Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 37 LISTIR 48 styrkir úr Menningarsj óði útvarpsstöðva Undirspil náttúrunnar ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkj- um úr Menningarsjóði útvarps- stöðva. Auglýst var eftir umsókn- um í janúar s.l. og bárust umsókn- ir um styrki til 279 verkefna. Styrkumsóknimar námu samtals 600 milljónum króna og heildar- kostnaðaráætlanir verkefnanna námu 1.800 milljónum króna. Út- hlutað var kr. 64.640.000. Þar af eru styrkir til framleiðslu og und- irbúnings dagskrárefnis fyrir hljóðvarp kr. 11.890.000, en kr. 52.750.000 til framleiðslu og undir- búnings dagskrárefnis fyrir sjón- varp. Styrkir verða greiddir út í byrjun júlí. Eftirtaldir fengu styrk til undir- búnings og framleiðslu dagskrár- efnis fyrir hljóðvarp: Delos ehf., íslendingabyggðir í Hull og Grimsby, 507 þús. kr. RÚV, Heimskautalandið unaðs- lega, 450 þús. kr. Síðu-Hallur, 200 þús. kr., Nú rökkvar um allan hinn kringlótta heim, 450 þús. kr., Margmiðlunarverkefni fyrir börn, 800 þús. kr. Frostið ehf., Morg- unútvarp barnanna, 378 þús. kr. íslenska fjölmiðlafélagið ehf. Ljóð- list, upplestur, 450 þús. kr., ís- lenskt mál, 750 þús. kr., Astar- söngvar Island 360 þús. kr. Friðrik Páll Jónsson, Út úr skugganum 750 þús. kr. Þórarinn Hjartarson, Frá Seli til Klettafjalla 850 þús. kr. Fínn miðill hf., Tónlistarskóla- kvöld 825 þús. kr. Sinfóníuhornið, 615 þús. kr. Hjálmar Sveinsson, Sömu lygar og vanalega, 350 þús. kr. Sævar Ari Finnbogason, Mannamál 1.400 þús. kr. Ema Indriðadóttir og Ragnheiður Kri- stjánsdóttir, Sögubrot í aldarlok - nokkrar svipmyndir frá 20. öld 200 þús. kr. Jón Asgeirsson, Islending- ar erlendis 900. þús. kr. Jón Jóns- son og Rósa Þorsteinsdóttir, Föru- menn, 365 þús. kr. Pétur Hrafn Arnason, Þorleifur Friðriksson og Jón Ingvar Kjartansson, Kristni og kirkja á íslandi í 1000 ár, 400 þús. kr. Jón Karl Helgason, Síð- ustu hetjurnar 240 þús. kr. ís- lenska útvarpsfélagið-Fjölmiðlun hf., Síðasti áratugur aldarinnar, 650 þús. kr. Styrkir til framleiðslu sjónvarpsefnis Eftirtaldir fengu styrk til und- irbúnings og framleiðslu dag- skrárefnis fyrir sjónvarp: Jón Eg- ill Bergþórsson, Lífsins þúsund þættir - Jóhann Sigurjónsson, 2 millj. kr. Delos ehf., Sesselja - Að fylgja Ijósinu, 1.5 millj. kr. Alvís, Maður er nefndur - Kona er nefnd 2 millj. kr., Tuttugasta öldin 1 millj. kr. Seylan ehf., Dönsk spor, 1,5 millj. kr. Páll Steingrímsson, Kjarval 3 millj. kr. Zik Zak, Gauragangur 3 millj. kr. Samver hf., Sá hæsti í heimi, 800 þús. kr. Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Allir litir hafsins era kaldir, 7 millj. kr. Hrafn Gunnlaugsson, Glæpur skekur húsnæðisstofnun, 1 millj. kr. Arcticfilm ehf., Aldahvörf - Sjávarútvegur á tímamótum, 1 millj. kr. Halldór Carlsson, ís- lenskar myndasögur, 700 þús. kr. Morefílms ehf., Kisa Kiss, 3 millj. kr. Nýja Bíó hf. og í einni sæng, í faðmi hafsins, 1,5 millj. kr. Nýja Bíó hf., I gegnum linsuna, 2 millj. kr., Stephan G. Stephansson 2 millj. kr. Saga Film hf., Hálendi Islands, 1,5 millj. kr., Geysisslysið - Jökull, 1,5 millj, kr., Iðnó - vagga listar og hús gleðinnar, 2 millj. kr., Fjögur hjörtu, 750 þús. kr. Leifur heppni og fundur Ameríku, Sig- urður Örn Brynjólfsson, 500 þús. kr. Magus, Hetjur hafsins - Þorskastríðin 1958-1976, 2 millj. kr. Arfur, Kristján Eldjárn - heimildarmynd, 1 millj. kr. Knút- ur Braun, Heiðarleiki listamanns- ins, 1,5 millj. kr. Kvikmyndasmiðj- an, Viktor, 1 millj. kr. íslenska út- varpsfélagið - Fjölmiðlun hf., Ormstunga, 2 millj. kr. RÚV, Her- bergi sex, 6 millj. kr. BÆKUR Þýdd skáldsaga UPPVÖXTUR LITLA TRÉS eftir Forrest Carter í þýðingu Gyrðis Elíassonar, Mál og menning, 1999 - 224 bls. KLUKKAN í Brekkukotsbæ í annál Halldórs Laxness um það kot og íbúa þess hafði ef grannt var skoðað söngtón í ganghljóðinu. Þessi söngvísa klukka tifaði stöðugt tveggja atkvæða orð, ei- líbbð. Slíkan söng er að finna í undirspili náttúrannar í bók Forrest Carters, Uppvöxtur Litla trés, sem út kom fyrir skömmu í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Fleira vekur hugrenningatengsl milli þessara tveggja verka, ekki síst kíminn frásagnarstfll og tvírætt sjónarhom. Að auki verður Litla tré, aðalpersóna verksins og sögu- maður, munaðarlaus fimm ára gamall. Enda þótt ekkert ólfldnda- legt sé sagt um hollustu slíkra ör- laga í þessari bók líkt og í Brekku- kotsannál, fær drengurinn skjól hjá afa sínum og ömmu í fjallakofa þeirra það stundarkom sem þau hjón eiga eftir ólifað. Um líf þeirra saman, samlífi þeirra með náttúru og átök þeirra við stjómvöld, sem telja hina öldnu indíána óheppilega uppalendur, snýst þessi fallega saga. Bókin er færð í letur 1976 og hefur síðan verið að vinna sér sess meðal heimsbókmenntanna. Höf- undurinn lést 1979 og fékk því ekki að njóta þeirrar sigurfarar. Það era raunar áhöld um hvers eðlis sagan sé. I bókinni er skörp lýsing á tímabilinu í kringum 1930. Sagan segir frá barnæsku sögu- manns og ljóst er að höfundur skrifar hér um bamæsku sína. Um ævisögueðli bókarinnar hefur þó verið deilt. Sá þáttur skiptir okkur þó litlu máli því að mikilvægast er að hér er á ferðinni frábært skáld- verk. Saga Carters er góð skemmtun frá upphafi til enda, litrík og öllum aðgengileg. Hún kemur frá hjart- anu. Höfundurinn er sögumaður af guðs náð. I gegnum auga barnsins sjáum við ótal kúnstugar persónur íjallahéraðanna, stórbrotnar og sérkennilegar. Þær lifna á síðun- um í litlum skoplegum frásögnum sem ekki bara era kímnar heldur varpa einnig ljósi á lífsskilyrði fólksins og örlög. A bak við kímn- ina er ef vel er skoðað sögð grimm saga af illri meðferð Bandaríkja- manna á frambyggjum landsins og fátæklingum. Við upp- lifum kynþáttahatur og misbeitingu póli- tísks valds. Ekki fer milli mála andúð höf- undar á stjórnvöldum, ekki síst Norðurríkja- mönnum. Það er því dálítil þverstæða sem þýðandi veltir fyrir sér í eftirmála. Carter mun hafa verið einn af ræðuskrifurum þess fræga stjómmála- manns, George Wallace, sem hann tel- ur með kynþáttaað- skilnaðarmönnum og hægri öfgasinnum. Sennilega hafa þeir Carter þó átt sameiginlega andúðina á norðan- mönnum. Einn meginstyrkleiki sögunnar er fólginn í lýsingum á hugrekki og útsjónarsemi fjallabúanna í lífs- baráttunni, hvemig þeir takast á við harðneskjulega náttúrana og hömlur og á tíðum ofsóknir yfir- valda. Þannig verða jafnvel lestir þeirra stórbrotnir. Afi Litla trés hefur þannig framfæri af braggi og sprúttsölu sem var alvarlegt lögbrot á bannáranum. Otal fyndn- ar sögur spretta upp úr þeim iðn- aði og tilraunum stjórnvalda til að stöðva hann. En frásögnin er 'með þeim hætti að lesandi fyllist aðdá- un í stað fordæmingar á atferli afans. Glæpurinn verður dyggð í augum Litla trés því að fjallabú- amir eiga enga aðra leið til að komast af. Nálægð náttúrannar er mikil í bókinni. Litla tré hefur ekki feng- ið nafn sitt af tilviljun og hann upplifir verar náttúrunnar sem persónulega vini, ekki síst trén. Því er náttúrusýnin sterk. Höf- undur beitir jafnvel því stílbragði að gefa náttúranni raddir og eyk- ur það á náttúraljóðrænuna svo að minnir á töfraraunsæi. Þegar Litla tré er eitt sinn neytt til að yfirgefa fjallið og afa og ömmu til að fara á munaðarleysingjahæli upplifir drengurinn sorg náttúr- unnar. Greinar og rætur trjánna reyna að krækja í hann í örvænt- ingu, lækurinn verður taugastrekktur, skvettist og fyss- ar og kráka gargar: „Öll sögðu þau: „Ekki fara, Litla tré, ekki fara, Litla tré...“ Ég skildi hvað þau sögðu. Og augu mín blinduð- ust af táram og ég staulaðist áfram á hæla afa. Það tók að kula, og vindurinn andvarpaði og hnippti í lögin á gula frakkan- um mínum. Deyjandi rannar teygðu sig inn á stíginn og flæktust um fætur mína. Sorg- ardúfa kveinaði, lengi og einmanalega - og henni var ekki svarað, svo ég vissi að hún var að kveina mín vegna.“ Lífsspeki sögunnar er einfold. Kannski túlkar amman hana best. Hún hefur andúð á kapítalisma og efnishyggju en leggur áherslu á innri gildi. Mikilvægara væri að hagnast andlega en efnislega. Þeir sem hugsuðu fyrst og fremst um efnisleg gæði væru dauðir hið innra: „Amma sagði að maður gæti auðveldlega borið kennsl á dautt fólk. Hún sagði að dauðir menn hugsuðu ekkert nema óhreinar hugsanir þegar þeim yrði litið á konur; þegar þeir litu á ann- að fólk sæju þeir ekkert nema hið slæma; þegar þeim yrði litið á tré sæju þeir ekkert nema timbur og hagnað; aldrei fegurð. Amma sagði að þetta fólk væri dautt í lif- anda lífi.“ Það fer ekki milli mála að mín- um dómi að Uppvöxtur Litla trés er í alla staði prýðileg bók. Hún er einföld aflestrar í úrvalsþýðingu Gyrðis Elíassonar. Hún er góð skemmtun en jafnframt býr hún yfir hjartahlýju, djúpri speki og ekki síst töfrandi stíl. Skafti Þ. Halldórsson Gyrðir Elíasson Sverrir Krist- insson formað- ur Listskreyt- ingasjóðs SVERRIR Kristinsson fram- kvæmdastjóri hefur verið skipaður formaður Listskreytingasjóðs rík- isins. Menntamálaráðhera hefur skipað stjóm sjóðsins sem starfar samkvæmt lögum um listskreyt- ingar opinberra bygginga og List- skreytingasjóð rikisins sem öðluð- ust gildi 1. janúar sl. Samkvæmt 4. gr. laganna er stjórn Listskreytingasjóðs skipuð fimm mönnum til tveggja ára í senn. Skulu tveir nefndarmenn skipaðir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistar- manna, einn samkvæmt tilnefningu Arkitektafélags íslands, einn sam- kvæmt tilnefningu samstarfsnefnd- ar um opinberar byggingar og hinn fimmta, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, skipar ráðherra án tilnefningar. Varamenn skulu skip- aðir með sama hætti. I stjóm eiga sæti, auk Sverris, Anna Eyjólfsdóttir, myndlistar- maður og Valgerður Hauksdóttir myndlistarmaður, Andrés Narfi Andrésson arkitekt, Ema Hjalte- sted lögfræðingur. Varamaður Sverris Kristinsson- ar og jafnframt varaformaður er Freyr Jóhannesson tæknifræðing- ur. Konunglegi danski ballettinn sýnir í Þjóðleikhúsinu Ljósmynd/Martin Mydtskov Renne SILJA Schandorff og Peter Bo Bendixen eru meðal dansara sem dansa í Þjóðleikhúsinu. KONUNGLEGI danski ballettinn sýn- ir í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. júní kl. 20. Rúmlega tveir áratugir eru síðan hópur á vegum Kon- unglega danska ball- ettsins sýndi síðast í Þjóðleikhúsinu. Að þessu sinni eru það sólódansarar úr fremstu röðum baU- ettsins sem sækja fs- land heim, stómöfn úr hópnum: Mette Bödtcher, Silja Schandorff, Peter Bo Bendixen, Christina Olsson, Mads Blangstrup, Jo- hann Kobborg, Alexei Ratman- sky, Henning Albrechtsen, Tina Höjlund og Diana Curi. A efnisskrá eru fjögur dans- verk, af ýmsum toga: Ballett Peter Martins „Barber Violin Concerto", við tónlist Samuel Barber, „Witness", eftir Alvin Ailey, við tónlist Negro Spiritu- als, Pas-de-deux úr „Blóma- veislan í Genzano“ eftir August Bournonville við tónlist H.S. Pauli og síðast en ekki síst sýn- ir allur hópurinn hluta úr 3. þætti hins þekkta og sígilda „Napoli" eftir Bournonville, við tónlist Edvard Helsted og H.S. Pauli. Það er Danska sendiráðið á Islandi sem stendur að komu listamannanna til landsins, í samstarfí við Þjóðleikhúsið, og Kaupþing styrkir viðburðinn. L0ND0N frá kr. 16.645 í SUMAR MEÐ HEIMSFERÐUM Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sum- ar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bfl eða valið um eitthvert ágæt- is hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðvikudaga í sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið. Verð kr. ] L6.645 Verð kr. ] L9.99C > M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, flugsæti og skattar. Flug og skattur. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.