Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 18

Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 LANDIÐ VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX HUSIÐ Mikligarður á Eyrarbakka er illa farið og ekki til prýði í miðbænum. * Bæjarstjóru Arborgar ræðir framtíð steinhúss í hjarta Eyrarbakka Skiptar skoðanir um niðurrif Miklagarðs I UMRÆÐUM sem fram fóru ný- lega í bæjarstjóm Arborgar um framtíð hússins Miklagarðs, sem stendur í hjarta Eyrarbakka, kom fram nokkuð eindregið sú skoðun að rífa ætti húsið. Húsið er í eigu bæj- arfélagsins og er illa farið. Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Ár- nesinga á Eyrarbakka, telur að Mikligarður hafi sögulegt gildi og að með endurbyggingu þess sé hægt að leysa geymsluvandamál safnsins. Það var Guðmunda Nielsen sem reisti Miklagarð á ámnum 1919-20, en hún var afkomandi faktoranna sem ráku verslun á Eyrarbakka á 19. öld og fram yfir aldamót. Guð- munda hugðist fara í samkeppni við kaupfélagið Heklu, sem þá hafði tekið við hinni fornu Eyrarbakka- verslun. Guðmunda varð gjaldþrota eftir tveggja ára verslunarrekstur og stóð húsið tómt lengi á eftir. Á stríðsáranum eignaðist Eyrar- bakkahreppur Miklagarð og beitti hann sér fyrir iðnrekstri í húsinu m.a. netagerð og plastiðnaði. Tví- vegis var byggt við húsið og er gólf- flötur þess nú um 1.000 fermetrar. Upphaflega var það á einni hæð með kjallara, en er nú á tveimur hæðum auk viðbyggingar. Táknrænt fyrir vamar- baráttu Eyrarbakka Lýður sagði að Mikligarður hefði að geyma mikilvægan hluta sögu Eyrarbakka og væri táknrænn fyrir þá miklu vamarbaráttu sem háð hefði verið í sveitarfélaginu gegn fólksflótta úr plássinu. Hann benti einnig á að húsið hefði verið hluti af kjarna Eyrarbakka mest alla þessa öld. í aðalskipulagi Eyrarbakka- hrepps 1997-2017 væri gert ráð fyr- ir ráðhúsi í Miklagarði, sem benti til þess að Eyrbekkingar teldu að hús- ið hefði eitthvert gildi. Lýður sagði flesta vita að Eyrarbakki ætti sér merkilega sögu meðan þar var rek- in öflug faktorsverslun, en færri gerðu sér grein fyrir að saga bæjar- félagsins á þessari öld væri einnig merkileg. Ekki mætti rífa þessa sögu í burtu. Þeir sem vilja rífa húsið hafa m.a. bent á að það sé mjög stórt og yfir- gnæfi kirkjuna og önnur gömul hús á svæðinu. Það sé auk þess eitt af fáum steinhúsum á þessu svæði, sem annars einkennist af fjölda gamalla timburhúsa. Karl Björnsson, bæjarstjóri Ár- borgar, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessu máli. Rætt hefði verið um að endurbyggja hús- ið í núverandi mynd, endurbyggja það í upphaflegri mynd eða rífa það. Hann sagði ljóst að endurbygging yrði mjög kostnaðarsöm og stjórn- endur sveitarfélagsins horfðu eðli- lega á það. Hann sagðist ekki úti- loka að Mikligarður hefði sögulegt varðveislugildi, en minnti á að öll gömul hús ættu sér sögu. Menn þyrftu því að vega og meta í hverju tilviki hvað réttlætanlegt væri að setja mikla fjármuni í endurbygg- ingu húsa. Byggðasafnið vantar geymsluhúsnæði Kostnaður við endurbyggingu Miklagarðs er áætlaður 14-35 millj- ónir eftir því til hvers á að nota hús- ið. Ymsar hugmyndir hafa verið settar fram um nýtingu hússins. Eigendur Kaffi-Lefolii sýndu áhuga á að eignast húsið og létu m.a. gera kostnaðaráætlun um endurbygg- ingu þess sem hljóðaði upp á 29,5 milljónir. Áhugi þeirra á verkefninu mun þó ekki vera fyrir hendi í dag. Lýður hefur talað fyrir því að Mikligarður verði lagfærður og hús- ið notað undir geymslur fyrir byggðasafnið, en það vantar betra geymsluhúsnæði. Núverandi geymslur safnsins eru á Selfossi, sem felur í sér verulegt óhagræði fyrir safnið. Mikligarður er stað- settur í 50 metra fjarlægð frá Hús- inu, sem er aðsetur Byggðasafns Árnesinga. Lýður segir einnig vel hugsanlegt að nota hluta Mikla- garðs undir sýningarhúsnæði. Umræður fóra fram um framtíð Miklagarðs í bæjarstjórn Árborgar 14 apríl sl. Þar kom fram nokkuð eindregið sú skoðun hjá þeim sem tjáðu sig á fundinum, að rétt væri að rífa húsið og leysa geymslumál safnsins með öðrum hætti. Eftir að þessar umræður fóra fram sam- þykkti Héraðsnefnd í Árnessýslu að láta gera sérstaka úttekt á miðbæj- arkjarna Eyrarbakka. Mikligarður er í dag nýttur sem lagerhúsnæði fyrir Alpan hf. Nýtt merki á afmælisári ME Egilsstöðum - Sumardag- urinn fyrsti var venjulegur kennsludagur fyrir nem- endur og kennara Menntaskólans á Egils- stöðum. Var hann valinn til að vekja athygli á starfsemi skólans en skól- inn á 20 ára afmæli á þessu ári. Gestir komu í heim- sókn og sátu í kennslu- stund, skoðuðu húsa- kynni og ræddu við nem- endur og starfsfólk skól- ans. Kaffihús var opið fyrir gesti og gangandi í boði skólans. Nemendur kynntu afrakstur umhverfisverk- efnis op skólinn hefur „græna stefnu" í. umhverfismálum og sýnd- ar vora myndir úr myndbandi sem nemendur eru að vinna að. Sýndar voru tillögur sem bárust í hönnunarsamkeppni um merki fyrir skólann og var verðlaunatillagan af- hjúpuð en hún verður notuð sem merki fyrir skólann í framtíðinni. Höfundur hennar er Gunnhildur Ingvarsdóttir, prentsmiður í Hér- aðsprenti á Egilsstöðum. TILLAGAN sem var valin sem merki Menntaskólans á Egils- stöðum í framtíðinni. Opna deginum lauk með nem- endatónleikum í Egilsstaðakirkju um kvöldið. Breytingar á framkvæmdastjórn Islenskra aðalverktaka Fasteignarekstur aðskilinn frá verktakastarfsemi AKVEÐIÐ hefur ver- ið að aðskilja fast- eignarekstur ís- lenskra aðalverktaka frá verktakastarfsem- inni. Fasteignastarf- semin verður rekin í félaginu Landsafli hf. sem er 80% í eigu ís- lenskra aðalverktaka hf. og 20% í eigu Landsbanka Islands Úlfar Örn Friðriks- son hefur verið ráðinn framkvæmdastj óri Landsafls hf. en hann var áður fram- kvæmdastjóri rekstr- arsviðs og eignaumsýslu íslenskra aðalverktaka hf. Þá hefur Jakob Bjarnason verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs og eignaumsýslu hjá Islensk- um aðalverktökum hf., en hann hef- ur gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Landsbanka Is- lands hf. I fréttatilkynningu kemur fram að í kjölfar aukinna umsvifa og að- ildar Islenskra aðalverktaka að öðr- um félögum á sviði verktakastarf- semi og fasteignarekstrar hafi verið ákveðið að gera breytingar á fram- kvæmdastjórn félagsins og að að- skilnaður fasteignareksturs frá verktakastarfsemi sé í samræmi við stefnumótun félagsins. Úlfar Örn Friðriksson er fæddur árið 1964. Hann lauk prófi frá við- skiptadeild Háskóla íslands árið 1988 og varð löggiltur endurskoð- andi árið 1994. Ulfar starfaði sem viðskiptafræðingur hjá Endurskoð- unarskrifstofu Björns E. Árnasonar frá 1987 og löggiltur endurskoðandi og meðeigandi þar frá árinu 1994. Jakob Bjarnason Hann var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs íslenskra aðalverk- taka hf. 1997 og varð framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs ^ og eignaum- sýslu 1998. Maki Úlfars er Elín Thorarensen námsráðgjafi og eiga þau tvo syni. Jakob Bjarnason er fæddur árið 1960. Hann lauk sveinsprófi í tré- skipasmíði frá Iðnskólanum á Akureyri 1981, prófi frá Lögreglu- skóla ríkisins 1985 og prófi frá við- skiptadeild Háskóla Islands 1989. Hann var starfsmaður hjá Hag- deild Landsbanka íslands 1988-1991 og framkvæmdastjóri eignarhaldsfélaga bankans, Hamla hf., Regins hf. og Rekstrarfélagsins hf. frá árinu 1992. Nú síðast gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Landsbanka Is- lands hf. Jakob hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja á vegum Lands- banka Islands hf., meðal annars í stjórn íslenskra aðalverktaka hf. Maki Jakobs er Elísa Guðrún Ragnarsdóttir hjúkranarfræðingur og eiga þau fjögur börn. tilfar Örn Friðriksson Islandsbanki spá- ir 3% verðbólgu ÍSLANDSBANKI spáir 3,0% verð- bólgu yfir árið og 2,4% milli árs- meðaltala 1998 og 1999. í maí er bú- ist við 0,3% hækkun neysluverðs- vísitölunnar sem jafngildir 4,0% verðbólgu á ársgrundvelli. í verðbólguspá bankans kemur fram að óvissa ríki um erlend áhrif á verðlagsþróun næstu missera. Á síðasta ári hafi innflutningsverð lækkað nokkuð meðal annars vegna áhrifa lækkunar hráefnis- verðs á heimsmarkaði. Nú hafi verð á olíu hins vegar hækkað um rúm 60% frá því það fór lægst í desember 1998. „Óvíst er hvernig hækkun olíu- verðs kemur fram í verði á bensíni á næstu vikum. Tollar voru lagðir á innflutning á tómötum og gulrótum í apríl,“ að því er fram kemur í verð- bólguspá Islandsbanka. Seðlabankinn hefur skoðað verð- bólguspá sína fyrir árið 1999 og spá- ir nú 2,4% verðbólgu milli ársmeðal- tala og 2,8% verðbólgu yfir árið. Meginorsök hækkunar á spá Seðla- bankans er mikil hækkun húsnæð- isliðar neysluverðsvísitölunnar og telur Seðlabankinn líklegt að hækk- un húsnæðisliðarins umfram al- menna verðlagsþróun haldi áfram. Sparisjóður Ólafsfjarðar 7,6 milljónir í hagnað HAGNADUR af rekstri Sparisjóðs Ólafsfjarðar nam 7,6 milljónum króna á árinu 1998 en ef tekið er til- lit til 64 milljóna söluhagnaðar nem- ur hagnaður ársins 71,6 milljónum króna. Vaxtatekjur á árinu námu alls um 90 milljónum á árinu og aðr- ar tekjur 17 milljónum. Rekstrar- gjöld jukust um 4 milljónir milli ára og voru samtals 64 milljónir fyrir árið 1998 en mesta breytingin í rekstrinum frá því í fyrra er sú að framlag á afskriftareikning útlána minnkaði úr 388 milljónum í 34 milljónir. í fréttatilkynningu frá Sparisjóði Ólafsfjarðar kemur fram að afkom- an sé í samræmi við þær væntingar sem stjórnendur hafi haft um rekst- urinn og álíta þeir að Sparisjóður- inn sé kominn yfir þá erfiðleika sem glímt var við í fyrra. Á aðalfundi, sem haldinn var 29. apríl síðastliðinn, var samþykkt að greiða 5 prósenta arð af stofnfé en í stjórn voru kosin þau Anna Rósa Vigfúsdóttir, Gunnar Sigvaldason, Gunnar L. Jóhannsson, Öskar Sig- urbjörnsson og Jón Hallur Péturs- son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.