Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 b MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ley niþj ónusta við lesendur Bresku æsifréttablöðin fara mikinn þessa dagana og höggva mann og annan. Frey- steinn Jóhannsson segir frá þessari blaða- mennsku þeirra, sem verður öðrum fjöl- miðlum líka að umfjöllunarefni. ÞÆR hafa verið kallaðar „Hall’s Angels“ og þeir, sem við þær tala, hafa talað af sér með þeim afleiðing- um að syndir þeiira urðu forsíðuefni News of The World og breyskleiki þeirra þar með á vitund alþjóðar. A dögunum bauðst Tom Parker Bow- les til að útvega ungri konu í Cannes eiturlyf, en konan sú reyndist vera blaðamaður, sem skrifaði sína for- síðufrétt. Og nú hefur fyrirliði brezka ruðningslandsliðsins Law- rence Dallaglio, orðið að segja af sér vegna samtals við aðra konu, sem reyndist vera blaðamaður og hafði eftir honum að hann hefði bæði neytt eiturlyfja og selt þau. Tom Parker Bowles reyndi ekki að bera í bætifláka fyrir sig, en Dallaglio segir eftir á, að hann hafi hvorki neytt kókaíns né selt, heldur hafi hann spunnið þetta allt saman upp til þess eins að ganga í augun á konunni. Nafnið „Hall’s Angels“ er þannig til komið, að blaðamennirnir, sem í báðum þessum tilvikum eru myndar- legar ungar konur, starfa undir stjórn Phils Hall, ritstjóra News of The World. Reyndar gerir hann líka karlmenn út af örkinni til að villa á sér heimildir og fá viðmælendurna til þess að fremja lögbrot og oft starfa konur og karlar saman að þessum málum. Hall ver þessar starfsaðferðir með oddi og egg. Hann segir blaðið vera að bregðast við ábendingum, sem það fengi um afbrot fólks og lítið myndi þýða að hringja í viðkomandi og spyrja, hvort hann hefði neytt eiturlyfja eða selt þau. Þetta fólk slái ryki í augu almennings og sigli undir fölsku flaggi og það eigi ekki að komast upp með það. Þegar hann var spurður, hvort blaðamenn ættu að komast upp með að sigla undir fölsku flaggi, sagði hann almenning eiga heimt- ingu á því að fá að vita um tvöfeldni fræga fólksins og til þess að afhjúpa hana yrðu blaðamenn að grípa til leyniaðgerða, rétt eins og lögreglan. Ekki nýmæli í brezkri blaðamennsku Þessi starfsaðferð er síður en svo nýmæli í brezkri blaðamennsku, þótt henni hafi ekki verið beitt eins óspart og News of The World gerir nú. í fyrrahaust opinberaði Sunday Mirror fíkniefnaneyslu Williams Straw, son- ar innanríkisráðherrans, og þeir skipta nú orðið tugum, sem hafa lent í klóm réttvísinnar eftir að hafa orðið fyrir barðinu á þessari blaða- mennsku. í gær var sjónvarpsleikari að nafni John Alford dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir að útvega blaðamönnum News of The World kókaín og hass, en þeir þóttust vera erlendir auðmenn, sem vildu fá leik- arann til þess að opna nýja verzlun. Lögfræðingur Alfords bað dómarann að hafa í huga með hvaða hætti málið hefði komið til kasta réttvísinnar og sagðist hann vita það, en græðgin hefði orðið Alford að falli og leitt hann til lögbrots. Ekki verður sagt, að News of The World kasti höndunum til þess- ara mála. Eftir að blaðið fékk að sögn Hall ritstjóra ábendingar um eit- urlyfjaneyzlu Lawrence Dallaglio, hafði blaðamað- ur samband við auglýsingafulltrúa hans og þóttist vera starfsmaður Gil- lette-fyrirtækisins, sem vildi ræða við ruðningskappann um auglýsinga- samning. Dallaglio og auglýsinga- fulltrúi hans -mættu til fundar við karl og konu á hótelherbergi og síð- an kom Dallaglio einn á annan fund. Hafði blaðið þá leigt næsta herbergi líka og komið fyrir upptökubúnaði, segulböndum og myndavélum. A seinni fundinum æxluðust mál þannig að eiturlyf bar á góma milli Dallaglio og konunnar. Eftir á sagð- ist hann hafa logið til um neyzlu sína og sölumennsku til þess að ganga í augun á fólkinu. Hann kunni engar skýringai- á þessu framferði, en kvaðst hafa verið ótrúlega einfaldur og heimskur að ganga í gildruna með þessum hætti. Ummæli Dallaglios komu honum í koll Hall ritstjóri hefur vísað á bug sögum um að blaðakonumar séu ein- ungis ráðnar út á útlitið og að þeirra hlutverk sé að gefa viðmælandanum undir fótinn svo losni ærlega um málbeinið hjá honum. Hann bendir á, að Louise Oswald, sem talaði við Dallaglio, hafi margra ára reynslu að baki sem blaðamaður í Astralíu og Englandi og það sé rangt, að hún hafi ekki fengizt við nein alvörumál til þessa; hún hafi nýlega unnið að fréttum af naglasprengjum í London og rannsókn á morðinu á sjónvarps- konunni Jill Dando. Þá hafi hún ekki verið ein á ferð, heldur hafi blaða- maðurinn Phil Taylor starfað með henni, þannig að hún og Dallaglio voru aldrei tvö ein í herberginu nema mjög skamman tíma. Segir Hall, að af blaðsins hálfu hafi málið verið unnið samkvæmt þeim reglum, sem siðanefnd blaðanna setur. Þar vísar hann til þess, að blöð geta lengi Eeuters Sophie Rhys-Jones varið leyniþjónustublaðamennsku sína, ef hún leiðir til þess að upp komizt um lögbrot. Nú framdi Dallaglio ekki beint lögbrot á fundin- um með blaðamönnunum, en um- mæli hans koma honum í koll. Forráðamenn ruðningsíþróttar- innar kanna nú málið og hefur News of The World heitið þeim aðgangi að upptökum af fundinum. Hvað þar var sagt skiptir máli, en meiru varð- ar, hvort menn trúa því sem Dallaglio hefur sagt eftir á. Taki menn hann trúanlegan, kann hann að eiga afturkvæmt í íþrótt sína og jafnvel til liðs við landsliðið því glæp- m- er það ekki að haga sér heimsku- lega, þótt það sé ljótt að skrökva. Þegar News of The World í síð- ustu viku afhjúpaði Tom Parker Bowles, son Camillu Parker Bowles, vinkonu Karls Bretaprins, kom í ljós, að hann átti sér formælendur fáa. Önnur blöð tóku málið upp í fréttum og fylgdu því eftir með frásögnum af áhyggjum Karls, en Tom er góður vinur Vilhjálms prins. Það var ljóst, að Bretum var ekki skemmt að sjá framtíðarkóng sinn í ekki betri fé- lagsskap en þetta. En nú þegar spjótin beinast að íþróttahetjunni og æskufyrirmynd- inni Lawrence Dallaglio, eru við- brögðin mun fjölbreyttari. Þótt mönnum þyki ekki öll kurl komin til grafar, þrátt fyrir skýringar Dallaglios, eru þeir margir, sem telja málið þannig vaxið, að það hefði aldrei átt að koma fyrir augu al- mennings. Önnur blöð hafa ekki látið nægja að flytja fréttir af málinu, heldur hafa dálkahöfundar fjallað um það og sumir fordæmt starfsað- ferðir News of The World. The Daily Telegraph fjallar um málið í leiðara og segir að neyzla eiturlyfja sé vissu- lega heimskuleg og hættuleg og glæpsamlegt að seija þau öðrum. En hafi Dallaglio einhvem tíman dreift Lawrence Dallaglio AP FORSIÐA The Sun í gær þar sem aðalfyrirsögnin var „Sophie ber- brjósta". Inni í blaðinu var áratugar gömul mynd, tekin á Spáni, þar sem sjá má annað brjóst Rhys-Jones. Hefur þessi myndbirting vakið hörð viðbrögð í Bretlandi og verið fordæmd harðlega af konungs- fjölskyldunni, en eftir tæpan mánuð mun Rhys-Jones ganga að eiga Játvarð prins. Blaðið hyggst hins vegar birta fleiri myndir í dag. eiturlyfjum (sem hann sagðist hafa gert á unga aldri), sé ljóst, að hann geri það ekki nú og engum almanna- hagsmunum hafi verið þjónað með uppljóstrununum. Dallaglio hafi sýnt heimsku með því að brjóta ellefta boðorðið og láta komast upp um sig (ef satt sé), en Hall ritstjóra er bent á tólfta boðorðið, sem segi: „Ef vit- neskjan leiðir ekki til neins góðs, þá láttu vera að leita hennar of stíft.“ En það eru fleiri ritstjórar en Hall, sem leita stíft og eru á skot- skónum þessa dagana. Þriðjudags- blað The Sun var til dæmis óvenju „efnismikið“ á þessum vettvangi; forsíðan og síður tvö og þrjú voru lagðar undir meint framhjáhald manns, sem fyrir 18 árum var fyrir- liði landsliðs Breta í krikket, á tveimur næstu síðum var skýrt frá meintu framhjáhaldi skemmtikrafts, sem er eiginmaður leikkonunnar Dawn French, sem m.a. hefur sést á skjánum heima sem presturinn í þáttaröðinni Kjóll og kall. Og á næstu tveimur síðum var svo mál Lawrence Dallaglio. Þetta er náttúr- lega of gott til þess að vera satt; þrír fuglar skotnir á sjö síðum! Aumingja almenningur að þurfa að vita öll þessi ósköp, eða hvað? Bretadrottningu ekki skemmt En svo kom The Sun í gærmorg- un. Og þá fór nú blaðið fram úr sjálfu sér. Aðalefnið var níu, eða tíu ára gömul mynd af öðru brjóstinu á Sophie Rhys-Jones, unnustu Ját- varðs prins. Oss er ekki skemmt, sagði drottn- • ing Bretaveldis í eina tíð og í gær féllu þau orð aftur. Talsmaður drottningar sagði myndbirtinguna grimmdarverk og grófa árás á einkalíf Sophie og sagði, að hún yrði kærð til siðanefndar blaðanna. Sjálf mætti Sophie ekki til vinnu í gær, en var sögð í miklu uppnámi og að hún teldi sig illa svikna af vinkonu sinni, sem seldi blaðinu myndirnar. Myndir þessar, en The Sun ætlar aðbjrta fleúiá morgun, voru teknar á Spáni, þegar Sophie Rhys-Jones var þar að störfum ásamt fleirum frá Capital Radio, þar á meðal Chris Tarrant og Kara Noble. Af myndum, sem Kara tók af Chris og Sophie, fer mest fyrir þeirri, þar sem þau eru í aftursæti bíls og hann lyftir brjósta- haldi hennar frá öðru brjóstinu. Chris Tarrant fordæmdi í gær birtingu myndarinnar og sagði, að mánuðum saman hefði verið reynt að selja þær brezkum blöðum, en ekki tekizt fyrr en nú. Útvarpsstöðin Heart FM rak Kara Noble umsvifalaust úr starfi í gær fyrir að bregðast trúnaði við vin- konu sína, en sagan segir, að hún hafi fengið á bilinu 100.000-250.000 pund fyrir myndimar og frásagnir með þeim, sem eiga að duga The Sun til þriggja tölublaða. Viðbrögð við myndbirtingum The Sun hafa verið mjög á einn veg. Af þeim, sem fjölmiðlar ræddu við í gær, mælti enginn þeim bót og sá frétta- maður BBC-sjónvarpsstöðvarinnar sem sinnir málum tengdum hirðinni sagði í fréttum í gær, að starfsbræður hans væru almennt á þeirri skoðun, að nú hefði The Sun gengið of langt. Þessar myndir væru margra ára gamlar, um þær hefðu menn vitað, en þær hefðu aldrei átt að koma fyrir augu almennings, hvað þá nú, þegar tæpur mánuður er í brúðkaup þeirra Sophie Rhys-Jones og Játvarðs. En eins og einn viðmælandi BBC- sjónvarpsstöðvarinnar sagði. Þessi blöð ganga eins langt og þau geta til þess að seijast. Og fólk kaupir þau. Meðan svo er heldur hringekjan áfram með stöðugt meiri djöflagangi. Nú er bara að bíða og sjá hver fer á höggstokkinn á morgun. s Ótrúlegt tækifæri Til sölu er 4ra bíllúgu söluturn með veltu upp á 7,5—8 millj. pr. mán. Mikil álagningarvara. Húsnæðið gæti verið til sölu einnig, sem er mjög glæsilegt. Þetta guliegg selst af sérstökum ástæðum og svona dæmi eru sjaldan til sölu. Selst aðeins til fjársterkra aðila og þeirra sem vilja græða enn meira. Auðvelt rekstrarform sem allir ráða við. Gott starfsfólk verður áfram ef vill. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAIM SUÐURVE R I SÍMAR581 2040OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Var Pol Pot tekinn af lífí? p Phnom Penh. AP. LÖGFRÆÐINGUR Tas Moks, fyrrverandi leiðtoga skæruliða Rauðu khmeranna í Kambódíu, heldur því fram að Pol Pot, harð- stjórinn fyrrverandi, hafi verið tek- inn af lífi, en ekki dáið af völdum hjartasjúkdóms eða svipt sig lífi eins og áður hafði verið fullyrt. Lögfræðingurinn sagði þetta í viðtali sem kambódískt dagblað birti í gær. Pol Pot stjómaði róttækri þjóðfélagsbyltingu Rauðu khmer- anna sem kostaði 1,7 milljónir Kam- bódíumanna lífið seint á áttunda áratugnum. Hann lést 15. apríl á síðasta ári, 73 ára að aldri. Ta Mok, sem var kallaður „Slátr- arinn“, varð leiðtogi Rauðu khmer- anna eftir blóðuga valdabaráttu 1997 og var handtekinn 6. mars. Lögfræð- ingurinn sagði að Ta Mok hefði sagt sér hverjir hefðu fyrirskipað að Pol Pot yrði tekinn af lífi en vildi ekki greina frá nöfnum þeirra. Yfirvöld í Kambódíu tilkynntu að Pol Pot hefði dáið af völdum hjarta- sjúkdóms, en lík hans var ekki kruf- ið áður en það var brennt. Ta Mok fullyrti sjálfur í viðtali við frétta- mann AP tveimur dögum eftir dauða Pol Pots að hann hefði ekki verið myrtur. Tímaritið Far Eastern Economic Review hafði eftir ónafngreindum heimildarmönnum meðal Rauðu kh- meranna í janúar að Pol Pot hefði svipt sig lífi eftir að hafa heyrt í fréttum útvarpsins Voice of Amer- ica að Ta Mok hygðist framselja hann til Bandaríkjanna svo hægt yrði að sækja hann til saka fyrir þjóðarmorð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.