Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 59 Hannes Hlífar sigrar á minn- ingarmóti um Jóhann Þóri SKAK Viðey MINNINGARMÓT UM JÓHANN ÞÓRIJÓNSSON 21.-22. maí 1999 MINNINGARMÓT um Jóhann Þóri Jónsson var haldið um helgina 21.-22. maí. Þetta var helgarskákmót í anda Jóhanns, en hann hafði einmitt ætlað að kóróna skálcmótahald sitt um landið með helgarmóti í Reykjavík. Mótið fór fram á skemmtilegum stað og þurftu keppend- ur að sigla til Við- eyjar til að taka þátt í því. Þátttaka var mjög góð, en 45 manns mættu til leiks. Mótið var geysisterkt og t.d. tóku 6 stórmeistar- ar og 2 alþjóðlegir meistarar þátt í mótinu. Keppnin um fyrsta sætið stóð einkum á milli þeirra Hannesar Hlíf- ars Stefánssonar og Jóhanns Hjartar- sonar. Eftir tap Jóhanns fyrir Sævari Bjamasyni í 7. umferð náði Hannes eins vinnings forskoti. Reyndist það of mikið fyrir Jóhann og sigraði Hannes Hlífar á mótinu, fékk 7% vinning af m'u. I öðru sæti varð svo Jóhann Hjartarson með 7 vinninga og þriðja til fímmta sæti deildu þeir Sævar Bjamason, Margeir Pétursson og Amar Þorsteinsson, allir með 6V4 vinning. Urslit mótsins urðu annars þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson ......7i4 v. 2. Jóhann Hjartarson................7 v. 3. -5. Sævar Bjamason............6‘/2 v. Margeir Pétursson................6 'A v. Amar Þorsteinsson.................6/2 v. 6.-8. Jón Garðar Viðarsson..........6 v. Sigurbjöm Bjömsson ...............6v. Jón Viktor Gunnarsson.............6v. 9.-14. Helgi Ólafsson ............5/2 v. Jón L. Amason ....................5V2 v. Friðrik Ólafsson .................5/2 v. Askell Öm Kárason ................5'A v. Tómas Bjömsson ..................5%v. Stefán Kristjánsson ..............5/2 v. 15.-20. Ágúst SindriKarlsson........5 v. Róbert Harðarson ...................A v. Júlíus Friðjónsson .................5 v. Hlíðar Þór Hreinsson................5 v. Hannes Hlífar Stefánsson Sarajevo 1999 16.-28. maí Nr. Nafn Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Röð 1 Peter Leko 2694 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1/2 0 4 6.-7. 2 Alexander Morozevic 2723 1/2 1/2 1/2 0 0 1 1 1 4,5 5. 3 Jan H. Timman 2670 1/2 1/2 0 0 0 0 0 0 1 10. 4 Michael Adams 2716 1/2 1/2 1 1/2 1 0 1 1/2 5 4. 5 Evgeny Bareev 2679 1/2 1 1 1/2 1/2 1/2 1 1/2 5,5 2.-3. 6 Gary Kasparov 2812 1/2 1 1 1/2 1 1/2 1 1/2 6 1. 7 Nigel D. Short 2697 0 0 0 1/2 0 1/2 1 1/2 2,5 8. 8 Veselin Topalov 2700 1/2 1 1 0 1/2 % | 1/2 0 4 6.-7. 9 Ivan Sokolov 2624 0 1 0 1/2 0 0 1/2 0 2 9. 10 Alexei Shirov 2726 1 0 1 1/2 1/2 1/2 1 1 5,5 2.-3. Bergsteinn Einarsson .............5 v. Torfi Leósson....................5v. o.s.frv. Bestum árangri keppenda 14 ára og yngri náðu: 1. Dagur Amgrímsson ............4‘A v. 2. Guðmundur Kjartansson.........3‘/2 v. 3. Hjörtur Ingvi Jóhannsson..........2 v. Samtímis mótshaldinu í Viðey var stofnaður minningarsjóður um Jó- hann Þóri. Markmið þessa sjóðs er að styrkja skákmótahald með svipuðu sniði og Jóhann stóð fyrir, en hann stóð m.a. fyrir 49 helgarskákmótum um allt land. Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið er bent á bankareikning minningarsjóðsins í Islandsbanka við Háaleitisbraut, m-. 525-26-5438. Sarajevo Nú er aðeins ein umferð ótefld á stórmeistaramótinu í Sarajevo. Fyrir áttundu umferð voru þeir Gary Ka- sparov og Evgeny Bareev einir efstir. Baarev varð hins vegar að sætta sig við jafntefli gegn enska stórmeistar- anum Michaei Adams í áttundu um- ferð meðan Kasparov lagði Timman með svörtu. Jan Timman er algjör- lega heillum horfinn á þessu móti og hefur aðeins náð tveimur jafnteflum en tapað sex skákum. Situr hann nú á botninum með einn vinning. Úrslit 8. umferðar urðu þessi: Alexei Shirov - Ivan Sokolov.......1-0 Michael Adams - Evgeny Bareev.....'k-'h Alexander Morozevich - Nigel D. Short .1-0 Peter Leko - Veselin Topalov......'A-'h Jan H. Timman - Gary Kasparov 0-1 I lokaumferðinni mætast: Gary Kasparov - Michael Adams Evgeny Bareev - Alexei Shirov Veselin Topalov - Alexander Morozevich Nigel D. Short - Jan H. Timman Ivan Sokolov - Peter Leko I eftirfarandi skák, sem tefld var í sjöundu umferð, ber Kasparov mikla virðingu fyrir ungu stjömunni. Hann forðast aðalafbrigði slavnesku vamar- innar og velur sjaldgæft afbrigði sem ætti ekki að gefa mikið í aðra hönd. Eftir að Morozevich missir af ná- kvæmustu leiðinni nær Kasparov þó undirtökunum. Morozevich veitir hins vegar harða mótspyrnu og Kasparov þarf að taka á öllu sínu til að innbyrða vinninginn. Hvítt: Gary Kasparov (2812) Svart: Alexander Morozevich (2723) Slavnesk vörn [D10] l.d4 d5 2.c4 c6 3.Rc3 Rf6 4.e3 Ka- sparov tekur núna þá ákvörðun að forðast tískuafbrigðið 4.RÍ3 dxc4 5.a4, en Morozevich hefur teflt það með góðum árangri. 4...a6 5.Dc2 Frekar sjaldséð afbrigði er nú komið upp. 5.,.b5 6.b3 Bg4 7.Rge2 Rbd7 8. Rf4 Mun algengara er að leika fyrst 8.h3 Bh5 og svo 9.RÍ4. 8...e5!? 9. dxe5 Rxe5 10.h3 Be6 ll.Be2 Bd6 12.0-0 0-0 Missir af nákvæmustu leiðinni. Að sögn Kasparovs hefði 12...Rg6 leitt til tafljöfnunnar, en nú nær hvítur frumkvæðinu. 13.Bb2 Rg6 14.Rxg6 hxg6 15.cxd5 cxd5 16.BÍ3 Hc8 17.Dd2 Línur hafa skýrst og er ljóst að hvít- ur hefur undirtökin þar sem svartur hefur ekkert mótspil fyrir staka peð- ið. 17...Bb8 18.Hfdl Dc7 19.g3 Hfd8 Ef svartur reynir að losa sig við staka peðið með 19...Bxh3 20.Rxd5 Rxd5 21.Bxd5 en þá myndu hvítu biskuparnir ráða lögum og lofum. 20.Hacl Dd7 21.h4 Ba7 22.Re2 Nú fara fram mikil uppskipti á léttu mönnunum, en það er alkunna að eftir því sem mönnum fækkar á borðinu verður erfiðara að verja staka peðið. 22...Hxcl 23.Dxcl Bg4 24.Bxg4 Dxg4 25.Bxf6 gxf6 26.Hd2 26.. . He8? Nú bregst svörtum boga- listin. Nauðsynlegt var 26...De6 með langa og erfiða vörn fyrir höndum. Eftir textaleikinn vinnur Kasparov peð, en vinningurinn er sýnd veiði en ekki gefin! 27.Ddl Df3 28.Rf4 Dxdl+ 29.Hxdl d4 30.exd4 Hd8 31.d5 Bb8 32.Re2 Kg7 33.Kg2 f5 34.KÍ3 Bd6 35.RÍ4 Hd7 36.Rg2 Bb8 37.Re3 Ba7 38.h5 Bc5 39.a4 bxa4?! Betra var að bíða með því að leika 39.. .Hd8, en þá hefði vinningurinn orðið torsóttur fyrir hvítan. 40.bxa4 Bxe3 41.Kxe3 gxh5 42.Kd4 Kf8 43. Hbl?! 43.Hhl virðist vera ein- faldasta leiðin til sigurs. 43...Í4! 44. a5 fxg3 45.fxg3 Ke7 46.Hb6 Hd6 47.Kc5 Hg6 48.d6+ Ekki 48.Hxg6 fxg6 49.Kb6 Kd7 50.Kxa6 g5 51.Kb7 h4 52.gxh4 gxh4 53.a6 h3 54.a7 h2 55.a8=D hl=D með jafntefli. 48.. .Kd7 Nú fór síðasti möguleikinn forgörðum. Eftir 48...Ke6 er vinning- urinn ekki svo einfaldur því 49.Kc6 virðist aðeins leiða til jafnteflis: 49.. .Hxg3 50.Kc7 Hd3 51.Hxa6 h4 52.Hc6 h3 53.a6 h2 54.a7 hl=D 55.a8=D Dh2 og það er ekki að sjá að hvítur geti unnið þessa stöðu. Best virðist því 49.Hb3! með góðum vinningsmöguleikum á hvítt. 49.Hb7+ Kc8 50.Hc7+ Kd8 51.Ha7 Hxg3 52.Hxa6 Hc3+ 53.Kb4 Hcl 54.Ha8+ Kd7 55.a6 og svartur gafst upp því eftir 55...Hal kemur 56.a7 og við hótuninni Hf8 er ekkert svar. 1-0 Meistaramót Skákskólans hefst í kvöld Meistaramót Skákskóla Islands hefst í kvöld, fimmtudaginn 27. maí, klukkan 20. Mótið verður að venju haldið í húsnæði skólans að Faxafeni 12 í Reykjavík. Alln- nemendur skól- ans hafa þátttökurétt. Alls verða sjö umferðir. Fyrstu þrjár umferðirnar verða atskákir en þær fjórar síðustu kappskákir. Mót- inu Iýkur á sunnudag. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjónarmanna skákþáttar Morgunblaðsins. Tölvu- póstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemd- ir við skákþættina á sama póstfang. 27.5. Meistaramót Skákskólans 29.5. S.f. Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót 4.6. Skákþing Hafnarfjarðar 7.6. Hellir. Atkvöld 9.6. Boðsmót T.R. Daði Orn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson FrimeMH MERKI sýningarinnar í Sfðumúla 17 29. og 30. maí nk. Frímerki íslandspósts hf. 1998 FRIMERKI TÖLUVERÐ BREYTING Á FRIMERKJUM PÓSTSINS NOKKUÐ er umliðið síðan ég minntist á það, að í frímerkjaþáttum yrði eitthvað rætt um frímerkjaútgáfu Póstsins á liðnu ári og síðan áfram á þessu ári. Þannig yrði aftur tek- in upp sú venja, sem lengi hefur verið fylgt í þessum þáttum, að geta um útkomu nýrra frí- merkja. Því miður hefur ýmislegt orðið þess valdandi, að þetta hefur fallið niður og orðið að þoka fyrir öðru og brýnna efni að mínum dómi. Sú þögn, sem ríkt hefur í þáttum þess- um um frímerki Póstsins, stafar auðvitað ekki af því, að allir séu svo ánægðir með þau merki, sem út hafa komið, að ekki sé ástæða til þess að minnast á þau. Nú er ár liðið, síðan hér var fjallað um frí- merkjaútgáfú Póstsins. Var þá rætt um fjögur frímerki, sem helguð voru nytjafiskum, eins og það var orðað. í sambandi við þá útgáfu fannst mér einna sízt, hversu latnesku heiti fískanna voru yfirgnæfandi á myndfletinum. Um það veit ég, að margir voru og eru mér samdóma. Ekki virðist hönnuður þessara merkja á sama máli, því að í janúar sl. bættust tvö frímerki við þennan flokk og með sama handbragði og áður. Þá hef ég heyrt saftiara lýsa óánægju sinni með litaval merkjanna. Benda þeir þá á, að litimir séu í litlu samræmi við liti þeÚTa fiská, sem lýst er. Allt er þetta satt og rétt, en því neita ég ekki, að yfirbragð frímerkjanna er nýstárlegt og svo bjart er a.m.k. yfir þeim, að stimplar sjást vel á merkj- unum. í sept. sl. komu út þrjú frímerki. Tvö þeirra komu út í flokki, sem nefnist Steindir, en það orð er nýyrði yfir það, sem á erlendum tung- um nefnist m. a. Mineraler. A íslenzku hefur í því sambandi oftast verið talað um steinteg- undir. í tilkynningu Póstsins segir, að ísland hafi um aldir verið frægt fyrir fallega seólíta (geislasteina). Er Teigarhom í Berufirði þekktast fundarstaðanna. Verðgildi þessara frímerkja er 35 og 45 krónur. Á fyma merkinu er tegund, sem nefnist stilbit, en hún er al- gengust íslenzkra seólíta. Á síðara merkinu er svonefnt skólesít. Aðalbjörg Þórðardóttir hef- ur hannað þessi merki eftir eintökum í steina- safni Náttúrfræðistofnunar Islands. Svo voru þau prentuð hjá Joh. Ensehedé en Zonen í Hollandi. Heldur finnst mér aðallitur merkjanna dökkur, en það er trúlega gert með vilja, svo að steindimar njóti sín betur. Þá kem ég að þriðja frímerkinu, 70 kr., minningarfrímerki á aldarafmæli Holds- veikraspítalans í Laugai’nesi. Þetta merld tel ég, að hafi algerlega misheppnazt hjá hönnuði þess. Fer allt saman til þess að gera merkið óásjálegt: stærð, litaval og leturgerð. Minnist ég varla að hafa séð öllu nöturlegra íslenzkt frímerki. Skil ég satt bezt að segja ekki, hvemig útgáfunefnd Póstsins hefur getað lagt blessun sína yfir það í þeirri mynd, sem það birtist okkur. Einhverjir minnast trúlega af- mælisfrímerkis Landspítalans frá 1980, sem var vissulega ekki sérlega fallegt, en þó mikil hátíð hjá þessu merki. Ef sama stærð hefði verið valin á þetta merki og er á Landspítala- merkinu og litimir hafðir bjartir, hefði um leið mátt hafa letrið svo stórt og skýrt, að ekki þurfi nánast stækkunargler til þess að geta lesið það. Danskir Oddfellowar, sem gáfu ís- lendingum spítalann fullbúinn fyrir einni öld, hefðu átt annað betra skilið á aldarafmæli þessa merka viðburðai- í heilbrigðissögu ís- lendinga en þetta merld. Merldð var offset- prentað hjá House of Questa í Englandi. Næstu fn'merki Póstsins komu svo út í október, en frá þeim og fyrstu frímerkjum þessa árs verður greint í næsta þætti. Frá félagsstarfi frímerkjasafnara Um langt skeið hefur lítið verið sagt frá starfsemi frímerkjasafnara og þeim félögum þeirra, sem enn munu vera til, enda hefur ver- ið hljótt um þau, því miður. Af því leiðir svo trúlega það, að nær ekkert heyrist frá sjálfu Landssambandi þeirra og þeim verkum, sem stjóm þess er vonandi að vinna að. Umsjónar- maður frímerkjaþátta Mbl. fær a.m.k. stopular fréttir úr þeim herbúðum. Hið eina lífsmark, sem ég veit um meðal frímerkja- safnara, er í starfi Félags frímerkjasafnara. Er ánægjulegt að verða vitni að því, að veru- legur fjörkippur hefur orðið í heimsóknum til félagsins í Síðumúla 17 á laugardögum. Eins eru mánaðarfundir þess að jafnaði betur sótt- ir en var á tímabili. Það lofar vissulega góðu, hvað sem öðru líður innan samtaka safhar- anna. Aðalfundur Félags frímerkj asafnara var haldinn í marz sl. Sveinn Ingi Sveinsson var endurkjörinn formaður þess. Aðrir stjóm- armenn em Steinar Om Friðþórsson varafor- maður, Guðni Friðrik Ámason ritari, Garðar Schiöth gjaldkeri, Steingrímur Bjömsson meðstjómarmaður og Eggert Ólafur Antons- son varamaður. Félagsmönnum hefur fjölgað þó nokkuð, enda má sjá það á aukinni aðsókn á fundum þess og samkomum á laugardögum, svo sem áður hefur verið minnzt á. Landsþing Landssambands ísl. frímerkja- safnara verður háð næstkomandi laugardag í Kiwanishúsinu við Engjateig. Frímerkjasýn- ing, Frímerki 99, verður í tengslum við þingið og haldin í félagsheimili LÍF í Síðumúla 17. Hefst hún á laugardag kl. 13.30 og verður op- in til kl. 17.00. Á sunnudag verður hún opin ft-á kl. 13.00 til 17.00. Sýningin er með nýju sniði, þar sem hvert safn verður aðeins einn rammi. Sami sýnandi getur hins vegar verið með fleiri en eitt safti. Þetta er vitaskuld gert til þess að fá fleiri safnara til þess að taka þátt í frímerkjasýningu. Er það áreiðanlega rétt stefna, því að það bæði örvar sjálfa sýnend- uma og gefur öðrum söfnurum tækifæri til þess að sjá, hverju má safna og hvernig. Hvet ég þess vegna áhugamenn um frímerki ein- di-egið til þess að sækja Frímerld 99 um næstu helgi og kynna sér starfsemi íslenzkra frímerkjasafnara. Jón Aðalsteinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.