Morgunblaðið - 23.05.1999, Side 49

Morgunblaðið - 23.05.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 49 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Helgihald Dómkirkjunnar á hvítasunnu VEGNA viðgerða á Dómkirkjunni í Reykjavík fer helgihald safnaðarins fram í Fríkirkjunni á Fríkirkjuvegi 5. A hvítasunnudag, þegar við minn- umst þess að heilagur andi kom yfír lærisveinana og kirkja Krists var stofnuð, verður hátíðarmessa í Frí- kirkjunni kl. 11. Þar mun sr. Hjalti Guðmundsson þjóna að helgihaldinu ásamt Dómkórnum og organistan- um Marteini H. Friðrikssyni. A öðr- um degi hvítasunnu, mánudeginum 24. maí, verður helgistund í kirkj- unni kl. 11. Þar þjónar sr. Jóna Hrönn Bolladóttir ásamt Dómkóm- um og Marteini H. Friðrikssyni. All- ir velkomnir. Safnaðarferð L augar neskirkj u Á MORGUN, annan í hvítasunnu, verður farið í safnaðarferð Laugar- neskirkju. Við ætlum að hittast í kirkjunni kl. 11 og eiga þar saman stutta stund. Þar munu Helga Steffensen og félagar í Brúðubílnum sýna leikþátt og einnig fáum við leynigest. Um kl. 11.30 verður svo lagt af stað, ýmist í hópferðabílum eða einkabílum, upp í Vindáshlíð í Kjós. Þar verður margt til gamans gert, farið í leiki og grillaðar pylsur. Með þessari safnaðarferð er gert ráð fyrir að allir þeir fjölmörgu hóp- ar sem starfa innan Laugames- kirkju sameinist og eigi saman góðar stundir í fallegu umhverfí og góðum anda. Kostnaður er hóflegur. Með von um þátttöku sem flestra. Starfsfólk Laugameskirkju. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa þriðjudag kl. 10-14. Léttur há- degisverður. Samverustund foreldra ungra barna þriðjudag kl. 14-16. Grensáskirkja. Kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. Orgelleikur, ritn- ingarlestur, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Seltjarnameskirkja. Foreldramorg- unn þriðjudag kl. 10-12. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænh- mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænarefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkj- unni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson. Seljakirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðsstarf yngri deild kl. 20.30-22 í Hásölum. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Hvammstangakirkja. TTT-starf (10-12 ára) mánudag kl. 18. Æsku- lýðsfundur á prestssetrinu mánu- dagskvöld kl. 20.30. Frikirkjan Vegurinn. Samkoma annan í hvítasunnu kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Hvítasunnudagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhópurinn syng- ur, ræðumaður Mike Fitzgerald. All- ir hjartanlega velkomnir. Annan í hvítasunnu: Utvarpsguðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Trausta- son, forstöðmaður. Allir hjartanlega velkomnir. Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. ri azuvi flí sar ipi m i i i i i 11 n 11 m SlórliöfOa 1~, við Gullinlmí, s. >vw\v.flis0’flis.is • nctfanj;: flis (" itn.is V Sunnlenskir sjálfstæðismenn koma saman til kvöldverðar föstu- daginn 28. maí kl. 20.00 á Hótel Selfossi og kveðja Þorstein Pálsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra. Þeir sem hafa áhuga tilkynni þátt- töku fyrir fimmtudaginn 27. maí í síma 482 2500 (Hótel Selfossi). Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. XIV Vornámskeið Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins mm Haldiö í Háskólabíói 3. og 4. júní 1999 Efni: Tækni í þágu fatlaðra Fimmtudagur 3. júnf Fundarstjóri: Ingibjörg Georgsdóttir, barnalæknir Kl. 8:00 - 9:00 Skráning þátttakenda Kl. 9:00- 9:10 Námskeiðssetning Nýjungar í greiningartækni: Kl. 9:10- 9:45 Greining á flogaveiki - heilasíritun Pétur Lúðvígsson, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum barna Kl. 9:45- 10:20 Rannsóknir á svefntruflunum Hákon Hákonarson, sérfræðingur I lungnasjúkdómum barna Kl. 10:20- 10:50 Kaffihlé Kl. 10:50- 11:25 Hugbúnaðurtil greiningará atferli og samskiptum Magnús Magnússon, forstöðumaður Rannsóknarstofu um mannlegt atferli við Háskóla Islands Kl. 11:25 - 12:00 Nýjungar í myndgreiningu við rannsókn miðtaugakerfis Ólafur Kjartansson, sérfræðingur i myndgreiningu Fjarskipti: Kl. 13:15 -13:50 Nýjungar í gagnaflutningum - hvað er framundan? Sæmundur Porsteinsson, forstöðumaður rannsóknadeildar Landsslmans Kl. 13:50 - 14:25 Fjarkennsla - fjargreining Elsa Friöfinnsdóttir, lektor og forstöðumaður Heilbrigöisdeildar Háskólans á Akureyri. Flutt um fjarkennslubúnað Háskólans á Akureyri Kl. 14:25 - 15:00 Upplýsingaleit á tölvum Anna Sigríður Guðmundsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur Kl. 15:00- 15:25 Kaffihlé Kl. 15:25 - 16:00 Erfðatækni og gagnagrunnar Kristleifur Kristjánsson, barnalæknir Islenskri erfðagreiningu Föstudagur 4. júni Fundarstjóri: Laufey Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Vestfjarða Notkun tölvu i þjálfun og kennslu: Kl. 09:00 - 09:35 Tölvur fyrir forskólabörn Sigrún Jóhannsdóttir, forstöðumaður Tölvumiðstöövar fatlaðra Kl. 09:35 - 10:10 Hugbúnaður til kennslu og náms - ertölvan gulrót? Sylvla Guömundsdóttir, ritstjóri Námsgagnastofnun 10:40 Kaffihlé 11:15 Tölvur f kennslu fatlaðra unglinga Guðrún Hallgrímsdóttir og Siguröur Fjalar Jónsson, kennarar starfsbraut fatlaðra við Fjölbrautaskólann f Breiðholti 11:50 Tæknin er svarið -... en hver er spurningin? Snæfríður Póra Egilson, iðjuþjálfi og lektor við Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Fluttfrá Háskólanum á Akureyri Kl. 13:15 - 13:50 Tölvur og tjáskipti? nýtt Blissforrit Sigrún Grendal Magnúsdóttir, talmeinafræöingur Kl. 13:50 - 14:25 Talgervlar - kynning á nýrri tækni Blindrafélagið Kl. 14:25 - 15:00 Nýjungar í hjálpartækjum Örn Ólafsson, stoðtækjasmiður Kl. 15:00- 15:25 Kaffihlé Kl. 15:25 - 16:00 Tölvur í þágu fatlaðra: framtíðin í Ijósi reynslunnar Jón Torfi Jónasson, prófessor Kl. 10:10 Kl. 10:40 Kl. 11:15- Skráningu lýkur 27. maí Þátttökugjald kr. 9.000 Skráning í síma 564 1744, á fax 564 1753, á netfang: fraedsla@greining.is Nýjasti GSM- farsíminn frá Siemens, C25, er kominn! Lítill, léttur, ódýr og ómót- stæði- legur! Mikið úrval fylgihluta. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 105 REVKJAVÍK SlMI 520 3000 FAX 520 301 1 www.sminor.is ( © \r (.1 óo T2«c (3«« (4'wi (’5 gwKO (7 fa*s :'8W ;4f ó <0 + 19.500 fcr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.