Morgunblaðið - 23.05.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sungið af tilfínningu
HINN 25. maí 1949 hélt Billie Holi-
day síðustu tónleika sína í Phoenix
Theatre í New York. Nákvæmlega
50 árum síðar ætlar djasssöngkon-
an Tena Palmer að syngja nokkur
laga hennar í Iðnó. Tónleikamir
verða tvennir, haldnir 25. og 26 maí.
Með Tenu koma fram þeir Óskar
Guðjónsson á tenórsaxófón, Samúel
Samúelsson á básúnu, Kjartan
Valdemarsson á píanó, Þórður
Högnason sem leikur á kontrabassa
og Pétur Grétarsson trommuleikari.
Tena Palmer er kanadísk en hef-
ur búið á íslandi í tæp þrjú ár. I
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins sagðist hún hafa dáð Billie
Holiday lengi en ekki hafa sungið
lög hennar opinberlega áður. Hún
sagði ástæðuna vera að fólk í Norð-
ur-Ameríku þekkti Billie Holiday
svo vel og því væri sem að bera í
bakkafullan lækinn að flytja lög
hennar þar „en svo áttaði ég mig á
að enginn hafði beinlínis flutt lög
hennar hér á íslandi", sagði hún full
af áhuga.
Aðeins lög sem skipta hana máli
Tena segist vera hrifín af Billie
Holiday vegna þess að hún söng
ávallt af svo mikilli tilfinningu og
Morgunblaðið/Ásdís
TENA Palmer syngur lög Billie Holiday í Iðnó.
með þeim hætti sem náði til fólks.
„Það er eins og hún sé að tala til
manns, hún breytti laglínunni og
notaði frábæra tímasetningu og
nótnaval, hún var meistari á sviði
djassins."
Aðspurð um lagaval á tónleikun-
um segist Tena velja þau lög sem
hún getur fundið sjálfa sig í eða
skemmt sér við að syngja. Textam-
ir sem Billie Holiday söng voru oft
um kynþáttafordóma, misnotkun og
erfið ástarsambönd og Tena segir
dýpt flutningsins spretta af þeirri
reynslu. Hún segir forsendu þess að
geta flutt lög Billie af tilfinningu
vera að skilja það sem hún gekk í
gegnum.
Tena segir tónhstina á væntan-
legum tónleikum verða bæði rólega
og einnig á köflum fulla af hressi-
leika, spennu og krafti. Sum lögin
verða flutt á hefðbundinn hátt, en
önnur brýtur hún upp og færir í nú-
tímabúning. Hún segist njóta þess
út í ystu æsar að syngja lög BilUe
HoUday og hlakkar því til að koma
fram á fjölum Iðnó.
Dóttir Trumps
í tískunni
► DÓTTTR bandarfska auðjöf-
ursins Don-
alds Trumps
verður
stöðugt meira
áberandi í
tískuheimin-
um, en núna
sfðast sást
Ivanka Trump
á tískusýn-
ingu breska
tískuhönnuð-
arins Waynes
Coopers í
Sydney í
Astraliu.
Marfha Ernsfdóltir
margfaldur
íslandsmeisfari
í langhlaupi
velur
í'aSiö
skó og fafnad
GEL- PRODIGY
5890.-
UTILÍF
n t n'
Glæslbæ • síml: 581 2922
SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 57
.DiJjjÍi
vm
Dammörk.
EILLUUIÍ
a marm
Verð frá
Innifalið: Flug til Billund, bílaleigubíll í A flokki með 4
ótakmörkuðum kílómetrafjölda í 1 viku m.v. 2 fullorðna
og 2 böm 2ja-11 ára og allir flugvallarskattar.
Ef 2 fullorðnir ferðast saman er verðið ss.aoo kr. á mann
Innifalið er flug, bílaleigubíll í A flokki, í viku með
ótakmörkuðum kílómetrafjölda og allir flugvallarskattar.
IVIallorca
13 ÚJlÚjiT.
Innifalið: Flug, gisting á Pil larí Playa í 1 viku, allir ■*
flugvallarskattar, ferð til og frá flugvelli erlendis.
Miðað er við 2 fullorðna og 2 böm 2ja-11 ára.
Ef 2 fullorðnir ferðast saman er verðið. 46.180 kr. á mann.
Innifalið: Flug, gisting á Pil lari Playa í 1 viku, allir
„flugvallarskattar og ferð til og frá flugvelli erlendis.
'd .
til Portúgals 23. júní
Albufeíra
Verð frá
Miðað er við að 2 fullorðnir og 2 böm 2ja-11 ára ferðist saman.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ferð til og frá flugvelli erlendis.
Gisting á Sol Doiro í 1 viku.
Ef 2 ferðast saman er verðið mm kr. á mann. *
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ferð til og frá flugvelli erlendis.
Gisting í stúdíói á Sol Doiro í 1 viku. ' 42
Tvöfalt verðgildi
U _
öLJiJJCÆJ:
í ferð til Portúgal 23. júní
8.000 frípunktar = 12.000 kr. innborgun
12.000 frípunktar = 18.000 kr innborgun
16.000 frípunktar = 24.000 kr. innborgun
20.000 frípunktar = 30.000 kr innborgun
Maður
sparar
og sparar
FERÐIR
800 7722
Faxafeni 5 • 108 Reyk|avik • Sími 568 2277 • Fax 568 2274
Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
r-
AUGLÝSINGAOEILD
v^mbl.is
\LLTAt= eiTTHVAO NYTT
Sími: 569 1111. Bréfsími: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is