Morgunblaðið - 23.05.1999, Qupperneq 48
r48 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Eg er Laddi, konugur
frumskógarins!
TARSAN
ER
LÁVARbUR
FRUM-
SKÓGARINS!
KONUNGUR
ER,MEIRI EN
LAVARÐUR!
1
Grettir
Smáfólk
RAT5! I 6UES5 HE LEFT.. there'sa 5PIPER ON Y0URBACKÍ APRIL ^FOOLj^
WAKEUP.BI6 BROTHER!
MARK McöWIRE 15 AT
THE DOOK'ME WANT5TO
PLAVON YOURTEAM'
MARK?.
MARK? /APRIL'1
Vaknaðu stóri bróðir,
Mark Mc Gwire er
kominn! Hann vill
leika með liðinu þínu!
Apríl-
gabb!
Mark?
Mark?
Aprílgabb!
Herra Mc Gwire?
Ert þú þarna úti?
Aprílgabb!
Árinn!
Hann hefur
víst farið..
Það er
könguló á
bakinu á þér!
Aprflgabb!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Lrkaminn man
liðna atburði
Frá Gitte Lassen:
LÍKAMINN lýgur ekki. Fas hans,
hörundslitur, staða, hlutfóll, hreyf-
ingar, spenna og lífsorka tjá mann-
inn eða konuna
inni fyrir. Líkam-
inn endurspeglar
allt sem í okkur
býr. Hann mót-
ast af andlegum,
tilfínningalegum
og sálrænum
þáttum í tilveru
okkar. Það er
eins og líkaminn
sjái hvað í hugan-
um felst og hvernig hjartað finnur til
og lagi sig að því.
Líkaminn kemur upp um hver þú
ert, um tilfinningar þínar, skapgerð
og varnarviðbrögð.
Sálgreinandinn Wilhelm Reich,
lærisveinn Freuds, setti fyrstur
manna á Vesturlöndum fram kenn-
ingar um „minni líkamans". Hann
hélt því fram að vöðvana sem við
notum til að tjá ákveðnar tilfinningar
notum við líka til að bæla þær niður.
Ef þú færð ekki að finna til, færð
ekki að tjá ákveðna tilfinningu og
jafnvel ekki að viðurkenna tilvist
hennar, myndast samsvarandi svæði
með vöðvaspennu í líkamanum. Þeg-
ar slaknar á þessari spennu losnar
einnig um tilfinninguna og endur-
minninguna, og sömuleiðis um
sjálfseyðingarhvötina sem voru þar
innibyrgðar.
Það er algengt að fjölskyldur í
vanda neiti að viðurkenna tilfinning-
ar. Þau okkar sem alast upp 1 sam-
virkum fjölskyldum, hvort sem þær
eru óstarfhæfar vegna ofdrykkju eða
af öðrum orsökum, byrgja inni leifar
af afneituðum, niðurbældum, ótjáð-
um tilfinningum. Oftast eru þetta
„slæmar“ tilfinningar - sársauki,
ótti, reiði, skömm. Þótt við höfum
vitandi vits gleymt þessum tlfinning-
um úr bernsku berum við þær samt
með okkur og líkaminn man eftir
þeim. Og svo mörg geymum við end-
urminningar um sársauka og ótta,
reiði og skömm í líkömum okkar.
Ég er með konu í djúpnuddi og er
að nudda kvið hennar. Ég verð vör
við vaxandi tilfinningalega spennu
og er viss um að tárin streyma úr
augum hennar. Ég hvet hana til að
gefa grátnum lausan tauminn, að
hleypa öllu út. Ég segi ekkert fyrr
en tilfinningaofsinn hefur fjarað út.
Þá segist hún muna að sér hafi verið
nauðgað sem bami. Henni er mikill
léttir að tala nú loks um þessa sárs-
aukafullu reynslu.
Nú er hjá mér karlmaður. Hann
rifjar upp löngu gleymda atburði úr
bemsku og við það skilur hann betur
tmflaða hegðun sína innan fjölskuld-
unnar. Þessi nýuppgötvaða vitneskja
getur nú auðveldað honum að velja
betri leiðir í lífinu, þar sem undir-
meðvitund hans er ekki lengur fjötr-
uð af lögmálum afbrigðilegu fjöl-
skyldunnar.
Tilfinningaspenna kallar fram lík-
amlega spennu, líkamleg spenna
kallar fram tilfinningaspennu. Báðar
takmarka frelsi okkar til sjálfstján-
ingar. Ég trúi því að innst inni þrái
allir að hverfa aftur til þess sakleysis
og tjáningarfrelsis sem við fáum í
vöggugjöf. Og með ofurlítilli hjálp
fer líkaminn að slaka á, hvert sárið
af öðru tekur að gróa, hlekkirnir sem
fjötrað hafa líkama og sál falla af
okkur einn af öðmm. Þegar slaknað
hefur á allri spennu, og allar tilfinn-
ingar hafa fengið útrás, fæst frelsi til
nýrrar sjálfstjáningar.
Fær nuddari kann að hlusta á lík-
amann þegar hann biður um hjálp.
Að hlusta á líkamann og láta hann
segja sér til er áhrifarík leið til að
greiða úr endurminningum og
martröðum sársaukafullrar bemsku.
Við þráum öll að losna við slíkan
sársauka. Það er dásamleg og lækn-
andi upplifun að finna snertingu þess
sem virðir, skilur og finnur til með
okkur. Slík snerting fær líkamann til
að slaka á og losa um, leysa fjötrana
sem við höfum borið svo lengi og
frelsa sjálfsvitund okkar.
GITTE LASSEN,
nuddari og vinnur við sálræna líkams-
meðferð og ráðgjöf.
Gitte
Lassen
Utspil borgarstjóra
Frá Eiríki Brynjólfssyni:
BORGARSTJÓRI kom með tillögu
um 150-170 milljóna króna fjárveit-
ingu til grunnskóla Reykjavíkur á
næsta ári. Að vísu líst mér alltaf illa
á óskilgreindar greiðslur af þessu
tagi. Hver á að ákveða hverjir vinna
hvað fyrir hvað mikið fé? Þetta getur
verið uppskrift að óánægju. Þá er
þetta aðeins helmingur af því fé sem
kennarar í Reykjavík hafa krafist í
bætur fyrir aukin störf á því skólaári
sem nú er að Ijúka. En aðalatriði
málsins er að borgarstjóri hefur með
þessu tilboði sínu viðurkennt að störf
kennara hafa aukist án þess að
greiðslur hafi komið fyrir. Það er
vitaskuld vel og ætti að auðvelda
borgarstjóranum að stíga skrefið til
fulls og bæta kennurum í Reykjavík
aukna vinnu á þessu skólaári.
Ég vona að borgarstjórinn flýti
sér að stíga þetta óhjákvæmilega
skref. Með því að gera það er skóla-
haldi næsta haust bjargað og liðkað
fyrir næstu kjarasamningum.
EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON,
kennari og ritstjóri Kennarablaðsins.
Söfnun vegna veikrar móður
Frá Vigfúsi Pór Ámasyni:
SÉRSTAKAR þakkir viljum við
færa öllum þeim fjölmörgu ein-
staklingum og fyrirtækjum sem
gáfu í söfnunina er bar yfirskrift-
ina „Veik móðir“. Með hrærðum
huga er ljúft að greina frá því að í
söfnuninni söfnuðust yfir þrjár
milljónir króna. Þeim peningum
verður fyrst og fremst varið tO að
hlúa að bömum Guðrúnar Ipsen,
en hún lést þann 23. febrúar sl.
Með þakkarkveðjum og bless-
unaróskum,
VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON,
prestur.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.