Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 LANDIÐ VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX HUSIÐ Mikligarður á Eyrarbakka er illa farið og ekki til prýði í miðbænum. * Bæjarstjóru Arborgar ræðir framtíð steinhúss í hjarta Eyrarbakka Skiptar skoðanir um niðurrif Miklagarðs I UMRÆÐUM sem fram fóru ný- lega í bæjarstjóm Arborgar um framtíð hússins Miklagarðs, sem stendur í hjarta Eyrarbakka, kom fram nokkuð eindregið sú skoðun að rífa ætti húsið. Húsið er í eigu bæj- arfélagsins og er illa farið. Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Ár- nesinga á Eyrarbakka, telur að Mikligarður hafi sögulegt gildi og að með endurbyggingu þess sé hægt að leysa geymsluvandamál safnsins. Það var Guðmunda Nielsen sem reisti Miklagarð á ámnum 1919-20, en hún var afkomandi faktoranna sem ráku verslun á Eyrarbakka á 19. öld og fram yfir aldamót. Guð- munda hugðist fara í samkeppni við kaupfélagið Heklu, sem þá hafði tekið við hinni fornu Eyrarbakka- verslun. Guðmunda varð gjaldþrota eftir tveggja ára verslunarrekstur og stóð húsið tómt lengi á eftir. Á stríðsáranum eignaðist Eyrar- bakkahreppur Miklagarð og beitti hann sér fyrir iðnrekstri í húsinu m.a. netagerð og plastiðnaði. Tví- vegis var byggt við húsið og er gólf- flötur þess nú um 1.000 fermetrar. Upphaflega var það á einni hæð með kjallara, en er nú á tveimur hæðum auk viðbyggingar. Táknrænt fyrir vamar- baráttu Eyrarbakka Lýður sagði að Mikligarður hefði að geyma mikilvægan hluta sögu Eyrarbakka og væri táknrænn fyrir þá miklu vamarbaráttu sem háð hefði verið í sveitarfélaginu gegn fólksflótta úr plássinu. Hann benti einnig á að húsið hefði verið hluti af kjarna Eyrarbakka mest alla þessa öld. í aðalskipulagi Eyrarbakka- hrepps 1997-2017 væri gert ráð fyr- ir ráðhúsi í Miklagarði, sem benti til þess að Eyrbekkingar teldu að hús- ið hefði eitthvert gildi. Lýður sagði flesta vita að Eyrarbakki ætti sér merkilega sögu meðan þar var rek- in öflug faktorsverslun, en færri gerðu sér grein fyrir að saga bæjar- félagsins á þessari öld væri einnig merkileg. Ekki mætti rífa þessa sögu í burtu. Þeir sem vilja rífa húsið hafa m.a. bent á að það sé mjög stórt og yfir- gnæfi kirkjuna og önnur gömul hús á svæðinu. Það sé auk þess eitt af fáum steinhúsum á þessu svæði, sem annars einkennist af fjölda gamalla timburhúsa. Karl Björnsson, bæjarstjóri Ár- borgar, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessu máli. Rætt hefði verið um að endurbyggja hús- ið í núverandi mynd, endurbyggja það í upphaflegri mynd eða rífa það. Hann sagði ljóst að endurbygging yrði mjög kostnaðarsöm og stjórn- endur sveitarfélagsins horfðu eðli- lega á það. Hann sagðist ekki úti- loka að Mikligarður hefði sögulegt varðveislugildi, en minnti á að öll gömul hús ættu sér sögu. Menn þyrftu því að vega og meta í hverju tilviki hvað réttlætanlegt væri að setja mikla fjármuni í endurbygg- ingu húsa. Byggðasafnið vantar geymsluhúsnæði Kostnaður við endurbyggingu Miklagarðs er áætlaður 14-35 millj- ónir eftir því til hvers á að nota hús- ið. Ymsar hugmyndir hafa verið settar fram um nýtingu hússins. Eigendur Kaffi-Lefolii sýndu áhuga á að eignast húsið og létu m.a. gera kostnaðaráætlun um endurbygg- ingu þess sem hljóðaði upp á 29,5 milljónir. Áhugi þeirra á verkefninu mun þó ekki vera fyrir hendi í dag. Lýður hefur talað fyrir því að Mikligarður verði lagfærður og hús- ið notað undir geymslur fyrir byggðasafnið, en það vantar betra geymsluhúsnæði. Núverandi geymslur safnsins eru á Selfossi, sem felur í sér verulegt óhagræði fyrir safnið. Mikligarður er stað- settur í 50 metra fjarlægð frá Hús- inu, sem er aðsetur Byggðasafns Árnesinga. Lýður segir einnig vel hugsanlegt að nota hluta Mikla- garðs undir sýningarhúsnæði. Umræður fóra fram um framtíð Miklagarðs í bæjarstjórn Árborgar 14 apríl sl. Þar kom fram nokkuð eindregið sú skoðun hjá þeim sem tjáðu sig á fundinum, að rétt væri að rífa húsið og leysa geymslumál safnsins með öðrum hætti. Eftir að þessar umræður fóra fram sam- þykkti Héraðsnefnd í Árnessýslu að láta gera sérstaka úttekt á miðbæj- arkjarna Eyrarbakka. Mikligarður er í dag nýttur sem lagerhúsnæði fyrir Alpan hf. Nýtt merki á afmælisári ME Egilsstöðum - Sumardag- urinn fyrsti var venjulegur kennsludagur fyrir nem- endur og kennara Menntaskólans á Egils- stöðum. Var hann valinn til að vekja athygli á starfsemi skólans en skól- inn á 20 ára afmæli á þessu ári. Gestir komu í heim- sókn og sátu í kennslu- stund, skoðuðu húsa- kynni og ræddu við nem- endur og starfsfólk skól- ans. Kaffihús var opið fyrir gesti og gangandi í boði skólans. Nemendur kynntu afrakstur umhverfisverk- efnis op skólinn hefur „græna stefnu" í. umhverfismálum og sýnd- ar vora myndir úr myndbandi sem nemendur eru að vinna að. Sýndar voru tillögur sem bárust í hönnunarsamkeppni um merki fyrir skólann og var verðlaunatillagan af- hjúpuð en hún verður notuð sem merki fyrir skólann í framtíðinni. Höfundur hennar er Gunnhildur Ingvarsdóttir, prentsmiður í Hér- aðsprenti á Egilsstöðum. TILLAGAN sem var valin sem merki Menntaskólans á Egils- stöðum í framtíðinni. Opna deginum lauk með nem- endatónleikum í Egilsstaðakirkju um kvöldið. Breytingar á framkvæmdastjórn Islenskra aðalverktaka Fasteignarekstur aðskilinn frá verktakastarfsemi AKVEÐIÐ hefur ver- ið að aðskilja fast- eignarekstur ís- lenskra aðalverktaka frá verktakastarfsem- inni. Fasteignastarf- semin verður rekin í félaginu Landsafli hf. sem er 80% í eigu ís- lenskra aðalverktaka hf. og 20% í eigu Landsbanka Islands Úlfar Örn Friðriks- son hefur verið ráðinn framkvæmdastj óri Landsafls hf. en hann var áður fram- kvæmdastjóri rekstr- arsviðs og eignaumsýslu íslenskra aðalverktaka hf. Þá hefur Jakob Bjarnason verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs og eignaumsýslu hjá Islensk- um aðalverktökum hf., en hann hef- ur gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Landsbanka Is- lands hf. I fréttatilkynningu kemur fram að í kjölfar aukinna umsvifa og að- ildar Islenskra aðalverktaka að öðr- um félögum á sviði verktakastarf- semi og fasteignarekstrar hafi verið ákveðið að gera breytingar á fram- kvæmdastjórn félagsins og að að- skilnaður fasteignareksturs frá verktakastarfsemi sé í samræmi við stefnumótun félagsins. Úlfar Örn Friðriksson er fæddur árið 1964. Hann lauk prófi frá við- skiptadeild Háskóla íslands árið 1988 og varð löggiltur endurskoð- andi árið 1994. Ulfar starfaði sem viðskiptafræðingur hjá Endurskoð- unarskrifstofu Björns E. Árnasonar frá 1987 og löggiltur endurskoðandi og meðeigandi þar frá árinu 1994. Jakob Bjarnason Hann var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs íslenskra aðalverk- taka hf. 1997 og varð framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs ^ og eignaum- sýslu 1998. Maki Úlfars er Elín Thorarensen námsráðgjafi og eiga þau tvo syni. Jakob Bjarnason er fæddur árið 1960. Hann lauk sveinsprófi í tré- skipasmíði frá Iðnskólanum á Akureyri 1981, prófi frá Lögreglu- skóla ríkisins 1985 og prófi frá við- skiptadeild Háskóla Islands 1989. Hann var starfsmaður hjá Hag- deild Landsbanka íslands 1988-1991 og framkvæmdastjóri eignarhaldsfélaga bankans, Hamla hf., Regins hf. og Rekstrarfélagsins hf. frá árinu 1992. Nú síðast gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Landsbanka Is- lands hf. Jakob hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja á vegum Lands- banka Islands hf., meðal annars í stjórn íslenskra aðalverktaka hf. Maki Jakobs er Elísa Guðrún Ragnarsdóttir hjúkranarfræðingur og eiga þau fjögur börn. tilfar Örn Friðriksson Islandsbanki spá- ir 3% verðbólgu ÍSLANDSBANKI spáir 3,0% verð- bólgu yfir árið og 2,4% milli árs- meðaltala 1998 og 1999. í maí er bú- ist við 0,3% hækkun neysluverðs- vísitölunnar sem jafngildir 4,0% verðbólgu á ársgrundvelli. í verðbólguspá bankans kemur fram að óvissa ríki um erlend áhrif á verðlagsþróun næstu missera. Á síðasta ári hafi innflutningsverð lækkað nokkuð meðal annars vegna áhrifa lækkunar hráefnis- verðs á heimsmarkaði. Nú hafi verð á olíu hins vegar hækkað um rúm 60% frá því það fór lægst í desember 1998. „Óvíst er hvernig hækkun olíu- verðs kemur fram í verði á bensíni á næstu vikum. Tollar voru lagðir á innflutning á tómötum og gulrótum í apríl,“ að því er fram kemur í verð- bólguspá Islandsbanka. Seðlabankinn hefur skoðað verð- bólguspá sína fyrir árið 1999 og spá- ir nú 2,4% verðbólgu milli ársmeðal- tala og 2,8% verðbólgu yfir árið. Meginorsök hækkunar á spá Seðla- bankans er mikil hækkun húsnæð- isliðar neysluverðsvísitölunnar og telur Seðlabankinn líklegt að hækk- un húsnæðisliðarins umfram al- menna verðlagsþróun haldi áfram. Sparisjóður Ólafsfjarðar 7,6 milljónir í hagnað HAGNADUR af rekstri Sparisjóðs Ólafsfjarðar nam 7,6 milljónum króna á árinu 1998 en ef tekið er til- lit til 64 milljóna söluhagnaðar nem- ur hagnaður ársins 71,6 milljónum króna. Vaxtatekjur á árinu námu alls um 90 milljónum á árinu og aðr- ar tekjur 17 milljónum. Rekstrar- gjöld jukust um 4 milljónir milli ára og voru samtals 64 milljónir fyrir árið 1998 en mesta breytingin í rekstrinum frá því í fyrra er sú að framlag á afskriftareikning útlána minnkaði úr 388 milljónum í 34 milljónir. í fréttatilkynningu frá Sparisjóði Ólafsfjarðar kemur fram að afkom- an sé í samræmi við þær væntingar sem stjórnendur hafi haft um rekst- urinn og álíta þeir að Sparisjóður- inn sé kominn yfir þá erfiðleika sem glímt var við í fyrra. Á aðalfundi, sem haldinn var 29. apríl síðastliðinn, var samþykkt að greiða 5 prósenta arð af stofnfé en í stjórn voru kosin þau Anna Rósa Vigfúsdóttir, Gunnar Sigvaldason, Gunnar L. Jóhannsson, Öskar Sig- urbjörnsson og Jón Hallur Péturs- son.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.