Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 33 LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR Guðbjörnsson tekur lagið á æfingu í Háskólabíói. Ekki verður betur séð en hljómsveitarstjórinn, Keri Lynn Wilson, taki undir. FARFUGLINN FESTIR RÆTUR Eftir tíu ára hlé syngur Gunnar Guðbjörnsson nú öðru sinni með ---------------7------------------—--------------- Sinfóníuhljómsveit Islands á einum mánuði. Tónleikarnir verða í Háskólabíói í kvöld undir stjórn Keri Lynn Wilson. Orri Páll Ormarsson fór á fund tenórsöngvarans sem varpað hefur af sér ham farfuglsins og gengið til liðs við Þýsku ríkisóperuna í Berlín, þar sem sjálfur Daniel Barenboim ræður húsum. TÓNLEIKARNIR leggj- ast vel í mig. Ég verð með óperuaríur fyiir hlé og ítölsk lög eftir hlé og hljómsveitin mun fylla upp í með forleikjum og millispilum. Ég er mjög ánægður með þessa efnis- skrá, hún samanstendur af fallegu og vinsælu efni. Raunar hef ég gert meira af því að syngja efni sem fólk kemur ekki alltaf upp með en það er gaman að prófa þetta líka. Það á vonandi engum eftir að leiðast á þessum tónleikum," segir Gunnar Guðbjörnsson þegar við höfum komið okkur makindalega fyrir á heimili tengdaforeldra hans í Hlíð- unum. I þeim orðum bætist okkur liðsauki, fimmtán mánaða gamall sonur Gunnars og Ólafar Breið- fjörð, Jökull Sindri, sem virkar engu minna spenntur en pabbinn - enda kominn með nýjan bíl í hend- ur. Það er alltaf gott að koma heim til íslands. Gunnar syngur nú öðru sinni með Sinfóníuhljómsveit fslands á skömmum tíma - kom fram á minn- ingartónleikum um Jón Leifs í Hallgrímskirkju á dögunum - en þar á undan hafði hann ekki lagt henni lið í um áratug. „Það hefur verið inni í myndinni í nokkur ár að ég syngi á sinfóníutónleikum en ekkert orðið úr fyrr en núna. Þetta á eftir að verða skemmtilegt." Það er skammt stórra högga á milli hjá Gunnari en um síðustu helgi þreytti hann frumraun sína með Fflharmóníuhljómsveitinni í Berlín, undir stjóm Daniels Baren- boims. Segir hann það hafa verið mikla upplifun. „Það var virkilega gaman að taka þátt í þessum tón- leikum. Þeir heppnuðust mjög vel og okkur var vel fagnað. Það liggur mikið í loftinu í Berlín en hljómsveit- in er að fara að velja sér nýjan aðal- stjómanda í næsta mánuði og er Barenboim einn af þeim sem koma til greina. Af viðtökum áhorfenda að dæma ætti hann að eiga góða mögu- leika, þótt fleiri séu um hituna, svo sem Simon Rattle og Lauren Mazel. Hljómsveitin velur stjómandann sjálf í leynilegri kosningu.“ Kominn til Berh'nar Gunnar stendur á tímamótum. Er hættur í lausamennskunni, í bili að minnsta kosti, og fluttur með sitt hafurtask til Berlínar, þar sem hann verður á mála hjá Þýsku ríkisóperunni næstu þrjú árin - að minnsta kosti. Listrænn stjórn- andi þar á bær er einmitt fyrr- nefndur Barenboim. „Vistaskiptin leggjast vel í mig. Ég hef unnið í húsinu áður og kann vel við mig þar. Þá hefur samstarf okkar Barenboims verið mjög gott. Ég er líka orðinn svolítið þreyttur á lausamennskunni. Það verður gott að hvíla sig á þotulífmu, það er slít- andi til lengdar. Síðan kem ég til með að endurmeta stöðuna að þremur áram liðnum. Kannski langar mig til að gera eitthvað annað þá. Svo hef ég auðvitað enga tryggingu fyrir því að þeir vilji mig áfram. Samningur Baren- boims við Ríkisóperuna rennur út um svipað leyti og minn og ef hann fær Fílharmóníuna getur vel verið að hann hætti þar.“ Gunnar bíður spenntur eftir næsta starfsári. „Ég hlakka mikið til vinnunnar sem er framundan. Barenboim hefur verið mjög ánægður með mig og fyrir vikið valið mig í mörg spennandi verk- efni, lykiluppfærslur. Fyrst syng ég reyndar í Faust-sinfóníunni eft- ir Liszt með Berlínarfílharmóní- unni en fyrsta verkefnið í Ríkisóp- eranni verður aðaltenórhlutverkið í óperu eftir Busoni sem mér er sagt að verði sjónvarpað um allt Þýskaland. í janúar 2000 fer ég með Barenboim til Chicago með sömu efnisskrá og við fluttum í Berlín um síðustu helgi. Strax á eftir því fer ég í Tristan og Isold eftir Wagner og svo kemur stóra tækifærið í Ríkisóperunni, Don Ottavio í Don Giovanni eftir Moz- art, debúthlutverkið mitt hérna heima fyrir tólf áram, þegar ég var enn blautur á bak við eyrun. Það verður stór sýning, valinn maður í hverju rúmi. Framsýnd í byrjun júní 2000.“ Raunar stóð alls ekki til að Gunnar glímdi við Don Ottavio á næsta leikári. „Það var búið að velja annan söngvara í hlutverkið en eftir að ég fór að syngja meira í Ríkisóperanni ákvað Barenboim að taka mig fram yfir hann. Taldi mig betur í stakk búinn. Það er mjög ánægjulegt að hann skuli sjá ástæðu til að skarta mér.“ Gestur í Madríd í júlí 2000 gerir Gunnar ráð fyr- ir að fara í gestaferð með Ríkisóp- eranni til Madríd en ferðir af því tagi eru fastur liður í starfsemi hússins. Býst hann við að bæði Don Giovanni og Tristan og Isold verði á fjölunum þar syðra og því muni hann hafa ærinn starfa vik- urnar tvær sem ferðin tekur. „Ef að líkum lætur mun ég hafa lítinn tíma til að skoða söfn í Madríd en þó er hugsanlegt að ég sleppi við Tristan og Isold, þar sem ég er í svo stóra hlutverki í Don Giovanni.“ Á þessu sést að Gunnar hefur í mörg horn að líta. Hann gefur sér þó tíma til að koma annað veifið heim til Islands að syngja. „Ég reyni að koma heim eins oft og ég get - hef meira að segja komið óvenju oft í vetur. Er að syngja á öðram sinfóníutónleikunum og síð- an söng ég með Mótettukór Hall- grímskirkju um jólin og í Salnum eftir áramót. Það er eiginlega dálít- ið merkilegt að þetta skuli allt hafa gengið upp en viðbúið er að ég komist sjaldnar heim á næstu misseram. Þó er ýmislegt hægt ef vel er á málum haldið. Þannig kem ég næst heim í ágúst til að syngja með Mótettukórnum í h-moll- messu Mozarts. Að vísu ætlaði ég að taka mér sumarfrí á þessum tíma en þar sem þetta hefur staðið lengi til svík ég ekki Hörð [Áskels- son kórstjóra]. Hann er einn af þessum mönnum sem alltaf hafa leitað til mín, treyst mér fyrir verkefnum. Það kann ég að meta. Sömu sögu má segja um Jónas Ingimundarson. Með þessum mönnum er ég alltaf tilbúinn að vinna!“ Gunnar vonast einnig til að geta unnið meira með Sinfóníuhljóm- sveit Islands í nánustu framtíð. Hún sé stórgóð. „Þannig gæti ég talað um marga fleiri hér heima en maður verður að takmarka sig. Ég get ekki endalaust bætt á mig, það væri ekki sanngjarnt, hvorki gagn- vart mér sjálfum né öðrum. Þess vegna reikna ég með að velja meira og hafna í framtíðinni, taka spennandi verkefni, sleppa hin- um.“ Ópera á fslandi? Og hvað skyldi freista hans mest núna? „Minn stóri draumur er að taka þátt í óperauppfærslu hér heima aftur, annaðhvort í íslensku óper- unni eða Þjóðleikhúsinu. Það hef ég ekki gert í fimm eða sex ár. Það verður hins vegar að vera vel skipulagt og þess virði að takast á við. Ég væri jafnvel tilbúinn að fara ótroðnar slóðir í þessu efni, enda sannfærður um að hér sé hægt að setja upp ótrúlegustu hluti ef listrænn metnaður er fyrir hendi.“ Og ekki skortir mannafla. „Það ér liðin tíð að bara Kristján Jó- hannsson og Kristinn Sigmunds- son séu að gera það gott í erlend- um óperahúsum. Islendingar eiga orðið hóp söngvara, fimmtán til tuttugu manns, sem er á alþjóða- mælikvarða í listinni. Það er sama hvar maður kemur, alls staðar þekkja forsvarsmenn húsa til ís- lenskra söngvara og bera þeim undantekningarlaust vel söguna, segja þá hæfileikaríka og þægilega í samvinnu. Það er engin tilviljun að maður skuli reglulega vera að syngja í sömu húsum og aðrir ís- lenskir söngvarar ef ekki á sviðinu í sömu sýningunni. Handbolta- og fótboltamennirnú- mega fara að vara sig!“ Knattspyrnufélag Reykjavíkur óskar eftir 2-3 herbergja íbúð til leigu í Reykjavík eða Kópavogi. Góðri umgengni heitið. Lysthafendur hafi samband í síma 511 5516 milli kl. 9 og 17 boutique Opnum í dag LAUGAVEGI 24, SÍMI 562 4235 Viðskiptavinir dagsins fá gula rós í kaupbæti og börnin fá blöðrur Glasilega verslun að Laugavegi 24. Munið okkar þekktu vörumerki N A T U R A L IlOl RUSH JOE BOXER PANOS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.