með auglýsingum. Menn geta látið auglýsingar leiða sig til að kaupa lélega vöru einu sinni, en ekki aftur," fullyrðir Her- mann. „Gæðin skipta máli, ekki að- eins auglýsingarnar." Samspil auglýsinga á Netinu og í fjölmiðlum „Netið á mikla framtíð fyrir sér sem auglýsingamiðill, en það eiga fjölmiðlarnir líka," staðhæfir Her- mann. „Netið mun ekki stela aug- lýsingasenunni, heldur verða sam- hliða fjölmiðlurn eins og dagblöð- um, útvarpi og sjónvarpi." TMP setti í fyrra á stofn netdefld, sem hann álítur hafa verið rétta tíma- setningu. Deildin tekur nú til 40 prósenta af dönskum netauglýsing- um. Að mati Hermanns eru fjölmiðl- ar og Netið ólíkir auglýsingamiðl- ar, er henta til ólíkra auglýsinga. „Fyrir mörg fyrirtæki er mun ódýrara að nota fjölmiðla fremur en Netið. Það er hentugast til markaðsfærslu, þar sem staðið er andspænis neytandanum. Eg álít til dæmis ekki að raðauglýsingar á Netinu eigi eftir að útrýma slfkum auglýsingum í dagblöðunum, held- ur verði samhliða. Margir skoða raðauglýsingar dagblaðanna sér til innblásturs, sem ekki er hægt að gera á sama hátt á Netinu," bendir hann á. „Netið er gott til að leita að ákveðnum hlutum eða til að versla, en það er ekki gott ef fólk hefur ekki áhuga. Fólk leitar yfirleitt á Netinu ef það hefur eitthvað ákveðið í huga. Þess vegna stelur það ekki frá stóru fjölmiðlunum. Dagblöðin munu ekki tapa fyrir Netinu, en dagblöðin verða að hafa sterkar netsíður til að geta boðið upp á fjölbreytta auglýsingabirt- ingu. Morgunblaðið er með ótrú- lega góðar vefsíður og er á réttri leið, en blaðið ætti einnig að setja raðauglýsingar sínar á Netið." Sem dæmi um notkun vefauglýs- inga nefnir Hermann að SAS hafi keypt auglýsingar á öllum dönsk- um netmiðlum í einn sólarhring. Það var því tryggt að allir Danir, sem fóru inn þann sólarhringinn, sáu auglýsingu frá SAS. Það mótar þegar fyrir samruna sjónvarps og vefjarins, vefsjón- varpi, og Hermann er ekki í vafa um að það skiptir ekki síður máli fyrir sjónvarpsstöðvar en dagblöð að hafa góðar vefsíður. „Fjölmiðl- arnir verða að þjóna sínu sviði, en einnig Netinu. Þar komum við mik- ið við sögu, því við getum ekki að- eins boðið upp á ráðgjöf fyrir aug- lýsendur heldur einnig fyrir fjöl- miðla og getum gefið ráð um heild- arlausnir á því sviði, þannig að fjöl- miðlarnir bjóði upp á það sem aug- lýsendur leita eftir." Samspil sjónvarpsefnis og auglýsinga Hluti af rannsóknum á auglýs- ingum beinist að því að reikna út samspil ákveðins sjónvarpsefnis og auglýsinga. „Allar sjónvarpsstöðv- ar lifa á að reikna út hvenær best borgi sig að sýna ákveðið efni," bendir Hermann á. „Sjónvarps- stöðvarnar vita að mest er horft í kringum kvöldmat og síðan minnk- ar áhorfið er líður á kvöldið. Sam- setning efnisins felst í að átta sig á hvaða hópar horfi á hvaða tíma, reyna að stýra flæðinu og fá svo auglýsendur til að auglýsa vörur sínar eftir því hvaða efni er sýnt og hvaða hópa það lokkar að skján- um." Hermann segist hafa undrast þegar hann var á íslandi að sjá hversu langir auglýsingatímar sjónvarps geti verið. „Fyrst koma skjáauglýsingar, sem eru vísasti vegurinn til að fæla áhorfendur frá, og það kannski í fjórar mínútur. Svo koma kannski leiknar auglýs- ingar í átján mínútur, eins og ég hef séð dæmi um, þótt vitað sé að langur auglýsingatími leiðir tO þess að fólk bregður sér frá eða skiptir yfir á aðra stöð. I Danmörku og víðar þrýsta auglýsendur á um að auglýsingatímarnir séu ekki lengri en fjórar mínútur." Inntak auglýsinga hefur einnig breyst. „Ég man þegar ég var lítill að þá heyrðust útvarpsauglýsingar eins og „Úlpurnar komnar", „Ný stígvél", og allir fóru og keyptu," rifjar Hermann upp. „Það dugir ekki lengur að vera með tilkynn- ingar af þessu tagi. Og það dugir heldur ekki að segja bara að vörur séu góðar. Fólk vill vita af hverju þær eru góðar." Stg órnmálamenn auglýstir eins og vörumerki „Það sama gildir um stjórn- málamenn og vörumerki að ef margir þekkja þá eru þeir kosnir," segir Hermann þegar talið berst að áhrifum auglýsinga og auglýs- ingamennsku á stjórnmál og stjórnmálamenn. „Stjórnmála- menn eru byggðir upp eins og vörumerki. Stjórnmálamenn sem hafa þá afstöðu að vilja eiga sitt einkalíf fyrir sig komast ekki leng- ur áfram." Hermann bendir á hvernig hinn nýkjörni formaður Venstre, And- ers Fogh Rasmussen, er farinn að koma fram með fjölskyldu sinni og lætur taka myndir af sér í herra- blað klæddur sem James Bond. „Þetta hefði verið óhugsandi fyrir tíu árum," en bætir við að sjálfur komi hann sem betur fer hvergi nærri slíkri vinnu, hana sjái al- mannatengslafyrirtæki alfarið um. En kannski mun unga fólkið líta ímynd stjórnmálamanna og auglýs- ingar almennt gagnrýnni augum. „Yngri kynslóðin er vön auglýsing- um, því þær eru út um allt, og tek- ur þeim því með heilbrigðum efa." Vísast er einnig margt í fjöl- miðla- og auglýsingaframtíðinni sem erfitt er að sjá fyrir. Að minnsta kosti segist Hermann ekki spá um framtíðina. „Það verður lík- lega miklu erfiðara að ná til mark- hópa í framtíðinni, því fjölmiðlaúr- valið verður meira, þótt áhorf á ríkisstöðvarnar verði áfram mikið. Það er blekking að halda að hægt sé að leggja línurnar fyrir þróun- ina. Við hjá TMP höfum því ákveð- ið að spá ekki, heldur vera tilbúnir til að takast á við hvaða breytingar sem kunna að verða." ^ lflc,\D Námskynn- ing skóla á háskólastigi SUNNUDAGINN 11. apríl n.k. milli kl. 13:00 og 17:00 efna þeir skólar sem bjóða nám á háskóla- stigi til sameiginlegrar námskynn- ingar í Reykjavík. Opið hús verður í Aðalbyggingu Háskóla íslands þar sem kynnt verður nám við Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri, Sam- vinnuháskólann á Bifröst, Tækni- skóla íslands, Leiklistarskóla ís- lands og Viðskiptaháskólann í Reykjavfk. Tannlæknadeild. H.Í., Kennara- háskóli íslands og Tónlistarskólinn í Reykjavík munu kynna sína starf- semi í eigin húsakynnum. Sæta- ferðir verða milli kynningarstað- anna. I boði verða veitingar og fjöl- breytt skemmtiatriði. Námskynn- ingin er einkum ætluð verðandi há- skólanemum, en hún verður opin öllum. Með því að nota TREND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. il TREND handáburðurinn " með Duo-liposomes. Ný tækni í framleiðslu húðsnyrtivara, fallegri, teygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA li\END Heldur þú að C-vítamÍTi sé nóg ? NATEN ___________-ernógl______ Fást í apótekum og snyrti- vöruveislunum um land allt. Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum Ath. Andlitskremin frá Trend fast í tilboðspakkningum. Leitið upplýsinga. Útsölustaðir: Ingólfsapótek, Kringlunni, Rima Apótek, Grafarvogi. Nýjungí Þýsk gæðavara Ekta augnahára- og augnabrúnalit- ur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í ein- um pakka. Mjög auðveldur í notk- un, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Utsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góöi með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. TANA Cosmetics Einkaumboó: S. Gunnbiörnsson ehf., s. 565 6317 Kæri lesandi. Við bjóðum þér að ferðast í huganum gegnum blaðsíður Fögru veraldar. Síðan tökum við á móti þér og gerum draumaferðina þína að veruleika. Geymdu áœtlunina - gleymdu ekki ferðinni! Tökum á móti símapöntunum kl. 13-16 í dag í síma 562 0400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.