Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ IMMáhnrlMi? rrí'oi'nl teftsttswfu Kjörvari 16 4 Itr. Gegnsær Verð kr. 3.314- ®Mtaf 2.817- Woodex Ultra 2.5 Itr. Gegnsær Verð kr. 2.509- WknrwMf^ 2.258- Sólignum 5 Itr. Þekjandi Verð kr. 5.376- ®MhaF rádS Texolin 4 Itr. Þekjandi 5 * O Verð kr. 3.555- (Édknff wwri) 3.199- Við reiknum efnisþörfina og veitum þér faglegar róðleggingar um vinnu ó viðnum Grensásvegi 18 s: 581 2444 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. STEFNT er að áframhaldandi vinnslu á holfiski í frystihúsinu á Raufarhöfn og verður þar líklega um sérhæf- ingu í vinnslu á Rússafiski að ræða. UA og Burðarás kaupa meirihlutann í Jökli hf. ÚTGERÐAERFÉLAG Akureyr- inga og Burðarás, eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins, hafa keypt öll hlutabréf Raufarhafnarhrepps í Jökli hf. eða 61% hlutfjár fyrirtæk- isins. Kaupverð er um 580 milljónir króna og kaupir ÚA 45% hlut í Jökli en Burðarás 15%. Gert er ráð fyrir því að á þessu ári verði rekst- ur Jökuls sameinaður rekstri ÚA. Kvóti sameinaðs félags yrði þá um 25.000 tonn þorskígilda, sem skipa því í þriðja sæti yfir stærstu kvóta- eigendur landsins. Stærstur er Samherji með um 45.000 og næst er HB með um 28.000 tonn. Veiðiheimildir svara til 6.000 tonna af þorski Rekstur Jöklus hefur verið erfið- ur undanfarin tvö ár og nam tap á síðasta ári um 200 milljónum króna, en kvótastaða fyrirtækisins er nokkuð góð. Heildarkvóti er um 6.000 þorskígildi. 2.000 tonn af þorski, 300 tonn af öðrum bolfiski. 1.500 tonn af úthafsrækju, 1.000 tonn af innfjarðarækju og rúmt 1% hlutdeild í loðnukvótanum auk leyfis til veiða úr norsk-íslenzku síldinni. Samkvæmt kaupsamn- ingnum verður Svalbakur EA skráður á Raufarhöfn og mun hann veiða bolfiskkvóta Jökuls. Rauðinúpur, Öxarnúpur og Reist- arnúpur verða gerðir út á rækju og mun Rauðinúpur veiða úthafs- rækjukvóta Jökuls og ÚA auk þess sem möguleiki er á veiðum á 360 tonnum af rækju á Flæmska hatt- inum. Þrátt fyrir allnokrar rækjuveiði- heimildir hefur Jökull ekki unnið neina rækju, heldur verið með löndunarsamning við Fiskiðjusam- lag Húsavíkur. Ekki er á döfinni að hefja rækjuvinnslu hjá félaginu. í takt við yfirlýsta stefnu „Kaup ÚA á hlut Raufarhafnar- hrepps í Jökli eru í takt við yfir- lýsta stefnu okkar,“ segir Guð- brandur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri ÚA. „Við höfum áhuga á þvi að stækka fyrirtækið og helzt í hefðbundnum togaraveiðum og bolfískvinnslu, svipaðri vinnslu og við erum í. Við sjáum ágætis kost í sameingu við Jökul. Jökull er með rúma kvótastöðu miðað við skipa- kost, þannig að stór hluti bolfisk- veiðiheimilda á eftir að nýtast sam- einuðu félagi vel, verði það raunin. Við teljum okkur líka geta lagt mikið af mörkum í landvinnslu fé- lagsins. Hún hefur ekki gengið vel undanfarin tvö ár, en þó hafa þeir náð ágætis árangri í vinnslu á Rússafiski upp á síðkastið. Jökull hefur, eins og mörg fyrirtæki á Austurlandi, veðjað nokkuð á upp- sjávarfiskinn. Því miður hefur lítið Stefnt að samein- ingu IJA og Jökuls síðar á árinu orðið úr slíkrl fiystingu enn sem komið er vegna markaðsaðstæðna í Rússlandi. Við höfum trú á því að við getum komið þama inn með þekkingu okkar og reynslu Jökli til hagsbóta." Stefnt að sérhæfingu á Raufar- höfn Eru í þessu sambandi gefin lof- orð eða fyrirheit um áframhaldandi bolfiskvinnslu á Raufarhöfn? „Við gerum ráð fyrir því að eng- in breyting verði þar á. Við erum auðvitað með okkar stóra frystihús á Akureyri í rekstri, við erum með minni vinnslu á Grenivík og höfum haft af því ágæta reynslu. Nú höf- um við hug á að sérhæfa frystihús- ið á Raufarhöfn í vinnslu úr frystu hráefni og svo frystingu á uppsjáv- arfiski, þegar markaðsaðstæður leyfa. Það skiptir reyndar mestu máli íyrir hvem sem er í rekstri af þessu tagi og öðm, að viðunandi arðsemi náist af rekstri allra ein- inga. Með því að sérhæfa fyrirtæk- ið í ákveðinni vinnslu, vonast ég til að tryggja megi viðunandi rekstr- arafkomu. Ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum á stjómun Jökuls fyrst í stað, en það er stefnt að því að sameina félögin seinna á þessu ári, náist um það samkomulag við aðra eigendur. Við höfum þá í hyggju að stofna hér sérstakt fyrirtæki, sem hefði með höndum rekstur frysti- hússins, útgerð tveggja lítilla báta á innfjarðarækju auk rækjuveiði- skipsins Rauðanúps. Reynsla okk- ar af Laugafiski, sem við eigum meirihluta í, og hefur verið að sér- hæfa sig í ákveðnum hlutum, segir okkur að það gefi góða raun að vera með sjálfstæða einingu með sérstakan framkvæmdastjóra. Við munum því prófa það fyrirkomulag á Raufarhöfn einnig, gangi áform okkar eftir.“ Selt í gegnum ÍS og Sameinaða framleiðendur Jökull hefur selt afurðir sínar að hluta til í gegnum Islenzkai- sjávar- afurðir og að hluta til hafa Samein- aðir útflytjendur annast sölu afurð- anna. Guðbrandur segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um breytingar á fyrirkomulagi sölu af- urða Jökuls. Af hverju er farið í kaupin í sam- vinnu við Burðarás? „Burðarás er langstærsti hlut- hafinn í ÚA svo það var ekki óeðli- legt að fara í þessi kaup í samvinnu við þá,“ segir Guðbrandur Sigurðs- son. Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss, segir að þar á bæ hafi menn einfaldlega litið á kaup í Jökli ásamt ÚA sem væn- legan fjárfestingarkost. „Við höf- um trú á því að hægt sé að gera góða hluti í rekstri Jökuls,“ segir Friðrik. Góður kostur fyrir atvinnulífíð á staðnum „Við lítum á sölu hlutabréfa okk- ar til ÚA og Burðaráss, sem góðan kost fyrir atvinnulífið á staðnum. Annars værum við ekki að gera þetta,“ segir Gunnlaugur Júlíus- son, sveitarstjóri Raufarhafnar- hrepps. „ÚA er mjög öflugt land- vinnslufyrirtæki og með þessu fæst tenging við þá reynslu og þekk- ingu, sem þeir búa yfir og aðgengi sjómanna að skipsrúmum hjá fyrir- tækinu. Þá losar sveitarfélagið mikla peninga, sem verða eins kon- ar baktryggingarsjóður og eigna- lega verður sveitarfélagið mjög sterkt.“ Skref í rétta átt Þið óttist ekkert að ÚA kunni í tímans rás flytja á brott þær veiði- heimildir, sem nú eru skráðar á staðnum og leggi niður vinnsluna? „Menn hafa aldrei neinar líf- tryggingar eða þvíumlíkt í svona málum. Við höfum hins vegar reynslu af því að ÚA sé stöðugt fyrirtæki, sem hefur ekki aðeins staðið í rekstri á Akureyri, heldur víðar þar sem því hefur reynzt það hagfellt. Maður lítur svo á að þeir sjái sér hag í að standa að atvinnu- starfsemi hér vegna þess að það skili þeim ávinningi. Við lítum svo á að þetta sé skref í rétta átt til að stuðla að stöðugleika í atvinnulífi á staðnum. Þessi slagur úti á lands- byggðinni er ekkert einfaldur. Meðan menn eru í stöðu til að taka ákvarðanir, eiga þeir að gera svo, svo fremi sem þeir trúi því að verið sé að taka réttar ákvarðanir. í þeirri trú að þeir séu að styrkja byggðina og atvinnulífið á staðn- um,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. Að loknum þessum kaupum ÚA og Burðaráss á meirihlutanum í Jökli, mun ÚA verða með rekstur á Akureyri, Grenivík, Raufarhöfn, Laugum í Reykjadal og Reykja- nesbæ, en á síðustu tveimur stöð- unum er um að ræða rekstur Laugafisks, sem er í eigu ÚA og SH. ÚA verður nú stærsti hluthafmn í Jökli með um 45%, næstur kemur Burðarás með um 15%, þá Sjóvá- Almennar með um 9%, SR-mjöl með 6% og Eignarhaldsfélag AI- þýðubankans með tæp 4%. Selja 300 tonna karfakvóta GUÐMUNDUR Runólfsson hf. á Grundarfirði, útgerð ís- fisktogarans Hrings SH, hef- ur selt varanlegar veiðiheim- ildir í úthafskarfa fyrir 65 milljónir króna. Um er að ræða tæplega 300 tonna kvóta. Að sögn Sveins Pálma- sonar, fjármálastjóra útgerð- arinnar, var ákveðið að selja heimildir skipsins í út- hafskarfa og fjárfesta í stað þeirra í veiðiheimildum í öðr- um tegunudum, einkum þorski. „Við teljum út- hafskarfaveiðar ekki henta eins og staðan er í dag. Við erum að veiða aðrar tegundir, það er langt að sækja út- hafskarfann og það myndi trufla annan rekstur í fyrir- tækinu. Við munum halda áfram að stunda veiðar á öðr- um tegundum á heimamið- um,“ segir Sveinn. Veiða má andarnefjur Sjávarútvegsráðuneytið í Japan hefur ákveðið að aflétta veiðibanni á andar- nefjum í Japanshafi vestur af eyjunni Hokkaido og má veiða átta stykki þar til og með 30. júní. Alþjóða hvalveiðiráðið hef- ur ekki með andamefju að gera og hafa Japanir leyft veiðar á henni í Kyrrahafinu en hámarkið var 54 dýr á fjór- um svæðum á liðnu ári. Sama hámark er í gildi í ár en jap- anskir hvalveiðimenn hafa ekki veitt andarnefju í Japanshafi síðan 1972. Hins vegar telja Japanir að nóg sé af henni, bæði þar og í Kyrra- hafinu. Vélstjórar sameinast FÉLAGSMENN Vélstjóra- félags Vestmannaeyja hafa ákveðið í almennri atkvæða- greiðslu að leggja félagið nið- ur sem stéttarfélag í skilningi laga um stéttarfélög og vinnudeilur og gerast í stað þess deild innan Vélstjórafé- lags Islands. Atkvæði voru talin hinn 21. maí sl. og féllu þannig að 57 félagsmenn samþykktu samruna félag- anna en 5 voru á móti. Sam- runinn tekur formlega gildi hinn 1. júní nk. VSFÍ með 2.500 félagsmenn Félagsmenn Vélstjórafé- lags Suðurnesja höfðu áður samþykkt sams konar sam- runa við Vélstjórafélag ís- lands og tók hann gildi 1. maí sl. Þá munu félagsmenn Vél- stjórafélags ísafjarðar á sama hátt ákveða inngöngu sína í Vélstjórafélag Islands hinn 6. júní nk. og mun því eftirleiðis einungis eitt starf- andi sþéttarfélag vélstjóra vera á Islandi, Vélstjórafélag Islands, með tæplega 2.500 félagsmenn. Félagið er önnur stærstu samtökin á íslenskum vinnu- markaði með sjómenn innan sinna vébanda, á eftir Sjó- mannasambandi íslands. Nefnd sameining vélstjórafé- laganna kemur til með að ein- falda verulega alla kjara- samningagerð fyrir vélstjóra bæði til sjós og lands að því er segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.