Morgunblaðið - 27.05.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 27.05.1999, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR KRISTMUNDSSON + Guðmundur Kristmundsson fæddist á Kaldbak í Hrunamannahreppi 15. sept. 1930. Hann lést að heimili sínu Skipholti 11. maí síð- astliðinn og fðr útför hans fram frá Hrunakirkju 15. maí. Nú kveð ég tengda- föður minn Guðmund Kristmundsson hinstu y kveðju. Ég kynntist tengdaforeldrum mín- um fyrir 24 árum er ég kom fyrst inn á heimili þeirra í Skip- holti með Jóni syni þeirra. Þar var ég tíður gestur og var alltaf vel tek- ið. Guðmundur bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum, tengdabömum og bamabörnum. Hann vildi fylgjast vel með hvað hver var að gera og má segja að líf þeirra hjóna hafi snúist um það að börn þeirra og fjölskyld- ur mættu hafa það sem allra best. Mörg haustin vann Guðmundur sem réttarstjóri í Sláturhúsi Suður- lands og gisti hann þá hjá okkur á Selfossi. Hann hafði gaman af þess- ari tilbreytingu, tók vinnuna mjög alvarlega og var aldeilis ekki hættur í vinnunni þegar hann kom heim á kvöldin. Mörg kvöldin sátum við og rædd- um málin. En þótt hann hafí tekið sér írí írá búskapnum á haustin var hugurinn að sjálfsögðu alltaf heima í sveitinni. Já, það er margs að minnast. 011 áramótin sem við fjölskyldan höfum átt saman í Skipholti, allar helgam- ar og réttardagamir góðu. Sérstak- ar þakkir em ofarlega í huga mínum í hversu Guðmundur var góður afí barnanna minna. Það má kannski segja að Guðmundur Srnári og Reynir Þór hafi meira og minna alist upp í Skipholti. Það var ekki svo sjaldan sem afi eða amma hringdu á fóstudögum og spurðu hvort strák- amir vildu ekki koma og vera hjá þeim yfir helgina. Þá smá-pollar og öll sumrin sem þeir vom í sveitinni sem vinnumenn. Ég vil einnig minnast á þomablót- ið sem við fjölskyldan héldum í Skipholti í febrúar sl. en þá var Guð- mundur orðinn mjög veikur. Hann hafði mjög gaman af, og undraðumst við öll hversu lengi hann sat frameftir og spilaði brids. Þetta var síðasta fj ölskyldusamkoman þar sem allir gátu kom- ið og verið með Guð- mundi. I miðjum vorverkun- um, sauðburðurinn byrjaður, lömbin hlaupandi um túnin, gróðurinn allur að lifna, sveitin skartandi sínu fegursta sofnar bóndinn á bæn- um svefninum langa í faðmi eigin- konu og barna sinna sem hafa hugs- að svo vel um hann heima að aðdá- anlegt er og uppfyllt óskir hans. Nú er búin þessi langa og stranga barátta Guðmundar við illvígan sjúkdóm og þrátt fyrir allan söknuð- inn emm við þó þakklát fyrir að þraut hans er á enda. Nú þegar tími er kominn til að kveðja er það sárt og ekki auðvelt að sjá á eftir ástkær- um tengdaföður sem í senn var góð- ur eiginmaður, faðir, afi og langafi. Elsku Rúna, megi góður Guð gefa þér og fjölskyldunni allri styrk á þessum erfiðu tímum Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Liija Smáradóttir. Það era rúm þrjú ár síðan Guð- mundur tengdafaðir minn greindist með þann sjúkdóm sem hefur lagt hann að velli. Guðmundur var bóndi af guðsnáð, og fyrir borgax-barn eins og mig sem lítið skildi af þeim störf- um sem vinna þurfti til sveita var gaman að fylgjast með Guðmundi í bústörfum, hvort sem var við gegn- ingar eða ef þurfti að hlynna að bú- peningi var umhyggja hans einstök. Vinnudagurinn var yfirleitt lang- ur og strangur, því að mörgu þarf að hyggja á stóra búi. Því veit ég að það varð honum mikið áfall að þurfa PÉTUR KRISTINN ÞÓRARINSSON + Pétur Kristinn Þórarinsson, Njálsgötu 34, Reykjavík, fæddist að Hrauni í Keldu- dal við Dýrafjörð 16. nóvember 1922. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 7. max' síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. maí. Kæri Pétur. Þú varst alltaf kátur og glaður, hress í viðmóti og lést þér hvergi bregða. Ég átti skemmtilegar samræður við þig í þau fáu skipti er við hitt- umst en lofað get ég að þeim mun ég aldrei gleyma. Þú varst algjör jólasveinn sumarsins enda ríkti eilíf kátína í kringum þig er maður hitti þig á Húsatúni eða hjá ömmu og afa. Þú lést alltaf eins og þú þekktir mann manna best og strokaðir með því út alla feimni. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér með rausnarlegri nærveru þinni. Vertu sæll, kæri frændi, megi gleði og glaumur fylgja þér í himnaríki. Þín frænka Hulda Hrönn. í Elskulegur eiginmaður minn, KRISTINN HALLBJÖRN ÞORGRÍMSSON, Túnbrekku 5, Ólafsvík, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugar- daginn 22. maí, verður jarðsunginn frá Ólafs- víkurkirkju á morgun, föstudaginn 28. maí, kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ebba Jóhannesdóttir. MINNINGAR að bregða búi, en þó huggun harmi gegn að vita að búið var i góðum höndum hjá syni hans og tengda- dóttur. Hann fékk að vera heima í Skip- holti síðustu dagana og naut þar um- önnunar Kristrúnar konu sinnar og barna sinna, það var honum mjög mikilvægt og fyrir það var hann þakklátur. Guðmundur þurfti að koma reglulega til skoðunar og dvaldi þá iðulega hjá okkur á Rauða- læknum, og er það okkur öllum dýr- mæt minning, ekki hvað síst börnum okkar. Elsku Kx-istrán, þinn missir er mikill, en þú átt stóra fjölskyldu að og það er dýrmætt. Að lokum kveð ég þig, heillakarl- inn minn, þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu. Friður Guðs sé með þér. Brynjólfur. Upp skalt á kjðl klífa, köld er sjávar drífa, kostaðu hug þinn herða, hér muntu lífið verða. Skafl beygjattu, skalli, þó skúr á þig falli ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. (Þórir Jökull.) í bernskuminningunni er oftar bjart yfir. Sjá má fyrir sér tvo strák- pjakka keyra heim heyi innan af Auram. A eftir vögnunum kemur hvítur Landrover og gætt er að því að ekkert fari út böndum. Eftir langan vinnudag hefur öllu verið bjargað í hlöðu. Þá er óhætt að slaka á og leggja á hest. Stundum er riðið fram í Kirkjuskarð en oftar upp að Hvítárdal. A heimleiðinni er mátu- legur halli niður af Kömbunum og mál að gefa þeim brána tauminn. Frábæjafóturinn dinglar laus með síðunni enda er kappsamlega riðið. Þó era engin lausatök höfð á neinu. Að hausti er farið til fjalla að sækja fé. Þá er glatt yfir enda strák- ar búnir að bíða óþreyjufullir. Sjálf- kjörinn „kóngur" leiðir þá inn á nýj- ar víðáttur. En hér skulu menn standa sína „plikt“ eins og áður, engin lausatök. Að kvöldi er óhætt að lyfta sér upp. Rétt er þó að hafa skynsamleg mörk. Nú þegar vetur linar tökin og grös lifna vakna slíkar minningar enda hvarflar hugurinn oft í heima- byggðina um þetta leyti. En nú er hann Gvendur fóstri minn fallinn í valinn og tekur ekki framar þátt í vorkomunni. Það var mannbætandi fyrir ungling að kynnast Guðmundi Kristmundssyni. Þótt ekki yrði sam- felld dvöl mín í Skipholti lengri en tvö sumur urðum við nánir upp frá því og fylgdumst með högum hvor annars, þó að oft hafi fjarlægðimar verið miklar. Stundum var hann kallaður Gvendur ríki en það viður- nefni átti þó sennilega meira sögu- legar en efnahagslegar skýringar. Engu að síður var hann ríkur af mörgum mannlegum eiginleikum sem hollt var að kynnast. Það var ekki menntun sem hægt er að sækja á skólabekk heldur miklu fremur innsýn í það hvað hugtök eins og samviskusemi, áreiðanleiki, trá- mennska og dugnaður merkja. 011 hans störf, hvort sem þau vora fyrir hann sjálfan eða aðra, bára með sér þessar dyggðir. Hugurinn var kvik- ur og tilsvörin oft snörp. Engu að síður var Gvendur einstaklega glað- sinna og geðgóður maður sem best mátti sjá á því hversu vel börnum og unglingum leið í návist hans. Þau gengu fúslega með honum til allra verka enda býr lengi að fyrstu gerð. Sjaldnast talaði hann um æsku sína enda ekki gjarn á að flíka tilfinning- um. Þó hefur líklega sú raunvera- lega lífsbarátta hert á baráttuþrek- inu og metnaðinum fyrir því að koma sér áfram og verða dugandi bóndi. Menn skulu ekki beygja skafl þó skúr á þá falli. Með dugnaði og samviskusemi era flestir vegir fær- ir, eins og búskapur í Skipholti ber með sér. Máltækið segir að fé sé jafnan fóstra líkt. Við gott atlæti og natni skilar það húsbónda sínum góðum afurðum og þar með fullvissu um að rétt sé að farið. í því mátti finna lífsnautn bóndans í Skipholti. Farðu sæll, fóstri minn. Ólafur Sigurgeirsson. + Guðrún Gísla- dóttir fæddist í Hvammi á Barða- strönd 31. ágúst 1914. Hún lést á hjúkrunar heimilinu Skógarbæ 15. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gísli Gíslason, f. 18. september 1879, d. 15. nóvember 1923, og Salóme Guð- mundsdóttir, f. 11. apríl 1884, d. 1938. Systkini Guðrúnar eru Hákonía, Gísli, Kristján Pétur (lést ungur), Guðmundur, Gunnar og Hjalti (látinn). Guðrún giftist- 16. febrúar 1952 Jóhannesi Hallssyni, bónda á Ytra-Leiti á Skógar- strönd, f. 28. október 1906, d. 9. maí 1994. Áður eignaðist Guð- rún tvö börn í fyrra hjónabandi með Gunnlaugi Gísla Marteins- Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfínn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Okkur frændsystkinin langar til að minnast hennar ömmu okkar í örfáum orðum. Hún var alltaf svo góð og vildi öllum vel enda þótti öll- um vænt um hana á einn eða annan hátt. Nú er hún dáin en við huggum okkur með þeirri hugsun að nú séu þau saman, amma og afi. Amma vildi allt fyrir okkur gera og var hún mjög vinnusöm og ósér- hlífin allt sitt líf. í sveitinni í gamla daga passaði hún alltaf að hafa nóg fyrir alla að borða og iðulega settist hún ekki niður við borðhaldið, held- ur lét aðra ganga fyrir. Hún var blíð og geðgóð og ætíð stutt í hlát- urinn. Við kveðjum ömmu með söknuði og þakklæti í huga. Nú ertu komin á stað þar sem þér líður vel og við vitum að afi tekur vel á móti þér. Þú skalt vera stjama mín drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Blessuð sé minning þín. Aðalsteinn Már, Sigríður Vilborg og Heiðrún Hlín. Ég á þannig minningar um Guð- ránu á Leiti að í huga mínum er hún húsmóðir í sveit eins og þær gerðust bestar um miðja öldina. Húsmóðir, húsfreyja, með stóram staf. Ekki bóndi eins og nútíminn kallar konur í sveit, þó gekk hún til allra verka úti jafnt sem inni, en mér segir svo hugur að húsmóður- nafnið hafi henni líkað best. Guðrán Gísladóttir frá Ytra-Leiti á Skógar- strönd lést í Reykjavík 15. maí sl. eftir nokkurra ára veikindi sem fylgja gjarnan ellinni, hefði orðið 85 ára á þessu ári svo aldurinn var orðinn hár. Ýmsar minningamyndir hafa leit- að á hugann þessa daga síðan hún lést, þær minningar era allar ljúfar og góðar. Ég kom fyrst að Ytra- Leiti til þeiri-a hjóna Guðrúnar og Jóhannesar Hallssonai' síðla árs 1959. Ég man að okkur var tekið með mikilli hlýju. Jóhannes ánægð- ur og stoltur af að endurheimta frænda sinn að austan, fá hann til ráðunautastarfa á æskuslóðunum. Guðrán hógvær að venju og ég naut svo sannarlega góðs af fagnað- arfundunum. Auk þess hafði Jó- hannes komið í fjárkaupaferð á syni, f. 15. ágúst 1906, d. 1979; Gísla, f. 8. nóvember 1942, kvæntur Sólveigu Ingvadóttur, og Onnu Margréti, f. 4. febrúar 1944, gift Klemenz Egilssyni. Gekk Jóhannes þeim í föðurstað. Guðrún og Jóhann- es eignuðust tvö börn; Magnús, f. 14. júní 1947, ókvænt- ur, og Jófríði, f. 4. maí 1951, sambýlis- maður Friðrik Jóns- son. Bamabörnin em sex og bamabarnabörnin fjögur. Guðrún og Jóhannes bjuggu á Ytra-Leiti til ársins 1986 er þau fluttu til Reykjavíkur og var heimili þeirra þar í Hólm- garði 50. Utför Guðrúnar fór fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. maí. æskuheimili mitt og við Guðrán sýslungar að upprana. Þessu hélt Jóhannes vel til haga, hann hafði alla tíð áhuga á öllu er að búskap laut og öllum mannlegum samskipt- um. Forlögin höguðu því þannig að unga konan Guðrán Gísladóttir frá Hvammi á Barðaströnd kom til Jó- hannesar á Ytra-Leiti með tvö lítil börn, árið 1946. Það var gæfa þeirra beggja. Seinna bættust þeim tvö börn í búið og árin á Leiti urðu fjöratíu. Ég sagði frá fyrstu heimsókn minni þangað, en ferðirnar urðu margar. Nokkuð fastur liður að fara eina sumarferð með börnin, gjaman þegar amma þeirra, systir Jóhannesar, var hjá okkur. Þá dvaldi hún hjá bróður sínum og mágkonu í nokkra daga og naut þess að vera í sveitinni. I þessum ferðum kynntumst við andblæ heimilisins. Allt var hreint og snyrtilegt og fallega var lagt á borð, annaðhvort í stofu eða eld- húsi. Húsmóðirin oft þreytt en æv- inlega snyrtileg til fai-a, hafði gjaman svuntuskipti þegar gesti bar að garði. Ekki urðu börnin út- undan og ekki talað niður til þeirra, þeim var sýnd sama virðing og þeim fullorðnu og það sem meira var, Guðrán var svo mikil nútíma kona að hún átti ævinlega Sinalco og Appelsín, sem hún sótti í búrið fyrir ungviðið. Slíkur lúxus var ekki á borðum daglega þá. Það er stundum sagt að böm og unglingar séu gamlar sálir, að þau hugsi eins og aldraðir. Ég vil snúa þessu við og segja að Guðrún og Jó- hannes hafi verið ungar sálir, þau áttu svo gott með að ræða við börn sem jafningja. Það var einmitt þetta sem átti svo vel við Eystein, son okkar, þegar hann fékk að vera í sveit á Leiti, þar vora allir jafnir og hann naut þess að tala við alla og vera einn af „köllunum" í sveit- inni, þótt ungur væri. Og mikið leið honum vel hjá þeim hjónunum og Magnúsi syni þeirra. Seinna þegar við heimsóttum þau hjónin að Hólmgarði 50, þar sem þau áttu heimili eftir að þau fluttu suður urðum við vör við að bömin í öðrum íbúðum hússins komu í heimsóknir til að ræða málin og kölluðu þau ömmu og afa. Það er erfitt að minnast látins einstaklings án þess að maki hins látna komi við sögu. Því hefur mér einnig orðið tíðrætt um Jóhannes, svo eðlilegt er að hugsa um þau saman. Að lok- um áttu þau það sameiginlegt að kveðja þetta jarðlíf í sömu vikunni í maí, í gróanda vorsins. Það vora fimm ár á milli andláts þeirra. Við hugsum til þeirra með þakklæti og virðingu. Að leiðarlokum sendum við hjón- in og okkar fólk innilegar samúðar- kveðjur til allra ástvina þeirra og óskum þeim alls góðs. María S. Gísladóttir. GUÐRUN GÍSLADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.