Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Grunnskólar í V esturbyggð sameinaðir í einn skóla Fjórar stöður skólastjóra lagðar niður BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að sameina alla grunnskólana í Vest- urbyggð í einn skóla, sem nefnast mun Grunnskóli Vesturbyggðar. Skólarnir sem hér um ræðir eru Bíldudalsskóli, Birkimelsskóli, Pat- reksskóli og Grunnskólinn í Örlygs- höfn. Af þessu leiðir að núverandi stöð- ur skólastjóra við skólana leggjast af þar sem þeim verður sagt upp störfum. í þeirra stað verður ráðið í nýjar stöður deildarstjóra við skól- ana og nýja stöðu skólastjóra Grunnskóla Vesturbyggðar. Markmiðið með skipulagsbreyt- ingunni er m.a. að einfalda stjórn- un skólanna og gera hana mark- vissari með því að hafa hana á einni hendi. Stofnuð verður sjálf- stæð skrifstofa þar sem skóla- stjóri hefur aðsetur. I framtíðinni verður stefnt að því að slík skrif- stofa taki yfir þau störf sem Skólaskrifstofa Vestfjarða hefur nú með höndum, auk annars. Að sögn Hauks Más Sigurðar- sonar, formanns bæjarráðs Vestur- byggðar, voru breytingarnar kynntar fyrir viðkomandi skóla- stjórum og kennurum í fyrradag. „Auðvitað kom þetta við skóla- stjórana eins og gefur að skilja, þetta snertir þá mest, en í kennara- liðinu var almenn ánægja,“ sagði Haukur í samtali við Morgunblaðið. Þar sem tillagan gengur út á að skólastjórunum verði ságt upp, hafa þeir möguleika á að sækja um stöðu skólastjóra Grunnskóla Vest- urbyggðar eða um stöðu deildar- stjóra í þeim skólum sem þeir voru í, eða öðrum skólum eftir atvikum, óski þeir eftir að færa sig til. Erum að reyna að ná sparnaði í yfirstjórninni „Við erum með þessum aðgerðum að reyna að ná spamaði í yfirstjórn- inni, meiri yfirsýn yfir rekstur skól- anna og faglegri samvinnu sem hef- ur ekki verið til staðar. Við erum með alltof dýran rekstur á skólun- um, tæplega 50% af tekjum sveitar- félagsins, eða 95-100 miHjónir á ári. Þarna má taka virkilega á með sam- eiginlegum innkaupum, sameigin- legum ráðningum, frekari hagræð- ingu í starfsmannahaldi og síðast en ekki síst að það verði samræmd fag- leg skólastjórnun í öllu sveitarfélag- inu. Þai-na er fyrst og fremst um að ræða varnaraðgerð í þeirri fjár- hagslegu stöðu sem við erum í, til þess að geta haldið úti þessum fjór- um skólum til framtíðar. Við viljum frekar hagræða með þessum hætti en standa í flutning- um á skólabörnum yfir erfiða fjall- vegi að vetrarlagi, sem var einn kostur í stöðunni en kom aldrei til álita af okkar hálfu.“ I Grunnskóla Vesturbyggðar verða 215 nemendur með um 35 kennara auk annars starfsliðs. Flóttamenn frá Kosovo komnir til Dalvíkur TUTTUGU og þrír flóttamenn frá Kosovo komu síðdegis í gær til Dalvíkur. Flóttafólkið kom með rútu frá Eiðum þar sem það hefur dvalið siðustu tvær vikur. Ungir sem aldnir Dalvíkingar söfnuðust saman við Víkurröst þar sem móttaka flóttamannanna fór fram. Þar voru einnig bæjarfull- trúar Dalvíkurbyggðar, bæjar- stjóri, fulltrúar flóttamannaráðs og félagsmálaráðuneytis, fulltrúar úr stjórn Dalvíkurdeildar Rauða kross Islands og fulltrúi frá Rauða krossi Islands sem og stuðnings- fjölskyldur flóttafólksins. Rögnvaldur Skíði Friðbjörns- son, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bauð flóttafólkið velkomið. Hann kvaðst vona að það myndi njóta þess að dvelja í Dalvíkurbyggð og eiga þar ánægjustundir. „Við ger- um okkur vel grein fyrir því að samfélag okkar er ólíkt ykkar heimabyggð og við vitum af þeim erfiðu aðstæðum sem þar eru, en vonum að hér muni ykkur líða vel. Við munum leggja okkur fram um að svo megi verða,“ sagði bæjar- stjóri. Árni Gunnarsson, formaður flóttamannaráðs, færði fyrir hönd félagsmálaráðuneytis fram þakk- læti til íbúa bygðarlagsins fyrir að bregðast skjótt við, en þeir hefðu á skömmum tíma leyst verkefnið vegna móttöku flóttamannanna af hendi. Kvaðst hann sannfærður Morgunblaðið/Kristj án HEIMAMENN heilsa flóttafólkinu í Víkurröst á Dalvík, en þar fór móttaka þeirra fram síðdegis í gær. um að nýbúunum myndi líða vel í nýjum heimkynnum. Vegna hins skamma tíma sem var til undir- búnings komu fólksins hefur mikil vinna mætt á velviljuðum og óeig- ingjörnum sjálfboðaliðum úr röð- um íbúa og voru þeim færðar þakkir. Islenskunám í sumar Eftir málsverð í Víkurröst af- henti bæjarstjóri nýju íbúunum lykla að íbúðum sfnum og var að því búnu haldið heim á Ieið. Næstu daga er ráðgert að fara í skoðun- ar- og kynnisferðir um sveitarfé- lagið, í stofnanir og fyrirtæki, og í næstu viku verður sumarskóli sem starfræktur verður við Dalvíkur- skóla kynntur, en íslenskukennsla hefst þar 2. júní næstkomandi. ARDITA Krasniqi, tæplega tveggja ára, er yngst í hópi flóttafólksins sem kom til Dalvíkurbyggðar í gær, en Andri Viðar tók vel á móti henni. Bróðir hennar, Gzim, sem er rétt að verða 7 ára, fylgist með. Borgarstjóri um kröfur kennara Er búin að gera það sem hægt er „ÉG LÍT ekki svo á að Reykjavík- urborg sé í kjarasamningaviðræð- um við kennara en við erum búin að sjá til þess að borgin getur með aukafjárveitingu greitt fyrir ákveðna aukavinnu kennara," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri er hún var innt álits á þeirri skoðun kennara sem fram kom í Morgunblaðinu í gær að þeir væntu tilboðs frá borginni ef takast ætti að fá þá til að falla frá uppsögnum. „Kennarar hafa bent á að til þess að geta sinnt tilteknum störfum í skólunum þurfi að greiða fyrir það aukalega sem verður þá gert í formi aukavinnu,“ sagði borgarstjóri enn- fremur. Samþykkt var 170 milljóna króna aukafjárveiting í borgarráði síðastliðinn þriðjudag til að mæta útgjöldum vegna nýrra starfshátta. ,Að því leytinu til hafa kennarar náð ákveðnum árangri en þetta eru engar samningaviðræður og við er- um að gera ráð fyrir því að greiða fyrir tiltekna vinnu en ekki yfir- borgun. Ég tel að borgin sé búin að gera það sem hún getur gert í þess- ari stöðu og þykir miður ef það dug- ar ekki til þess að kennarar aftur- kalli uppsagnir sínar og vil hvetja þá til að skoða hug sinn vandlega í þessum efnum.“ ---------------- Þjófnaðir á töskum úr inn- kaupakerrum UNDANFARIÐ hefur talsvert bor- ið á því að töskum hefur verið stolið úr innkaupakerrum og körfum í matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Af þessu tilefni hefur lögreglan í Reykjavík sent frá sér áskorun til fólks að gæta varúðar og skilja ekki eftir töskur eða veski í innkaupa- kerrum eða körfum nema að alltaf sé fylgst með þeim, enda taki ekki nema fáar sekúndur að grípa veski úr innkaupakerru. „Það er mjög algengt að fólk leggi frá sér töskur sínar eða veski í innkaupakerrur og það skilur stundum kerrumar eftir meðan far- ið er til að sækja einhverja vöru. Þá gefst óprúttnum mönnum tækifæri til að grípa veskið eða töskuna úr kerrunni. Starfsfólk í verslunum hefur reynt að hafa auga með þessu en það er mjög takmarkað eftirlit sem það getur haft, sérstaklega á annatímum þegar margt fólk er í verslunum," segir í tilkynningu frá lögreglunni. Símvirki hætt kominn í pósthúsinu á Raufarhöfn Fékk í sig rafstraum SÍMVIRKI slasaðist þegar hann fékk mikinn rafstraum í sig þar sem hann vann að viðgerð á sendi í pósthúsinu á Raufarhöfn í fyrra- dag. Þykir mikil mildi að maðurinn sleit ósjálfrátt í sundur leiðslu um leið og hann fékk rafhöggið og varð því fyrir raflosti í skemmri tíma en ella hefði orðið. Heyrði hvell Símvirkinn, sem er frá Húsavík, vann að viðgerð á sendi í pósthús- inu á Raufarhöfn. Helga Bjarna- dóttir, starfsmaður í pósthúsinu, varð vitni að slysinu. Hún segir að maðurinn, sem er á miðjum aldri, hafi verið við vinnu sína milli 16 og 16.30 í fyrradag inn af afgreiðsl- unni. Hún heyrði hvell og athugaði hverju sætti. Sá hún þá manninn falla í gólfíð. „Það liðu nokkrar mínútur áður en ég náði sambandi við hann. Ég hafði rétt fengið hann til að svara mér þegar hjúkrunarkona og læknir komu á staðinn. Hann þekkti mig þó ekki. Það vildi svo vel til að afleysingalæknir á Rauf- arhöfn var nýkominn frá Kópa- skeri, hann skoðaði manninn og var síðan farið með hann á heilsu- gæslustöðina þar sem gert var að sárum hans,“ sagði Helga. Hálftíma eftir slysið var maður- inn farinn að muna eftir atvikum fyrir og eftir það. Helga segir að maðurinn sé þaulvanur símvirki sem hafi oft unnið að verkefnum í pósthúsinu. Ekki er vitað hvað olli því að maðurinn fékk rafstraum. Símvii-kjar voru sendir frá Reykja- vík til að ljúka viðgerðunum. Sleit vír ósjálfrátt „Mér skilst að í þessum kassa sé 3.000 volta spenna. Þegar hann fékk hnykkinn á sig varð honum svo bilt við að hann sleit einhvei’n vír og um leið sló út rafmagninu og hann losnaði strax frá kassanum. Ég held að það hafi orðið honum til happs,“ sagði Helga. Maðurinn fékk brunasár í annan lófann og á upphandlegg. I gær- morgun var maðurinn við betri heilsu, en þó ennþá talsvert eftir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.