Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisstjómarmyndun: HANN er að spyrja hvort honum sé þá ekki orðið óhætt að koma út úr skápnum? Lax gengmn í Norðurá LAXINN er genginn í Norðurá. í gær voru menn á ferð og sáu lax á tveimur stöðum í ánni og nokkurt magn á öðrum þeirra. Frekar lítið vatn er í ánni um þessar mundir og gott að sjá í ána þar sem þannig hagar til. Stangaveiði hefst í ánni á þriðjudagsmorgun og lofar þetta góðu. „Það voru Stefán Bjarnason í Stillingu og nokkrir félaga hans sem voru að koma að norðan. Þeir voru svo kurteisir að hringja í mig og spyrja hvort þeir mættu fara nið- ur að á og kíkja. Það var auðvitað auðsótt og þarf ekki leyfí mitt til, en þeir fóru fyrst og skyggndu Brotið fyrir neðan Laxfoss og sáu strax einn lax þar. í frekar litlu vatni ligg- ur laxinn yfirleitt við hitt landið, út af Eyrinni, en þangað sést ekki ofan af klettunum við Brotið. Síðan héldu þeir niður að Stokkhylsbroti og sáu þar 15 laxa, alla stóra, en einn þeirra alveg sérstaklega stóran, a.m.k. eins metra langan fisk,“ sagði Bergur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Veiði hefst á þriðjudag Sem fyrr segir hefst veiði í ánni á þriðjudagsmorgun og er það fyrsta áin sem opnuð er fyrir laxveiði. Eft- ir hádegi sama dag verður Laxá á Ásum opnuð, hinn 4. júní Þverá í Borgarfirði og daginn eftir Blanda. K eteiisK ápar á s ló&u uerði í m ikiu úrvali! Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirými Litrar Frystirými Lítrar Frystir Staösetning Staögreitt 85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 37.570,- 85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 26.900,- 85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 43.191,- 117x50x60 INDESIT RG 2190 134 L 40 L Uppi 37.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,- 127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 62.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 62.900,- 139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 39.900-, 140X54X60 HUSQVARNA LQT 140 186 L 44 L Uppi 56.900,- 144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 64.900,- 147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 37.900,- 149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 65.900, 150x60x60 INDESIT RG 1300 298 L 49.900,- 155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 72.900,- 162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,- 164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 48.900,- 165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 59.900,- 170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 49.900,- 170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 75.900,- 180x60x60 HUSQVARNA 301 KS 380 L 79.900,- 180x60x60 HUSQVARNA 390 KSF 240 L 87 L Niðri 87.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 82.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 89.900,- 200x60x60 HUSQVARNA 395 KF 240 L 129 L Niðri 98.900,- 195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,- AEG <þindesii Husqvarna ORMSSON Lóqmúla 8 • Sími 533 2800 Lífsstíll 99 Um sjötíu fyrir- tæki með aðstöðu á sýningunni Sigurrós Ragnarsdóttir LÍFSSTÍLL, glæsi- leiki og munaður er yfirskrift sýningar sem verður haldin í Laug- ardalshöll dagana 28.-30. maí næstkomandi. Sigurrós Ragnarsdóttir starfar hjá fyrirtækinu Sýningum ehf. sem stend- ur að sýningunni í Laug- ardalshöll. „Þetta er lúxussýning fyrir alla fjölskylduna þar. sem áhersla er lögð á munað og þægindi." Sig- urrós segir að sýningin skeri sig frá hefðbundum vöru- og þjónustusýning- um þar sem áhersla er lögð á nýjungar, gæði, munað og glæsileika. „Það er metnaður okkar að bjóða eingöngu upp á vörur sem skara framúr á sínu sviði.“ - Hversu mörg fyrirtæki verða með bás á sýningunni? „Um sjötíu fyrirtæki kynna vörur sínar á sýningunni, hús- gögn, sportvörur, útivistarbúnað og ýmsa þjónustu. Þá höfum við undanfarna daga verið að byggja draumaíbúð fegurðardrottningar íslands, Katrínar Rósar Bald- ursdóttur. Hún mun ásamt Drífu Hilmarsdóttur hönnuði velja alla innanstokksmuni í íbúðina og einnig koma með að heiman per- sónulega uppáhaldsmuni sína.“ -Standið þið ekki líka fyrir keppni í borðskreytingum? „Jú, við höfum efnt til slíkrar keppni en það eru nokkur fjöl- miðlafyrirtæki sem taka þátt í henni eins og Gestgjafinn, Hús og híbýli, Lífsstíll, Húsfreyjan og nokkrar útvarpsstöðvar. Fyrir- tæki útvega borðbúnað, borð, stóla og annað sem þarf í keppn- ina og síðan draga fjölmiðlafyrir- tækin úr hatti þá muni sem þau eiga að nota í keppninni. Þeim er einnig frjálst að koma með eigin hluti. Þemað í borðskreytinga- keppninni er valið af keppendun- um sjálfum. Dómnefndina skipa Bergþór Pálsson óperusöngvari, Guðni Grétarsson frá Perlunni, Ragnheiður E. Clausen þulur, Sveinbjörn Friðjónsson, veit- ingastjóri á Sögu, og Þorvaldur Skúlason frá Rex.“ - Verðið þið með bása fyrir brúðhjón? „Við verðum með sérstakt svæði sem tileinkað verður alda- mótabrúðkaupi. Þar verður hægt að skoða brúðkaupsfatnað, brúð- hjónasvítu, skreyttan bíl í brúð- kaup og brúðkaupstertur.“ -Verðið þið með aðrar uppá- komur? „Við bjóðum upp á tískusýn- ingar með reglulegu millibili þar sem sýndir verða glæsilegir pels- ar, sportfatnaður og undirfatnað- ur ásamt ýmsu öðru. Þá verða leikarar með atriði úr Rent sem verið er að sýna á fjölum Þjóð- leikhússins. Hljóm- sveitirnar Land og synir og Hot’n Sweet munu troða upp. Ut- varpað verður beint frá FM 95,7. Sigurrós segir að Félag ís- lenskra gullsmiða og Samtök iðnaðarins hafi staðið fyrir keppni meðal gullsmiða um hönnun og smíði karlmannleg- asta og kvenlegasta vín- flöskutappans 99. „Urslitin verða kynnt formlega fyrsta dag sýn- ingarinnar og tappamir verða til sýnis alla helgina." Þá munu fé- lagar í Félagi íslenskra snyrti- ► Sigurrös Ragnarsddttir er fædd í Reykjavík árið 1963. Hún lauk námi í tækniteiknun frá Iðnskóla Reyigavíkur árið 1988 og námi í Sjúkraliðaskóla Is- lands árið 1989. Hún stundaði nám f Tækniskóla íslands um skeið og lauk stúdentsprófi frá Fjölbraut í Breiðholti árið 1997. Sigurrós starfar nú hjá Sýning- um ehf. Eiginmaður hennar er Stefán Ámi Einarsson, innkaupastjóri Húsasmiðjunnar, og eiga þau fjögur böm. fræðinga og Meistarafélagi í hár- greiðslu kynna nýjar línur í förð- un og hárgreiðslu og bjóða fólki að setjast í stólinn og fá þjónustu á staðnum. - Verður ekki einnig boðið upp á listaverkasýningu ? „Jú, nokkrir listamenn verða með sýningu á höggmyndum og málverkum. Þetta eru þeir Sig- urður Þórir Sigurðsson listmál- ari, Sigurður Magnússon listmál- ari, Sigurður Örlygsson listmál- ari, Þórir Barðdal myndhöggvari og Steinunn G. Helgadóttir myndlistarkona. Þess má geta að útileiktæki verða sett upp fyrir börn og Veislan hefur slegið upp veitinga- aðstöðu þar sem fólk getur sest niður við dúkað borð og pantað sér af matseðli Veislunnar. Þá er einnig hægt að kaupa sér kaffi eða sætindi, allt eftir því hvað hver vill. -Eru fleiri sýningar á döf- inni hjá ykkur? „Lífsstíll er fyrsta stórsýning- ing fyrirtækisins en Sýningar ehf. er nýtt vörusýningarfyrirtæki sem mun í framtíðinni standa fyr- ir innlendum sem alþjóðlegum sýningum hér á landi og erlendis. Aætlað er að Lífsstíll verði reglu- bundinn viðburður í höfuðborgar- lífinu framvegis. ýmsar sýningar eru þegar fyrirhugað- ar en of snemmt er að tala um þær sem stendur. Fyrirtækið Sýningar ehf. var stofnað árið 1998 en það er í eigu Samtaka iðnaðarins og Kynningar og markaðar eða KOM ehf. Sýningin Lífsstfll 99 verður op- in almenningi á föstudaginn frá klukkan 18-22, laugardag frá 10-22 og sunnudag frá 10-18. Sigurrós segir að lokum að á laugardagskvöldið muni ríkja sér- stök Eurovision-stemmning í Laugardalshöllinni því meiningin er að sýna keppnina þar á breið- tjaldi. Draumaíbúð fegurðar- drottningar íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.