Morgunblaðið - 27.05.1999, Side 31

Morgunblaðið - 27.05.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 31 ____________________ERLENT_____________________ Stjórnarmyndunarviðræður Verkamannaflokksins í ísrael Vill nú helst mynda stjórn með Likud Herzliya. AP. VERKAMANNAFLOKKURINN í Israel vill nú helst mynda sam- steypustjórn með Likud-flokknum, sem galt afhroð í kosningunum fyrir rúmri viku, til að stuðla að sátt í landinu um friðarviðræður við araba. Ákveði flokkarnir að hefja stjóm- arsamstarf er líklegt að stjórn Ehuds Baraks, leiðtoga Verka- mannaflokksins og verðandi forsæt- isráðherra, taki varfærnislega af- stöðu til friðarviðræðnanna. Nokkrir þingmenn höfðu viljað að reynt yrði að mynda stjóm með Shas-flokknum fremur en Likud- flokknum, sem þeir saka iim að hafa tafíð friðarviðræðurnar. Óformlegar samningaviðræður við Shas-flokk- inn hafa hins vegar ekki gengið eins vel og viðræðumar við Likudflokk- inn. Samninganefnd Verkamanna- flokksins ræddi við fulltrúa Likud í hálfa aðra klukkustund á hóteli í Herzliya, einu úthverfa Tel Aviv, í fyrradag. Pingmenn Likud voru bjartsýnir eftir fundinn og sögðu að Verkamannaflokkurinn legði nú mesta áherslu á að kanna mögu- leikann á stjórnarsamstarfí flokk- anna tveggja. „Þeim er mjög um- hugað um að fá okkur, sögðu það hátt og skýrt,“ sagði Limor Livnat, fjarskiptaráðherra fráfarandi stjórnar. David Libai, sem stjórnar við- ræðum Verkamannaflokksins, sagði að fiokkurinn hefði mik- inn hug á að mynda stjórn með Likud- flokknum til að stuðla að þjóðarsátt þar sem ljóst væri að Israelar þyrftu að taka mjög mikilvægar ákvarðanir í utanríkismálum á næstunni. Likudflokkurinn tap- aði 13 þingsætum í kosningunum en er samt næststærsti flokk- urinn með 19 þingmenn af 120. Verkamanna- flokkurinn fékk 26 þingsæti og Shas er þriðji stærsti flokkurinn með Ehud Barak 17 þing- „Enn ber mikið á milli“ Livnat kvaðst vongóður um að Likudflokkurinn gengi í stjórnina en sagði að það myndi ráðast af af- stöðu Baraks til friðarviðræðnanna við arabaþjóðirnar. „Það er tími til kominn að tryggja einingu, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði hann. „Enn ber mikið á milli. Við viljum ítarlegar upplýsingar um stefnu þeirra." Palestínumenn sögðust fylgjast grannt með viðræðunum og vona að mynduð yrði stjórn sem gæti bund- ið enda á þráteflið í friðarumleitun- um ísraela og Palestínumanna. Leiðtogar araba fógnuðu sigri Baraks í forsætisráð- herrakjörinu en sögð- ust þó hafa áhyggjur af afstöðu hans til frið- arviðræðnanna. Barak lýsti því yfir í sigur- ræðu sinni að ekki kæmi til greina að skipta Jerúsalemborg og láta öll herteknu svæðin á Vesturbakk- anum af hendi. Gangi Likud í stjórn Baraks gæti það auð- veldað honum að koma nýjasta friðarsamn- ingnum við Palestínu- menn í framkvæmd. Netanyahu undirritaði samninginn en stóð ekki við öll ákvæði hans. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur boðið leiðtogum ísraels og Palest- ínumanna til viðræðna í því skyni að blása lífi í friðarviðræðumar. Barak hefur lofað að reyna að ná samkomulagi um framtíðarstöðu sjálfstjórnarsvæða Palestínu- manna og leysa deiluna við Sýr- lendinga um Gólan-hæðirnar. Myndi hann stjórn með Likud- flokknum gæti honum reynst erfitt að semja við arabaþjóðirnar. Hann hefur gefið í skyn að til greina komi að láta Gólan-hæðirnar af hendi til að ná friðarsamkomulagi við Sýrlendinga en Likud-flokkur- inn hefur ekki léð máls á slíkum viðræðum. Getraun Félags íslenskra bókaútgefenda Þrisvar þrjár sögur Dregið hefur verið úr réttum lausnum í getraun, sem fólst í að para saman höfunda og sögur í bókinni Þrisvar þrjár sögur sem bóksalar gáfu viðskiptavinum í Viku bókarinnar. Upp kom nafn Regínu Eiríksdóttur, Týsgötu 8, 101 Reykjavík, og hlýtur hún í verðlaun flug fyrir tvo til Parísar í boði Flugleiða. Rétt svör voru eftirfarandi: Ormagryfjan — Elín Ebba Gunnarsdóttir, Fjórða persóna eintölu — Ólafur Jóhann Ólafsson, Vegir guðs — Einar Már Guðmundsson, Frumsýningin — Steinunn Sigurðardóttir, Blindi drengurinn — Gyrðir Elíasson, Haraldur gastrósóf og Margrét — Guðrún Eva Mínevudóttir, Ómerkingurinn — Þórarinn Eldjám, 31. ágúst — Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Að vera íslenskur höfundur í útlöndum — Guðbergur Bergsson. Öllum sem sendu inn lausnir er þökkuð þátttakan í þessum leik. Félag íslenskra bókaútgefenda. MHMHÍÉflto Dýnur sem eru tilvaidar í bústaðinn, tjafdið eða tjaidvagninn. SVAMPDÝNUR 70x200x12 5,700 kr. TILBOÐ GESTADÝNUR 190x70x9 m/áklæði 3,800 kr. 25% afsl. EGGJABAKKADÝNUR - margar stærðir verfl frá. 2.100 kr SÉRVINNUM ÚR SVAMPI pullur, púða o.fl. BREIÐASTA OG MÝKSTA Ui’i'. ÚRVAL LANDSINS AF DÝNUM OG RÚMUM Lystadún-Snæland býður upp á mjög fjölbreytilegt úrval dýna af öllum stærðum og gerðum. Þú lætur okkur vita hvað þig vantar og við eigum það til eða sníðum það fyrir þig. Sérstakt kynningarverð Á VIÐARRÚMUM RAFMAGNS- RÚMB0TNAR FJAÐRADÝNUR SVEFNHERBERGIS- HÚSGÖGN Heilsukoddarnir frá HEILSU- DUlllODÍllO LATEXDÝNUR VERSLUNIN LYSIÁDÚN ■• SNÆLAND Skútuvogí 11* Sími 568 5588

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.