Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 39

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 39 NEYTENDUR Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Katrín Rós Baldursdóttir, Ungfrú Island, tók virkan þátt f innrétt- ingu draumaíbúðar sinnar, sem sýnd er á Lífsstfl 99. Lífsstfll í Laugardalshöll um helgina Leiðréttar niðurstöður úttektar á gjaldskrám símafyrirtækjanna Kynna ný um- hverfisvæn gólfefni í TILEFNI af 100 ára afmæli FORBO Krommenie, stærsta fram- leiðanda línóleum-gólfefna í heimi, heldur Kjaran-gólfbúnaður sýningu í sölum fyrirtækisins, Síðumúla 14, í dag frá kl. 10 til 16. A sýningunni verður kynnt ný framleiðslulína línóleum-gólfefna undir kjörorðinu „Vistvænt skref til framtíðar“ og upplýsingabæklingi um umhverfísvæn gólfefni dreift. I bæklingnum er m.a fjallað um hrá- efni, framleiðslu o.fl. sem tengist umhverfismálum. Matvælakynning Samtaka iðnaðarins Vörur meira unnar en áður FJÖLMARGT kitlaði bragðlauk- ana á matvælakynningu Samtaka iðnaðarins, Matartíma 1999, sem haldin var á fimmtudag. Þar kynntu rúmlega 20 íslenskir mat- vælaframleiðendur framreiðsluað- ilum vörur súiar og viðskiptakjör. Nokkur hundruð manns sóttu kynninguna, sem gekk vel, að sögn Ragnheiðar Héðinsdóttur þjá Samtökum iðnaðarins. Hún segir mikla Qölbreytni ríkjandi í matvælaframleiðslu, áberandi sé að vörur séu meira unnar nú en fyrr til þess að koma til móts við þarfir neytenda. Morgunblaðið/Þorkell MARGVISLEG matvæli voru kynnt á Matartíma 1999. NÝJAR HÚSGAGNASENDINGAR GSM-frelsi sjónarmun ódýrara en Tal-frelsi Hvað kosta GSM-frelsi og Tal-frelsi? Verð í krónum miðað við tiltekna notkun á mánuði: 60 mínútur á mánuði: 966 kr. 968 kr. 150 mínútur á mánuði: GSM-frelsi 2.415 kr. 2.420 kr. 250 mínútur á mánuði: GSM-frelsi 4.025 kr. 4.035 kr. VILLANDI upplýsingar í gjaldskrá Tals leiddu til þess að niðurstöður úttektar sem Samstarfsverkefni Neytendasamtakanna og verkalýðs- félaga á höfuðborgarsvæðinu fram- kvæmdi á GSM-verðskrám og birt- ust í Morgunblaðinu 13. maí sl. urðu rangar að hluta til. Agústa Ýr Þorbergsdóttir, starfs- maður verkefnisins, hefur kannað verð á GSM-frelsi Landssímans og Tal-frelsi Tals í samræmi við nýjar forsendur. Fyrri niðurstöður byggðust á rangri skiptingu í dag-, kvöld- og nætur- og helgartaxta, sem byggð- ist á villandi upplýsingum í verð- skrá Tals, að sögn Ágústu. Nú er gengið út frá því að 33% notkunar hjá Tal-frelsi sé á dagtaxta, 29% á kvöldtaxta og 38% á nætur- og helg- artaxta. Miðað er við að sambærileg skipting hjá GSM-frelsi sé 30% á dagtaxta, 15% á kvöldtaxta og 55% á nætur- og helgartaxta. Utreikningar Agústu nú byggjast á því að talað sé samfleytt í síma í eina viku, út frá því finnur hún kostnaðinn við 60, 150 og 250 mín- útna símnotkun á mánuði. Ágústa telur að með þessari reikniaðferð sitji símafyrirtækin við sama þorð. Verð beggja lækkar Nokkrar breytingar verða á nið- urstöðum úttektarinnar hvað varð- ar GSM-frelsi og Tal-frelsi þegar þessum nýju aðferðum er beitt. Verðmunur var nokkur skv. fyrri könnun Tali í hag. Niðurstöðurnar nú benda til þess að aðeins sé sjón- armunur á verði símafyrirtækj- anna tveggja. Verð á þjónustu Landssímans lækkar um 17% en verð hjá Tali um 12% með breytt- um forsendum. Margt YFIR 60 fyrirtæki taka þátt í sýn- ingunni Lífsstíll 99, sem hófst í Laugardalshöll í gær. Sýningin er opin í dag frá kl. 10 til 22 og á Nýtt Krem frá Nivea NIVEA Visage Q10 Anti Wrinkle næturkrem er komið á markað á Is- landi. Kremið tilheyrir Nivea Visage andlitslínunni. „Rannsóknir sýna að innan 6 vikna við daglega notkun dregur sýnilega úr hrukkum og það hægir á myndun nýrra hrukkna. Húðin endurnærist yfir nóttina og að morgni er hún úthvfld og fersk,“ segir í fréttatil- kynningu frá J.S Helgasyni ehf. Einnig er komið á markað Nivea Soft, rakakrem fyrir líkama og and- lit. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu er kremið sérstaklega rakagefandi og hverfur fljótt og vel inn í húðina. Sólbrúnkuvörur frá Lancöme FARIÐ er að selja tvær nýjar Flash Bronzer-brúnkuvörutegundir frá Lancóme; andhtshlaup, sem gefur brúnan lit án sól- ar, Self-Tanning Face Gel Record, og sams konar hlaup fyrir fót- leggi, Self-Tann- ing Leg Gel Immediate Shimmering Bronzing effect. I fréttatilkynningu segir að Flash Bronzer fyrir andlit gefi andlitinu fal- legan og eðlilegan gylltan lit á aðeins einni klukkustund og þar sem hlaupið smjúgi inn í húðina á augabragði sé hægt að nota fórðunarvörur fljótlega eftir notkun þess. Einnig segir að Flash Bronzer fyrir fótleggi komi í staðinn fyrir sokkabuxur, fíngerð og örlítið glitrandi áferðin geri leggina áferðarfallegri, þá sé mjög auðvelt að dreifa gelinu svo húðin fái jafnan lit. í boði morgun, sunnudag, frá kl. 10 til 18. Meðal þess sem finna má á sýn- ingunni eru húsgögn, húsbúnaður, innréttingar, skrautmunir, textíl- vörur, útigi-ill og tjaldvagnar svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður flest sem tengist brúðkaupi 21. aldar- innar kynnt. Sýndir verða vínflöskutappar fyrrir konur og karla úr verðlauna- samkeppni Félags íslenskra gull- smiða og fjölmiðlafólk keppir í borðskreytingum. Nýkjörin Fegurðardrottning ís- lands, Katrín Rós Baldursdóttir, hefur lagt undir sig svið Laugar- dalshallarinnar, þar hefur hún inn- réttað draumaibúð sína í samvinnu við Drífu Hilmarsdóttur útlits- hönnuð. Fylgst með söngva- keppninni á risaskjá Þeim sem hafa hug á að skoða sýninguna en vilja ekki missa af Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva er bent á að keppnin verður sýnd á risaskjá í Laugardalshöli í kvöld. Að auki verður aUa helgina boðið upp á fjölda skemmtiatriða á sviði, sem reist hefur verið á gólfi LaugardalshaUarinnar; hljómsveitir troða upp og tískusýningar verða haldnar. Þá verða sýnd atriði úr söngleiknum Rent. ANNETTE 3-M AÐEINS 179.500 ALKLÆTT ÚRVALS LEÐRI - 3 LITIR ELDHUSBORÐ OG STÓLAR MIKIÐ ÚRVAL - ÓTRÚLEGT VERÐ rms retra Teg BORÐ 120X80 + 4 STÓLAR, AÐEINS 35.900 STGR. OPIÐ í DAG KL. 10-14. WS4 □□□□□□ 36 món. Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 36

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.