Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.05.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 31 ____________________ERLENT_____________________ Stjórnarmyndunarviðræður Verkamannaflokksins í ísrael Vill nú helst mynda stjórn með Likud Herzliya. AP. VERKAMANNAFLOKKURINN í Israel vill nú helst mynda sam- steypustjórn með Likud-flokknum, sem galt afhroð í kosningunum fyrir rúmri viku, til að stuðla að sátt í landinu um friðarviðræður við araba. Ákveði flokkarnir að hefja stjóm- arsamstarf er líklegt að stjórn Ehuds Baraks, leiðtoga Verka- mannaflokksins og verðandi forsæt- isráðherra, taki varfærnislega af- stöðu til friðarviðræðnanna. Nokkrir þingmenn höfðu viljað að reynt yrði að mynda stjóm með Shas-flokknum fremur en Likud- flokknum, sem þeir saka iim að hafa tafíð friðarviðræðurnar. Óformlegar samningaviðræður við Shas-flokk- inn hafa hins vegar ekki gengið eins vel og viðræðumar við Likudflokk- inn. Samninganefnd Verkamanna- flokksins ræddi við fulltrúa Likud í hálfa aðra klukkustund á hóteli í Herzliya, einu úthverfa Tel Aviv, í fyrradag. Pingmenn Likud voru bjartsýnir eftir fundinn og sögðu að Verkamannaflokkurinn legði nú mesta áherslu á að kanna mögu- leikann á stjórnarsamstarfí flokk- anna tveggja. „Þeim er mjög um- hugað um að fá okkur, sögðu það hátt og skýrt,“ sagði Limor Livnat, fjarskiptaráðherra fráfarandi stjórnar. David Libai, sem stjórnar við- ræðum Verkamannaflokksins, sagði að fiokkurinn hefði mik- inn hug á að mynda stjórn með Likud- flokknum til að stuðla að þjóðarsátt þar sem ljóst væri að Israelar þyrftu að taka mjög mikilvægar ákvarðanir í utanríkismálum á næstunni. Likudflokkurinn tap- aði 13 þingsætum í kosningunum en er samt næststærsti flokk- urinn með 19 þingmenn af 120. Verkamanna- flokkurinn fékk 26 þingsæti og Shas er þriðji stærsti flokkurinn með Ehud Barak 17 þing- „Enn ber mikið á milli“ Livnat kvaðst vongóður um að Likudflokkurinn gengi í stjórnina en sagði að það myndi ráðast af af- stöðu Baraks til friðarviðræðnanna við arabaþjóðirnar. „Það er tími til kominn að tryggja einingu, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði hann. „Enn ber mikið á milli. Við viljum ítarlegar upplýsingar um stefnu þeirra." Palestínumenn sögðust fylgjast grannt með viðræðunum og vona að mynduð yrði stjórn sem gæti bund- ið enda á þráteflið í friðarumleitun- um ísraela og Palestínumanna. Leiðtogar araba fógnuðu sigri Baraks í forsætisráð- herrakjörinu en sögð- ust þó hafa áhyggjur af afstöðu hans til frið- arviðræðnanna. Barak lýsti því yfir í sigur- ræðu sinni að ekki kæmi til greina að skipta Jerúsalemborg og láta öll herteknu svæðin á Vesturbakk- anum af hendi. Gangi Likud í stjórn Baraks gæti það auð- veldað honum að koma nýjasta friðarsamn- ingnum við Palestínu- menn í framkvæmd. Netanyahu undirritaði samninginn en stóð ekki við öll ákvæði hans. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur boðið leiðtogum ísraels og Palest- ínumanna til viðræðna í því skyni að blása lífi í friðarviðræðumar. Barak hefur lofað að reyna að ná samkomulagi um framtíðarstöðu sjálfstjórnarsvæða Palestínu- manna og leysa deiluna við Sýr- lendinga um Gólan-hæðirnar. Myndi hann stjórn með Likud- flokknum gæti honum reynst erfitt að semja við arabaþjóðirnar. Hann hefur gefið í skyn að til greina komi að láta Gólan-hæðirnar af hendi til að ná friðarsamkomulagi við Sýrlendinga en Likud-flokkur- inn hefur ekki léð máls á slíkum viðræðum. Getraun Félags íslenskra bókaútgefenda Þrisvar þrjár sögur Dregið hefur verið úr réttum lausnum í getraun, sem fólst í að para saman höfunda og sögur í bókinni Þrisvar þrjár sögur sem bóksalar gáfu viðskiptavinum í Viku bókarinnar. Upp kom nafn Regínu Eiríksdóttur, Týsgötu 8, 101 Reykjavík, og hlýtur hún í verðlaun flug fyrir tvo til Parísar í boði Flugleiða. Rétt svör voru eftirfarandi: Ormagryfjan — Elín Ebba Gunnarsdóttir, Fjórða persóna eintölu — Ólafur Jóhann Ólafsson, Vegir guðs — Einar Már Guðmundsson, Frumsýningin — Steinunn Sigurðardóttir, Blindi drengurinn — Gyrðir Elíasson, Haraldur gastrósóf og Margrét — Guðrún Eva Mínevudóttir, Ómerkingurinn — Þórarinn Eldjám, 31. ágúst — Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Að vera íslenskur höfundur í útlöndum — Guðbergur Bergsson. Öllum sem sendu inn lausnir er þökkuð þátttakan í þessum leik. Félag íslenskra bókaútgefenda. MHMHÍÉflto Dýnur sem eru tilvaidar í bústaðinn, tjafdið eða tjaidvagninn. SVAMPDÝNUR 70x200x12 5,700 kr. TILBOÐ GESTADÝNUR 190x70x9 m/áklæði 3,800 kr. 25% afsl. EGGJABAKKADÝNUR - margar stærðir verfl frá. 2.100 kr SÉRVINNUM ÚR SVAMPI pullur, púða o.fl. BREIÐASTA OG MÝKSTA Ui’i'. ÚRVAL LANDSINS AF DÝNUM OG RÚMUM Lystadún-Snæland býður upp á mjög fjölbreytilegt úrval dýna af öllum stærðum og gerðum. Þú lætur okkur vita hvað þig vantar og við eigum það til eða sníðum það fyrir þig. Sérstakt kynningarverð Á VIÐARRÚMUM RAFMAGNS- RÚMB0TNAR FJAÐRADÝNUR SVEFNHERBERGIS- HÚSGÖGN Heilsukoddarnir frá HEILSU- DUlllODÍllO LATEXDÝNUR VERSLUNIN LYSIÁDÚN ■• SNÆLAND Skútuvogí 11* Sími 568 5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.