Morgunblaðið - 27.05.1999, Síða 57

Morgunblaðið - 27.05.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 57 HELGA JÓNSDÓTTIR + Helga Jónsdótt- ir fæddist á Hrauni í Sléttuhlíð 21. apríl 1903. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 20. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Zophaní- as Eyjólfsson, bóndi á Hrauni, f. 10. sept- ember 1868, og Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 11. september 1869, d. 21. febrúar 1953. Þau hjón eignuðust niu börn en fyrir átti Jón dóttur frá fyrra hjónabandi. Jón drukknaði í Sléttuhlíðarvatni l.júní 1910 og leystist heimilið þá upp. Var Helgu þá komið í fóstur líkt og fleiri systkinum hennar. Eiginmaður Helgu var Eirík- ur Eiríksson, trésmíðameistari frá Djúpadal í Blönduhlíð, f. 20. júm' 1905. Hann vann um árabil við vitabyggingar allt í kringum landið og var Helga matráðs- kona hjá vinnuflokki hans. Framan af bjuggu Eiríkur og Helga á Sauðárkróki en fljótlega eftir seinni heimsstyijöldina fluttust þau til Reylqavíkur þar sem Eiríkur fékk vinnu sem tré- smiður við viðhaldsdeild Land- spítalans. Helga og Eiríkur bjuggu fyrst á Hofteigi en síðar fluttu þau í nýtt hús sem Eiríkur og syn- ir þeirra hjóna reistu í Goðheimum 23. f Goðheimum bjuggu þau allt þar til Eiríkur lést 27. maí 1994 en í fram- haldi af því fluttist Helga á hjúkrunar- heimilið Skjól. Eftir komuna til Reykja- víkur starfaði Helga um árabil við eld- húsið á Kleppsspítalanum eða allt þar til hún hætti störfum vegna aldurs. Synir Helgu og Ei- ríks eru 1) Eiríkur Súnon, borg- arstarfsmaður, f. 24. nóvember 1930, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ásthildi Júhusdóttur, starfskonu á Kleppsspítalanum, og eiga þau tvö börn; 2) Stefán, fyrrverandi aðstoðarslökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 3. október 1934, til heimilis á Sel- tjarnarnesi, kvæntur Ástríði Guðmundsdóttur, sem starfar hjá Flugleiðum, og eiga þau fimm börn. Barnabamaböm Heljgu og Eiríks em 15 talsins. _ Utför Helgu verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún Helga mín Jónsdóttir er dáin á 97. aldursári. Ég hef þekkt Helgu allt frá því að ég man eftir mér, en hún var gift Eiríki Eiríkssyni frá Djúpadal, móðurbróður mínum. Heimili þeirra Helgu og Eiríks var mitt annað heimili, fyrst norður á Sauðárkróki og síðan er þau fluttu til Reykjavíkur var ég hjá þeim meðan ég var í skóla og svo eftir það allt til þess að ég stofnaði mitt eigið heimili. Þau Helga og Eiríkur áttu tvo syni, þá Eirík Símon og Stefán, og erum við Stefán jafnaldrar og má segja að þegar við vorum að alast upp hafi fátt getað skilið okkur. Eiríkur frændi minn var lengi starfsmaður Vita- málastjómar og byggði vita víða um- hverfis landið og þá var Helga mat- ráðskona og sá um fæði fyrir allt að tuttugu manna vinnuflokka, oft við mjög erfiðar aðstæður. Ég var svo heppinn að fá að vera með þeim í vitabyggingum eitt sumar og vorum við þá að vinna á Vestfjörðum og var það ógleymanlegt að vera á þessum afskekktu stöðum og búa í tjöldum heilt sumar, eða frá maí fram í októ- ber. Þegar þau Helga og Eiríkur hættu hjá Vitamálum hóf hann störf við viðhald hjá Landsspítalanum en hún hjá eldhúsi Kleppsspítala, þar sem hún vann í um tvo áratugi. Heimili þeirra Helgu og Eiríks í Reykjavík var fyrst á Hofteigi 26 og þar bjó ég hjá þeim í mörg ár, síðar byggðu þeir feðgar saman í Goð- heimum 23, þar sem hver þeirra átti sína hæð. Þau Helga og Eiríkur voru mjög gestrisin og voru margir, bæði skyldir og óskyldir, sem bjuggu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma sem þau töldu ekki eftir og oft var fjölmennt við matborðið á Hofteign- um í gamla daga. Þau hjón Helga og Eiríkur voru mjög barnelsk og áttu bamabörnin þar góða að en þau voru mikið hjá þeim í Goðheimunum. Eiríkur móðurbróðir minn lést 1994 og fljótlega upp úr því fór Helga á hjúkrunarheimilið Skjól og andað- ist þar 20. þ.m. Helgu leið vel á Skjóli og var starfsfólki þakklát fyrir góða umönnun. Þegai- við nú kveðjum Helgu vil ég þakka henni allt sem hún gerði fyrir mig og síðar fjöl- skyldu mína. Þegai’ ég stofnaði heim- ili vorum við Sigga tekin eins og þeirra eigin fjölskylda og síðar börn- in okkar. Við eigum Helgu og Eiríki mikið að þakka og kveðjum Helgu með virðingu og söknuði. Sigurgeir Sigurðsson. Amma mín hefur loksins fengið hvíldina sem hún þráði. Óhætt er að segja að hún hafi dúið södd lífdaga og þótt hennar sé sárt saknað af ætt- ingjum og vinum þá er það Iéttir að þrautir hennar skuli vera á enda. Amma náði sér aldrei eftir það áfall sem fráfall afa míns var henni. I dag eru liðin fimm ár síðan hann dó og ég hygg að vart hafi liðið sá dagur síðan að amma hafi ekki átt þá ósk heitasta að fara til fundar við hann. Ég veit að hann hefur tekið vel á móti henni. Amma mín var alþýðuhetja í besta skilningi þess orðs. Hún var af alda- mótakynslóðinni sem ruddi brautina fyrir okkur sem á eftir komum. Þjóð- félagið á þessu fólki mikið að þakka og sjálfur stend ég í ævarandi þakk- arskuld við ömmu mína. Hjá henni átti ég mitt annað heimili í Goð- heimunum og að foreldrum undan- skildum hafði enginn meiri áhrif á uppeldi mitt og lífsviðhorf en hún. Ég hef áður sagt að það eru forréttindi, sem allt of fáum gefast, að fá að alast upp í sama húsi og afi manns og amma. Ást þeirra og umhyggja var mér gott veganesti út í lífið og ég veit að aðrir hafa svipaða sögu að segja. Það var jafnan gestkvæmt í Goð- heimunum og það var ömmu kapps- mál að gera vel við gesti sína. Hvergi bragðaðist maturinn jafn vel og hjá ömmu. Það var því engin tilviljun að hún skyldi lengst af starfsævi sinni starfa við matargerð. Ég kveð ömmu mína með þakklæti og virðingu. Guð blessi minningu hennar. Eiríkur Stefán Eiríksson. Nú er hún amma mín öll. 97 ára gömul kvaddi hún þennan heim, búin að skila sínu og gott betur en það. Hún amma í Goðó eins og við barna- bömin kölluðum hana var einstök manneskja. Hún var sterkur per- sónuleiki, dugnaðarforkur og umfram allt skemmtileg. Það voru ljúfar minningamar sem fóm í gegnum huga minn er móðir mín tilkynnti mér andlát ömmu. Ég tel það eitt af mín- um gæfusporum og á margan hátt JELLU 11 IXXXUXIJL Erfisdrykkjur H H H H P E R L A N Sími 562 0200 ainiiiriTiiiin forréttindi að hafa átt hana og afa minn að. Sérstaklega era mér þær dýrmætar minningamar þar sem ég sat með ömmu í eldhúsinu í Goðheim- um, við spiluðum á spil, borðuðum kleinurnar hennar og ég hlustaði á hana segja sögumar sínar sem áttu sér enga líka. Amma var gædd mikl- um frásagnareiginleikum sem gerðu oft hin léttvægustu atvik, með krydd- uðu ívafi þó, einkar hlægileg á stund- um. Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa og var heimili þeirra okkur ávallt opið. Það skipti engu þó að við fylltum húsið af vinum okkar, það var einmitt þá sem amma naut sín best. Hún hafði unun af því að stússa í kringum fólk, öllum átti að líða vel á hennar heimili, það var al- veg klárt. Synimir hennar tveir, pabbi minn og Lilli, ásamt fjölskyld- um vora hennar stolt enda gerði hún allt sem hún gat til að láta okkur öll- um líða sem best og ekki skorta neitt. Þegar afi dó fyrir 5 áram missti amma mikið. Lífsþrekið fór dvínandi og átti hún þá ósk heitasta að fá að fara sem fyrst til fundar við hann. Það er einlæg ósk _ langömmu- bamsins þíns, hennar Álfheiðar, að langafi ásamt öllum englabörnunum taki á móti þér og varðveiti þig á himnum. Elsku amma, ég þakka þér af heil- um hug þær stundir er við áttum saman, þér mun ég aldrei gleyma. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu góðu kynni af alhug þakka hér. Enn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðard.) Þín ömmustelpa, Ásta Hröim. Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig hinstu kveðju með örfáum orðum. Það voru blendnar tilfinning- ar sem upp komu þegar ég frétti að þú værir dáin. Eg var nýbúin að vera hjá þér ásamt Ástu systur í þeim til- gangi að kveðja þig. En þegar kallið kom tveimur dögum seinna var erfitt að fá fréttirnar. Síðan hugsar maður skynsamlega og þakkar Guði fyrir að hafa sótt þig. Þú hafðir svo oft grát- beðið hann að sækja þig. Eftir að afi dó var lítill lífsvilji eftir og heilsu fór hrakandi. Þá flutti ég með krakkana til þín og það gaf mér mikið að fá að borga aðeins til baka alla greiðana og umhyggjuna sem þú hafðir veitt mér á lífsleiðinni. Síðustu árin á hjúkrun- arheimilinu Skjóli leið þér vel. Þar var vel um þig hugsað og þú fannst svo mikið öryggi. Ég veit að þú heyrðir í okkur Ástu þegar við kysst- um þig að skilnaði og það er gott að finna það, því núna era minningamar eftir. Minningar um litlu skapmiklu konuna sem alltaf var til staðar fyrir okkur og ömmubörnin sín. Minning- ar um þann tíma sem ég bjó hjá ykk- ur afa þegar ég var í menntó og svo aftur þegar þú varst orðin ein í Goðó. Mikið mun ég sakna þín. Við áttum svo margt sameiginlegt. Manstu þeg- ar við sátum á kvöldin og hlustuðum Persónuteg, athliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 á Kristján Jó í stofunni, fallegan söng sem minnti okkur á afa? En amma mín. Núna er aftur komið vor í Dal og afi er búinn að sækja þig. Allar þjáningar búnar og þú komin á bjart- an, góðan stað. Þar get ég séð þig fyrir mér hlæjandi í bláa húskjólnum með skupluna í annarri hendi og lút- inn í hinni. Síðasta spölinn get ég ekki fylgt þér þar sem ég verð farin á vit ævin- týranna erlendis, en ég veit að þú fylgist með mér þar og þið afi varð- veitið mig, Einsa, Stebba og Ástrós Evu. Ég geymi fallegu minninguna um þig í hjarta mínu, elsku amma, og kveð þig. Helga Björk. Það er vor í lofti þegar ég sest nið- ur og rita þessi örfáu orð til minning- ar um ömmu í Goðheimum. Skrítið er nú til þess að vita að amma sé ekki lengur á meðal okkar en þá vitum við að núna er hún komin til hans afa sem kvaddi okkur fyrir nokkram ár- um. Eftir þeirri stund, að sameinast afa, hafði hún líka beðið í alllangan tíma. Ekki mun ég hafa tíma eða pláss til þess að lýsa æviferlinum hennar ömmu en það sem lifir í minn- ingunni er hversu stórkostleg per- sóna og manneskja hún var og hversu mikið hún gaf af sjálfri sér. Við systkinin áttum þvi láni að fagna að fá að dvelja hjá ömmu og afa í Goðó í lengri eða skemmri tíma og fullyrði ég að það hafi verið okkur öll- um hið besta veganesti. Ég sjálfur fékk að njóta þess að búa hjá ömmu og afa þann tíma sem ég var við nám í menntaskóla og háskóla og er ég sannfærður um að þau ár vora ein þau bestu sem ég þá hafði upplifað. Seinna flutti Ása kona mín til okkar í Goðó og var henni þá strax tekið sem einni af fjölskyldunni. Áttu Helga amma og Ása gjaman góðar stundir saman við eldhúsborðið við spila- mennsku eða þá að amma sagði okk- ur sögur úr Skagafirðinum forðum. Amma átti líka góðar stundir með dóttur okkar, Jóhönnu, og erum við þakklát fyrir að þær hafi fengið að kynnast. Vorið er að koma, amma og afi eru núna vonandi saman í hinum eilífa Skagafirði. Þar ólust þau bæði upp og þar áttu þau sterkar rætur. Eg kveð þig, amma mín, með þessum fáu orðum og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Það var ómetanlegt. Stefán Hrafn Stefánsson. Viltu þegar vorið blíða, , vefur rósir kvölddögginni, koma til mín, kvæði hlýða, kveðja mig í hinsta sinni. (Friðrik Hansen.) Þeim fækkar nú óðum aldamóta- bömunum svonefndu og eitt þeirra kveðjum við í dag. Nýlega er látin í hárri elli mikil vinkona mín og vel- gjörðarkona, Helga S. Jónsdóttir. Hún var gift móðurbróður mínum, Ei- ríki Eiríkssyni frá Djúpadal í Blöndu- hlíð, en heimili þeirra hjóna stóð lengst af í Reykjavík, fyrst á Hofteigi 26 og síðan í áratugi í Goðheimum 23. Helga í Goðheimum, eins og ég kaus ' jafnan að kalla hana, var ásamt Eika frænda þungamiðjan í lífi fjölskyldu minnar um áratugi. Hún og Eiríkur vora alltaf með faðminn opinn, ef eitt- hvað bjátaði á, hvort sem um veikindi eða tímabundna erfiðleika var að ræða. Gestrisni var þeim í blóð borin og nutum við ættingjamir að norðan hennar óspart. Ævinlega var slegið upp stórveislu við gestakomur og minnast eflaust margir slíkra stunda í þeirra ranni. Hún Helga var ekki allra en þeim, sem hún tók, tók hún tveim höndum og það vora engar „hvunn- dagshendur". Hún bar vini sína á höndum sér og það vora engin tak- mörk fyrir því sem hún gerði fyrir þá. Þegar við Guðmundur Bergsteinn, > eiginmaður minn, komum suður með Sigurð Hrafn, frumburð okkar, á fyrsta ári og voram bæði í námi, kom Helga og sagði: „Auðvitað passa ég drenginn," og það gerði hún svika- laust og um vorið, þegar við vorum bæði í erfiðum prófum, sagði hún, þessi elska: „Farðu nú bara heim að lesa, ég sé um drenginn.“ Svona kon- ur era ómetanlegar - þær tengja for- tíð til framtíðar og era brjóstvöm ungum íslendingum. Við hjónin stöndum í mikilli þakkarskuld við Helgu í Goðheimum, skuld sem aldrei ^ verður goldin. Ég hygg einnig að ég mæli fyrir munn okkar Djúpdæla allra er ég þakka henni samfylgdina og óska henni góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Blessuð sé minning hennar. Jósefína Friðriksdóttir Hansen. Maðurinn minn, + SIGURJÓN JÓNSSON, Vatnsendabletti 18, Kópavogi, er látinn. Fyrir hönd aðstandanda Elín Stephensen. + Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR, Lauganesvegi 106, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 25. maí. Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Valdimar Sigurbjörnsson. LEGSTEINAR f rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410. I Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.