Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Smáfólk ANOTHER TRAFFIC REPORTÍ (aJHAT 00 I CARE ABOUT A TRAFFIC REPORT? I DON'T PRIVE A CAR! PEOPLE DRINK N/l OON't\ COFFEE WHILE ORINK THET PRIVE.. VCOFFEE J o > 1 1 H--3 ' "p Enn ein umferðarskýslan! Hvað kemur hún mér við? Ég ek ekki bfl! Fólk drekkur kaffi á meðan það ekur.. Ég drekk ekki kaffi Ogþað talar í símann.. Ég gæti gert það.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Stríð, tónlist og þakklæti Frá Mínervu M. Haraldsdóttur: „Stríð er gróði og frelsi ardur af auði, en ekki ljóði“ (Jóhannes úr Kötlum) MIKIÐ get ég ímyndað mér að vopnaframleiðendur séu glaðir þessa dagana vegna stríðsins í Al- baníu. Blóðpeningamir streyma ofan í vasana hjá þeim í stríðum straumum. A meðan getur geð- veikur einræðisherra slátrað heilli þjóð í rólegheitum. NATO skerst í stríðsleikinn og drápin halda áfram og aukast. Saklaust fólk er drepið miskunnarlaust, eða hrakið frá fjölskyldum sínum, heimilum og ættlandi yfír þveran og endi- langan hnöttinn. Þetta fólk hefur verið rifið upp með rótum eða e.t.v. væri réttara að segja skorið af rótum sínum, sem það skildi eft- ir í sínu faOega heimalandi. Ég skammast mín fyrir að vera manneskja af þessum grimma kynþætti „homo sapiens", þegar svona hryllingur er látinn viðgang- ast. Þetta er helför gegn Kosovo- Albönum og er ekki lengur eitt- hvað fjarlægt sem við sjáum í sjón- varpsfréttum utan úr heimi. Þetta fólk er komið til okkar, er orðið ná- grannar okkar og við finnum hvað þetta er raunverulegt og nálægt okkur. Ég horfði á fréttimar fyrir nokkru með sex ára syni mínum og við fylltumst óhugnaði þegar við sáum brunnin hús, slasað og grát- andi fólk, staka mannshönd sund- urtætta frá líkamanum eftir sprengjuárásir NATO. Eða voru það Serbarnir í áróðursstríði við NATO sem vörpuðu sprengjum á þetta sofandi flóttafólk? Það á eftir að koma í ljós. Við íbúar í Eiða- og Hjaltastaða- þinghá áttum ógleymanlega stund með þessum nýju nágrönnum okk- ar á uppstigningardag 13. maí sl. Þá voru haldnir kveðjutónleikar nemenda Tónlistarskólans á Eið- um sem hefur þjónað þessum tveim sveitarfélögum þar til sam- einingin brast á. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál án orða og ég mun aldrei gleyma þegar Mirela steig fram óvænt og söng fyrir okkur á tónleikunum yndislega fallegt og framandi lag frá Albaníu. Þegar karlmennirnir tóku undir með henni, fann ég fyr- ir gamalli og rótgróinni menningu og tónlistararfleifð margra kyn- slóða. Þessi tónlist er svo hrífandi, en þó svo ólík okkar tónlist í tón- tegundum og takti. Eftir svona stutta viðkynningu við þessa flóttamenn, sé ég að við getum mikið lært af þeim. T.d. tónlistina og ekki síður þessa ótrú- legu ró, æðruleysi og nægjusemi. Þetta fólk hefur miklu hollari mat- arvenjur en við og borðar mest það sem jörðin gefur af sér og læt ég hér á eftir fylgja uppskrift að albönsku salati sem er alveg ein- staklega gott, bæði sem sjálfstæð- ur réttur og með öðrum mat. AI- banskt salat: Skerið niður rauða papriku, lauk, agúrkur, tómata, kál og feta- ost, hellið slatta af ólívuolíu yfir og 1 msk. af salti eða eftir smekk. Eitt enn sem ég verð að nefna er að á tónleikunum voru albönsku bömin miklu rólegri, stilltari og greinilega betur upp alin en okkar börn! Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem komu að þessum tónleikum, sérstaklega Foreldrafélagi Tónlistarskólans á Eiðum sem sá um og skipulagði bakstur og Albönunum sem tóku þátt í vöfflubakstri. Verslanimar Hraðkaup, Kaupfélagið, Shell-skál- inn Skógamesti og Olís-skálinn Fellabæ gáfu vöffludeig, rjóma, kex, Svala fyrir bömin, o.fl. og þakka ég þeim kærlega fyrir það. Síðast en ekki síst þakka ég nemendunum fyrir frábæra frammistöðu og óska þeim alls vel- famaðar. Ég vona að mér hafi tek- ist að sá einhverjum tónlistarfræj- um í þessar uppvaxandi sálir, fræj- um sem spíra í framtíðinni með auknum þroska þeirra og mann- gæsku og veiti þeim lífsfyllingu. MÍNERVA M. HARALDSDÓTTIR, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskól- ans á Eiðum, Vallnaholti 4, Eiðum, Egilsstöðum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Borðdukar til Uppsetningabuðin Hvcrfisgötu 74, sfmi 552 5270. Fæst í flestum apótekum Dreifing T.H. Arason sf., fax/sími 554 5748 og 553 0649
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.