Morgunblaðið - 27.05.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 27.05.1999, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Gagnrýni á gagnrýni HARALDUR (Harry) Bilson nefn- ist myndlistarmaður sem hefur náð því að vera allþekktur í nokkrum löndum. Hann fæddist í húsi við Laugaveginn í Reykjavík 21. janú- ar 1948, en móðir hans er íslensk og faðirinn breskur. Fjölskyldan flutt- ist til Bretlands þegar Haraldur var á sjötta ári. Um uppvaxtarár hans veit ég lítið annað en það að hugur hans snerist fljótlega til myndlistar. Hann drakk í sig þekkingu á listasögu og vinnsluaðferðum, málaði öllum stundum sem gáfust og smám sam- an varð úr listmálari sem sýndi verk sín í virtum sýningarsölum víða um heim. Frá árinu 1969 hefur hann sýnt verk sín í fjölmörgum löndum í öllum heimsálfum að Afríku undan- skilinni. Þegar lesinn er listi yfir þá staði sem Haraldur hefur sýnt verk sín á, kemur í ljós að meðal þeirra eru virtir sýningarsalir í mörgum löndum og nægir þar að nefna Royal Academy of Arts í London. Með sanni má því segja að Harald- v ur Bilson sé alþjóðlegur listmálari. Hann hefur vinnuaðstöðu hjá vinum sínum í Evrópu, Asíu, Astralíu og Ameríku, auk þess sem hann á sjálf- ur vinnustofur í Bristol, London og á Irlandi. Þess má svo geta að verk hans eru í eigu safna og í einkasöfn- um fagurkera í öllum heimsálfum og að Royal Academy of Arts valdi mynd eftir hann á kort sem safnið gefur út árlega. Annar íslenskur listamaður, Karólína Lárusdóttir, hefur reyndar einnig orðið þess heiðurs aðnjótandi. Haraldur leggur ávallt mikla áherslu á íslenskan uppruna sinn, hvar sem hann sýnir verk sín. Hann segist vera Islendingur og er hreykinn af því. Það er því með mikilli ánægju sem við hjá Galleríi Fold höfum sýnt verk hans, fyrst í nóvember 1996, síðan í nóvember og desember 1997 og svo núna í Myndlistargagnrýni Því miður er það svo, segir Tryggvi P. Frið- riksson, að Morgun- blaðið er eini fjölmiðill- inn sem fjallar á mark- vissan hátt um mynd- list hér á landi. maí. Skemmst er frá því að segja að verk Haraldar hafa fengið ákaflega góðar móttökur hér á landi. Sýn- ingargestir hafa skemmt sér kon- unglega og margir fjárfest í verk- um hans. Haraldur hefur það líka að markmiði að vera ekki með nein leiðindi í verkum sínum, honum er annt um að sýna fegurðina í lífinu, leikinn og ánægjuna. Þetta kunna flestir vel að meta. Nú hefur komið í ljós að a.m.k. einn maður kann ekki að meta verk Haraldar. Það er Gunnar J. Arna- son, sem enn er einn af listrýnum Morgunblaðsins. Hann skrifaði gagnrýni um sýningu Haraldar í blaðið 13. maí s.l. Það væri svo sem allt í lagi þótt Gunnari hafi ekki líkað sýningin ef gagnrýni hans mótaðist ekki af þröngsýni, rangfærsl- um, illvilja og óvönduð- um vinnubrögðum, en það gerir hún að mín- um dómi. Gunnar þessi hefur áður gert sig sekan um ótrúverðug- ar fullyrðingar. Hann hélt því m.a. fram í gagnrýni 21. janúar í fyrra að ákveðinn meðaljón í íslenskri málaralist væri „í fremstu röð með- al listamanna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað." Eftir slíka yfirlýsingu hlýtur Gunnar að hafa fengið gula spjaldið hjá ritstjórn Morgunblaðsins og ætti því að vera á skilorði. I það minnsta ber að taka fullyrðingum hans af mikilli varkárni. Gunnar byrjar á að snúa á ósmekklegan hátt út úr nafni sýn- ingarinnar sem er „Aðeins eitt er víst: Ekkert!“. Hann heldur því fram, að mér sýnist í niðurlægjandi tóni, að Haraldur sé breskur, en eins og fram kemur í sýningarskrá, þá leggur listamaðurinn áherslu á að hann sé íslenskur, enda fæddur á Islandi og á íslenska móður. Gunnar segist ekki vera viss um hversu oft Haraldur hafi sýnt á Is- landi. Það bendir annaðhvort til að Gunnar sé ekki læs (sem væri íyrir- gefanlegt) eða þá að hann hafi ekki lesið sýningarskrána, en þar kemur fram að um sé að ræða þriðju einkasýningu Haraldar hér á landi. Gunnar fullyrðir að Haraldur sæki fyrirmyndir í verk Picassos og Chagalls, „til að gefa þeim (verkun- um) svolítið listrænt yfirbragð". Fínt, hvað er að því ef rétt væri? Hvert sóttu Picasso og Chagall fyrirmyndir? Hvert hafa meistarar íslenskrar málaralist- ar, t.d. Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefáns- son, Jón Engilberts og Ki'istján Davíðsson, svo einhverjir séu nefndir, sótt fyrir- myndir? Þá ber Gunn- ar saman Harald og Karólínu Lárusdóttur. Segir að þau höfði „lík- lega til sama mark- hóps“!!!!! (leturbreyt- ing mín) Hvað á þetta nú að þýða? Er þarna verið að tala niður til almennings, rétt einu sinni? Þetta, að mínum dómi, dæmalausa bull endar svo á hugleiðingum rýnisins um ramma. Hann man „í fljótu bragði ekki eftir að hafa séð jafn yf- irdrifna innrömmun og ofgnótt gylltra trélista". Þessu trúi ég nú varla, og þó. Þetta gæti einmitt ver- ið skýringin á þröngsýni Gunnars. Hugsanlegt er að hann hafi ekki átt þess kost, ekki nennt eða ekki haft áhuga á að skoða sýningar og söfn erlendis og þess vegna aldrei séð þykka gyllta ramma, sem eru svo áberandi, í flestum listasöfnum og í galleríum, bæði vestan hafs og austan. Honum er þá að sjálfsögðu vorkunn. UndiiTÍtaður hefur haldið því fram í skrifum í Listapóstinum, sem er lítið fréttabréf sem Gallerí Fold gefur út, að það sé oft himinn og haf á milli alls þorra almennings í þessu landi annars vegar og hins vegar sumra þeirra sem hafa fjallað um myndlist í fjölmiðlum. Yfirleitt er maður ekki að elta ólar við skrif og dóma um einstakar listsýningar, enda eðlilegt, innan vissra marka, að skoðanir séu skiptar. Hins vegar geri ég kröfu til þess að listgagn- rýni sé sanngjörn, uppörvandi og uppbyggjandi þar sem það á við, byggist á faglegu mati og að hún sé algjörlega hlutlaus. Gagnrýnendm- þurfa að vera víðsýnir, en ekki þröngsýnir. Gagnrýnendur og þeir sem bera ábyrgð á þeim, verða að skilja að markmið gagmýni á ekki síst að vera að leiðbeina og byggja upp. Þegar gagnrýnandinn fer að gera lítið úr viðkomandi listamanni, öðrum listamönnum, sem ei'u óvið- komandi málinu, og tala niður til al- mennings, þá er mál til komið að gagnrýna gagnrýnandann. Það gildir það sama um verk gagn- rýnenda og annarra manna verk að þau eru ekki hafín yfir gagnrýni. Að mínum dómi ber Bragi As- geirsson höfuð og herðar yfir aðra sem um myndlist fjalla. Hann hefur yfirburða þekkingu og skynsemi til að meðtaka. Eg hef tekið eftir því að hann virðist skoða nánast allar sýningar sem í boði eru og þegar hann fjallar um sýningar, kemur hann ávallt oftar en einu sinni til að skoða. Hann virðist því leggja mikla alúð í það sem hann gerir. Þetta gera aðrir gagnrýnendur ekki og það segir mér að dómar þeirra séu ekki eins marktækir. Því miður er það svo að Morgun- blaðið er eini fjölmiðillinn sem fjall- ar á markvissan hátt um myndlist hér á landi. Blaðið á vissulega heið- ur skilinn fyrir það, en uppsker líka ríkulega, þar sem mér skilst að fleiri lesi um listir en íþróttir svo dæmi sé tekið. Vegna þessarar sér- stöðu Morgunblaðsins ber það einnig mun meiri ábyrgð en ella. Blaðið verður að vanda val þeirra vel sem ráðnir eru til gagnrýni- skrifa og skipta rýnunum út ef þeir bregðast því trausti sem á þá er lagt af ritstjórn blaðsins og lesend- um. Að mínum dómi er nú kominn tími til að skipta Gunnari J. Arna- syni út. Höfundur er listmunasali Tryggvi P. Friðriksson TIL SÖLU Til sölu Case 5901998 sem ný, lítið notuð. Vélinni fylgir snjóplógur, 3 m breið vél með öllu og vinna í 2-3 mán. Uppl. í símum 892 0043, 852 0043, 565 1120, 854 7112. TILBOQ / ÚTBQQ Útboð — lóðarlögun Sveitarfélagið Árborg óskar eftirtilboðum í frá- gang ráðhúslóðar við Austurveg 2 á Selfossi. Jafnframt er um að ræða lóðarfrágang í kringum Austurveg 2A á Selfossi. Verkið felst m.a. í jarð- vegsvinnu, frágangi á malbikuðum og hellulögð- um svæðum, frágangi á gras- og gróðursvæðum og búnaði ertilheyrir lóðunum. Helstu magntölur eru: Gröftur 2.000 m3 Fylling 1.500 m3 Hellulögð svæði 670 m2 Malbikuð svæði 1.670 m2 Gróðursvæði 150 m2 Grassvæði 750 m2 Malbikun bílastæða og gróðurvinnu skal lokið Ifceigi síðar en 1. ágúst, hellulögn skal lokið 1. september og verkinu í heild skal lokið 1. október 1999. Útboðsgögn verða afhent hjá Landformi ehf., Austurvegi 3—5, Selfossi,frá og með þriðju- deginum 18. maí 1999, gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað J*þriðjudaginn 1. júní 1999 kl. 11.00. TILKYNNINGAR Hafnarfjarðarhöfn Dröfn RE 42, skipaskrárnúmer 491 Hafnarfjarðarhöfn lýsir eftir eiganda eða ábyrgðarmanni mótorbátsins Drafnar RE 42. Viðkomandi gefi sig fram í síma 565 2300, farsíma 899 9726 eða á skrifstofu hafnarinnar á Vesturgötu 11 — 13, Hafnarfirði, fyrir 15. júní 1999. Gefi sig enginn fram innan tilgreinds frests verður báturinn fjarlægður á ábyrgð og kostnað eiganda. Hafnarfjarðarhöfn, Vesturgötu 11 — 13, s. 565 2300 BORGARSKIFULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Reykjavíkurflugvöllur - deiliskipulag Almenn kynning á deiliskipulagi Reykja- víkurflugvallar og áætluðum framkvæmd- um við flugvöllinn verður í Ráðhúsi Reykja- víkur mánudaginn 31. maí kl. 17:00. Borgarskipulag - Flugmálastjóri VMISLEGT Ert þú ekki ánægð/ur með útlitið? Er skapið í þyngra lagi? Viltu vera með í átaki til að laga „málin" á náttúrulegan hátt? Hafðu samband í síma 566 7654. Sandsíli Fyrstu sendingar af sandsílum eru nú væntan- legar innan fárra daga. Eingöngu mjög fersk og góð síli. Vegna mikils magns í sameiginlegum innkaup- um hefur náðst umtalsverð verðlækkun á milli ára. Verð nú aðeins kr. 59 fyrir kg. FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR sími 436 1646 DULSPEKI Ertu með rafbylgjuóþoi? Sefur barniö þitt illa eða þú? Ertu með illskýranleg líkamleg óþæg- indi eða ryk og ló? Ég býð upp á mælingar og varanlegar lausnir á kostnaðarverði I maí og júní. Einnig heilun og ráðgjöf. Símar 581 1008 og 898 8808. Hreiðar Jónsson, læknamiðill. FÉLAGSLÍF Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Öðruvísi samkoma í kyrrð og tilbeiðslu. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG © ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Fimmtudagur 27. maí: Skógarganga í Hvalfirði. Skoðuð skógrækt Skógræktarfé- lags Kjósarsýslu við Fossá. Rútu- ferð (verð 700 kr.) kl. 20.00 frá Mörkinni 6 eða mæting við Fossá kl. 20.30. Sunnudagur 30. maí kl. 10.30: Marardalur — Hengill — Nesja- vellir. Um 5—6 klst. ganga. Minnum á sumarleyfisferðir f júní, m.a. fimm daga sólstöðu-, göngu- og fræðsluferðir á Strandir með gistingu í Ferða- félagshúsinu, Norðurfirði. Textavarp bls. 619. ml bl l.is -^ALLTAf= GITTH\SA& ISIÝT7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.