Morgunblaðið - 23.05.1999, Page 28

Morgunblaðið - 23.05.1999, Page 28
28 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér langa sögu, en í vor verður útskrifað úr skólanum í 125. sinn. Aðalsteinn Eiríksson er marg- fróður um sögu skólans. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við hann og einnig við núverandi skólameistara um stöðu skólans á þessum tímamótum. Tveir nemendur skýrðu jafnframt frá gömlum hefðum í félagslífinu sem enn eru í heiðri hafðar. EYRÚN Magnús- dóttir og Gunnlaugur Bjarki Snæ- dal fyrir utan elsta hluta Kvennaskól- ans í Reykjavík, en húsið var byggt 1909. Morgunblaðið/Kristinn Stofnun Kvennaskólans gríðarlegt átak STOFNUN skólans var gríðarlegt átak í tvennum skilningi, í fyrsta lagi voru skólar í landinu ekki margir og enginn skóli fyrir konur“, segir Aðalsteinn Eiríksson sem gegnt hefur stöðu skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík en er í tímabundnu leyfi. „Konur máttu ekki setjast í Latínu- skólann þótt þær vildu. Stofnun skól- ans var því afar mikilvæg fyrir þann áfanga í réttindabaráttu kvenna." Aðalsteinn segir að stofnun skól- ans hafi verið hluti af bylgju sem var löngu risin í Danmörku en kvenrétt- indabarátta og kvennaskólar voru reyndar orðin nokkuð gömul fyrir- bæri þar. Einnig voru uppi raddir um nauðsyn þess að losa um gömlu latinuskólaböndin sem þóttu afskap- lega stíf og trénuð. Þetta var því eins konar vorbylgja í norrænu og evr- ópsku skólastarfi sem Þóra Gríms- dóttir amtmanns frá Möðruvöllum í Eyjafirði hafði forgöngu um hér á landi. Þóra var gift Páli Melsteð sagn- fræðingi sem var Latínuskólakenn- ari og mikill áhugamaður um fræðslumál. Hann hafði verið með barnaskóla á Alftanesi. Eins hafði Þóra ásamt fleirum rekið bamaskóla í Reykjavík. Kvennaskólinn í Reykjavík er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann var fyrstur í röð nokkurra kvennaskóla sem voru starfræktir víða um land en það má segja að hann sé sá eini sem ennþá lifir. „Það er af því að hann var frá upphafi tví- þættur“, útskýrir Aðalsteinn. „Hann var annars vegar n.k. handmennta- skóli, en á hinn bóginn var hann líka bóknámsskóli og sá þáttur óx jafnt og þétt alveg langt fram á þessa öld. Ef til vill er baráttunni milli verk- námsins og bóknámsins ekki alveg lokið, verknámið er almennt í sókn aftur.“ Reykjavik sérstakt spillingarbæli „Það var verulegt átak að koma skólanum á laggimar af ýmsum ástæðum", heldur hann áfram. “Það var eilítið danskur svipur á honum í upphafi en þjóðræknis- og sjálfstæð- isbaráttan var í vissu hámarki um þessar mundir. Reykjavík þótti líka sérstakt spillingarbæli, ekki einungis þótti hún of dönsk, heldur gróðrar- stía hvers konar tilgerðar og ónátt- úrulegra influttra siðvenja eins og að ganga með hanska.“ Fjársöfnunamefnd skólans, sem var m.a. skipuð landshöfðingja- Morgunblaðið/Ásdís „STOFNUN Kvenna- skólans var afar mikilvægur áfangi í réttindabaráttu kvenna" segir Aðalsteinn Eiríksson skólameistari. Eplaball og peysuföt „Það eru náttúrlega þessar hefðir sem hafa haldið sér frekar lengi,“ segir Eyrún Magnúsdóttir, fráfarandi formað- ur Keðjunnar, nemendafélags Kvenna- skólans, þegar hún er spurð að því hvað það sé sem geri félagslífið í Kvennó frá- brugðið því sem gerist annars staðar. Peysufatadagurinn er haldinn árlega meðal þriðjubekkinga. „Ólíkt Versló", segir Gunnlaugur Bjarki Snædal, ný- kjörinn formaður Keðjunnar, „förum við strákamir Iíka í gamaldags föt.“ „Og svo erum við með eplaball, „þá fá allir epli!“ bætir Eyrún við og þau brosa bæði. „Þetta er gömul hefð sem hefur verið haldið við,“ útskýrir hún og Gunn- laugur bætir þeirri skýringu við að þeg- ar skólinn var heimavistarskóli fengu stúlkurnar epli hjá skólastýrunni fyrir jólin áður en þær fóru heim í jólafH. Þau eru sammála um að það séu einmitt þessar hefðir sem geri skólann að því sem hann er. „Smæð skólans er náttúr- lega hka rosalegur plús,“ bætir Gunn- laugur við. „Hann er svo heimilislegur, allir kannast við alla. Þær á skrifstof- unni eru Iíka algjör draumur, ávarpa mann með gælunöfnum og ef maður er veikur þá segja þær manni að fara nú að láta sér batna. Það er rosalega kósí heimilisstcmmning og góður andi í skól- anum. Það er líka úrval af mjög góðum kennurum og hæfum.“ Öfundaður af öllum stelpunum Þegar Gunnlaugur er spurður hvort haiin fái engar athugasemdir um að vera strákur og vera í Kvennó fer hann að hlæja, segir þær þá helst koma frá einhveijum gömlum frænkum. „Það er náttúrlega 1/3 hluti nemenda strákar,“ bætir hann við. „Eg held nú að strák- arnir sem koma hingað séu frekar öf- undaðir að hafa allar þessar stelpur í kring um sig,“ skýtur Eyrún inn í og þau hlæja bæði. Þau eru sammála um að eitt það já- kvæðasta við skólann sé hve hann er framsækinn. „Skólinn er búinn að marka sér ákveðna framtíðarsýn og er bara að fylgja henni eftir,“ segir Gunn- laugur. „Hann er að tölvuvæðast og mikið að færa inn í kennsluna tölvu- tækni og aðrar nútímalegar aðferðir." Eyrún bætir því við, að þrátt fyrir að haldið sé f ýmsar hefðir sé skólinn alls ekki íhaldssamur. „Það er ekki þannig að það sé verið að halda í hefðirnar hefðanna vegna. Við höldum í skemmti- legar hefðir en svo er auðvitað alltaf verið að sækja fram og taka upp nýj- ungar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.