Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skólameistari VMA gerði húsnæðismál að umræðuefni í síðustu skólaslitaræðu sinni Morgunblaðið/Páll A. Pálsson ÚTSKRIFTARNEMAR frá Verkmenntaskólanum á Akureyri með Bernharð Haraldssyni skólameistara. Krafa samfélagsins Umræða um nemendafjölda var fyrirferðarmikil í upphafí, að sögn Bernharðs og rætt um hvort stöðva hafi átt inntöku nemenda við ein- hverja ákveðna tölu, t.d. 750, eða reyna að veita öllum nemendum skólavist. „Æ fleiri nemendur sótt- ust eftir framhaldsnámi að loknu námi í grunnskóla. Sú þjóðfélagslega breyting, sem og sú ákvörðun okkar að veita öllum viðtöku, leiddu til þess að dagskólanemendur urðu áður en langt um leið yfír 900 og hafa síðustu árin verið vel á ellefta hundraðið. Eg er þess fullviss að þarna kom skólinn til móts við kröfu samfélags- ins og það er auðvitað eitt af hlut- verkum hans, en jafnframt leiddi það til langs vinnudags bæði nemenda og alls starfsfólks, því dagskólakennsla stóð yfírleitt til kl. 6 síðdegis og stundum lengur.“ Enginn framhaldsskóli ver- ið svona lengi í byggingu BERNHARÐ Haraldsson, skóla- meistari Verkmenntaskólans á Akureyri, leit um öxl í ræðu sinni við skólaslit í Iþróttahöllinni sl. laugar- dag. Bernharð er nú að láta af starfi skólameistara VMA en hann hefur starfað við skólann frá upphafi. Að þessu sinni voru 116 nemendur brautskráðir frá VMA, 87 stúdentar, 8 vélstjórar, 16 iðnnemar, 2 matar- tæknar og 3 starfsdeildarnemar. Priðjudaginn 1. júní nk. eru liðin 15 ár frá því að Verkmenntaskólinn á Akureyri var formlega stofnaður en hann var settur í fyrsta skipti haustið 1984. Bemharð kom inn á húsnæðis- mál í ræðu sinni og sagði að bygg- ingatími skólans væri orðinn langur, eða allt frá árinu 1981 og að enn væri allmikið óbyggt. Hann sagði að með sömu fjárveitingum lyki byggingu ekki fyrr en komið væri inn í nýja öld og sé það nær 20 árum lengri tími en áætlað var í fyrstu. Skólinn var í upphafi með aðsetur víða í bænum og aðstaðan vægast sagt erfið. „Mönnum var mjög í mun að sanna tilverurétt sinn og það tókst með samstilltu átaki sem var til mikils sóma. Eg þekki ekki til í nein- um íslenskum framhaldsskóla þar sem önnur eins hlaup, hvernig sem viðrapi, áttu sér stað eins og hjá okk- ur. Ég þekki heldur engan fram- haldsskóla sem hefur verið svona lengi í byggingu.“ BERNHARÐ Haraldsson lætur nú af starfi skólameistara VMA og við skólaslit á laugardag var honum og konu hans, Ragnheiði Hansdóttur, færð gjöf frá skóianefnd. Öilum veitt skólavist Bernharð sagðist oft hafa velt því fyrir sér hvort skólinn ætti ekki að vera fámennari, m.a. til að betri yfir- sýn fengist og auðveldara yrði að kynnast hverjum nemanda betur. „Eg sit þó fastur, því ég var frá upp- hafi talsmaður þess að veita þeim sem til okkar sóttu skólavist. Það má halda langar tölur um heppilega stærð skóla og gefa sér margs konar forsendur. Skoðun mín er einföld: skólar eiga helst ekki að vera fjöl- mennari en 7-800 nemendur og í hverjum einstaklingi búa hæfileikar. Ef við virkjum þá ekki þegar til okk- ar er leitað, kunnum við að missa af þeim, þjóðfélaginu og þó öllu fremur viðkomandi einstaklingi til tjóns. Því áttum við aðeins einn kost: að veita öllum sem til okkar leituðu einhverja lausn.“ Umsóknir um nám í dagskóla á þessu skólaári voru 1.146 en af þeim skiluðu 1.056 sér til náms á Akureyri og Dalvík. Tæplega 100 nemendur sóttu nám í öldungadeild á haustönn og 270 í fjarkennslu. Vorferð aldraðra farin frá Akureyrarkirkju VORFERÐ aldraðra verður farin frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 27. maí, og verður lagt af stað kl. 15. Farið verður út í Sveinbjamar- gerði og þar verður lokahóf. Séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, talar og Hannes Arason sér um tónlist. Að venju verður bænastund. Starfið íyrir aldraða hefur verið ánægjulegt í vetur og ætíð fullt hús á samverustundum. Ráðstefna um lausnamiðað breytingastarf í Menntaskólanum á Akureyri (Hólum) 13. -14. ágúst 1999 Um er að ræða þriðju norrænu ráðstefnuna um lausnamiðað breytingastarf. Efni hennar á erindi við alla, sem vinna með vandamál og lausnir á þeim, I meðferð, félagsþjónustu, heilsugæslu og ráðgjöf í atvinnulífinu. Ráðstefnan er haldin af Háskólanum á Akureyri í samvinnu við fræðslunefnd Sál- fræðingafélags íslands og fræðslustofnanir á hinum Norðurlönd- unum. Ráðstefnugjald er 12.000 kr. fram til 7. júní, en hækkar þá upp í 16.000 kr. Skráningu Iýkur 25. júní. Nánari upplýsingar gefa Áskell Örn Kárason, sími 552 1713 eða 897 8055, og Arna Ýrr Sigurðardóttir, sími 463 0560 eða 891 7985 Skráning: Ferðaskrifstofan Nonni, sími 461 1841, fax 461 1843, netfang nonnitra@est.is Sáttatillaga rædd í bæjarráði í dag Morgunblaðið/Kristján SIGRÍÐUR Stefánsdóttir sviðsstjóri tekur við uppsögnum tónlistar- skólakennara á skrifstofu bæjarstjóra í gær. FJÓRTÁN kennarar við Tónlistar- skólann á Akureyri sögðu í gær upp störfum vegna óánægju með launa- kjör sín. Leggja á sáttatillögu kjara- nefndar fyrir bæjarráð í dag, en kennarar höfðu áður hafnað tilboði nefndarinnar um kjarabætur. Áður hafa á bilinu 10 til 15 kennarar sagt upp störfum. Ivar Aðalsteinsson talsmaður tón- listarskólakennara sagði að krafa þeirra væri sú að fá greidda 10 yfir- vinnutíma á mánuði. „Við höfðum heyrt af því að ekki ætti að koma til móts við þessar kröfur okkar,“ sagði ívar og að það væri ástæða uppsagn- anna nú. Hann sagði um réttlætis- mál að ræða, tónlistarskólakennarar hefðu að meðaltali lægri laun en grunnskólakennarar bæjarins en hefðu þó flestir að baki meiri mennt- un. Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri hjá Akureyrarbæ tók við uppsögnum kennara í fjarveru Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra. Hún sagði að fjallað yrði um málefni tónlistar- skólakennara á fundi bæjarráðs en hann er í dag, fimmtudag. Sigríður sagði að sér væri kunnugt um að viljí væri til að leggja fram tillögur sem gætu orðið til að leysa málið og von- aði hún að svo færi, enda væri það öllum fyrir bestu. Þórarinn B. Jónsson formaður kjaranefndar Akureyrarbæjar kvaðst verulega hissa á því að tón- listarskólakennararnir skyldu velja gærdaginn til að segja upp störfum sínum, því þeim hafi verið fullkunn- ugt um að leggja ætti fram sáttatil- lögu í bæjarráði í dag. í þeim felist að aukið fé sé lagt í skólastarfið. „Þetta er í raun argasti dónaskapur, að rjúka til og segja upp áður en bú- ið er að leggja sáttatillöguna fram,“ sagði formaður kjaranefndar. Hann sagði viðræður hafa staðið yfir við talsmenn kennara síðustu daga og að sínu mati hefði kröfum þeirri verið mætt með skilningi. Þá sagði hann að Atli Guðlaugsson fráfarandi skólastjóri hefði í skóla- slitaræðu um helgina farið með rangfærslur um ýmislegt það er varðar samskipti við Akureyrarbæ. Flutningur tónlistai-kennslu út í grunnskólana tæki tíma, öllum væri kunnugt um húsnæðisleysi í grunn- skólum og víðast væri verið að byggja við. „Það er ekki hægt að gera allt í einu. Mér finnst fráfarandi skólastjóri einungis kasta rýrð á starfsemi skólans og þessi framkoma er honum til lítils sóma efth- annars ágætt starf hans við skólann," sagði Þórarinn. JOHAN RÖNNING HF SUNDABORG 15 104 REYKJAVÍK SÍMI: 5 200 800 FAX: 5 200 888 Vöru- og þjónustusýning í íþróttahöllinni á Akureyri 28.-29. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.