Morgunblaðið - 27.05.1999, Page 23

Morgunblaðið - 27.05.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 23 rekað í hópum, „stundum í marga daga“. Serrano-Fitamant segir tíðni nauðgana hafa aukist mjög eftir að loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófust á Júgóslavíu 24. mars sl. Af frásögnum kvennanna að dæma segir hún serbneska her- menn hafa tekið ungar stúlkur, fímm til þrjátíu í einu, og farið með þær t.d. á aðsetur hermannanna og hafa sumar þeirra ekki átt aftur- kvæmt. Segir í skýrslunni að full ástæða sé til að óttast um afdrif þeirra kvenna sem enn eru í Kosovo og að efla þurfí hjálparstarf og ráðgjöf til handa fómarlömbum nauðgana. Konunum, sem rætt var við, hafði verið nauðgað í Djakovica, Pec og Drenica og höfðu margar þeirra ógróin sár á bringunni og ummerki barsmíða á höndum, fót- um og baki. „I flestum tilfellum nota her- mennirnir grímur til að hylja andlit- ið en það er þó ekki alltaf tilfellið. Eftir að konur eru aðskildar frá körlunum, mynda hermennimir hring utan um þær þar sem þær standa naktar og neyða þær til að gera niðurlægjandi hluti,“ sagði Semano-Fitamant. I einum bæjanna höfðu grímu- klæddir hermenn skorið unga drengi á háls, skorið gat á maga ófrískra kvenna og stungið fóstur þeirra með beittum hnífum. I skýrslunni kemur fram að kon- um hafi verið hótað lífláti sýni þær mótþróa og hafa karlar og konur verið tekin af lífi, sem reynt hafa að koma þeim til bjargar. Serrano-Fitamant sagði sumar kvennanna telja hermennina hafa lit- ið á þær sem „ránsfeng" á meðan aðrar sögðu nauðganimar hafa gefíð hatri Serba á Albönum ,yaunveru- legan vitnisburð". Eftir reynslu margra kvennanna segja þær sig vera „dánar“ að eilífu í augum fjölskyldna sinna vegna þeirrar skammar sem fylgir því að hafa verið nauðgað og beitt kynferð- islegu ofbeldi í samfélagi múslima, að sögn Serrano-Fitamant. Aðrar konur sögðust óttast að eiginmenn þeirra fæm frá þeim eða að fjöl- skyldur þeirra myndu skera á öll tengsl við þær. | Íl/MARIA rjfLOVISA W FATAHÖNNUN SKÓLAVORÐUSTÍG 3A • S 562 6999 mbl.is Clinton-hjónin hyggjast flytja New York. The Daily Telegraph. BANDARÍSKU forsetahjónin, Bill og Hillary Clinton, hyggjast setjast að í Westchester-sýslu, skammt norður af New York- borg, þegar valdatíð þeirra í Hvíta húsinu er lokið. Frétta- skýrendur segja þess örskammt að bíða að forsetafrúin tiikynni framboð sitt til öidungadeildar Bandaríkjaþings. Bill Clinton er fæddur og upp- alin í Arkansas-ríki en Hillary í Illinois, og var forsetinn ríkis- stjóri í Arkansas áður en hann tók við því embætti sem hann gegnir nú. Hillary starfaði áður sem lögfræðingur í Arkansas. f sjónvarpsviðtaii, sem sent var út í gærkvöldi, sagði Hillary að þau hjónin hygðust flytjast bú- ferlum til New York-ríkis „burt- séð frá því hvað ég tek mér fyrir hendur". Hún viðurkenndi í við- talinu að hún hefði „augljóslega mikinn áhuga“ á að taka sæti öldungadeildarþingmannsins Daniels Moynihans, sem lætur af þingsetu eftir næstu kosningar. Lögregluofbeldi veld- ur ólgu í New York New York. AP. HVITUR lögreglumaður í New York hefur viðurkennt að hafa pyntað blökkumann í réttarhöldum, sem hafa valdið ólgu meðal blökku- manna og innflytjenda í borginni. Lögreglumaðurinn játaði verkn- aðinn eftir að fjórir lögreglumenn vitnuðu gegn honum í réttarhöldun- um sem hafa staðið í þrjár vikur. Hann viðurkenndi að hafa mis- þyrmt blökkumanninum kynferðis- lega með lögreglukylfu í baðher- bergi lögreglustöðvar og lagt stein í götu réttvísinnar með því að hóta að hefna sín á honum ef hann segði frá atvikinu. Lögreglumaðurinn kvaðst hafa ráðist á blökkumanninn, sem er inn- flytjandi frá Haítí, þar sem hann hefði talið hann hafa ráðist á sig þegar lögreglan reyndi að stöðva slagsmál á skemmtistað í New York í ágúst 1997. Pað reyndist ekki vera rétt. Lögfræðingur lögreglumannsins telur að hann fái 30 ára fangelsis- dóm, en hámarksrefsingin í slíkum málum er lífstíðarfangelsi. Þrír lög- reglumenn hafa verið ákærðir íyrir að taka þátt í árásinni og yfirmaður þeirra hefur einnig verið saksóttur fyrir að hylma yfir atvikið. fimmtudag til sunnudags 'BlámacuiL -þar sem sumarið byjjar 20 ótjúpur blandaðir litir kr 699 £akelia stór kr 249

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.