Morgunblaðið - 23.05.1999, Page 20

Morgunblaðið - 23.05.1999, Page 20
20 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LÍFSVATNIÐ (13), olía á léreft, 1993. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson LIFSVATNIÐ/ MÓÐURSKAUTIÐ MYNPLIST Ilat'narburg MÁLVERK MARGRÉTJÓNSDÓTTIR Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 7. júní. Aðgangur 200 krðnur í allt húsið. MARGRÉT Jónsdóttir hefur ver- ið afkastamikil á sýningarvettvangi frá því hún hóf feril sínn og er hvergi bangin við að ráðast á garð- inn þar sem hann er hæstur. Mál- verk hennar eru yfirleitt mikil um- fangs og að baki þeirra mikið flæði tilfinninga, sprottnum upp úr kviku hennar sjálfrar og móðurskautinu, sem hún hvorki felur né lýsir á rósamáli með aðstoð litfagurra blakka og pentskúfsins. Listakonan gengur hreint til verks og hér, mitt í gróðurvirkt nýjungagirni, fáfræði og fordóma, er ekki víst að allir séu með á nótunum andspænis jafn op- inskáu myndmáli á sígildu nótunum, þótt hliðstæður finnist úti í hinum stóra heimi. Hér dettur mér strax í hug danski málarinn Mikail Kvium, en hann er mun róttækari og að auki dýrkandi óhugnaðarins og hins afbrigðilega. Margrét er drjúgur málari svo sem hennar bestu dúkar eru til vitnis um og í stærra landi er öruggt að þeim væri veitt meiri at- hygli, einkum í réttri markaðssetn- ingu. Hlutskipti hennar í heima- landinu er að fara ekki troðnar slóð- ir né eltast við núlistir að utan, heldur plægja sinn akur til hins ítrasta og fara vel að jarðveginum sem íyrir er. Um er að ræða náttúrubarn út í fingurgóma, sem afhjúpar hugsanir sínar og tilfinningar og varpar þeim í bókstaflegum skilningi yfir áhorf- andann. Margrét er ekki í efnistil- raunum, heldur sig við hefðbundn- ar aðferðir og er í glímu við hið ósnertanlega og ósýnilega, tilfinn- ingar, áhrif og upplifanir, líkt og hún segir sjálf í sýningarskrá. Enn- fremur; „oftast er hugtakið tilfinn- ing, mistúlkað og talið vera tjáning hvata, í mínum huga eru tilfinning- ar djúpið í lífi okkar, ekki snerting, pensilfar eða litur augnabliksins, heldur að finna hið smáa í hinu stóra. Ég hef takmarkaðan áhuga á útskýringum listamanna á verkum sínum, því oft segir það lítið um verkin sjálf, útskýringin verður alltaf abstrakt, sértæk. Sá sem tel- ur sig hafa höndlað og skilið ein- hvern sannleika, er þegar orðinn staðnaður í ákveðnu hugsana- mynstri. Listamenn leggja allt und- ir við að sinna köllun sinni, skiln- ingsleysi til vinnu þeirra minnir oft á myrkar miðaldir, á sama tíma og fjárfestar líta á verk þeirra með ávöxtun verðbréfa í huga! Eru listamenn gullgerðarmenn fjár- festa, verðmestir eftir andlát sitt? Skringilegast er þó að það er ekki verkið sjálft sem er verðmætið, heldur, merkið, og því er það sölu- mennskan, eða, milliliðurinn, er gerir verkið að verðmæti! Er það þá sölumaðurinn sem er hinn raun- verulegi listamaður, eða eru þetta allt blekkingar?" Hér er margt skarplega athugað og á erindi á opinberan vettvang, því það lýsir vel hugsunarferli lista- manna í myrkviði nútíma, velferðar- ríkis, þar sem þeir í litlu löndunum verða verst úti ef grunnurinn, markaðurinn, samtakamátturinn og erfðavenjan eru ekki þeim mun þró- aðri, og þeir sjálfir reknir út í fá- fengilega og tryllta aulýsingastarf- semi vilji þeir ekki gleymast, þar sem þeir með söluhjörtun og prett- ina hafa vinninginn. _ í aðalrými hefur Margrét kom- ið fyrir 27 málverkum, flestum stór- um, hið stærsta 200x286. Mynd- málið er viðvarandi, en efnistökin á stundum nokkuð önnur, hafi hinn blakki heimur haft yfirhöndina fyrr- um, ríkir nú grænn litur gróandans. Pó er spumingin hvort hún hafi ekki sjálf smíðað sér ákveðið mynst- ur er jaðrar við þráhyggju. Dúkamir virðast í fyrstu gárast á ýmsa vegu þannig að skoðandinn getur álitið að þeir séu ekki nægi- lega strekktir á rammana, sem get- ur verið óþægilegt fyrir sjóntaug- amar, við nánari athugun reynist þetta vera máluð gámform, eins konar sjónblekking, en hvell lýsing sennilega draga hana full mikið fram. Móðurskautið er ríkjandi myndefni, eða réttara röð móður- skauta og út úr þeim flæðir orkan, lífskvikan sjálf, sæði mannsins í mynd lífsvatnsins. Skjannahvítar lækjarsprænur, sem nær lóðrétt renna frá þeim niður myndflötinn. Rétt að fram komi, að Margrét vinnur í myndröðum og hugðist skoða ákveðna þróun í einni af þeim, en húsakynnin tóku af henni völdin svo lítið varð úr þeirri fyrir- ætlun. Myndimar em gerðar á tímabilinu 1990-99, og er ætlað að gefa ákveðna innsýn í myndveröld listakonunnar, sem þær og gera vissulega. Nokkuð einhæf myndsýn, en út í það þýðir ekki að fárast á seinni tímum, er öll frávik og fjöl- breytni þykja benda til óstöðugleika og reikulla stefnumarka nema framníngurinn sé settur undir post- módemisma. Áleitnastar þóttu mér myndimar, Lífsvatnið, (13), Móður- skautið djúpa, (17,18 og 26). í kaffi- stofunni hanga svo uppi 11 litlar myndir varfæmislegra forma í grænum litatónum er bera heitin Móðir jörð og Lífsvatnið, sem er ró- andi viðbót. Og þar sem skrifin skara kaffistofuna, er ekki úr vegi að geta þess að fólk tengt Italíu ræður nú þar húsum og allt heitt og rennandi í hæsta gæðaflokki, - og það er líka list, mikil list... Bragi Ásgeirsson Tónleikar Unglinga- kórs Sel- fosskirkju TÓNLEIKAR Unglingakórs Selfosskirkju verða í kirkjunni á mánudag, annann í hvíta- sunnu, kl. 20. Gestir á tónleik- unum em Cantina, stúlknakór Hallgrímskirkju, stjómandi Bjarney Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir og Bamakór Selfoss- kirkju undir stjórn Glyms Gylfasonar. Tónleikar í Hallgrímskirkju Unglingakór Selfosskirkju syngur undir stjórn Margrét- ar Bóasdóttur við undirleik Lám Rafnsdóttur. Kórinn syngur með Stúlknakór Cant- inu í Hallgrímskirkju þriðju- daginn 25. maí. A tónleikunum verður flutt kirkjutónlist, negrasálmar, ís- lensk þjóðlög og sumarlög. Einnig syngja nokkrir kórfé- lagar einsöng. Tónleikar í Garða- og Bessastaða- kirkju KÓR Vídalínskirkju og Álfta- neskórinn halda sameiginlega tónleika í Garðakirkju þriðju- daginn 25. maí kl. 20.30 og miðvikudag 26. maí kl. 20.30 í Bessastaðakirkju. Á efnisskrá em einungis ís- lensk kórlög; tvísöngslög, kirkjuleg og veraldleg og þjóðlög. Þessa efnisskrá munu kórarnir syngja á hádegistón- leikum í Great St. Mary’s- kirkjunni í Cambridge 5. júní. Hádegistónleikar í Cambridge í frétt í blaðinu um ferð kóranna til Cambridge var sagt að kórarnir kæmu fram á hátíðartónleikum. Þar átti að standa hádegistónleikar. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. TILKYNNING UM SKRÁNINGU SKULDABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS SAMVINNUSJÓÐUR ÍSLANDS HF. 1. FLOKKUR 1999 kr. 500.000.000.- kr. fimmhundruömilljónir 00/100 1. febrúar 1999 5,60% Nvt. 184,8 1. febrúar 2004 kr. 5.000.000 Ver&bréfaþlng íslands hefur samþykkt aö taka skuldabréfln ð skrá og ver&a þau skráö 28. maí 1999, enda ver&l öll skllyr&l skráningar uppfyllt. Skránlngarlýslngin og önnur gögn sem vitnaö er tll í skráningarlýsingunnl liggja framml hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegl 77,155 Reykjavík og á skrlfstofu Samvinnusjó&s íslands hf., Sigtúni 42, 105 Reykjavfk. Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík Útgáfudagur: Áv.kr. á útgáfudegi: Grunnvísitala: Gjalddagi: Einingar bréfa: Skráning: Upplýslngar og gögn: Söluaðiti: ✓ J Samvjnnusjúður Islands hf. Landsbanki ísiands hf. - Vi&skiptastofa Laugavegi 77, 155 Reykjavík, síml 560 3100, bréfsími 560 3199, www.landsbanki.is PÍANÓLEIKARARNIR og bræðumir Carl og Jón Möller. Djasstónleikar í Hásölum TVÆR hljómsveitir koma fram á djasstónleikum sem haldnir verða í Tónlistarskóla Hafnar- ijarðar, Hásölum, á morgrnn, mánudag, kl. 20.30. Annars vegar er það hljóm- sveitin Jazzmenn, kvintett sem skipaður er Stefáni Ómari Jak- obssyni, básúnuleikara, Þor- leifi Gíslasyni, tenor-saxófón- leikara, Carli MöIIer pianóleik- ara, Birgi Bragasyni kontra- bassaleikara og Alfreð Al- freðssyni, trommuleikara. Hins vegar eru það bræðurnir Jón og Carl Möller, Birgir Bragason og Guðmundur Steingrímsson sem skipa kvar- tett fyrir tvö píanó, bassa og trommur. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.