Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Indverjar gera loftárásir á skæruliða í Kasmír Nýju Delhí. Reuters, AP. INDVERJAR gerðu í gær fyrstu loftárásir sínar á friðartímum á skotmörk í Kasmír til að flæma burt skæruliða, sem höfðu laumast inn á yfirráðasvæði þeirra. Þeir vöruðu Pakistana við því að koma skærulið- unum til vamar og sögðust ætla að halda árásunum áfram þar til þeir færu af svæðinu. Her Pakistans sagði árásimar „mjög alvarlegar“ en pakistanska utanríkisráðuneytið kvaðst vona að þær myndu ekki leiða til stríðs milli landanna. Loftárásirnar mögnuðu spennuna milli ríkjanna tveggja, sem hafa tvisvar sinnum háð stríð vegna deil- unnar um Kasmír frá því þau fengu sjálfstæði árið 1947. Ríkin em nú bæði í hópi kjarnorkuvelda heims- ins eftir að hafa sprengt kjarnorku- sprengjur í tilraunaskyni á síðasta ári. Indverskir embættismenn sögðu að um 680 skæruliðar, aðallega af- ganskir málaliðar, hefðu komið sér fyrir á allt að 4.800 m háum fjalls- hryggjum um sex km innan yfirráða- svæðis Indverja og ógnuðu mikil- vægum þjóðvegi á svæðinu. Um 400 skæruliðar til viðbótar biðu eftir tækifæri til að fara á átakasvæðið. Her Pakistans var í viðbragðs- stöðu vegna loftárásanna og sagði að nokkrar sprengjur hefðu fallið á yfir- ráðasvæði Pakistana í Kasmír. „Við neitum þessu algerlega og þetta er eintómt bull,“ sagði embættismaður í indverska vamarmálaráðuneytinu um þessa ásökun Pakistana. Indverjar lögðu áherslu á að loft- árásimar hefðu ekki verið gerðar nálægt vopnahléslínunni sem skipt- ir Kasmír milli ríkjanna tveggja. Sartaj Aziz, utanríkisráðherra Pakistans, sagði að Pakistanar myndu verja sig ef Indverjar réðust á pakistönsk landsvæði. „Bæði ríkin verða að sýna stillingu," sagði hann. AP INDVERSK herþyrla flýgur nálægt íjallshlíð við landamæri Indlands og Pakistans. Indverski flugherinn gerði í gær árásir á afganska málaliða sem höfðu farið inn á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír. Aziz neitaði einnig ásökunum Indverja um að her Pakistans hefði séð skæmliðunum fyrir vopnum og að pakistanskir hermenn hefðu tek- ið þátt í árás þeirra yfir vopna- hléslínuna. Indverjar hafa sakað Pakistana um að hafa kynt undir uppreisn múslima á indverska hluta Kasmírs sem hefur kostað 15.000 manns lífið síðustu tíu árin. Indverska varnarmálaráðuneytið sagði að loftárásunum yrði haldið áfram þar til skæruliðarnir fæm af svæðinu og vömðu Pakistana við því að grípa til aðgerða sem gætu magnað átökin. Að sögn indverskra fjölmiðla féllu 160 manns í árásunum, þeirra á meðal pakistanskir hermenn. Indverjar beittu vopnuðum þyrl- um og orrustuþotum í árásunum. Þeir sögðust hafa neyðst til að hefja loftárásimar þar sem ljóst væri að landhemaður hefði ekki dugað til að flæma skæraliðana af fjallshiyggj- unum. „Ef við hefðum ekki gripið til aðgerða strax hefðu Paldstanar fært sig upp á skaftið. Ekki kom til greina að fresta aðgerðunum þar sem það hefði kallað á enn umfangsmeiri að- gerðir síðar,“ sagði í yfirlýsingu frá indverska vamarmálaráðuneytinu. Indverskir embættismenn sögðu að loftárásirnar hefðu verið ákveðn- ar eftir að skæmliðamir hefðu skot- ið niður indverska njósnaflugvél fyrir þremur dögum. Bretar og Bandaríkja- menn uggandi Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði að átökin í Kasmír væm mikið áhyggjuefni. Bandaríski sendiherrann á Indlandi, sem ræddi við varnarmálaráðherra landsins í gær, notaði tækifærið til að láta í Ijósi áhyggjur af átökunum og von um að þeim linnti sem fyrst. Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, ræddi málið við Jaswant Singh, utanríkisráðherra Indlands, og hvatti þjóðirnar tvær til að „sýna ítmstu varfærni" og koma í veg fyrir að átökin mögnuð- ust. Singh sagði við blaðamenn að loftárásirnar hefðu ekki valdið hættu á stríði milli Indverja og Pakistana. Gengi verðbréfa lækkaði í báðum löndunum þar sem óttast var að Pakistanar myndu hefna árásanna. ,jUlsherjarstríð virðist mjög ólík- legt,“ sagði þó Devesh Kumar, yfir- maður markaðsrannsóknadeildar fjármálafyi-irtækisins ABN Amro Asia Equities á Indlandi. Loftárásimar njóta mikils stuðn- ings meðal almennings á Indlandi. Ef marka má skoðanakönnun, sem ind- verskt dagblað gerði á Netinu, töldu 84% Indverja rétt að beita lofthem- aði til að flæma skæruliðana burt. Ásakanir um kjarnorkunjósnir Kínverja í Bandaríkjunum valda uppnámi Mikil spenna hlaupin í sam- skipti ríkjanna Peking, Washington, Tokyo. Reuters, AFP. ÞÓTT enginn vafi leiki á því að ásak- anir um að Kínverjar hafi um margra ára skeið stundað umfangs- miklar kjamorkunjósnir í Bandaríkj- unum skaða samskipti Kína og Bandaríkjanna em skiptar skoðanir um hvaða afleiðingar þetta mál muni hafa til lengri tíma litið. Halda sumir fréttaskýrendur því fram að þrátt fyrir harðorðar yfirlýsingar beggja aðila, þar sem bandarísk stjórnvöld hafa lofað því að stöðva njósnirnar og þau kínversku neitað öllum sakar- giftum, séu ekki líkur á beinum árekstram. Kínverjar og Banda- ríkjamenn séu ekki reiðubúnir til að fóma pólitískum og efnahagslegum hagsmunum sínum þótt þeir láti hátt í sér heyrast. A hinn bóginn kemur skýrsla ör- yggismálanefndar Bandaríkjaþings um njósnir Kínverja í kjölfar mis- taka sem Atlantshafsbandalagið (NATO) gerði nýlega í Júgóslavíu, þegar sprengjum var varpað á kín- verska sendiráðið, með þeim afleið- ingum að þrír létust. Bæði stjóm- völd og almenningur í Kína bragðust ókvæða við og því voru samskipti Kína og Bandaríkjanna af- ar erfið fyrir, þótt ekki bættist njósnamálið við. Mátti helst dæma af kín- verskum dagblöðum í gær að samskipti landanna hefðu ekki verið verri frá því á sjöunda áratugn- um, þegar kaída stríðið stóð sem hæst og áður en Richard Nixon Bandaríkjaforseti fór í sögufræga heimsókn sína til Kína, í því skyni að bæta samskipti ríkjanna. Fleira hangir á spýtunni. Auk samskipta stórveldanna er stöðug- leiki í Austur-Asíu allri sagður í húfi enda óttuðust margir að vígbúnaðar- kapphlaup væri í uppsiglingu í álf- unni í fyrra þegar Norður-Kóreu- menn gerðu eldflaugatilraunir. Inn- ganga Kínverja í Heimsviðskipta- stofnunina (WTO) tengist þessu máli jafnframt en Charlene Barshefsky, fulltrúi bandaríska viðskiptaráðu- neytisins hjá stofnuninni, lét hins vegar hafa eftir sér í gær að stjóm- völd í Washington vonuðust til þess að njósnamálið hefði ekki áhrif á þær fyrirætlanir Kínverja að ganga í WTO á þessu ári. Loks er ekki talið útilokað að njósnamálið hafi þau áhrif að sam- skipti Klna og Bandaríkjanna spili rullu í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári og George Bush yngri, sem einna líklegastur er til að hljóta útnefningu repúblikana fyrir forseta- kosningamar, greip tækifærið í gær til að lýsa því yfir að mál þetta væri skýrt dæmi um hversu gölluð stefna núverandi forseta gagnvart Kína væri. „Kína er ekki bandamaður Bandaríkjanna," sagði Bush. „Kína er samkeppnisaðili - samkeppnis- aðili sem ekki deilir lífsgildum okk- ar - en sem því miður deilir nú mörgum af kjarnorkuleyndarmál- um okkar.“ Af ummælunum mátti ráða að repúblikanar hefðu fullan hug á því að útmála Kínverja sem helsta óvin Bandaríkjamanna á er- lendri grundu í kosningabaráttunni með það í huga að gagnrýna frammistöðu Bills Clintons Banda- ríkjaforseta í öllum samskiptum við Kína. Leita Kínverjar bandamanna í Moskvu og Pyongyang? Kínverjar hafa brugðist hart við ásökununum um njósnir og sagt þær tilefnislausar. Sérfræðingar hafa leitt líkum að því að kínversk stjórnvöld muni nú horfa til hug- myndafræðilegra banda- manna í Moskvu og Norð- ur-Kóreu í leit að stuðn- ingi til þess að sporna við áhrifum Bandaríkja- manna, og að Kínverjar og Rússar eygi tækifæri til að auka ítök sín í heimsmálunum sökum umdeildra aðgerða í utanríkismálum sem Bandaríkjamenn hafa gripið til að undanförnu. Má þar nefna stríðs- reksturinn í Júgóslavíu og írak, sem og árásir sem Bandaríkjamenn efndu til á skotmörk í Súdan og Afganistan síðasta sumar, að sögn til að stemma stigu við alþjóðlegum hryðjuverkum. Jafnframt bendir heimsókn Kim Yong-nams, næstráðanda í Norður- Kóreu, til Kína í næsta mánuði til þess að þíða sé í samskiptum komm- únistaríkjanna tveggja en Kínverjar vöktu mikla reiði stjórnvalda í Pyongyang árið 1992 þegar þeir tóku upp stjórnmálasamstarf við Suður- Kóreumenn. Þessi þíða kemur á sama tíma og samskipti beggja við Bandaríkin era með versta móti, ekki aðeins vegna njósnamálsins og stríðsins í Júgóslavíu heldur einnig vegna deilu ríkjanna um nýlegar hugmyndir Bandaríkjamanna að hernaðarsamstarfi við Japani, hug- myndum sem fela í sér gerð sérstaks varnarkerfis gegn vánni sem stafar af flugskeytum. Bandaríkjamenn hafa að undan- fómu haft uppi viðleitni til að bæta samskiptin við N-Kóreu, sem verið hafa afar erfið allt frá Kóreustríðinu 1950-1953, og reyndar er William Perry, sérlegur ráðgjafi Clintons Bandaríkjaforseta í málefnum N- Kóreu, staddur í Pyongyang einmitt þessa dagana í því skyni. Frétta- skýrendur telja ólíklegt að N-Kóreu- menn séu reiðubúnir til að gefa Perry ákveðin svör á meðan heim- sókn hans stendur og er ekki ólíklegt að þeir bíði með að svara umleitunum Bandaríkjamanna þar til þeir hafa ráðfært sig við Kínverja. Hvað Bandaríkjamenn varðar er Ijóst að Clinton Bandaríkjaforseti er milli steins og sleggju. Augljóst er að hann verður að grípa til einhverra aðgerða vegna meintra njósna Kín- verja - eða a.m.k. virðast grípa til aðgerða - en hann vill ekki valda því að enn frekari spenna hlaupi í sam- skipti ríkjanna, auk þess sem fyrir liggur að við inngöngu Kína í WTO opnast bandarískum íyrirtækjum risastórir markaðir sem þau vilja ólm fá að komast inn á. Stöðugleiki í A-Asfu í húfi Kína brást hart við Kínversk geimferja á loft YFIRVÖLD í Kína hafa í hyggju að senda fyrstu mönn- uðu geimferjuna út í geim fyiir 1. október næstkomandi, að því er blaðið Weekly Digest skýrði frá í gær. Er ætlunin að geim- ferðin verði til marks um hálfr- ar aldar afmæli Kommúnista- flokksins sem verður 1. októ- ber. Einnig kom fram í blaðinu að með ferðinni yrði Kína þriðja fremsta ríkið á sviði geimferða á eftir Bandaríkjunum og Rúss- landi. Loftárásir eyðileggja uppskeru AÐ SÖGN búlgarska landbún- aðarráðuneytisins hafa græn- metisbændur beðið gífurlegt tjón vegna loftárása Atlants- hafsbandalagsins á Júgóslavíu. Nota bændumir varnarkerfí með ratsjá sem leitar uppi haglélaský sem eyðilagt geta uppskeruna, en til að villa ekki um fyrir orrastuþotum banda- lagsins, sem nema ratsjána, hafa þeir slökkt á kerfinu. Talið er að um 40% af grænmetisupp- skera víðsvegar í Búlgaríu hafi eyðilagst af völdum þessa. Sjakalinn hefur betur DÓMSTÓLL í Frakklandi úr- skurðaði í gær Carlos, „sjakal- anum“ eins og hann hefur verið kallað- ur, í vil en austurrísk yf- irvöld höfðu krafist þess að fá hann framseldan fyrir að hafa rænt fulltrú- um helstu olíuríkja heims í Vín í Austurríki árið 1975. Féllst dómstóllinn á rök lögfræðings hans, að dagsetning á hand- tökuskipun á hendur honum ár- ið 1976 hafi verið röng. 200 sjómanna saknað HJÁLPARSTARFSMENN hafa fundið lík 64 indverskra sjómanna sem létust er hvirfil- bylur reið yfir Arabíuhaf. Minnst 200 sjómanna, sem siglt höfðu á 47 bátum, var enn sakn- að, að því er hjálparstarfsmaður sagði í gær. Tekist hefur að bjarga 26 manns úr sjónum og heldur leitarstarf áfram. Skýjakljúfur í Sao Paulo BRASILÍSKI auðjöfurinn Mario Garnero hefur heitið því að byggja hæsta skýjakljúf í heimi í Sao Paulo, stærstu borg Suður-Ameríku. Mun bygging- in, sem ráðgerð er að verði 103 hæða og hýsi um 50.000 íbúa, verða fullgerð fyrir árið 2005, að sögn Garneros. Fjölmiðlar, sem tortyggnir eru á fyrirætlan auðjöfursins sem heldur hefur þurft á brattann að sækja sl. 14 ár, hafa kallað bygginguna pýramída Garneros, en verði draumur hans að veruleika mun skýjakljúfurinn verða 43 metr- um hærri en sá hæsti í Asíu, eða 494 metrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.