Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýleg niðurstaða áfrýjunarnefndar WTO kann að hafa áhrif á hugmyndir um hvalveiðar Getur opnað við- skiptaþvingunum leið NÝLEG niðurstaða áfrýjunar- nefndar Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar (WTO) í kærumáli vegna hamla á rækjuinnflutning frá þremur Asíulöndum, getur opnað leið viðskiptaþvingunum annarra þjóða vegna hvalveiða Islendinga innan eigin lögsögu. Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar er talsvert á skjön við niðurstöðu lægra dóm- stigs stofnunarinnar. A ráðstefnu hvalveiðiþjóða sem haldin er í Reykjavík um helgina gerði Ólafur Reynir Guðmunds- son lögfræðingur grein fyrir þess- ari niðurstöðu áfrýjunarnefndar WTO og hugsanlegum afleiðing- um hennar fyrir íslenska hags- muni á sviði hvalveiða. Flökkustofn si'in fer á milli lögsagna Arið 1989 settu bandarísk stjórnvöld reglur sem bönnuðu innflutning á rækju sem veidd er með tiltekinni veiðiaðferð er reynst hefur skaðleg fyrir stofn sjávarskjaldbakna sem sagðar eru í útrýmingarhættu, án sér- staks leyfis frá Bandaríkjunum. Árið 1996 voru þessar reglur látn- ar gilda fyrir öll lönd heimsins. Nokkur lönd, þar á meðal Ta- íland, Pakistan og Indland, undu ekki þessum reglum þar sem þær þýddu í raun að Bandaríkin tak- mörkuðu innflutning á villtum rækjum frá þessum löndum og vísuðu deilunni til Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar. Þar beittu Bandaríkjamenn m.a. þeim rökstuðningi að sjávar- skjaldbökur séu flökkustofn sem fari á milli lögsagna þjóðríkja og sé einnig sameiginleg auðlind heimsins og hafi Bandaríkin hags- muna að gæta í því sambandi. Indland, Tafland og Pakistan sögðu aftur á móti að ákvæði GATT mætti ekki túlka með þeim hætti að ríki gæti gripið til að- gerða vegna dýrategunda utan lögsögu viðkomandi ríkis. Slíkt bryti í bága við grundvallarsjón- armið fullveldis, samkvæmt al- þjóðalögum. Niðurstaða kæru- nefndar stofnunarinnar var sú að ekki skipti máli þó sjávarskjald- bökur færu úr lögsögu Bandaríkj- anna í lögsögu annarra ríkja eða að skjaldbökur væru sameiginleg auðlind jarðarbúa. Nefndin áleit að ef gengið væri út frá að um auðlind væri að ræða, sem skipt væri á milli landa, og auðlindin endurspeglaði slíka sameiginlega hagsmuni, væru þeir betur varðir með alþjóðlegum samningi en með einhliða aðgerðum eins ríkis. Kerfi Bandaríkjamanna bryti því gegn grundvallarreglum GATT- samningsins og Bandaríkjamenn gætu ekki skipt sér af verndunar- aðgerðum utan eigin lögsögu. Niðurstöðunni var áfrýjað og sá áfrýjunarnefndin ástæðu til að taka með allt öðrum hætti á lagarökum og málsástæðum deiluaðila og fór miklu nákvæmar í 20. grein GATT-samningsins en kærunefndin. Þetta mun vera ít- arlegasta umfjöllun innan deilu- málakerfis WTO um þessa grein, að sögn Ólafs Reynis. I niður- stöðu sinni útilokar áfrýjunar- íiefndin ekki að Bandaríkin geti eins og hvert annað ríki skipt sér af verndun auðlindar utan eigin lögsögu. Með þessum hætti stað- festir nefndin ennfremur að hægt er að nota 20. grein GATT í um- hverfismálum. Kemur talsvert á óvart „Áfrýjunarnefndin tiltók ýmis sjónarmið til að rökstyðja þessa niðurstöðu, sem er nokkuð á skjön við það sem áður hefur þekkst. Þarna er hugsanlega um að ræða fyrsta skrefið í frekara þróunarferli alþjóðlegs umhverf- isréttar og mér finnst ekki óeðli- legt að túlka þetta svo, að í deilu- máli vegna til að mynda hvalveiða sé hugsanlegt að Bandaríkin eða eitthvert annað land setji ákveðn- ar reglur og takmarki jafnvel með einhverjum hætti innflutning, án þess að ganga í blóra við GATT- samkomulagið. Slíkar aðgerðir verða hins vegar að standast hin ýmsu skilyrði 20. greinar GATT og þau eru mörg. Málið er því flókið í eðli sínu. Samkvæmt fyrri niðurstöðunni hefðu flestir talið viðskiptaþvinganir vegna hval- veiða vera óhugsandi. Þetta kem- ur því talsvert mikið á óvart," segir Olafur Reynir. Niðurstaða áfrýjunarnefndar lá fyrir í nóvember síðast liðnum og var mikið fjallað um hana, m.a. í Mið-Evrópu. Ólafur Reynir hefur undanfarin misseri kynnt sér sér- staklega deilumálakerfi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar og kann- aði nokkra úrskurði í því sam- bandi til að rekja ferilinn sem mál fá hjá stofnuninni. Ólafur Reynir segir að Renato Ruggiero, fram- kvæmdastjóri WTO, hafi lýst því yfir í kjölfarið að niðurstaða áfrýj- unarnefndinnar sé einn merkasti dómur sem fallið hafi á vegum stofnunarinnar vegna umhverfis- verndar, þar sem hann sýni hversu mjög stofnuninni sé um- hugað um umhverfið. Afskipti hugsanleg „Þetta þýðir að Bandaríkin eða eitthvert annað land gæti hugsan- lega búið til kerfi til verndar hvalastofnum, sem kæmi niður á þeim ríkjum sem ekki myndu fylgja slíkri vernd. Menn virðast því geta skipt sér af auðlind sem fer út og inn úr lögsögunni, sem á bæði við um sjávarskjaldbökur og hvali. Gildir þá einu þótt viðkom- andi stofn sé ekki veiddur innan þeirra eigin lögsögu," segir Olaf- ur Reynir. „Ef ég tek dæmi tengt hval- veiðum, er hugsanlegt að grípa megi til aðgerða vegna hvalveiða okkar, meðal annars ef eftirfar- andi skilyrði eru fyrir hendi: í fyrsta lagi ef það teldist almennt viðurkennt meðal ríkja að tiltekn- ir hvalir, sem reynt væri að vernda, væru í útrýmingarhættu. í öðru lagi ef umræddir hvala- stofnar færu um lögsögu ríkisins sem þvingunum beitti. I þriðja lagi ef viðurkenndir alþjóðlegir samningar tækju á verndun hinna tilteknu hvalastofna og í fjórða lagi ef Islendingar hunsuðu alger- lega slíkan samning eða aðra sam- bærilega samninga. Með hliðsjón af þessu er ljóst að mínu mati, að það hallar nokk- uð á okkur, þar sem við erum ekki aðilar að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Það myndi einfalda málið. Við flæktum stöðuna hins vegar óþarflega mikið með því að gera ekki fyrírvara við hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins á sínum tíma en vera jafnframt áfram meðlimir." Morgunblaðið/Ásdís INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir afhjúpar listaverk f anddyrinu. Aldraðir byggja við Dalbraut SAMTÓK aldraðra fengu í vik- unni afhentar íbúðir sem þau höfðu látið byggja að Dalbraut 16 í Reykjavík. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem samtök aldraðra byggja upp á eigin spýtur. Ibúðirnar í húsinu að Dalbraut eru 25 að tölu: Sextán 3 her- bergja; sex 2 herbergja og hús- varðaríbúð. Þriggja herbergja íbúðirnar eru ýmist 80 eða 90 m2 að stærð, en tveggja herbergja íbúðirnar 54 m2. Meðalverð íbúðanna var sem næst 6,6, 9,7 og 10,6 milljónir króna, eftir stærð íbúða. Grunn- verð bílastæðis í kjallara er í kringum 1,1 milljón. Inni í tölunum er ekki reiknaður fjármagnskostnaður né heldur vísitöluhækkun á byggingartíman- um. Framkvæmdasjóður aldraðra veitti styrk til byggingarinnar sem nemur 1,64 milljónum króna. Allar íbúðirnar eru þegar seldar. Efnt var til vígslufagnaðar vegna afhendingarinnar og af- hjúpaði borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, listaverk í and- dyri nýja hússins eftir Sigrúnu Gunnarsdóttur listamann. Arkitektar hússins eru Gíslína Guðmundardóttir og Guðfinna Thordarson. Eftirlit með hönnun og framkvæmdum annaðist Bygg- ingadeild borgarinnar. Tvö prestsembætti laus til umsóknar BISKUP Islands hefur auglýst tvö embætti laus til umsóknar: Um er að ræða emmbætti sóknarprests í Akureyrarpresta- kalli, Eyjafjarðarprófastsdæmi, frá 1. september 1999. Sr. Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur og fyrrum prófastur á Akureyri mun láta af embætti sóknar- prests vegna aldurs 1. septem- ber 1999. Sr. Birgir var skipaður sóknarprestur í Akureyrar- prestakalli 1960 og skipaður pró- fastur Eyjarfjarðarprófasts- dæmis árið 1986. Hann lét af embætti prófasts um síðustu áramót. Einnig hefur biskup auglýst embætti héraðsprests í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra laust frá 1. maí n.k. Sr. Sigurjón Arni Eyjólfsson hefur gegnt því emb- ætti frá 1996. Hann var skipaður til þriggja ára en skipunin renn- ur út 1. apríl sl. og er því emb- ættið auglýst nú. Valnefnd velur sóknarprest en biskup ákveður hvaða umsækj- anda hann mælir með náist ekki samstaða í valnefnd. Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram. Um- sóknir þar sem óskað er nafn- leyndar verða ekki teknar gildar. Fyrirlestur um félagsfræði- legar upplýsingar og stefnu- mótun opinberra aðila ÞRIÐJUDAGINN 30. mars næstkomandi flytur prófessor Ra- ymond F. Currie frá Manitobahá- skóla í Kanada opinberan fyrir- lestur á vegum félagsvísindadeild- ar Háskóla íslands undir heitinu: , með leyndarmál UTSALA mánudag - miðvikuda íffflraMiiW™ „Tveir áratugir rannsókna og ráð- gjafar: Félagsvísindaleg lang- tímakönnun á Winnipeg-svæð- inu." Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu. Hann hefst kl. 17.15 og er öllum heimill aðgang- ur. Sérstaklega er áhugafólk um félagsfræði og félagslegar kann- anir og hagnýtingu þeirra við stefnumörkun hvatt til að koma. Prófessor Currie hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf á svíði aðferðafræði félagsvísinda og borgafélagsfræði. Efni fyrir- lestursins tengist þessum störfum hans en hann er frumkvöðull könnunarinnar á Winnipeg-svæð- inu sem hófst fyrir nær tveimur áratugum og tekur til fjölmargra efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra þátta hins dag- lega lífs. í fyrirlestrinum mun hann fjalla um hagnýtt og fræði- legt gildi könnunarinnar og einnig greina frá aðferðafræðilegum sér- kennum hennar. Prófessor Currie er höfundur fjölda fræðilegra verka á sínu sviði og gegnir einnig ritstjórnar- störfum. Hann hefur setið í rann- sóknar- og ráðgjafarnefndum og verið ýmis sómi sýndur fyrir störf sín í heimalandi sínu. Hann er nú deildarforseti heimspekideildar Manitobaháskóla. !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.