Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 11 Fólk Jón Steinar Gunnlaug-sson hrl. um útreikninga á áhrifum nýrra skaðabótalaga Dokt- orsvörn í læknadeild • MAGNÚS Gottfreðsson læknir mun verja doktorsritgerð sína „Pharmacodynamics of antibiotics in vitro with special reference to the postantibiotic effect“ í hátíðar- sal Háskóla Islands fóstudaginn 28. maí kl. 14. Leiðbeinandi Magn- úsar var dr. Sigurður Guðmunds- son fv. yfírlæknir á Landspítalan- um og núverandi landlæknii-. And- mælendur eru dr. Haraldur Briem sóttvarnayfirlæknir og dr. Frank Espersen, yfirlæknir við Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn. Stutt ágrip ritgerðarinnar fer hér á eftir. Enda þótt sýklalyf hafi verið í al- mennri notkun í rúma hálfa öld er margt ennþá á huldu um verkunar- hátt þeiri-a. Fljótlega eftir að pensihn var uppgötvað tóku menn eftir því að bakteríur sem höfðu orðið fyrir sýklalyfinu voru ófærar um að skipta sér í alllangan tíma, jafnvel eftir að lyfið hafði verið fjarlægt eða gert óvirkt. Þessi tímabundna vaxtarhömlun er nú kölluð eftirverkun sýklalyfja (postantibiotic effect). Talið er að eftirverkun hafi klíníska þýðingu við skömmtun sýklalyfja, því ef hliðsjón sé höfð af henni megi bæta árangur sýklalyfjameðferðar og draga úr aukaverkunum. Astæður eftirverkunar eru óþekktar og að- ferðir sem notaðar hafa verið til að mæla hana eru tíma- og mannafla- frekar. Ritgerð Magnúsar er í tveimur hlutum. Sá fyrri fjallar um mögulegar ástæður eftirverkunar nokkurra sýklalyfja. DNA-myndun baktería var rannsökuð á meðan á eftirverkun stóð og bakteríurnar einnig skoðaðar í rafeindasmásjá og með frumuflæðisjá. Þá var leit- ast við að mæla innanfrumuþéttni sýklalyfjanna á eftirverkunartíma. Niðurstöður benda til að orsakir þessarar tímabundnu vaxtarhöml- unar séu mismunandi eftir þvi hvaða sýklar og sýklalyf eiga í hlut. I seinni hluta ritgerðarinnar er lýst þróun tveggja aðferða til að mæla eftirverkun á einfaldari og fljót- legri hátt en tíðkast hefur til þessa. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið birtar í sex vísindagrein- um í bandarískum og evrópskum fræðitímaritum á sviði lyfjafræði og smitsjúkdóma. Magnús Gottfreðsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1965. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1984, BS prófi í læknisfræði árið 1990 og embættisprófi í læknisfræði árið 1991 frá læknadeild Háskóla ís- lands. Hann starfaði sem aðstoðar- læknir og deildarlæknir á Land- spítalanum 1991-1993. Síðastliðin sex ár hefur Magnús verið búsett- ur í Norður-Karólínu í Bandaríkj- unum þar sem hann hefur verið við framhaldsnám í lyflækningum og smitsjúkdómum við Duke Uni- versity. Hann er kvæntur Elínu Jónsdóttur, LL.M. lögfræðingi í Héraðsdómi Reykjavíkur og eiga þau tvö börn Ásdísi Nínu og Alfreð Hrafn. Foreldrar Magnúsar eru Gottfreð Árnason, viðskiptafræð- ingur og Ásdís Magnúsdóttir, kennari í Garðabæ. --------------- Vinnuslys við Skútuvog VINNUSLYS varð á lóð fyrirtækis við Skútuvog um klukkan 13.40 í gær, þegar lyftari ók á mann. Maðurinn sem fyrir lyftaranum varð slasaðist á hægri fæti, en meiðsl hans voru talin minniháttar að sögn lögreglu sem kvödd var á staðinn. Maðurinn var fluttur á slysadeild til frekari rannsóknar. Skrítið að gera samanburð við ástandið fyrir sex árum JON Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður segir að auðvitað sé öllum ljóst að iðgjöld verði að standa undir útgjöldum í vátrygg- ingastarfsemi. Hins vegar sé skrítð að gera samanburð á útgjöldum vegna breytinga á skaðabótalögum nú við ástand sem hafi gilt fyrir sex árum þegar bótaréttur hafi örugg- lega verið rýrastur, en ekki við ástandið á síðasta ári eða árið þar áður. í Morgunblaðinu á sunnudag var skýrt frá því að tryggingafélögin væru með hækkun iðgjalda í undir- búningi og vísað í útreikninga tryggingastærðfræðings Sambands íslenskra tryggingafélaga á út- gjaldaauka vegna breytinga á skaðabótalögunum sem tóku gildi 1. maí síðastliðinn við skaðabótalögin eins og þau voru úr garði gerð á ár- inu 1993, en honum reiknaðist svo til að hann væri 58%. Jón Steinar sagði að skaðabætur fyrir líkamstjón hefðu á undanfórn- um árum hækkað bæði vegna breytinga sem gerðar hefðu verið á skaðabótalögum árið 1996, vegna dóms Hæstaréttar á síðasta ári og núna vegna breytinga á skaðabóta- lögum sem hefðu tekið gildi 1. maí síðastliðinn. Skaðabætur hefðu einnig hækkað vegna þess að launa- kjör í landinu hefðu hækkað veru- lega að raungildi á undanförnum ár- um, en raunhækkun launa væri lík- lega um 25% á undanfórnum 5-6 ár- um. Skaðabætur fyi-ir líkamstjón væru reiknaðar út frá launum. „Það er því ljóst að einar og sér hljóta þessar breytingar í umhverf- inu að valda þörf fyrir hækkuð ið- gjöld í vátryggingum. Það vakti hins vegar athygli mína að í umfjöll- un Morgunblaðsins á sunnudaginn um hækkunarþörf vátryggingafé- laganna á iðgjöldum í bílatrygging- um, þar sem birtar voi’u skýringar félaganna á hækkunarþörfinni, nefndu þau til að þau hefðu látið gera útreikninga á hækkun tjónaút- gjalda síðari hluta árs 1993 miðað við útgjöld eftir lagabreytinguna um daginn. Það er út frá mínu sjón- armiði skrítið að gera þennan sam- anburð við tímabil nær sex ár aftur í tímann þegar bótarétturinn var örugglega rýrastur í stað þess að bera þetta saman við tjónakostnað- inn árið 1997 eða 1998 eftir því sem upplýsingar liggja fyrir um,“ sagði Jón Steinar. Hann sagði í annan stað ástæðu til þess að benda á að árlegar af- komutölur vátryggingafélaganna í þessari starfsemi byggist eðli málsins samkvæmt á áætlunum þeirra á tjónaútgjöldum vegna lík- amstjóna en ekki á raunverulegum endanlegum kostnaði þar sem hann liggi ekki fyrir. „Ymislegt bendir til að þessar áætlanir félaganna hafi jafnan á undanförnum árum verið of háar. Sé það rétt hafa árs- reikningar þeirra sýnt lakari af- komu heldur en raunverulega hef- ur verið af þessum rekstri. Það bendir mjög eindregið til hins sama að eftir því sem ég best veit hefur tjónaskuld félaganna vaxið stöðugt frá ári til árs undanfarin ár. Sjálfsagt eru að hluta til á því skýringar, sem tengjast aukinni bílaeign landsmanna og þar af leið- andi fjölgun slysa, en mér sýnist samt að þær skýringar dugi ekki til að útskýra hvernig á því stendur að tjónaskuldin hækkar á hverju einasta ári,“ sagði Jón Steinar. Gríðarlegar tekjur af bótasjóðum Hann bætti því við að þar að auki væri það Ijóst að tryggingafélögin hafi gríðarlega miklar tekjur af hin- um háu bótasjóðum umfram það sem Fjármálaeftirlitið telji að færa eigi í sjóðina sjálfa og sá hagnaður hljóti náttúrlega að eiga að koma vátryggingatökum í þessari grein til góða í upphæð iðgjalda, þar sem þetta sé bara arður af fé þeirra, þ.e.a.s. fé tjónþola. SpUTH AíaiCAN O lŒLANDí i. i í .. . 1; -i Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Farþegar í farang- ursburði FARÞEGAR með þotu Flugleiða á leið til og frá París í gær urðu að bera farangur sinn sjálf- ir að nokkru leyti að og frá vélinni vegna skyndiverkfalls hleðslu- manna flugvallarins. Á myndinni má sjá hvar farþegar, sem komu með vélinni til Parísar, bíða þess að fá töskur sínar úr vélinni til að bera þær sjálfir inn í flugstö ð varbyggingu na. Farþegar sem fóru með vélinni heim sluppu lieldur betur því þeir þurftu þó ekki að bera farangur sinn nema að bíl sem flutti hann út í vél. I þann mund komu hleðslumenn aftur til vinnu og hlóðu vélina. Nokkur seinkun varð vegna þessara óþæg- inda. Urriða fjölgar í Elliðavatni MENN hafa verið að fá prýðisveiði í Elliðavatni og Helluvatni að undan- fömu þrátt fyrir nokkra kuldatíð, að sögn Vignis Sigurðssonar, eftirlits- manns við vötnin. Athygli vekur að urriði á vaxandi hlutdeild í aflanum. Veiðimaður einn sem fékk 16 silunga var með alls 14 urriða þar af. Að sögn Vignis hefur þessi breyting verið áberandi síðustu ár. Vignir sagði að veiðin í maí hefði verið í góðu meðallagi og raunar komið glettilega vel út miðað við að mánuðurinn hefur ekki verið sérlega hlýr og oft hafi vorað betur. „Það hefur bjai’gað, að apríl var góður og núna í maí hefur lofthitinn oft orðið sæmilegur á daginn og það komið í veg fyrir að vatnshitinn hafi hrapað um of,“ sagði Vignir. Hann sagði að veiðimaður sem hann talaði við og hefði verið að veiðum á mánudaginn hefði fengið 16 silunga, 14 urriða og 2 bleikjur. Annar sama dag hefði veitt færri fiska, en vænni og var mest af því einnig urriði. „Veiðimálastofnun hefur verið að rannsaka stofnana í vatninu síðasta áratuginn og þessi mikla hlutdeild urriða hefur farið vaxandi. I byrjun rannsóknanna var þetta eiginlega öf- ugt. Eg veit ekki hvað veldur þessu en hef þá kenningu að minnkandi laxagengd 1 Elliðaámar greiði fyrir uppvexti urriða á svæðinu. Glæðist í Þingvallavatni Góð veiði hefur verið á stundum á Þingvöllum að undanförnu og að sögn Kristins Halldórssonar, sem stundað hefur vatnið í vor, liggur við URRIÐINN er gráðugur og fer stunduni offari er hann eltir fluguna. Þá getur farið svona fyrir honum. að menn sjái á aflanum dag frá degi hvernig bleikjan er að éta á sig betri hold. „Það er greinilega mikið líf í vatninu og bleikjan að verða troðin bæði af kuðungum, lh’fum og horn- sflum. Urriðinn hefur ekki gefið sig enn þá, en við sjáum þá skvetta sér. Þetta era miklir boltar og gusurnar eftir því. Eins og stórlaxar séu á lofti,“ sagði Kristinn. Tilraunaborunum lokið við Haffjarðará Geysimikið heitt vatn fannst TILRAUNABORUNUM eftir heitu vatni er nú lokið í landi Landbrota við Haffjarðará. Fyrstu boranir bentu til þess að vatn úr holunni myndi nægja til að hita upp 1.000 manna byggð. Nú hefur verið borað niður á 171 metra dýpi, en þar reyndist sjálfrennsli vatns 40 litrar á sekúndu. Vatnið er 60 gráða heitt. Guðmundur Omar Friðleifs- son, jarðfræðingur hjá Orku- stofnun, stjómar framkvæmd- unum. Hann segir boranimar hafa gengið mjög vel og að um geysilegt vatnsmagn sé að ræða. Næstu tvær til þrjár vik- ur þarf hins vegar að prófa hol- una áður en hægt er að huga að hitaveituframkvæmdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.