Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 15 Garðar Páll EFNILEGIR gítarleikarar komu fram á tónleikunum. Skólaslit Tónlistar- skóla Grindavíkur Grindavík - Skólaslit voru í Tón- listarskóla Grindavíkur á dögun- um en þetta var 26. starfsár skólans. Kennarar voru 7 í vet- ur. Skólaslitin voru í tvennu lagi. Annars vegar héldu yngri nem- endur skólans vortónleika sína í Kvennó og léku fyrir foreldra sfna og aðra áhorfendur. Hins vegar voru eldri nemarnir með vortónleika sína í Grindavíkur- kirlyu. Grunnskóli Grindavíkur og Tónlistarskóli Grindavíkur hafa verið í samstarfí með forskóla en þar læra allir krakkar í 1. og 2. bekk á flautu sem hefur verið til þess að glæða áhuga á tónlist hjá yngstu kynslóðinni en þau voru einmitt með vortónleika sína nokkru áður. I vetur voru um 140 nemendur í tónlistar- skólanum í námi í mörgum deildum m.a. hljómborðs-, strengja-, blásara- og tónfræði- deild, auk nemenda í forskóla. Blásarasveitir voru tvær í vetur og skipt í yngri og eldri. Sá hóp- ur tók m.a. þátt í lúðrasveita- móti á Keflavíkurvelli ásamt öðrum sveitum á Suðurnesjum. Nýtt vistheimili tekið í notkun á Bergi í Aðaldal Laxamýri - Nýtt vistheimili fyrir unglinga var formlega tekið í notkun að Bergi í Aðaldal nýlega. Heimili þetta er rekið í tengslum við vist- heimilið í Árbót, en það eru hjónin Hákon Gunnarsson og Snæfríður Njálsdóttir sem hafa haft yfirumsjón með þeim rekstri allt frá árinu 1992. Með tilkomu Bergs er pláss fyrir 10 vistmenn á þessum tveimur heim- ilum, en þau eru rekin undir umsjón Barnavemdarstofu og samskonar heimili eru rekin í Eyjafirði, Skaga- firði, Borgarfirði, Biskupstungum og Rangárvallasýslu. Að sögn Ingþórs Bjamasonar sál- fræðings er beitt svokallaðri um- hverfismeðferð á heimilum þessum, sem felst í því að nýta sér möguleika í umhverfinu og í því fólki sem með unglingunum er. Lögð er áhersla á að starfsfólk sé til fyrirmyndar og mótandi einstaklingar sem setja mörk, leggja á ábyrgð og hrósa ef vel er gert. Unglingarnir fá að taka þátt í skepnuhaldi, reiðmennsku, útivist, námi og m.fl. og hefur reynslan sýnt að árangur er mjög góður af meðferð sem þessari. Ingþór kemur tvisvar í viku á heimilin í Aðaldal og er með ráðgjöf fyrir starfsfólk, viðtöl við unga fólkið og er auk þess með fundi þar sem allir heimilismenn ræða málin. Þá er einnig unnið með fjölskyldum og koma foreldrar eða forráðamenn reglulega til þess að fylgjast með og sjá hverju fram vindur. Auk þessa njóta nemendur leiðsagnar kennara, bæði á heimilinu og í Hafralækjar- skóla. Morgunblaðið/Atli Vigfusson SNÆFRÍÐUR Njálsdóttir og Hákon Gunnarsson í Arbót reka nú tvö vistheimili í Aðaldal. BRAGI Guðbrandsson, for- stöðumaður Barnavemdar- stofu, flutti ávarp og fagnaði þessu nýja heimili. Fjöldi manns var við opnunina að Bergi og gaf Héraðsnefnd Þingey- inga heimilinu uppsetta flaggstöng í tilefni dagsins og var fáni dreginn að húni. Margir ávörpuðu Hákon og Snæfríði og sagði Bragi Guð- brandsson, forstöðumaður Barna- verndarstofu, að sér væri sérstök ánægja að segja frá því hversu vel þeim hefði gengið með Árbót og fagnaði hann mjög þessu nýja heimili. Jörðin Berg er hluti af Sandi í Aðaldal og er nokkra kílómetra frá Árbót. Ibúðarhúsið hefur verið gert upp að innan sem utan og áfast fjós hefur verið gert að tómstunda-og setustofu. Þar er einnig rekinn bú- skapur sem mun verða unglingum til ánægjuauka í vistinni. „Gömul ferm- ingarbörn“ heimsóttu Ingjaldshól Hellissandi - Á hvítasunnudag voru sjö ungmenni fermd í Ingjaldshóls- kirkju. Það hefur færst í vöxt á síðari árum að eldri fermingarárgangar og þá gjarnan 50-60 ára fermingarár- gangar mæti til messu og gangi til altaris um leið. Þannig var einn 50 ára „fermingardrengur" Rafn Hjart- arson frá Munaðarhóli viðstaddur messuna en móðir hans, Jóhanna Vigfúsdóttir og móðurafi, Vigfús Jónsson héldu hér uppi kirkjusöng í yfir 70 ár. Þá setti skemmtilegan svip á ferm- ingarathöfnina að fimm „fermingar- börn“ sem nú hafa náð 74 ára aldri og fermdust fyrir 60 árum, vorið 1939 voru viðstödd ferminguna og gengu til altaris. Þau vorii Jón Júlíusson, kaupmaður í Nóatúni, Jón Bárðarson úr Bárðarhúsi, Þorstein Pétursson frá Ártúni, Cyrus Danelíusson á Hellissandi, sem staðið hefur og sungið á sönglofti kirkjunnar í yfir 50 ár og Sigríður Gísladóttir frá Hlíð. í hópnum voru í upphafi þrettán, tíu drengir og þrjár stúlkur og munu sjö enn vera á lífi. Hópurinn var allur fæddur og uppalinn á Hellissandi. Morgunblaðið/Birna Mjöll Söngskemmtun Farfuglanna FJÖLMENNI sótti skemmtun sönghópsins Farfuglar á Pat- reksfirði í Félagsheimili Pat- reksfjarðar 1. maí. Að auki bauð kórinn ásamt Verkalýðsfé- laginu upp á kaffíhlaðborð. í tilefni dagsins flutti Haukur Már Sigurðsson, formaður bæj- arráðs Vesturbyggðar, hátíðar- ávarp. Búvélar hf. opnaðará Selfossi Selfossi - Formleg opnun fyrir- tækisins Búvéla hf. á Selfossi fór fram á dögunum. Það er fyrirtæk- ið Bílfoss á Selfossi sem hefur keypt fyrirtækið en ásamt Bílfossi mun Vélsmiðja KÁ koma að rekstrinum. I opnunarhófinu voru bændur fjölmennir og var þeim kynnt sú þjónusta sem fyrirtækið býður upp á en Búvélar stunda umboðs- sölu á landbúnaðartækjum. Á myndinni er framkvæmdastjóri Búvéla hf., Finnbogi Guðmunds- son. Morgunblaðið/Sig. Fannar Morgunblaðið/Silli FRUMMÆLENDUR og forstöðumenn ráðstefnunnar. Göngudeild sykursjúkra á Húsavík opnuð Húsavík - Göngudeild sykursjúkra var nýlega formlega opnuð við Heilsugæslustofnunina á Húsavík. Ásgeir Böðvarsson læknir og Sig- ríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur munu veita þessari starfsemi forstöðu en þau hafa bæði starfað fyrir sykur- sjúka á öðrum vettvangi og mun sú reynsla fyrst og fremst nýtast með stuðningi fiá sérfræðingum í inn- kirtlasjúkdómum, sérþjálfuðum mat- vælafræðingum í Reykjavík og frá Samtökum sykursjúkra. í tilefni opnunarinnar var haldin ráðstefna með sykursjúkum og að- standendum þeirra og starfsfólki heil- brigðisstofnana á Húsavík en undir- búningur ráðstefnunnar hefur staðið allt þetta ár og kom þá í ljós að þörfin fyrir slíka stofnun er hér mjög knýj- andi. Frummælendur voru Ámi V. Þórð- arson, sérfræðingur í innkirtlasjúk- dómum bama, Sigurður V. Viggós- son, formaður Samtaka sykursjúkra, sagði hann frá starfsemi, tilgangi og markmiðum samtakanna. Ástráður B. Hreiðarson, yfirlæknir göngu- deildar sykursjúkra á Landspítalan- um, ræddi um meðferð sykursjúkra af gerð 2 (insúlínóháðra) og gerð 1 (insúlínháðra). Hann sagði frá þeim ánægjulega árangri sem náðst hefur hér á landi í að fyrirbyggja fylgikvilla í sambandi við meðferð sjúkdómsins. Berta María Ársælsdóttir, matvæla- fræðingur á göngudeild Landspítal- ans, ræddi um mataræði sykursjúkra, sem væri mikils virðl Á staðnum voru starfsmenn Pharmaco hf. og kynntu þeir ráð- stefnugestum nýjungar í hjálpar- tækjum fyrir sykursjúka, en þar eru framfarir mjög örar. Sigríður Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur lýsti ánægju sinni yfir því hve vel ráðstefnan hefði tekist og vænti þess að hún hefði orðið öllum þeim sem hana sóttu til uppbygging- ar og fróðleiks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.