Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Æra selveiðimanna léttvægari en hagsmunir opinberrar umræðu Strassborg. Morgunblaðið. ÁTÖK norskra selveiðimanna við mann að nafni Odd F. Lindberg, sem gagnrýnt hefur harkalega aðferðir við veiðarnar, hafa staðið í meira en áratug og teygt anga sína til Strass- borgar. Mannréttindadómstóllinn þar veitti norsku blaði í sl. viku uppreisn eftir að blaðið hafði verið dæmt heima í Noregi fyrir meið- yrði en það hafði slegið niðurstöðum Lind- bergs, sem var þá opinber eftirlitsmaður með selveiðum, upp á forsíðu. Formaður Norska ritstjórafélagsins, Tor Axelsen, fagnaði dómnum fyrir helgi og sagði að það væri mik- ilvægt að því skyldi slegið föstu að fjölmiðlar hefðu rétt og skyldu til að leggja sitt af mörk- um til samfélagsumræðunnar og að stundum geti upplýsingamiðlunin verið mikilvægari en tillitið til einstaklinga. Ivar Granaasen sem skrifar um dóminn í Aftenposten segir dóm- inn sigur fyrir norska fjölmiðla. Sú staðreynd að norski dómarinn við mannréttindadóm- stólinn, Hanne-Sophie Greve, hafi verið í minnihlutanum, sem vildi ekki áfellast norska ríkið, sýni að enn sé nokkuð í land að Norð- menn tileinki sér að fullu hin evrópsku við- horf. Sellr flegnir lifandi Blaðið Tromso, sem gefið er út í um 9.000 eintökum, fylgdist eins og fleiri grannt með samskiptum Lindbergs við selveiðimennina. Hafði það birt viðtöl við hann vorið 1988 eftir að hann hafði farið í veiðitúr með bátnum Harmoni. Þar kom fram að hann gagnrýndi aðferðimar sem notaðar voru þótt hann segð- ist sjálfur hlynntur selveiðum. Nánari útlist- anir yrðu þó að bíða skýrslu sinnar sem hann myndi vinna fyrir opinber stjómvöld. Um miðjan júlí 1988 komst blaðið að því að skýrslan væri tilbúin þótt norska sjávarút- vegsráðuneytið væri ekki reiðubúið að birta hana að svo stöddu. Blaðið komst yfir eintak af skýrslunni og sló frétt upp á forsíðu með fyrirsögninni „Selir flegnir lifandi“. Var því meðal annars haldið fram að selveiðimennirn- ir hefðu í andstöðu við gildandi reglur um veiðamar drepið urtur, látið undir höfuð leggjast að rota kópa áður en þeir voru af- lífaðir og jafnvel flegið bráð sína lifandi. Þá hefðu veiðimennimir beitt eftirlitsmanninn ofbeldi. í skýrslu sinni nafngreindi Lindberg fjóra bátsverja sem gerst hefðu brotlegir. Blaðið birti hins vegar ekki nöfn bátsverja fyrsta kastið en í síðari umfjöllun um málið birti það nöfn allra bátsverjanna tíu án þess að tilgreina þó hverjir lægju sérstaklega und- ir gmn. Myndir sýndar víða um heim Frétt þessi vakti mikla athygli og tóku vel- flestir fjölmiðlar landsins málið upp. Báts- verjar á Harmoni mótmæltu ásökununum Norskir blaða- menn fagna dómi frá Strassborg harðlega. Þá gaf norska sjávarútvegsráðu- neytið út yfirlýsingu þar sem það útskýrði hvers vegna beðið hefði verið með birtingu skýrslunnar. Hún væri óvenjulega framsett og í ijós hefði komið að Lindberg hefði hvorki menntun né reynslu til að gegna störfum eft- irlitsmanns. Hins vegar hefði hann verið út- nefndur eftirlitsmaður í þetta eina skipti fyrir þrábeiðni og þar sem hann bauðst til að fara í túrinn á eigin kostnað. Umræðan blossaði upp að nýju í febrúar 1989 þegar Lindberg hélt blaðamannafund í Ósló og sýndi þar heimildarmynd sem byggð var á myndum sem hann tók um borð í Harmoni. Atriði úr myndinni staðfestu að ekki hefði að öllu leyti verið farið að settum reglum við veiðarnar og voru þau sýnd næstu daga í sjónvarpi víða um heim þar á meðal á CNN og BBC. Eftir umræður í norska stórþinginu ákvað ríkisstjórnin að banna kópaveiðar þegar í stað og setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd. Niður- staða nefndarinnar var sú að færðar hefðu verið sönnur á fæstar af ásökunum Lind- bergs. Samt sem áður hefðu ýmsar reglur um veiðarnar verið brotnar eins og myndir, sem Lindberg tók, sýndu, til dæmis hefðu kópar verið drepnir án þess að vera rotaðir fyrst. Nefndin lagði til ýmsar reglugerðar- breytingar, sem voru að einhverju leyti í samræmi við tillögur Lindbergs, til dæmis að skylt væri að hafa eftirlitsmann um borð í hverri veiðiferð. Áhöfnin á Harmoni kaus að sitja ekki undir ásökununum heldur fór í meiðyrðamál við Lindberg og nokkra norska fjölmiðla sem fluttu fréttir af skýrslunni. Unnust flest þau mál heima í Noregi því ekki tókst að færa sönnur á allar ásakanirnar. Var Lind- berg sjálfum gert að greiða sjómönnunum miskabætur auk málskostnaðar. Þá var hon- um bannað að sýna opinberlega kvikmyndir sem hann tók um borð í Harmoni. Lindberg býr nú í Svíþjóð enda segir hann að sér sé ekki vært í Noregi. Var gert hjá honum ár- angurslaust fjárnám fyrr í mánuðinum sam- kvæmt frásögn norskra fjölmiðla og hljóðar krafan sem hann skuldar nú upp á 800.000 norskar krónur vegna áfallins kostnaðar og vaxta. Meðal þeirra fjölmiðla sem dæmdir voru fyrir meiðyrði um selveiðimennina var Bladet Tromsp. Með dómi upp kveðnum 4. mars 1992 í héraðsdómi Norður-Tromsp voru til- tekin ummæli úr tveimur greinum blaðsins 15. og 20. júlí 1988 dæmd dauð og ómerk þar sem þau væru ósönnuð og blaðinu og ritstjóra þess gert að greiða hverjum bátsverja á Har- moni 11.000 norskar krónur í miskabætur. Hæstiréttur Noregs veitti ekki leyfi til áfrýj- unar málsins. Ómerking fágætt úrræði Blaðið ákvað að una þessu ekki heldur senda kæru til eftirlitsstofnananna í Strass- borg sem fylgjast með Mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati meirihluta mannréttinda- dómstólsins (13/17) lék ekki vafi á því að norski áfellisdómurinn fæli í sér skerðingu á tjáningarfrelsi kærenda enda var það óum- deilt. Var tekið sérstaklega fram að ómerking ummæla tíðkaðist einungis í Noregi, Dan- mörku og á íslandi. Fram kom að samtök norskra ritstjóra væru samt ekki andvíg því að þetta úrræði væri fyrir hendi í norskum rétti enda væri það mun vægara en önnur sem dómstólum stæðu til boða. Að sögn dómstólsins getur skerðing tján- ingarfrelsis verið heimil ef hún er í réttu hlut- falli við það markmið sem að er stefnt, það er í þessu tilviki að vernda æru selveiðimann- anna, spurningin er með öðrum orðum sú hvort þessi takmörkun geti talist „nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi" eins og það er orð- að í 2. málsgrein 10. greinar mannréttinda- sáttmálans. Dómstóllinn féllst ekki að öllu leyti á það mat norska dómstólsins að um æsifrétta- mennsku hefði verið að ræða frekar en fram- lag til alvarlegrar þjóðfélagsumræðu. Þótt fréttinni hefði verið slegið upp á forsíðu með áberandi fyrirsögn yrði að skoða umfjöllun blaðsins um þetta málefni í heild því í heila viku á eftir hefðu mismunandi sjónarmið í málinu komið fram í blaðinu. Þess vegna hefði meginmarkmið greinanna sem dæmt var fyr- ir ekki verið að vega að einstaklingum. Þvert á móti hefði blaðið í leiðara skorað á stjóm- völd að nota niðurstöður Lindbergs til að herða reglur og bæta þannig ímynd Noregs á alþjóðavettvangi. Greinamar hefðu því verið hluti af langvarandi umræðu sem snerti ekki einungis viðkomandi hérað heldur allan al- menning í Noregi og víðar. Ekki sjálfstæð rannsóknarskylda Dómstóllinn tók fram að blaðamönnum bæri sérstök skylda til að gæta varúðar þegar vegið væri að æru einstaklinga. Hvem mann skyldi telja saklausan uns sekt hans væri sönnuð, samkvæmt 2. mgr. 6. gr. mannrétt- indasáttmálans. Spumingin væri sú hvort það hefði í þessu tilviki verið réttlætanlegt hjá blaðinu að láta undir höfuð leggjast að kanna með sjálfstæðum hætti sannleiksgildi ásakan- anna á hendur selveiðimönnunum. Að mati dómstólsins skipti í því sambandi máli hversu alvarleg meiðyrðin væm og hvort blaðið gæti hafa haft ástæðu til að draga opinbera skýrslu í efa. Ásakanir um urtudráp fælu vissulega í sér að lögbrot hefðu verið framin en ekki að um grimmdarverk gegn skepnum væri að ræða. Alvarlegri hefðu verið ásakanir um að selir hefðu verið flegnir lifandi eða að Lindberg hefði sætt barsmíðum. Þær hefðu þó verið bomar fram með fremur almennum orðum og með þeim hætti að lesendum mátti skiljast að einhver ýkjubragur væri á þeim. Þótt fram hefðu komið í umfjöllun blaðsins nöfn bátsverja á Harmoni þá hefði blaðið sleppt að nefna hvaða fjórir bátsverjar af tíu væra nefndir til sögunnar í skýrslu Lind- bergs. Ásakanimar hefðu því hvorki beinst að allri áhöfninni né neinum einstökum báts- verja. Áð mati dómstólsins eiga fjölmiðlar al- mennt að geta reitt sig á efni opinberra skýrslna án þess að kanna sjálfstætt sann- leiksgildi þeirra. Annars væri þeim sem „varðhundi almennings" of þröngur stakkur skorinn. í þessu tilviki hefði afstaða norskra yfirvalda fyrst í stað ekki gefið þeim tilefni til að rengja skýrsluna. Blaðið hefði því ver- ið í góðri trú. Að öllu samanlögðu vægju hagsmunir upplýstrar umræðu um málefni sem snerti almenning í Noregi og víðar þyngra en tillit til æru áhafnarinnar. Hefði Noregur því gerst brotlegur við 10. gr. mannréttindasáttmálans sem verndar tján- ingarfrelsi. | ! i I l | Apctekið Cosmea® KYNNING Á COSMEA HÚÐVÖRUM í APÓTEKINU IÐUFELLI 27. MAÍ KL.I4 - 18 BLÓMLEGUR KAUPAUKII Pharmaco Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 SKEIFAN - ATVINNUHÚSNÆÐI * BETHÍ BiLAR hf B LAVERKSTÆD! Vorum að fá til sölumeðferðar gott 171 fm verkstæðishúsnæði ásamt ca 70 fm skrifstofu millilofti. Húsnæðið er með góðum innkeyrsludyrum. Möguleiki að skipta húsnæðinu í tvær einingar. 3018 Fyrrverandi framkvæmdasljóri SÞ ritar æviminningar sínar Vandar Bandaríkja- stjórn ekki kveðjurnar New York. Reuters. BOUTROS Boutros-Ghali, fyrrver- andi íramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vandar bandarískum stjórnvöldum ekki kveðjumar í nýrri bók sem hann hefur skrifað, en það vora Bandaríkjamenn sem á sínum tíma komu í veg fyrir að Boutros- Ghali sæti tvö kjörtímabil í fram- kvæmdastjórastarfinu. Boutros-Ghali, sem er 76 ára, var framkvæmdastjóri SÞ frá janúar 1992 til desember 1996. í bókinni „Unvanquished: a U.S.- U.N. saga“, sem Random House gefur út í júní, segir hann frá því hvaða hlutverki hann taldi að SÞ ætti að sinna eftir að kalda stríðinu lauk, og hvemig honum fannst eina stórveldið, sem eftir var í heiminum, misnota um- talsverð áhrif sín á vettvangi Sa- meinuðu þjóðanna án þess þó að láta svo lítið að greiða skuldir sínar við samtökin. Segir Boutros-Ghali að þegar SÞ var leyft að sinna starfi sínu án af- skipta Bandaríkjanna hafi iðulega tekist vel til. Nefnir hann sem dæmi verkefni sem samtökin sinntu í Mó- sambik og á Haítí. „En þegar Banda- ríkin vildu láta líta svo út fyrir að þau störfuðu að lausn tiltekinna vandamála, eins og t.d. í Bosníu, Sómalíu og Rúanda, misbeittu þau Boutros-Ghali Albright Sameinuðu þjóðunum og misnotuðu, eða kenndu samtökunum um allt sem aflaga fór. Fyrir vikið fór svo að SÞ mistókst að sinna skyldum sínum með bæði skelfilegum og sorglegum afleiðingum.“ Lætur Madeleine Albright hafa það óþvegið Boutros-Ghali fjallar rækilega um það í bók sinni hvernig stjómvöld í Washington snérast gegn honum og hófu herferð gegn því að hann fengi að sitja annað kjörtímabil í fram- kvæmdastjórastarfinu eftir að því fyrsta lauk. Boutros-Ghali tókst engu að síður að tryggja sér stuðn- ing fjórtán þeirra fimmtán þjóða, sem sátu í öryggisráði SÞ þegar gengið var til atkvæðagreiðslu um starfið í nóvember og desember 1996. Bandaríkin beittu hins vegar neitunarvaldi sínu og á endanum hrökklaðist Boutros-Ghali úr starf- inu og Kofi Annan, sem naut vel- þóknunar Bandaríkjamanna, tók við. Boutros-Ghali segir að Warren Christopher, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hafi neitað að gefa sér skýringar á því hvers vegna Bandaríkin höfðu ákveðið að hann yrði að víkja. Boutros-Ghali telur hins vegar að skýringanna sé að leita í stórsigri repúblikana í bandarísku þingkosningunum 1994 en eftir það hafi demókratastjórn Bills Clintons snúist gegn honum með það í huga að virðast enn andsnúnari SÞ en repúblikanar. Boutros-Ghali lætur Madeleine Albright, núverandi utanríkisráð- hen'a Bandaríkjanna, sem þá var sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, hafa það óþvegið og segir að hann hafi snemma heyrt út undan sér að Albright hygðist svíkja hann í tryggðum. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi skreytir bók sína fjölda niðurlægjandi ummæla um Albright, segir hana haft lítinn skilning á stjómvisku og að áður en hún tók við sendiherrastöðunni hafi hún verið fræðimaður og ráðgjafi demókrata „við lítinn orðstír". J: is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.