Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf , Samvera í Kópa- vogskirkju - arf- ur kynslóðanna VINAFÉLAG Kópavogskirkju og , sóknarnefnd Kársnessóknar gang- ast fyrir samveru í Kópavogskirkju laugardaginn 29. maí kl. 11 undir yfirskriftinni Arfur kynslóðanna. Par munu þau Pálína Jónsdóttir, i fyrrverandi kennari og endur- menntunarstjóri, Gísli J. Ástþórs- son, fyrrverandi blaðamaður og rit- # stjóri, og séra Ragnar Fjalar Lár- ! usson, fyrrverandi prófastur, ræða ; um arf kynslóðanna frá ólíkum sjón- j arhornum. Þá munu þau Sigurbjörg Þórð- I arsdóttir kennari og Valdimar Lár- usson leikari lesa ljóð. Milli erinda verður almennur söngur. Stjóm- andi samverunnar verður Asgeir ; Jóhannesson, safnaðarfulltrúi Kárs- i nessóknar. j Að lokinni samveru í kirkjunni j verður þátttakendum boðið í léttan j hádegisverð í safnaðarheimilinu . Borgum. Sunnudaginn 30. maí kl. 14 verð- j ur síðan guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju en í henni mun séra Stefán ^ Lárusson prédika og Samkór Kópa- ! vogs syngja ásamt kór Kópavogs- kirkju. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðar- heimilinu á milli kl. 14 og 16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Langholtskirkja. Opið hús fyrir for- eldra yngri bama kl. 10-12. Söng- stund. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.00. Gunnar Gunnarsson leik- ur á orgel frá kl. 12. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Léttur málsverð- ur í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 íVonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffí eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgun milli kl. 10 og 12. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stundir alla fimmtudaga kl. 18. Landakirkja Vestmannaeyjum. Helgistund á sjúkrahúsinu, dag- stofu 2. hæð, kl. 14.30. Opið hús fyr- ir unglinga í KFUM & K húsinu kl. 20.30. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. GREGOR Frábært úrval af mokkasínum St. 36-42 Verö frá kr 6.990 Kringlunni 8-12, sími 568 9345. Vert er að gleðjast /fir góðum órangri... Góíar jjafir við öll tækifsri k Kringlunni 8-12 - Sími 568 2221 VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lokaðar ruslafötur? ÉG fór á annan í hvíta- sunnu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og voru á svæðinu fleiri þúsund manns, bæði börn og full- orðnir að skemmta sér. Stakk það mig illilega að meðal þessa fólks voru Taílendingar, aðallega börn, sem voru að hirða rusl úr ruslatunnunum. Sá ég að hópur af þessu fólki var búinn að koma sér upp nokkurs konar bækistöð þar sem það safnaði þessu saman í stóra svarta ruslapoka. Fannst mér afskaplega óviðeigandi að sjá þessi börn á kafi ofan í rusla- tunnunum þegar önnur börn voru _þarna að skemmta sér. Ég hef áður orðið vör við svipað en það var 17. júní í fyrra, en þá stóð taílenskur maður yfir okkur og beið eftir því að við kláruðum úr gosflöskum sem við vor- um með svo hann gæti hirt þær. Því er mér spurn, er ekki hægt að koma í veg fyrir svona? Er ekki hægt að hafa ruslafötumar meira lokaðar, svona eins og kúlurnar eru sem tómar flöskur eru settar í? Þá verður ekki svona auðvelt að hirða ruslið. Kristín Runólfsdóttir, Fróðengi 14. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust í Mosárdal á leiðinni fi'á Skaftafelli um síðustu helgi. Upplýsingar í síma 567 6691 eða 898 4529. Tígri er týndur TÍGRA er sárt saknað frá Efstasundi í Reykjavík. Hann er gulbröndóttur með bláa ól með grænni tunnu, eyrnamerktur: R9H023. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 588 9129. Páfagaukar óska eftir heimiii TVEIR páfagaukar óska eftir heimili. Upplýsingar í síma 552 9185. Kettlinga vantar heimili ÞRÍR gráir kettlingar og einn svartur, 8 vikna, kassavanir fást gefins. Blíðir og manngæfir. Upp- lýsingar í síma 564 3416 eftir kl. 18. SKAK IJmsjón Margeir Pétursson mát. Úrslit á mótinu urðu: 1-3. Boris Gelfand, Ilya Smirin og Lev Psakhis 6!4 v. af 9 mögulegum, 4. Eran Liss 5 v. Allir kegpendur á mótinu tefla fyrir Israel. STAÐAN kom upp á öflugu móti í Tel Aviv í Israel í maí. Bor- is Alterman (2.615) hafði hvítt og átti leik, en Boris Avrukh (2.615) var með svart og átti leik. 34. - Dxf4! og hvítur gafst upp því hann má ekki þiggja drottning- arfórnina. Eftir 35. exf4 - Bd4 + verður hann SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkver|i sknfar... ISJÓNVARPI um helgina var sýndur svartur foli, sem látinn var hlaupa um í reiðhöllinni. Vík- verji hefur kannski ekki mikið vit á hestum og hestamennsku yfirleitt, en augsýnilega var þarna gífurlega fallegur gripur á ferð og unun á að horfa, hvernig skepnan bar sig að um leið og hún hljóp um í höllinni. XXX ANNARS sýndi Stöð 2 um helg- ina búgarð auðugs verðbréfa- miðlara í Bandaríkjunum, sem fall- ið hafði fyrir íslenzka hestinum. Verðbréfamiðlari þessi, sem auðg- azt hefur á kauphallarviðskiptum hafði komið hingað til lands, kynnzt íslenzka hestinum og hafði hann keypt nokkra, sem sjón- varpsáhorfendur gátu augum litið í grænum högum á búgarði hans ut- an við New York. Þar var hann í reiðtúr ásamt kunningjum og vina- fólki sínu og sagði sjónvarpsfrétta- maðurinn, að kauphallarmiðlarinn hafi látið gera sjónvarpsmynd um íslenzka hestinn, sem kostaði yfir tug milljóna króna. Lofrolla hins bandaríska manns um hestinn og hvernig hann hafi verið þjálfaður og ræktaður i gegnum aldir, hljómaði eins og ástarjátning í garð íslenzka hestsins. Vissulega er slík kynningarstarf- semi mikils virði fyrir íslenzka hrossaræktendur, jafnt hérlendis sem erlendis. Bandaríkjamaðurinn stendur einnig í ræktun og víst er að hann ætlar að hagnazt á þessu tómsundagamni sínu. En slík hrifn- ing manns, sem ekki virðist skorta fé, er áreiðanlega mjög mikils virði fyrir kynningu íslenzka hestsins, sem er einstakur í veröldinni eins og raunar hinn bandaríski fullyrðir. í þessum sjónvarpsþætti af ís- lenzka hestinum í Vesturheimi kom m.a. fram að um 12 milljónir Banda- ríkjamanna stunda hestaíþróttir og sé aðeins hægt að vekja áhuga um eins prósents manna af þeim fjölda á íslenzka hestinum er markaður fyrir hundruð þúsunda dýra þar vestra. Raunar kom það fram að konur eru í miklum meirihluta með- al hestaíþróttamanna þar vestra eða um 80%. XXX OG ÞAR sem Víkveiji er farinn að fjalla um þau mál, er hann sá í sjónvarpi um hvítasunnuna, þá rakst hann þar á frétt, þar sem um- mæli voru höfð eftir eiginkonu Wat- sons, forsprakka Sea Shepheard- samtakanna. Þar var eftir henni haft að samtökin ætluðu að segja Færeyingum stríð á hendur vegna hvalveiða þeirra og ætluðu samtök- in að gjöreyða byggð á eyjunum, sem frúin kallaði ekkert annað en hraunkletta í Atlantshafi. Var á henni að heyra að Færeyingar ættu sér engan tilverurétt íyrir það eitt að reyna að sjá sér farborða og draga fram lífið á þessum útskerj- um, sem frúin lýsti svo ömurlega. Ummæli frúarinnar lýsa aðsins einu. Fullkominni mannfyrirlitn- ingu og fyrirlitningu á því fólki, sem býr ekki í borgarsamfélögum eins og hún og þarf að hafa fyrir því að afla sér viðurværis af náttúrunnar gæðum. Raunar má það furðu sæta að nokkur skuli aðhyllast stefnu samtaka sem Sea Shepheard eftir slík ummæli svo gagnsæ sem þau eru af mannfyrirlitningu, hroka og skilningsleysi á menningu þjóða. Er ekki kominn tími til að flett verði ofan af þessu fólki, sem þannig hagar sér og er í raun smánarblettur á þeirri heimsmenn- ingu, sem fæðir af sér slíka einstak- linga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.