Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 29 frúnni, stóð fyiTr fjársöfnun hérlend- is og í Danmörku. Danski kóngurinn gaf fé til söfnunarinnar og ekki þurfti meira til að gera stofnun skól- ans tortryggilega í því sjálfstæð- isandrúmi sem þá ríkti. Til hvers að mennta konur? „Svo var það hin hliðin á málinu", heldur Aðalsteinn áfram og brosir. „Hvað þyrfti svo sem að vera að mennta konur? Það væri ekki nema til þess að koma illu af stað. Það sjónarmið hefur alltaf verið til að menntun væri undirrót alls konar merkilegheita hjá kvenfólki sem síst væri þörf á.“ Þóra og Páll byrjuðu með skólann inni í stofu hjá sér. Tíu til tólf stúlkur sátu allar í kring um sama borð og saumuðu og prjónuðu. „Páll sagði þeim, eins og það var einhversstaðar orðað, „fallegar sögur úr veraldar- sögunni“ á meðan,“ heldur Aðal- steinn áfram og kímir. “Það bóklega var nú sumt í því formi í byrjun, ekki stíf próf til dæmis í sögu eða landa- fræði. En það var prófað í skrift og reikningi." Fyrstu miklu tímamótin í sögu skólans voru 1878. Þá var fengið lán til að byggja eiginlegt skólahús sem stendur reyndar enn við Austurvöll og varð síðar þekkt sem Sigtún. Við byggingu nýs húsnæðis jukust möguleikar skólans og varð þá hægt að kenna tveimur árgöngum. „Það var einnig hugmynd Þóru að hafa heimastúlkur sem kallað var, sem voru í vist hjá henni en ein af ástæðunum fyrir stofnun skólans var að það var svo mikil ásókn stúlkna að komast í vist hjá heldra fólki í Reykjavík," segir Aðalsteinn enn- fremur. „Skólinn létti eitthvað á því.“ Ingibjörg H. Bjarnason, sú mikla nútímakona sem þá var, tók við skól- anum 1906. Hún var fyrst kennari við skólann, var fyrsti leikfimikenn- ari þjóðarinnar af kvenkyninu, menntuð erlendis, og var með sínum hætti mjög róttækur umbótasinni í skólamálum. Hún tók fljótlega að róa að þvi að fá nýtt skólahúsnæði sem tekið var í notkun 1909 og er nú- verandi húsnæði Kvennaskólans að Fríkirkjuvegi. Þá óx skólinn úr því að vera mest 30 manna skóli og allt upp í 100. Steingrímur Guðmundsson, bygg- ingameistari og afi Steingríms Her- mannssonar, bauðst til að byggja nýtt húsnæði fyrir skólann. „Hann hafði árið áður byggt kennaraskól- ann á Laufásvegi og var bara í ham“, heldur skólameistarinn áfram. “Hann byggði nýja skólann fyrir eig- in reikning og risikó og leigði svo forstöðunefnd Kvennaskólans hús- næðið. Skólinn dafnaði með miklum ágætum næstu áratugina en þó var stundum talað um að leggja skólann niður. Rökin voru þau að kvenfrelsis- baráttunni átti að vera lokið. Einnig vildu pólitískir andstæðingar Ingi- bjargar koma á hana höggi.“ Siðferðisþroskanum teflt í tvísýnu „Undir stjórn Ingibjargar var þetta framsækinn og kröfuharður skóli en ekki síst nútímalegur. Farið var að kenna ýmis fræði sem ekki þóttu við hæfi stúlkna á þessum tíma eins og heilsufræði sem talið var að tefldi siðferðisþroskanum í fulla tví- sýnu“, segir Aðalsteinn og brosir. „Þar komu inn vélritun og hagnýtar greinar eins og bókfærsla, hjúkrun og félagsfræði.“ Fröken Ingibjörg hafði við hlið sér fröken Ragnheiði Jónsdóttur sem tók við skólastjórninni að Ingi- björgu látinni, 1941. Ragnheiður rak strangan og kröfuharðan skóla þar sem haldin voru stíf inntökupróf og erfitt var að komast inn. Þegar kreppunni lauk, varð aðsóknin í skólann miklu meiri en hægt var að verða við. 1942 var húsmæðradeild skólans lögð niður með stofnun Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Næsta stóra breytingin varð 1946 með nýju fræðslulöggjöfinni sem varð sam- stiga skólakerfinu. Landspróf voru tekin upp og prófið út úr skólanum var nú gagnfræðapróf hliðstætt og í öðrum skólum þótt það héti Kvenna- skólapróf eins og áður. Frú Guðrún P. Helgadóttir tók við skólanum 1969. Nýjar áherslur og nýr blær fylgdi nýjum skólastjóra eins og oft vill gerast. „Meðal hins eftirminnilegasta frá hennar árum,“ „Það sjónarmið hefur alltaf verið til að menntun væri undirrót alls kon- ar merkilegheita hjá kvenfólki sem síst væri þörf á.“ Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Guðmundsdóttir, skólameistari Kvennaskólans, á skrifstofu skólameistara þar sem litlu hefur verið hreyft við í níutíu ár. Ekki bara kvennaskóli „Þetta eru húsgögnin hennar Ingibjargar H. Bjarnason," segpr Ingibjörg Guðmundsdótt- ir, skólameistari Kvennaskól- ans í Reylgavík, þegar hún sér hve blaðamaður horfir undr- andi í kringum sig á skrifstofu skólameistara. Skrifstofan ber þess vitni að ekki hafi verið hreyft við miklu í þau níutíu ár sem eru liðin frá byggingu hússins. Húsgögnin eru flest úr búi Ingibjargar H. Bjarnason skólastjóra sem hún ánafnaði skólanum. Borðið sem við sitj- um við er þó frá stofnendum skólans, Þóru og Páli Melsteð, og sátu stúlkumar við þetta borð á heimili þeirra fyrstu ár- in eftir stofnun skólans árið 1874. „Stofan er að nafninu til skrifstofa skólameistara,“ heldur Ingibjörg áfram, „en hingað má ekki koma inn með tölvur þannig að skólameistari er með smáafdrep uppi á þriðju hæð. Þetta er meira not- að sem fúnda- og viðtalsher- bergi. Krakkarnir era teknir hér inn á teppið eins og sagt er.“ Skrifstofan ber vitni um langa sögu skólans, en þann 29. maí nk. verður skólanum slitið í 125. sinn. Ingibjörg seg- ir útskriftina alltaf vera mjög veglega en í tilefni afmælisins verði haft enn meira við. At- höfnin fer fram í Hallgrúns- kirkju þar sem útskrifaðir verða 90 stúdentar. Skólakór- inn syngur og núverandi og fyrrverandi nemendur flylja tónlistaratriði. „Það er orðið brýnasta mál skólans að fá einhverjar úr- bætur í húsnæðismálum," segir Ingibjörg, „enda er núverandi húsnæði skólans löngu orðið of lítið. Nú eru 520 nemendur í skólanum og hafa þeir aldrei verið fleiri.“ Auk þess að kenna í aðalhúsnæði skólans er kennt í tveimur öðrum húsum í nágrenninu. „Þetta er afar við- kvæmt,“ segir Ingibjörg enn- fremur. „Við viljum vera áfram hérna á þessum stað í miðbænum, en aðeins það að gera við þetta hús hefur verið áætlað að kosti yfir 70 rnilljón- ir. Borgin og ríkið eiga skól- ann til helminga og við eigum von á að einhverjar ákvarðanir verði teknar í þessum málum á næsta ári.“ Hún segir að aldrei hafi ver- ið jafnmargir strákar í skólan- um, tæpur þriðjungur nem- enda. Fjöldi þeirra hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Skýr- ingin er ef til vill sú,“ segir Ingibjörg, „að það er að síast inn hjá strákum að þetta er al- mennur framhaldsskóli þrátt fyrir nafnið." í skólanum er bekkjarkerfi og telur hún að það sé ein skýringin á auknum vinsæld- um skólans undanfarin ár. Unglingar telji það mjög já- kvætt að vera hluti af ákveð- inni félagslegri heild í gegnum framhaldsskólann. Erlent samstarf Ingibjörg segir skólann taka mikinn þátt í erlendu samstarfi um þessar mundir. „Hópur kennara hefur verið í sam- starfi við kennara bæði í Frakklandi og á Ítalíu um að nota tölvutækni í skólastarfi. Við höfum tekið þátt í nem- endaskiptum, tókum á móti nemendum frá Toulouse í Frakklandi í haust og nemend- ur frá okkur fóra þangað í mars. Við höfum líka verið með nemendaskipti við Sikiley og Halifax þannig að alþjóða- væðingin er í fullum gangi og tölvusamskipti eru heilmikil. Það stendur þó skólanum dálít- ið fyrir þrifum að vera ekki með gott tölvuver. Við erum með eina stofu sem er yfirleitt troðfull allan daginn. Vanda- málið er að við höfum ekki fengið tölvukennara heldur höfum við sent nemendur frá okkur inn í Rafiðnaðarskóla á námskeið, m.a. til þess að tak- marka ekki aðgang að þessari einu stofu.“ Hún bætir því þó við að skólinn hafi nýlega fengið styrk fyrir nýrri tölvu- stofu, sem verður sett upp í sumar. Staðsetningin einstök Þegar Ingibjörg er spurð að því hvað henni þyki sérstakt við Kvennaskólann segir hún að staðsetningin við Tjörnina sé náttúralega einstök. „Svo er það starfsfólkið," bætir hún við og brosir, „sem er alveg sér- staklega samstilltur hópur. Undanfarin ár hefur farið fram mat á skólastarfi í Kvennaskólanum og í könnun- inni sem kom fram í vor kom fram að nemendur eru ánægð- astir með áhuga kennara á kennslunni. Svo tel ég líka að við séum með mjög ljúfa og góða nemendur. Ef til vill á umhverfið sinn þátt í því.“ „Mér finnst svolítið illa búið að skólunum héraa í miðbæn- um,“ segir Ingibjörg svolítið hugsi á svip. „Þá bráðvantar t.d. íþróttahús. Eins og mið- bærinn þarf nú á þessum skól- um að halda. Ef skólarnir væra ekki hérna væri miðbærinn ekki sá sem hann er. Það er unga fólkið í þessum skólum sem heldur lífinu í miðbænum, annars væru hérna aðallega útlendingar. Mér finnst að borgin þurfi virkilega að leggja sig fram við að hlúa að skólunum í miðbænum." heldur Aðalsteinn áfram, „voru hin einstaka íslenskukunnátta hennar sjálfrar og frjálsu tímamir sem hún tók upp. Þar var vettvangur þjóð- skálda, annarra listamanna og fjöl- margra sem stóðu í fremstu röð í þjóðlífmu.“ Þegar grunnskólalögin tóku gildi 1974 varð grundvallarbreyting á skólakerfinu. Gagnfræðaprófið var fellt niður og skilin milli grunnskól- ans og framhaldskólans voru skil- greind að nýju. „Eftir tilkomu grunnskólalaganna kom það til umræðu að leggja skól- ann niður,“ segir Aðalsteinn. „Það þótti hæpið að vera að púkka undir einhvern kvennaskóla þegar Menntaskólinn í Reykjavík og Versl- unarskólinn voru í næsta nágrenni. Því var haldið fram að skólinn fleytti bara rjómann af hverjum árgangi grunnskólanna í Reykjavík og svo gætu kennarar í Kvennaskólanum bara hallað sér afturábak í stólunum og svo lærðu þær bara sjálfar, þær væru svo miklir snillingar. Það getur svo sem verið ýmislegt til í því“, heldur hann áíram og hlær. Framhaldsskólarnir að springa Árið 1979 var samið um það milli Reykjavíkurborgar og menntamála- ráðuneytisins að starfrækja fjögurra ára framhaldsskóla til stúdentsprófs en þá ákvörðun skyldi endurskoða árlega. „Það var að koma inn bylgja nemenda í framhaldsskólana og orð- ið hreint hallæri með skólapláss," segir Aðalsteinn. „Hver framhalds- skóli af öðrum í Reykjavík var gjör- samlega sprunginn." Þá hófst svolítil sjálfstæðisbarátta einn ganginn enn. í henni verða þáttaskil 1987 þegar skólinn fær reglugerð og ákvörðun menntamála- ráðherra, Sverris Hermannssonar sem þá var, um það að skólinn yrði fullgildur íramhaldsskóli. Þá var ákveðið að hann yrði bekkjaskóli og menntaskóli, en skólinn hafði verið áfangaskóli með þremur brautum frá 1979.“ Skóli fyrir bæði kynin „Þá var hann orðinn skóli fyrir bæði kynin. Það var reyndar aldrei tekin formleg ákvörðun um það en það hefur þurft að taka það fram sér- staklega vegna nafnsins. Akveðið var að halda nafni skólans með tilliti til þessa áfanga í réttindabaráttunni. Það hafa þó ýmsar athugasemdir verið gerðar við það í tímanna rás,“ segir Aðalsteinn. Fyrsti pilturinn hóf skólagöngu í Kvennaskólanum 1976 en það var ekki fyrr en 1979 sem aðsókn pilta fór að aukast. „Það gerist vegna þess að ein brautin var íþróttabraut", út- skýrir Aðalsteinn, „við fengum strax þekktan mann úr íþróttalífinu sem íþróttakennara, Hilmar Björnsson, sem var alkunnur handknattleiks- þjálfari. Bæði hann og íþróttabrautin almennt höfðuðu frekar til stráka en stelpna þannig að það kom talsvert af strákum inn á hana“. Skólinn stækkaði 1992 og yfirtók nýrri hlutann af gamla Verslunar- skólanum. Nemendum var þá fjölgað úr 300 í 500. Síðan þá hefur hann bætt við sig leiguhúsnæði. Framsækni frá upphafi Aðalsteinn telur að skólinn hafi undanfarin ár helst staðið fyrir ákveðna framsækni, og það hafi hann líklega gert frá upphafi. „Það er ef til vill komið til vegna þess að hann hefur aldrei átt neina trygga framtíð öðruvísi en að hann stæði sig. Viljinn til að standa sig og sam- heldnin sem ríkir í skólanum hefur verið rótgróin allan þennan tíma og einkennir nokkuð skólastarfið. Menn finna til stuðnings af náunga sínum frekar en að vera reknir áfram með grimmum aga. Það eru líka gerðar miklar kröfur til nemendanna um ýmislegt í þessum efnum, og gera þeir það ef tíl vill fyrst og fremst sjálfir.“ Skólinn fékk viðurkenningu fjár- málaráðuneytisins fyrir að vera í fremstu röð ríkisstofnana í rekstri og öðru. Aðalsteinn segir hana hafa ver- ið alhliða viðurkenningu sem öllum hafi þótt vænt um. Hún hafi skipt skólann nokkru máli og komið hon- um ef til vill enn betur á kortið en áð- ur. Innrás í skólann Þegar Aðalsteinn er inntur eftir einhveiju eftirminnilegu atviki úr sögu skólans minnist hann átaka sem upp komu um hvort leyfa ætti skól- anum að útskrifa stúdenta. „Þetta gerðist löngu áður en grunnskólalög- in voru sett og ákveðið var að Kvennaskólinn yrði framhaldsskóli. Skólinn sóttist þá eftir að fá að út- skrifa stúdenta og eingöngu stúlkur. Þetta varð gífurlegt hitamál, miklar æsingar í kring um það og hundruð blaðagreina voru skrifuð. Þá var gerð innrás í skólann og kennsla stöðvuð af fólki sem taldi að verið væri að framkvæma einhvem kyn- ferðislegan fasisma með því að ætla að halda stúlkum sér. Að skólinn væri þá að ummyndast í andhverfu þess sem lagt hafði verið af stað með í upphafi, að berjast fyrir hagsmun- um kvenna og jafnrétti. Nú væri svo komið að skólinn ætti að vera sér- stakt ghettó fyrir stúlkur, kvenstúd- enta. I janúar 1970 réðst heil hersing inn í skólann og tók hann á sitt vald með látum.“ Aðalsteinn brosir við þessar endurminningar sem augljós- lega standa honum lifandi fyrir hug- skotssjónum. Enda ekki á hverjum degi sem innrás er gerð í Kvenna- skóla. Vövibviö þvjsk furusctt 05 borfcstofvisett vir fvirvi Sett kr. 59.000. Borðstofuborð + 6 stólar kr. 59.300. Borð kr. 9.800. Svefnsófar kr. 64.000. G.Á. húsgögn ehf. Ármúla 17a ♦ Símar 553 9595 og 553 9060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.