Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______________UMRÆÐAN Einokunar- verslunin aflögð? LANDSSÍMI ís- lands hf. (LI) er með virkan einkarétt á fjar- skiptasamböndum á ís- landi og til og frá Is- landi. Pessi fjarskipta- sambönd hafa verið byggð upp á 90 ára tímabili á meðan LI naut lögbundins einka- réttar á öllum slíkum samböndum. Undanfar- ið hafa Ólafur Þ. Steph- ensen og fleiri starfs- menn LI farið mikinn á síðum Mbl, fyrst með greinaskrifum þar sem starfsemi LI er „kynnt“ eins og t.a.m. breið- bandsþjónustan og ATM-netið. Þessum skrifum hefur verið svarað með gagnrýni þeirra sem nota þjónustu LI, t.d. forsvars- manna Islenska útvarpsfélagsins, mér og nokkrum fleirum. Fyrst um sinn var gagnrýni, t.d. á breiðbands- kerfið látið ósvarað en Ólafur stóðst ekki mátið þegar farið er að minnast •• á okrið á leigulínum og lágt þjón- ustustig háhraðanetsins. Víst er LÍ fyrir ofan meðaltalið! Að vísu verður það að segjast Ólafi til hróss að hann vogaði sér ekki að mótmæla í neinu fullyrðingum mín- um um lélegt háhraðanet LÍ og því hvemig upplýsingatæknifyrirtæki á landsbyggðinni eru neydd til að taka þátt í því. Hann reyndi af mikilli lagni að draga athyglina frá aðalat- riðum gagnrýninnar og þóttist vera ^að leiðrétta einhvem misskilning ^*sem alls ekki er fyrir hendi! Ólafur hefur síðan andsvör sín á millifyrir- sögninni „Verð leigulína vel undir Evrópumeðal- tali“. Eg ætla helst ekki að sóa hér plássinu und- ir fleiri tilvitnanir úr penna Ólafs en þetta er alrangt! Þróunin hjá símafélögum um allan heim hefur verið sú að lækka kostnað sinn í fjarskiptasamböndum með því að auka af- kastagetu t.d. fyrir- liggjandi Ijósleiðara með því að stækka endabúnað. Þetta var m.a.s. LI að gera nú sl. ár þegar eitt par af fimm í ijósleiðarahringnum var stækkað í burðargetu úr 565 mbit/s í 2500 mbit/s, þ.e. fimmfaldað. Um leið hafa þessi símafélög verið að lækka gjaldskrár sínar jafnt og þétt. Landssíminn boðar nú gjaldskrár- breytingar (sem eru enn vandlega varðveitt leyndarmál), þó ekki allar til lækkunar. Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að skipta við LI vegna fjarskiptasambanda eru búnir að bíða óþreyjufullir eftir lækkunum, enda nokkur ár síðan LÍ gaf fyrst í skyn að_ þeirra væri hugsanlega að vænta. í yfir 90 ára sögu LÍ hefur gjaldskrá Símans vegna fjarskipta- sambanda innanlands aldrei lækkað (!) á meðan tU þess er tekið erlendis að það sé langur tími ef gjaldskrá hefur ekki breyst sl. 5 ár. Ég leyfi mér að segja að verðstefna LÍ í þess- um málum er jafnmikið krabbamein í þjóðlífinu og einokunarverslun Fjarskipti Landssíminn, segir Björn Davíðsson, er með dýrustu símafélögum í Evrópu hvað varðar leigð sambönd. Dana var á sínum tíma og finnst ekki kveðið fast að orði. I tUefni af ofangreindri fullyrðingu ákvað ég að leita mér heimilda um verð á leigulínum erlendis og byrjaði á að leita til Noregs. Mér brá svo mikið við að sjá að LI var allt að fjór- um sinnum dýrari að ég fékk Ölaf sjálfan til að reikna út verðmuninn. I Ijós kom að á stystu línunum er Tel- enor aðeins dýrari en á langlínum var munurinn gríðarlegur. Ólafur fuUyrti hins vegar í tölvupósti tU mín að Telenor væri með ódýrustu síma- félögum í Evrópu og eftir að hafa skoðað nánar verð í helstu Evrópu- löndum get ég verið sammála því. En þegar borið er saman verð á þeim löndum sem eru í meðfylgjandi töflu kemur ekki aðeins í ljós að LÍ er ofan við meðaltal, heldur eru tvö- falt fleiri lönd með lægri gjöld heldur en hin sem eru með hærri gjöldin. Svo vil ég sjá Ólaf sannfæra mig um það að það sé ódýrara að leggja Ijós- leiðara um Noreg en ísland, þvi að eins og hann sagði jú sjálfur skal verðið taka mið af kostnaði. Fagnar samkeppni? _Enn klykkir Ólafur út með tuggu LÍ um að fyrirtækið fagni sam- keppni. Ekki hefur þetta verið sýnt í verki þeim sem reka virðisaukandi fjarskiptaþjónustu í samkeppni við LI. Fullyrðingu minni um að LI mis- muni viðskiptavinum gífurlega þegar hentar, svarar Ólafur á síðum Mbl. nú 18. maí þegar hann svarar þar gagnrýni rektors í Bifröst um hátt verð fyrir gagnasambönd, með því að skólanum standi til boða „sérstök kjör“ þar sem LI vilji „styrkja sér- staklega menntun í landinu". Hvem- ig eiga aðilar eins og t.d. Tölvuþjón- ustan á Akranesi að geta átt í sam- keppni við LÍ um að tengja Bifröst ef Bifröst fær „sérstök kjör“ sem TA fær ekki! Skv. þessu er klárt mál að LI hefur ekki einu sinni flett upp í orðabók eftir samkeppni! Hvemig væri að LI sýndi þó alla- vega í verki að ef hann fagnar sam- keppni, að gefa þá upplýsingatækni- fyrirtækjum tækifæri á að tengjast umheiminum á sanngjömu verði. Ég bendi á að þrátt fyrir að verð fyrir leigð gagnasambönd í Norður Amer- íku hafi verið margfalt lægra en í Evrópu að þá hafa símafélög þar skilað góðum hagnaði vegna þess að þar er lögð áhersla á að ná viðskipt- um með því að nota burðargetu fjar- skiptasambandanna. Ef LI lækkaði almennt verð miður í svipað, þá má bóka að þau viðskipti sem hafa verið flutt í miklu magni frá Evrópu til Bandaríkjanna vegna mikils kostn- aðar í Evrópu myndu án efa fara að skila sér hingað og þar er um vem- lega fjármuni að ræða. LI á að hafa þann metnað að hér í miðju Atlants- hafinu sé eftirsóknarvert fyrir allan heiminn að hafa vefsetur sín og ef menn klifra niður úr fílabeinsturnin- um þá er enginn vandi að sjá þetta. ísland gæti verið nafli alheimsins í upplýsingaiðnaðinum, bara ef menn þora í samkeppni á alþjóðlegum markaði. Einokunarverslunin væri þá þar með aflögð. Höfundur er kerfisstjóri í netþjónustu Snerpu á Isafirði. 300 km innanlandssamband, 2 Mbit/sek Kostn. í þús. króna á mánuði, án vsk. í október 1998, nema í Noregi maí 1999 Björn Davíðsson NATO-inng,angan og fyrirvari Islendinga í NÝAFSTAÐINNI kosninga- baráttu hafa utanríkismálin fremur lítið verið rædd. Ég minnist þess t.d. ekki að fréttamenn útvarps og sjónvarps hafi nokkum tíma spurt stjómarliða eða stjómarandstæð- •►inga um fyrirvara þann sem við einir þjóða höfðum uppi fyrir 50 ár- um þegar við undirrituðum NATO- sáttmálann í Washington 4. apríl 1949. Þór Whitehead sagnfræði- prófessor minnist þó á hann í grein í aukablaði Mbl. 31/3 sl. Hann segir m.a.: „Nefnd skipuð þremur ráð- herram, Bjama Benediktssyni, Emil Jónssyni, Alþýðuflokki og Eysteini Jónssyni, Framsóknar- flokki flaug í skyndi til Was- hington, einkum til að fylgja eftir fyrirvöram um að Islendingar þyrftu hvorki að hervæðast né leyfa herstöðvar á friðartímum." Prófessorinn segir síðan að í ljós hafi komið að bandalagsríkin hafi samþykkt þennan fyrirvara og get- ur þess að herlærðir menn í Was- hington hafi bent nefndarmönnum á vamarleysi íslendinga. Er ekki nokkur vafi á því að þessar aðvar- anir, og aðrar síðar, leiddu til vam- arsamningsins við Bandaríkja- menn, sem undirrituðu hann í um- boði NATO, um ári eftir inngöng- una. Þór Whitehead talar bara um tvö síðustu atriðin í nefndum fyrir- Utanríkismál Við inngönguna í NATO ✓ fyrir 50 árum voru Is- lendingar, einir þjóða, segir Eiríkur Eiríksson, undanskildir hemaðar- skyldum með sérstök- um fyrirvara sem var samþykktur af öllum þátttökuríkjunum. irril Kr. 495,- Lyfja Hamraborg 11, sfmi 554 0102 Lyfjafræðingur verður í dag í Lyfju Hamraborg milli kl. 13-18 og svarar spurnmgum um ofnæmi og ofnæmislyf. Cb LYFJA - Lyf ó lágmarksveröi HEFUR Þ 0FNÆMISDAGUR í LYFJU HAMRAB0RG vara en atriðin vora fjögur og ég tel að fyrsta atriðið hafi verið það sem máli skiptir og þau þrjú, sem á eftir komu, hafi aðeins verið áhersluatriði við það fyrsta. Fyrsta atriðið var yfirlýsing um það að við myndum leggja til land undir her- stöðvar og her ef til stríðsátaka kæmi. En við vildum ráða því hvenær og hvaða land við létum af hendi til þessara nota. Mér finnst sterk rök hníga að því að íslensk stjómvöld hafi talið loforðið um land undir her og hemaðarmann- virki nægilegt framlag Islendinga til hemaðarbandalagsins. Og vissu- lega var það mikið framlag og fóm í eldlínu kalda stríðsins. Þegar dr. Bjami Benediktsson hafði lagt fyr- irvarann fram flutti hann ræðu og sagði m.a.: „Island hefur aldrei far- ið með hemaði gegn nokkra landi, og sem vopnlaust land hvorki get- um við né munum segja nokkurri þjóð stríð á hendur, svo sem við lýstum yfir er við gerðumst ein af Sameinuðu þjóðunum." I rúmlega 40 ár, þar með talinn hættulegasta tíma kalda stríðsins, mættu íslenskir stjóm- málamenn aldrei til fundar í hermálanefnd NATO. Einhver myndi nú ef til vill segja að það hefði verið vegna þess að alltaf var verið að taka kommana og alls konar vinstri „kverúlanta" inn í rík- isstjómir og herfor- ingjar NATO hefðu ekki treyst því fólki fyrir hemaðarleyndar- málum. Dr. Valur Ingi- mundarson sagnfræð- ingur hefur lagt fram óyggjandi sannanir fyrir því að íslenskir ráðamenn kærðu sig ekki um og vildu alls ekki skipta sér af hermálum. Trúir margnefndum fyrirvara. En var þá þessi umræddi fyrir- vari okkar við inngönguna í NATO bara ómerkilegt plagg og mark- laust? Þjóðviljinn taldi svo vera 1949 og ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar tekur undir þá skoðun um 50 áram síðar þegar hún samþykkir að starfa með fullum þunga í her- málanefndinni. Ég tel að fyrirvari dr. Bjarna, og félaga, hafi verið stórmerkilegt og viturt stjómmálaplagg sem hafði tvíþætt gildi. í fyrsta lagi til að friða efasemdarraddir innanlands, sem voru mjög margar og háværar á þessum tíma. Og í öðru lagi að sýna erlendum mönnum fram á að herlaus þjóð ætlaði sér ekki að leika trúð í hemaðarbandalagi. En hvaða gildi hefur svona fyrir- vari í alþjóðasamþykktum? Ég þykist hafa nokkuð áreiðanlegar upplýsingar um að plagg þetta sé löggemingur, eins konar bráða- birgðalög (notice eða proviso) ef viðkomandi aðilar fallast á hann. Þess vegna verði að ógilda fyrir- vara með einhverjum lögformleg- um aðgerðum ef eigi að losna við þá. En hefur það verið gert með NATO-fyrirvarann? Davíð Odds- son og Halldór Asgrímsson segja að full þátttaka í hermálanefndinni hafi verið samþykkt í utanríkismálanefnd. Mér hefur ekki tekist að fá það staðfest þótt ég hafi gert margar tilraunir til þess. Al- þingismenn, sem ættu að búa yfir vitneskj- unni, verða þögulir eða segjast ekkert vita, jafnvel bera fyrir sig leynd. Og enn aðr- ir alþingismenn spyrja: Hvað var í þessum fyrirvara?(H) En hvers vegna er ég að rifja þetta upp nú? Ég er að reyna að vekja athygli á því að við inngönguna í NATO fyrir 50 árum voru íslendingar, einir þjóða, undanskildir hernaðar- skyldum með sérstökum fyrirvara sem var samþykktur af öllum þátttökuríkjunum (með lófataki) og er enn í fullu gildi. Vegna þess tel ég það harmskop að Islending- ar, herlaus þjóð, séu að reyna að gera sig gildandi í herfræðilegum efnum á alþjóðavettvangi og leggja fram milljónir króna í kostnað við herapparat. Og ég blæs á þá siðfræði að við sam- þykkjum sprengjuvarp á aðrar þjóðir af mannúðarástæðum. Spænski rannsóknarrétturinn á miðöldum píndi og brenndi fólk til að bjarga sálum þess. Heimili okk- ar, skólar og kirkja hafa innrætt okkur önnur gildi um aldir, sem við höfum alltaf verið stolt af, og þess vegna tek ég af heilum hug undir fordæmingu borgfirsku prestanna á sprengjukastinu í Jú- góslavíu. Hef ég þó enga samúð með þjóðrembusiðfræði þjóða Balkanskagans eins og fram hefur áður komið í skrifum mínum. Ég tel fordæmingu þeirra sr. Þor- bjarnar Hlyns Árnasonar og sr. Geirs Waage í anda þess boðskap- ar sem góðir prestar hafa boðað, og era að boða, í kirkjum landsins. Höfundur er fyrrv. prcntnri og óhugamaður um sagnfræði. Eiríkur Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.