Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvernig komast má hjá * því að ræða málefnin UNDANFARNA daga hafa komið fram í fjölmiðlum nokkrar ónákvæmar og í sum- um tilfellum einkenni- iegar fullyrðingar. Félagsaðild nema Því er m.a. haldið fram að iðnnemar séu í sveinafélögunum og að það sé gegn hags- munum nemanna. Rafiðnaðarnemar eru ekki í þeim stéttarfé- lögum sveina sem eru innan Rafiðnaðarsam- bandsins. Þeir eru í Félagi nema í rafiðn- um sem er eitt 10 aðildarfélaga RSI. A sínum tíma þegar umræða fór fram um inngöngu nema í RSI þótti eðlilegra að nemar væru áfram í sínu félagi frekar en að þeir gengju inn í sveinafélögin. Það var gert m.a. vegna þess að sýnt þótti að þeir hagsmunir sem nem- arnir kynnu að vilja berjast fyrir þyrftu ekki alltaf að fara saman við þá hagsmuni sem sveinafélögin settu á oddinn. Augljóst var að nemar myndu verða mikill minni- hlutahópur innan sveinafélaganna þannig að það væri alls ekki tryggt að þeir myndu ná að koma á fram- færi sínum baráttu- málum, einnig væri ekki tryggt að þeir myndu hafa aðgang að stjóiTi stéttarfélagsins. Með því að Félag raf- iðnaðarnema er sjálf- stætt félag meðal að- ildarfélaga RSÍ þá er tiyggt að þeir kjósa sér sjálfir sína stjórn og fara sjálfir með sín mál. Þeir velja þá einnig sjálfir og eiga fulltrúa í miðstjórn sambandsins, þeir kjósa sér sjálfir full- trúa á þing RSÍ og einnig á þing ASÍ. A síðasta ársfjórðungi voru með- aldaglaun rafiðnaðarnema kr. 104.400 á mánuði og meðalheildar- mánaðarlaun kr. 159.441. Löggilding iðnréttinda Hvað varðar löggildingu iðnrétt- inda má einnig benda á nokkur at- riði sem sett hafa verið fram á óná- kvæman hátt. Reynslan segir okk- ur að vinnuveitandi velji helst þann einstakling, sem hefur til að bera þekkingu á því starfi sem um er að ræða. Til þess að tryggja að hann velji iðnaðarmenn frekar en aðra þarf þá að búa þannig um hnútana að þeir hafi til að bera betri þekk- ingu hver á sínu sviði en aðrir. Þannig er þetta í öllum rafiðnaðar- störfum. I nokkrum þeirra er kveð- ið á um það í reglugerðum að ein- ungis starfi fólk með ákveðna lág- marksþekkingu, þ.e. sveinspróf. Hér er um að ræða raflagnir sem tengja á við raforkukerfi landsins og ákveðnar tegundir fjar- og sam- skiptabúnaðar. I Rafiðnaðarsam- bandinu eru 3500 félagsmenn, þar Skipulagsmál Er það hlutverk for- ystumanna verkalýðs- hreyfingarinnar, spyr Guðmundur Gunnarsson, að útiloka líklega 20 þúsund manns frá ASI? af eru um 2300 með sveinspróf í einhverri af hinum 5 löggiltu raf- iðnaðargreinum. Af þessum 2300 sveinum vinna um 1200 störf sem falla klárlega undir þessar reglu- gerðir. Hinir vinna rafiðnaðarstörf Guðmundur Gunnarsson og vinnuveitandinn valdi þá frekar en aðra á grundvelli þekkingar þeirra; hér er um að ræða margs- konar framleiðslu, tækni- og þjón- ustustörf. Að gefnu tilefni má t.d. geta þess að í RSI eru 1500 rafvirkjar, um 500 þeirra vinna við raflagnir í hús sem falla undir umræddar reglu- gerðir. Um 300 eru í störfum við dreifikerfið og í viðhaldi í verk- smiðjum þar sem sveinsréttinda er krafist, hinir 700 starfa við önnur rafiðnaðarstörf, en þar er ekki nein skylda sem hvílir á vinnuveitand- anum að ráða fólk með sveinspróf í rafvirkjun. Það að störf iðnaðar- manna markist einungis af störf- um, sem falla undir lögskipað starfssvið þeirra eins og má skilja á því sem sett hefur verið fram er löngu liðin tíð. Störf í dag markast af hæfileikum og þekkingu. At- vinnulífið og sú þróun sem þar á sér stað markar þær kröfur og það er hlutverk verkmenntaskólanna í námi til sveinsprófs og svo starfs- og símenntastofnana í viðkomandi starfsgeira í endumýjun og við- haldi menntunar innan starfs- geirans að koma til móts við þessar þarfir. I sumum tilfellum eru sett- ar reglugerðir til þess að koma í veg fyrir slys eða tryggja að farið sé að settum reglum um lágmarks- styrkleika eða frágang til þess að tryggja hinn almenna borgara, eins og t.d. rafmagns- og bygginga- reglugerðir. Skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar Rafiðnaðarsambandið hefur sett fram eftirfarandi spurningar varð- andi skipulagsmál. En einhverra hluta vegna virðast sumir vilja ein- ungis tala um atriði sem koma mál- inu ekkert við, mörg þeirra hafa verið þess eðlis að þau eru ekki svaraverð og gera í sjálfu sér ekk- ert annað en að lýsa þeim sem set- ur þau fram. a) Hvers vegna samþykkir skipulagsnefnd og miðstjórn ASI að kröfu formanns VR að FIS geti ekki gengið án skilyrða inn í RSI? Sama fólk leggur svo til að hljóm- listarmenn gangi í samtök verzlun- aiTnanna og orðaði það við flug- freyjur að þær fari þangað líka. Einnig er lagt til að mjólkurfræð- ingar fari í Samiðn. Hvers vegna er ekki lagt til að þeir fari í Matvís sem er mun eðlilegra? b) Hvers vegna samþykkir laga- nefnd inngöngu Matvís, en setur svo fram skilyrði sem þýða að starfsgreinasamtök eins og t.d. Matvís og RSI eru ólögleg innan ASI? Eiga starfsgreinasambönd ekki að vera innan ASI? A sama tíma er VR að gera kjarasamninga sem ganga út á að heill vinnustað- ur með iðnaðarmönnum, bílstjór- um og öllum sé í samtökum verzl- unarmanna. VR tekur inn flug- freyjur í miðri kjaradeilu og eyði- leggur þar með þann möguleika að stéttarfélag þeirra nái kjarasamn- ing. , c) Eg benti á það á miðstjórnar- fundinum 21. aprfl, að ég teldi að sú samþykkt sem verið væri að keyra í gegn gengi þvert á gildandi skipulag og lög ASÍ. Ég hef sent lögmanni ASÍ bréf og farið fram á að hann sýni fram á að þetta sé rangt hjá mér. Lára V. Júlíusdóttir Gæðamerkingar á fiski Föstudaginn 28. maí kl. 13:00-16:30 Haldið á Rf á Skúlagötu 4. Dagskrá 13.00- 13:15 13.15 - 14:00 14:00- 14:15 14:15 - 14:45 Setning: Hjörleifur Einarsson, forstjóri Rf. Evrópuverkefnið „Gæðamerkingar fisks“. Kynning á niðurstöðum skoðanakönnunar um þörf fyrir aðferðir til að meta gæði fisks og gæðamerkingar: Guðrún Olafsdóttir, Rf. Rekjanleiki: Ragnar Egilsson, Rf. Hver er staðan varðandi gæðamerkingar í íslenskum fiskiðnaði? Sigurður Bogason, SÍF. 14:45 - 15:00 Kaffi. 15:00 - 15:30 Tölvuvætt skynmat í fiskvinnslu - QimlT aðferð til að meta gæði: Emilía Martinsdóttir, Rf, og Ólafur Magnússon, ORIGO. 15:30 - 16:00 Vistvænt ísland: Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áform - átaksverkefni. 16:00 - 16:30 Umræður. Fundarstjóri: Emil Karlsson frá Samstarfsvettvangi sjávarútvegs og iðnaðar. Allir áhugasamir um gæði og gæðamerkingar fyrir sjávarafurðir eru hvattir til að mæta. Skráning fer fram í síma 562 0240 eða sendið póst á info@rfisk.is Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Samstarfsvettvangurl SJÁ VARÚTVEGS & IÐNAÐAR 14f Hin bjarta efnahagssól FORMAÐUR Sjálf- stæðisflokksins, Davíð Oddsson, kom ítrekað fram í fjölmiðlum á síð- asta kjörtímabili og til- kynnti að komið væri góðæri í efnahagsmál- um á Islandi. Síðan hefur verið hamrað á því að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi með styrkri stjóm Davíðs komið á þessu góðæri. Flestir vita hins vegar að ekki era allir jafn ærir í gottinu og hin bjarta efnahagssól hef- ur alls ekki náð að skína jafnt á alla, þótt stór hluti almennings hafi nú þegar fjárfest í trúnni á góðærið. Góðæri vegna fóma launafólks. Allir vita að það er ekki á færi stjórnmálamanna einna að koma á efnahagslegu góðæri. Enginn einn maður býr yfir þeim töframætti. Þegar grannurinn var lagður að stöðugleika í efnahagsmálum þurfti víðtæka sátt um leiðirnar að markmiðinu. Slík þjóðarsátt náð- ist með verkalýðshreyfingunni, samtökum atvinnurekenda og bænda í tíð vinstristjórnar AI- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks árið 1990. A sama tíma var Davíð Oddsson að undirbúa brottför úr stóli borgar- stjóra í Reykjavík enda fjárhagur borgarinnar á algerum villigötum vegna óstjórnar í fjármálum og skuldir borgarsjóðs höfðu aldrei verið meiri. Það má því með sanni segja að launafólk hafi lagt granninn að góðærinu með þjóðarsáttarsamn- ingum í upphafi áratugarins og að lán fráfarandi ríkisstjómar hafi verið að fá tækifæri til að halda því við. Það lán notaði ríkisstjórnin hins vegar ekki til að skila góðær- inu til þeirra sem verst era settir og hafa fómað mestu til að tryggja stöðugleikann. Og það sem verra er, afgangi á fjárlög- um var náð með sölu ríkisfyrirtækja en ekki með skynsam- legri hagstjóm þar sem byggt var upp til framtíðar. Allt í plati I frétt sem birt var á Stöð 2 hinn 16. maí var greint frá því að verðbólga mundi vaxa sem nemur einu pró- sentustigi meira á þessu ári en Seðla- bankinn hafði áður gert ráð fyrir. Farið sé að gæta ofþenslu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Seðlabankastjórinn og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins sagði Efnahagsstjórn Það má því með sanni segja, segir Ingvar Sverrisson, að launa- fólk hafi lagt grunninn að góðærinu með þjóð- arsáttarsamningum í upphafi áratugarins. að ef viðhalda ætti stöðugleikanum þyrftu allir að leggjast á eitt og standa saman og þá alveg sérstak- lega um hógværar kröfur í kom- andi kjarasamningum. Þama þarf að staldra aðeins við. Er ekki rétt að í nýafstöðnum kosningum hafi Sjálfstæðisflokkn- um vegnað vel vegna góðærisins og styrkrar efnahagsstjómar? Er virkilega að koma í ljós viku eftir kosningar að góðærið sé liðið? Eitthvað rámar mig í viðvaranir frá Seðlabankanum fyrir kosningar Ingvar Sverrisson en þær vora afgreiddar af forsæt- isráðherra sem spár byggðar á gamaldags kenningum og forsend- um. Ekkert að marka, bara plat, sagði Davíð. En hvað nú þegar Birgir flokksbróðir, sem líka var einu sinni borgarstjóri, kemur fram með spá um efnahagslega lægð yfir íslandi? Er það bara gamaldags plat? Launafólk beri byrðarnar áfram Þessi spá Birgis kemur mér ekki á óvart. Ég hlustaði á viðvar- anir frambjóðenda Samfylkingar- innar í þessum efnum fyrir kosn- ingar. I þeima málflutningi var aftur og aftur bent á veikar stoðir efnahagsstjórnar Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn þurfti aftur á móti aldrei að svara fyrir þetta, annaðhvort vegna sof- andaháttar íslenskra fjölmiðla eða hræðslu þeirra við leiðtogann sem neitaði að taka niður sólgleraugun og hamaðist við að spá dómsdegi ef Samfylkingin kæmist til áhrifa. Nú lýsir seðlabankastjóri því hins vegar yfir að góðærið standi á brauðfótum en fólkið á bara eftir að fá skellinn eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur tryggt sig í stjórnarráðinu í fjögur ár til við- bótar. Það er umhugsunarvert fyrir launafólk sem lagði granninn að góðæri sl. áratugar að Sjálfstæðis- flokkurinn er þessa dagana að búa sig undir að láta það eitt bera byrð- amar af þeirri efnahagslægð sem lúrir yfir landinu. Það á aftur að hlífa breiðu bökunum sem tryggð hefur verið næring í uppsveiflunni og þvinga almennt launafólk til „hógværðar" í þeim kjarasaming- um sem eru framundan. Með und- arlega skjótum hætti breytist „ár- angur iýrir alla“ í árangur fýrir suma. Launafólk á enn og aftur að sýna þolinmæði. Leiktjöld góðærisins, sem nú er staðfest að stendur á brauðfótum, tryggðu núverandi ríkisstjórn áframhaldandi meirihluta á Al- þingi. Þegar leiktjöldin hafa fallið koma í Ijós áform um að halda áfram að afhenda eignir þjóðarinn- ar í hendur fárra útvalinna og um þvinganir á samtök launafólks í komandi kjarasamningum. Ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.