Morgunblaðið - 23.05.1999, Side 24
24 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Kynferðisleg áreitni
snertir ekki bara konur
„Umræðan um kynferðislega áreitni snýst
um virðingu fyrir öðrum og þeim mörkum
sem þeir setja/' segir Ninni Hagman,
sænskur sérfræðingur á þessu sviði, í sam-
tali við Salvöru Nordal. Ninni Hagman var
hér á dögunum til að fræða íslenska stjórn-
endur bæði í fyrirtækjum og við Háskól-
ann. Hún segir að þótt kynferðisleg áreitni
sé hluti þess valdamismunar sem ríki milli
kynjanna þá sé hún langt frá þvi að snerta
eingöngu konur.
KYNFERÐISLEG áreitni
er nokkuð sem hver
vinnustaður verður að
vera tilbúinn til að takast
á við. Þetta kom meðal annars fram
á fyrirlestrum sem Ninni Hagman,
sænskur sérfræðingur á þessu sviði,
hélt í vikunni. Auk fyrirlesturs á
málþingi Skrifstofu jafnréttismála
og Vinnueftirlitsins, hélt hún nám-
skeið og fyrirlestur fyrir stjómendur
og yfirmenn Háskólans, en Háskól-
inn vinnur nú að mótun reglna um
hvemig taka eigi á kvörtunum um
kynferðislega áreitni innan skólans.
Háskólar víða um heim hafa í aukn-
um mæli tekið á þessum vandamál-
um og víða hefur Ninni Hagman ver-
ið kölluð til ráðgjafar.
Kynferðisleg áreitni
í háskólum
„Það er mjög mikilvægt að hægt
sé að beina þessum umkvörtunum í
ákveðinn farveg þegar þær koma
upp og þá geta nokkrir möguleikar
verið fyrir hendi eftir eðli hvers
máls,“ segir Ninni Hagman. „Það
hefur líka sýnt sig að umkvörtunum
fækkar þegar tekið er á þeim með
formlegum hætti. Þá vita allir hvað
má og hvað má ekki. Ef tekið er á
málum strax eru meiri líkur til að
hægt sé að leita sátta og skilnings."
Hagman segir ekki eingöngu þörf
á að setja reglur um kynferðislega
áreitni í háskólum.
„Háskólar eru sérstakt fyrirbæri.
Þangað sækir fjöldi ungs fólks og
samskipti námsmanna og kennara
eru oft langvinn og náin. Alls kyns
sambönd geta orðið til og þá er
mjög mikilvægt að til séu reglur um
hvernig eigi að bregðast við ef sam-
band kennara og nemanda, til dæm-
is, þróast uppí ástarsamband. Ef
slíkt gerist verður að tryggja að
kennarinn hafi ekki neitt með náms-
mat viðkomandi nemanda að gera.“
Ninni Hagman hefur langa
reynslu í þessum málum. Hún er
menntaður kennari en hóf síðar
störf hjá umboðsmanni jafnréttis-
mála í Svíþjóð.
„Ég tók virkan þátt í kvennabar-
áttunni og sá strax að staða drengja
og stúlkna í skólakerfinu var ekki
jöfn. Ég fór því að vinna fyrir um-
boðsmann jafnréttismála og gerði
meðal annars könnun á kynferðis-
legri áreitni í Svíþjóð.“
Formlegt jafnrétti
ekki nóg
Þú sagðir í einum fyrirlestranna að
Svíþjóð væri langt á eftir Bandaríkj-
unum þegar kynferðisleg áreitni er
annars vegar. Nú líta Bandaríkja-
menn gjaman til Svíþjóðar þegar
rætt er um jafnrétti kynjanna þar
sem Svíþjóð þykir til fyrirmyndar.
Hvers vegna hefur umræðan um
kynferðislega áreitni setið á hakan-
um?
„Það er erfitt að svara þessu en ég
held að ein skýringin liggi í þeim
formlegu réttindum sem við erum
þekkt fyrir. A yfirborðinu virðist
ríkja mikið jafiirétti í Svíþjóð. Við
höfum jafnan rétt fyrir lögum. Þátt-
taka kvenna í stjómmálum og opin-
bem lífi er mikil en þetta er ekki nóg.
Konur njóta ekki jafnréttis í sam-
skiptum kynjanna og eitt dæmi um
það er kynferðisleg áreitni. Við þurf-
um ekki fleiri kannanir á þessu fyrir-
bæri til að sýna að hér er um raun-
verulegt vandamál að ræða heldur
þarf að takast á við vandann og reyna
að breyta hugarfarinu sem ríkir.“
Skiptir karlmenn máli
Ninni Hagman leggur áherslu á
mikilvægi þess að fá karlmenn til liðs
við baráttuna gegn kynferðislegri
áreitni.
Þtmim mvrnA
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavlk • Slmi: 540 7000
^DBS^ CltU/
Verð kr. 49.900,-
7 glra kvenreiðhjól hlaðið öllum búnaði
Litin Vfnrautt eða grænt
Bremsur: Fót- og handbremsa
„Kannanir hafa sýnt að sænskir
karlmenn em hlynntir jafnrétti að
forminu til, en þeir hafa minni áhuga
á að taka þátt í þvi. Þannig er mikill
meirihluti sænskra karlmanna
hlynntur fæðingarorlofi fyrir feður
en aðeins lítill hluti þeirra notfærir
sér þennan rétt. Gagnvart kynferðis-
legri áreitni hafa karlmenn ekki haft
sérlega mikinn áhuga. Þegar haldnir
era fræðslufundir og málþing um
kynferðislega áreitni em flestir þátt-
takendumir konur. Það veltur hins
vegar alit á því að karlar sýni þessu
skilning. Því hefi ég lagt til að þessi
mál séu rædd á fundum þar sem fólk
er samankomið, t.d. til þess að ræða
fjármál stofnunar eða fyrirtækis. Á
slíkum fundum væri hægt að koma
með innlegg um kynferðislega
áreitni og ná þannig til stærri hóps.“
Þótt konur séu í miklum meiri-
hluta þeirra sem verða fyrir kynferð-
islegri áreitni em dæmi um að karl-
menn verði fyrir henni líka.
„Það em dæmi um að karlmenn
áreiti karlmenn, bæði leiti á þá og
einnig geri lítið úr karlmennsku
þeirra, en aðeins örfá dæmi em um
að karlar séu áreittir af konum. En
þetta snertir karla með öðrum hætti.
Margar kvennanna sem verða fyrir
kynferðislegri áreitni em í föstum
samböndum eða jafnvel giftar og
þetta getur haft mjög skaðleg áhrif á
náin sambönd kvennanna. Sumar
þeirra era hræddar við að trúa
manni sínum fyrir þessari reynslu,
en aðrar afleiðingar kynferðislegrar
áreitni er almennt vantraust til karl-
rnanna."
Skortur á
umburðarlyndi?
Auk vinnu meðal háskólafólks hef-
ur Ninni Hagman að undanfómu
haldið fjölda námskeiða fyrir þá sem
vinna að varnarmálum í Svíþjóð.
„Konur hafa í auknum mæli sóst í
störf hjá lögreglunni og hemum.
Þetta hefur skapað mörg vandamál
enda em margir innan þessara
stétta sem telja konur ekkert erindi
eiga í þessi störf. Það em mörg
dæmi um að karlmenn geri lítið úr
konum sem em í þessum störfum og
það er ein tegund kynferðislegrar
áreitni.“
Samskipti kynjanna hafa mótast á
löngum tíma og mismunandi reglur
gilda í ólíkum menningarsamfélög-
um. Er hætta á að ganga of langt í
þessum efnum og ættum við í sum-
um tilfellum að sýna umburðarlyndi
frekar en að kvarta?
„Við getum ekki afsakað slæma
hegðun með því einu að segja að hér
sé um ólíka menningu eða uppeldi að
ræða. Tökum sem dæmi umskurð á
stúlkubörnum sem tíðkast í ákveðn-
um menningarsamfélögum. Slíkt er
bannað með sænskum lögum. Eigum
við Svíar að umbera þetta hjá
ákveðnum menningarhópum? Mér
finnst ekki. Sama gildir um kynferð-
islega áreitni."
Rangar ásakanir
sjaldgæfar
En hvað um rangar ásakanir?
„Það er vissulega alltaf hætta á
þeim. Reynslan sýnir hins vegar að
þær em hverfandi. Vandinn er ekki
rangar ásakanir heldur hitt að konur
segja ekki frá kynferðislegri áreitni
heldur kenna sjálfum sér um og láta
þetta yfir sig ganga. Mjög margar
konur em hræddar um að enginn
trúi þeim þegar þær verða fyrir
þessu og afleiðingamar em of oft
þær að þær hætta vinnu í stað þess
að láta vita. En það er nauðsynlegt
að fá alla sem verða fyrir kynferðis-
legri áreitni til að kvarta þannig að
hægt sé að koma í veg fyrir hana.
Það er líka nauðsynlegt að biýna
fyrir konum að vera ákveðnar og
segja nei þegar þeim líkar ekki
ákveðin hegðun. Við emm ekki að
tala um sjúka karlmenn heldur
brengluð samskipti við hitt kynið.
Margir þeir sem áreita konur em
menn sem hafa náð langt í lífinu.
Menn eins og Bill Clinton. Ég var
nýlega í Bandaríkjunum þar sem ég
hitti sálfræðinga sem vom að ræða
um Clinton. Þeir vom sannfærðir
um að hann væri sjúkur. Ég held
ekki. í krafti valds og stöðu hefur
hann komist upp með ákveðna hegð-
un gagnvart konum svo lengi að
hann telur hana í góðu lagi. Þetta
snýst hins vegar um að sýna öðm
fólki virðingu og notfæra sér ekki
valdastöðu sína.“___