Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MINNINGAR MOR.GUNBLAÐIÐ JON VETURLIÐASON + Jón Veturliða- son matsveinn fæddist 20. mars 1914 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði að kvöldi dags 13. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Veturliði Bjarna- son, sjómaður, f. 21. aprfl 1886. á Flat- eyri við Önundar- fjörð, d. 22. mars 1915, og Sigrún Benediktsdottir, f. Benedikt, 1980, og Helga, f. 31.12. 1912, d. 28.8. 1915. Hálfsystir Jóns er Helga Jóhannes- dóttir, f. 20.10. 1915, d. 16.10. 1941. Hálf- systkini Jóns en Gunnarsbörn: Hall- dór Ágúst, f. 1.3. 1921, d. 23.1. 1997, Jóhanna, f. 11.8. 1922, Eh', f. 26.11. 1923, d. 27.8. 1997; Steinþór Marínó, f. 18.7. 1925; Veturliði, f. 15.10. 1926; Guð- bjartur, f. 11.2. 1928; f. 14.7.1929: Gunnar, f. 28. október 1891 í Meinhiíð, Hólshreppi, Bolungarvík, d. 4. febrúar 1982. Alsystkini Jóns eru Anna Sól- veig, f. 16.11. 1911, d. 8.12. 14.6. 1933. Jón kvæntist Maríu Eyjólfs- dóttur 27. maí 1939, fyrir 60 ár- um. María var fædd 2. mars 1920 í Reykjavík, d. 19. nóvember 1991. Foreldrar Maríu voru Eyjólfur Brynjólfsson, f. 25. júlí 1891 í Miðhúsum, Biskupstung- um, sjómaður og verkamaður, d. 5. sept. 1973, og Kristín Árnadóttir, f. 3. nóv. 1899 í Mið- dalskoti, Laugardalshreppi, húsmóðir í Reykjavík, d. 16. júní 1974. Jón og María eignuðust þijú börn: 1) Eyjólfur Veturliði, mat- sveinn, f. í Reykjavík 16.9.1939. Eyjólfur var kvæntur Helen Brynjarsdóttur, f. 10.5. 1938 á Akureyri. 2) Kristinn Ingvar, prentari, f. í Reykjavík 22.11. 1940, kvæntur Björk Aðal- steinsdóttur kaupmanni, f. í Reykjavík 11.9. 1941. 3) Sigrún Benedikts, bankastarfsmaður, f. í Reykjavík 10.10. 1945, gift Jóhannesi Karlssyni, vélsljóra, f. 4.4. 1941 í Gröf, Breiðavíkur- hreppi. Utför Jóns fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Að kvöldi uppstigningardags sát- um við hjónin hjá elskulegum tengdafóður mínum og spjölluðum við hann. Eg hélt uin hendur hans og hafði orð á því hvað þær væru kald- ar, hann brosti og svaraði góðlátlega að hann fyndi nú ekki mikinn ung- meyjarhita af mínum höndum. Svona var tengdapabbi, með skemmtileg tilsvör á reiðum höndum og gerði góðlátlegt grín. Þegar við ætluðum heim faðmaði hann okkur og kyssti, og þakkaði okkur innilega fyrir kom- una. Hálftíma síðar var hann látinn. Mér er minnisstætt þegar ég hitti tengdaforeldra mína í fyrsta sinn. Mér var boðið í mat svo fjölskyldan gæti nú hitt kærustu Kristins. Ég var feimin og óörugg, en mér var tek- ið opnum örmum. Það var létt yfir þessu kvöldi og tengdaforeldrar mín- ir stjönuðu við mig. Síðar þegar við Kristinn vorum gift og bömin komin í heiminn voru þau ætíð boðin og bú- in að aðstoða okkur ungu hjónin. Á sunnudögum var farið niður að Tjöm að gefa fuglunum og alltaf var komið við í kaffi hjá afa og ömmu sem gerðu allt fyrir barnabömin. Oft tók afi þau í bíltúr um helgar og þá var hann alltaf minntur á hvar búðin væri sem ísinn fékkst í. Börnin uxu úr grasi og fóru í framhaldsnám og þá var gott að geta komið við í matarhléum hjá afa og ömmu. Síðan bættust bamabamaböm í hópinn og öllum fannst jafn notalegt að koma til afa og ömmu. Við hlæj- um oft að því þegar tengdamamma var að passa eitt langömmubarnið sem var lasið og gat því ekki farið út. Þá fór langafi og sótti snjó í fótu svo barnið gæti leikið sér með snjóinn inni á stofugólfi. Við minnumst allra jólaboðanna sem tengdamamma og tengdapabbi héldu, sama hvað fjölskyldan var orðin stór, alltaf var nóg pláss. Tengdaforeldrar mínir reistu sér fallegan sumarbústað í Grímsnesinu og þar nutu þau sín vel þegar þau gengu um landið sitt og sýndu okkur gróðurinn og vissu nöfnin á öllum jurtunum. Tengdapabbi var sérstaklega ljúf- ur og þægilegur maður sem gott var að hafa í návist sinni og alltaf hægt að leita ráða hjá. Þegar við hjónin fórum að byggja og vorum byrjend- ur í gróðurrækt vissi hann allt um tré og blóm og þá sérstaklega ís- lenskar jurtir. Þeir voru ófáir bíltúr- amir sem hann fór með mig í til að sýna mér gróðurinn. Tengdapabbi hafði líka mjög gaman af að grúska í ættfræði og vildi vita deili á fólki. Okkur fannst það skondið þegar eitt barnabarnanna hans náði sér í maka í Kanada og hann gat rakið ættir þeirra saman. Það hefur verið siður á heimili okkar Kristins í tæp 40 ár að hafa foreldra okkar í mat um áramótin. Nú síðast var tengdapabbi orðinn einn eftir af eldri kynslóðinni. Það verður tómlegt hjá okkur að sjá hann ekki sitja við gluggann, horfa á brennuna og fylgjast með börnunum skjóta upp flugeldum. Nú er hann kominn til Mæju sinn- ar, en í dag á útfarardegi hans eru 60 ár síðan þau gengu í hjónaband. Elsku Eyfi, Kristinn og Sigrún, takk fyrir að leyfa mér að eiga svona stóran hlut í foreldrum ykkar, þau voru mér sem bestu foreldrar. Kæri tengdapabbi, þakka þér fyrir alla þína ást og umhyggju. Guð veri með þér. Þín Björk. Við systkinin viljum með fáum orðum minnast Jóns afa, sem hefur nú loks hitt ömmu Mæju eftir rúm- lega sjö ára aðskilnað. Elstu minn- ingar okkar um Jón afa eru vafalaust tengdar sumarbústaðnum í Gríms- nesi. Afi hafði græna fingur og rækt- uðu hann og amma mikið af trjám og ýmislegt grænmeti. Fuglana hugs- uðu þau vel um og áttu margir hjá þeim fastan samastað. Ótal gleði- stundir áttum við með Jóni afa og ömmu Mæju í sumarbústaðnum við leik og útiveru. Þegar rigndi fundu þau alltaf uppá skemmtilegum leikj- um fyrir okkur krakkana og til þeirra voru meðal annars notaðir tappar af Egils pilsnerflöskum, sem afi hafði mikið dálæti á. Afi og amma spiluðu líka mikið og ótal stundir sát- um við saman og spiluðum. I sumar- bústaðnum höfum við átt einhverjar okkar Ijúfustu stundir, því þar var ávallt mikið um að vera. Við kynnt- umst þar ýmsum vinum ömmu og afa því mikið var um gestakomur og vel tekið á móti öllum. Aldrei fór mikið fyrir afa, þar sem hann var lít- illátur og rólegur maður, en engu að síður átti hann viðburðaríka ævi. I huga okkar bamanna ríkti alla tíð mikill Ijómi yfir afrekum þeirra hjónanna á yngri árum sem vafalítið hafa verið nokkuð óvenjuleg. Þannig var hann kokkur á Gullfossi, þau ráku golfskálann í Reykjavík, Hlé- garð í Mosfellssveit, seldu breskum hermönnum sinn heittelskaða rétt ,4isk og franskar“ út um eldhús- gluggann auk þess að vera frum- kvöðlar í að selja hádegismatar- bakka í fyrirtæki í Reykjavík. Þannig duldist manni aldrei að okkar blíði og rólegi Jón afi var stórmenni sem hafði róið til fiskjar á árabátum sem sjómaður á Vestfjörðum í æsku og lét sér fátt fyrir bijósti brenna. Fyrir stuttu héldum við upp á 85 ára afmæli afa og mætti þar margt góðra vina hans og ættingja, og þótti hon- um mjög vænt um það. Ekki fór fram hjá neinum hversu mikið það tók á afa að sjá ömmu veikjast og deyja úr krabbameini. Þannig að þótt við kveðjum afa með söknuði, vitum við í hjarta okkar að hann er aftur búinn að sameinast ömmu Mæju, sem hann elskaði og dáði. Minning þeirra beggja lifir með okkur og veitir okkur hlýju. María og Karl. SIGURÐUR ÓLAFSSON + Sigurður Ólafs- son fæddist 1. nóvember 1917. Hann lést 13. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur Sigurðsson, skipstjóri í Flatey, og Guðrún Bald- vinsdóttir frá Siglu- nesi. Sigurður ólst upp í Skáleyjum hjá Kristínu Einars- dóttur og Skúla Bergsveinssyni. Sigurður kvænt- ist fyrsta vetrardag 1941 Unni Lilju Jóhannesdótt- ur, f. 3. september 1922, d. 11. mars 1992. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson og Anna Guðmunds- dóttir. Börn Sig- urðar og Lilju eru: 1) Ingveldur Guð- rún, f. 6. aprfl 1942. 2) Skúli Þormar, f. 1. maí 1946. 3) Ólafur Jóhannes, f. 2. febrúar 1964. Barnabörn Sigurð- ar og Lilju eru tveir piltar. Sigurður og Lilja bjuggu í Skáleyjum 1940-1943. Eftir það lærði Sigurður bakaraiðn og starf- aði sem bakari og síðan versl- unarmaður. Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogskirkju 20. maí. Hann var roskinn þegar ég kynntist honum í alvöru. Þó man ég hann ungan bónda og mynd hans við bústörf er mér í bamsminni. Sú mynd sýnir hæglátan mann sem sneri derhúfunni öfugt og dró á eft- ir sér hjólbörurnar í stað þess að aka þeim á undan sér. Siggi og fjölskylda hans voru mér einn af fóstu punktunum í tilverunni þegar ég fyrst fór að skynja heim- inn. Þegar þau fóru urðu einhvers konar straumhvörf. Seinna vissi ég að búskapur þeirra var aðeins á ein- um fjórða hluta Skáleyja og hann varði í þrjú ár. Þau hurfu á vit annarra kosta sem þjóðfélagið bauð. Ég man bát- ana hans. Hauk eignaðist hann á þessum búskaparárum. Haukur var vélbátur með stýrishúsi, en slíkt (þ.e. húsið) var hefðartákn, því svo búnir voru fáir bátar hér um slóðir þá, enda átti Haukur að baki hefð- arsögu sem virðingarmannaskip. Björg var ára- og seglbátur sem fóstri hans gaf honum. Hún var jafnan nefnd „skektan hans Skúla“ eða „skektan hans Sigga“. Hann nam af fóstra sínum að aka í dag á brúðkaupsdegi afa og ömmu kveðjum við afa okkar. Þegar við minnumst afa þá rifjast upp þær stundir sem við áttum sam- an á heimili afa og ömmu á Hring- brautinni og í sumarbústaðnum þeirra í Grímsnesi. Greiðvikni afa átti sér engin takmörk. Hann var alltaf tilbúinn að hlaupa eftir dyntum okkar krakkanna, sama hvort það var að fara út í sjoppu eftir kóki eða í geymsluna eftir smákökunum henn- ar ömmu. Við minnumst líka sunnu- dagsbíltúranna í Fólksvagninum, sem fyrir okkur var mikil upplifun þar sem mamma og pabbi áttu ekki bíl á þessum árum. Endastaðurinn var alltaf einhver ísbúðin þar sem ís með dýfu var keyptur handa öllum. Þeir eru líka eftirminnilegir bíltúr- arnir austur í Grímsnes þai' sem afi og amma byggðu sér sumarbústað. Ferðirnar voru margar með spýtur og dót og seinna meir með alla græðlingana hans afa, en trjárækt varð hans aðal áhugamál eftir að bú- staðurinn var tilbúinn. Það var með ólíkindum hvað landið þeirra tók miklum breytingum og varð fallegra með hverju árinu. Afi var sérstaklega skapgóður, skilningsríkur og ljúfur maður og skildi óþolinmæði og ærslagang okk- ar krakkanna best af öllum. Afi og amma voru einstaklega samrýnd hjón og ekki hægt að minn- ast afa án þess að minnast ömmu því þau voru alltaf saman. Þessi dagur er þeirra, því að fyrir nákvæmlega 60 árum giftu þau sig og er bið afa eftir að hitta ömmu aftur loks á enda. I hugum okkar hafa afi og amma alltaf verið hamingjusöm og við vit- um að þau eru það núna. Minningin um stórkostleg hjón lifir með okkur. Guð geymi afa og ömmu. Jón Aðalsteinn, Guðný Hildur, Hilmar Þór og Arna Björk. Látinn er á Hrafnistu í Hafnar- firði heiðursmaðurinn Jón Veturliða- son, fyrrverandi matsveinn. Sá Ijúfi góði maður hefur fylgt okkur fjöl- skyldunni í rúm 60 ár. Alla tíð lét hann sér annt um okkur systkinin og var foreldrum okkar góður og um- hyggjusamur tengdasonur. Okkur er minnisstætt hve mikil eftirvænting var hjá okkur systkin- unum fyrir margt löngu, María elsta systir okkar hafði tilkynnt foreldrum okkar að hún kæmi heim með mannsefnið sitt til að kynna hann fyrir fjölskyldunni. Við höfðum verið pússuð í sunnudagafótin og áminnt seglum og stjóma seglbát og fórst svo snoturlega sú íþrótt, að í henni þótti hann standa framarlega í röð- um ungra manna. Þeir kölluðu hann Sigga „sveifarauga". Sú nafngift vísar til stýrissveifarinnar og felur kannski í sér svolitla öfund, en virð- ingu þó. Viðumefni sem loddu við foma kappa vora gjaman sprottin af slíkum hvötum. Einkenni Sigga Ólafs vora góð- látleg glettni (kannski stundum grá) og frásagnargleði. Áheyrilega frá- sögn hans var gott að dvelja við. Kannski einkenndist búskapur hans af lögmálinu: „Kemst þó hægt fari“. Hann kaus sér aðra braut, en búskaparárin þrjú voru honum Ijúf í minningunni. Hann fitjaði upp á þeirri nýjung að kaupa smákálfa annars staðar að og ala til slátrun- ar. Þannig langt á undan sinni samtíð. Jafnan hneigður til versl- unar, sem og síðar varð þáttur í hans ævistarfi. Kannski hefði hon- um hentað að stjórna tæknivæddu nútímabúi. Skyggnumst aðeins inn í frásagn- ir hans. Skráð hefur verið eftir hon- um og birt saga hans af háskaför við þriðja mann, er hann stýrði skekt- unni sinni heilli úr, þegar tvífyllti undir þeim á leið milli lands og eyja (Eylenda). Annarrar ferðar á skektunni minntist hann þegar þau hjón (ný- gift eða ógift) höfðu verið að hey- skap í úteyjum. Þau báru af heyi slíkt háfermi á bátinn, að er þau rera heim yfir lognkyrr eyjasundin, mátti vart ógætilega hreyfa fót svo ekki sypi á eða jafnvel færi um. í lendingu heima tók fóstri hans á móti þeim sjóndapur og lúinn, þó um að vera stillt og prúð. í minning- unni er þetta stór atburður, sú fyrsta úr stórum systkinahópi er að undir- búa að fara að heiman. Á þessum árum var Jón matsveinn í Oddfellowhúsinu og síðar yfirmat- sveinn þar. Þau stóðu fyrir rekstri á Hlégarði í Mosfellsbæ um árabil, þar voru þau þegar hann varð fimmtug- ur. Sveitarstjórn og sveitungar hylltu hann á margan hátt við þau tímamót. Síðan starfaði hann á ýms- um stöðum til sjós og lands, alls staðar var hann vel látinn, enda dag- farsprúður maðui'. Síðustu starfsárin sín var hann matsveinn á Reykja- lundi. María systir okkar og Jón höfðu verið í farsælu hjónbandi í 52 ár, þeg- ar hún féll frá árið 1991. Það varð honum sár og erfiður missir. Þau eignuðust þijú böm, sem öll reyndust foreldrum sínum vel. Aðdáunarvert var að sjá þá miklu umhyggju sem þau sýndu föður sínum eftir að hann varð einn. Þau hjón voru samrýnd í einu og öllu. Það var yndislegt að sjá þegar þau byggðu sér sumarbústað og þá sýndi hann Jón mágur okkar á sér eina góða hliðina enn. Allt sem þau ræktuðu, sáðu fyrir birkinu sjálf. Jarðræktin átti sinn stað við bústað- inn, þar sem þau hlúðu að smávinun- um fogru. Við í fjölskyldunni áttum þar Ijúfar stundir. Og enn átti hann Jón eftir að sá ódauðlegu frækomi, þar sem hann skráði ættartölu for- eldra okkar, honum þótti svo vænt um þau, að hann nefndi þessa ættar- tölu „Smyrilsvegsættina". 20. marz sl. átti þessi heiðursmað- ur 85 ára afinæli, sem hann fagnaði með bömum sínum, tengdabömum, barnabörnum og stóram hópi frænd- fólks og vina á Hótel Borg, þessi dagstund var okkur öllum Ijúf. Af alhug þökkum við góðum dreng samfylgdina og óskum honum góðr- ar ferðar. Smávinir fagrir, foldar skart, fíffll í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls sem er, Annastu þennan græna reit. Blessaðu faðir, blómin hér, Blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið. Sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Tengdasystkini. nægilega glöggur til að gera sér grein fyrir ástandinu. Vart mælandi fyrir reiði sá geðprýðismaður. Hann pjakkaði niður stafnum sínum með hríðskotabyssuhraða meðan hann las stráknum pistilinn. Hann sagðist ekki hafa gefið honum skektuna til að drepa sig á henni. Honum væri það að vísu heimilt sín vegna en með líf stúlkunnar sinnar ætti hann ekkert með að ráðskast svona. Svo orðheppnir menn og fundvís- ir á kímilegu hliðamar sem Siggi Ólafs var eiga það til að lauma frá sér gullkomum sem mega geymast. Einn góðviðrismorgun í þerrilegu útliti var hann á leið til að breiða heyið sitt. Fór sér þó að engu óðs- lega og dokaði við þar sem mótbýl- isfólkið var í óða önn og tók við það tal í makindum. Þar bar þá að fóstra hans fasmikla í starfsákafan- um. „Siggi minn, stendur þú bara hér?“ mælti hún hvasst og áminn- andi um slórið. Hann leit hægt við henni. „Ég get svo sem sest,“ varð honum að orði og þar með lét hann fallast á sitjandann. Fósturforeldra sinna minntist hann jafnan með miklum kærleika. Hann taldi það hafa verið gæfuspor sitt að hann kom fóstra sinni fyrst- ur til hjálpar er hún fékk það áfall er varð hennar banamein. Hann fékk um það vitran og brá við skjótt. Dulskyggni hans kom oftar fram og um það era til skráðar heimildir (Bergsveinn Skúlason, Áratog). Fjölskyldu Sigurðar og Lilju sendi ég kveðju mína í minningu þeirra. Jóhannes Geir Gíslason, Skáleyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.